Morgunblaðið - 27.06.2014, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Maður er hálftómur eftir þessa
upplifun, að koma að þessu svona,“
segir Egill Rafn Sigurgeirsson, for-
maður Býflugnaræktendafélags Ís-
lands, en 112 býflugnabú, sem flytja
átti til landsins í fyrradag gleymdust
í vöruskemmu á flugvellinum í Hels-
inki, og tafðist því koma þeirra til
landsins um einn sólarhring. Það
leiddi til þess að búrin ofhitnuðu með
þeim afleiðingum að um helmingur
býflugnanna lifði ekki af ferðalagið.
Er áætlað að í búunum hafi verið á
bilinu ein og hálf til tvær milljónir
býflugna.
Tjónið einkum tilfinningalegt
Er ljóst að um heilmikið tjón er að
ræða. Um áttatíu býflugnabændur
höfðu átt von á því að fá bú, en færri
gátu nú fengið en vildu. Egill Rafn
segir að heildarkostnaður við að út-
vega býflugurnar hafi verið um sjö
milljónir króna, og því hafi á bilinu
þrjár til þrjár og hálf milljón farið
forgörðum við skaðann. Tjónið sé þó
fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis,
en hann og tveir aðrir hafi farið sér-
staklega til þess að útvega flugurnar.
„Þetta eru dýr og okkur þykir vænt
um þau og berum mikla virðingu fyr-
ir þeim. Þetta eru hálfgerð gæludýr
fyrir okkur,“ segir Egill Rafn.
Spurður um hugsanlegar skaða-
bætur segir Egill að nú verði málið
kannað og skýrsla skrifuð um
ástandið. „Þetta eru mistök hjá ein-
hverjum aðila sem flytur býflugurn-
ar, en það þarf að kanna það.“
Býflugnarækt hefur verið stunduð
hér frá árinu 1998 og hefur verið
mikill vöxtur í greininni á undan-
förnum árum. Egill Rafn segir að nú
séu rúmlega eitt hundrað manns í
Býflugnaræktendafélagi Íslands.
Áfallið nú muni því hafa áhrif á mjög
marga.
Um helmingur bý-
flugnanna lifði af
112 býflugnabú töfðust í Finnlandi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Býflugur Um helmingur flugnanna
drapst vegna tafa í flutningum.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og
Gnúpverjahrepps í fyrradag var tek-
in ákvörðun um að spjaldtölvuvæða
skyldi sveitarstjórnina. Fjárfest
verður í sjö spjaldtölvum.
Með þessari ákvörðun er Skeiða-
og Gnúpverjahreppur kominn í hóp
fjölmargra aðila innan stjórnsýsl-
unnar sem nýta sér spjald-
tölvutækni til sinna starfa.
Að sögn Björgvins Skafta Harð-
arssonar, sveitarstjóra í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi er ákvörðunin tek-
in út frá hagræðissjónarmiðum.
Verulega dragi úr prent- og vinnu-
kostnaði við spjaldtölvuvæðingu
hreppsins.
„Þó þetta kosti eitthvað í upphafi
þá er þetta margfalt hagkvæmara til
lengri tíma litið,“ segir Skafti.
Fyrsta skrefið í upplýsingavæð-
ingu sveitarstjórnarinnar var tekin í
upphafi síðasta kjörtímabils þegar
keyptar voru fartölvur fyrir sveit-
arstjórnarmenn. Skafti segir far-
tölvurnar hafa reynst ágætlega en í
ljós hafi komið að það sé mun hag-
kvæmara að notast við spjaldtölvur í
stað þess að endurnýja fartölvukost
sveitarstjórnarmanna.
Hann segir mikinn pappír hafa
farið út fyrir hvern fund á sínum
tíma eða um það bil 600 blaðsíður
ásamt ýmsum aukagögnum. Nú séu
gögnin nánast alfarið rafræn.
Notkun spjaldtölva að aukast
Karl Björnsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, segir notkun spjaldtölva vera
að færast í vöxt meðal sveitarstjórna
landsins og segir þróunina vera já-
kvæða.
„Menn eiga auðvitað að nýta sér
þá tækni sem er fyrir hendi og njóta
skilvirkninnar sem hún hefur upp á
að bjóða. Þetta hefur verið notað af
stjórnum nokkurra lífeyrissjóða og
gengið vel,“ segir Karl.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust frá Reykjavíkurborg leggur
borgin hverjum borgarfulltrúa til al-
mennan skrifstofubúnað, þar með
talda fartölvu. Spjaldtölvuvæðing
innan borgarstjórnarinnar hefur
verið til umræðu í einhvern tíma
með það í huga að gera fundi borg-
arinnar pappírslausa en ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvort af
spjaldtölvukaupum verði.
Þingmenn fá allir spjaldtölvu
Allir alþingismenn fengu afhenta
spjaldtölvu sl. haust í tengslum við
verkefnið pappírslaus nefndarstörf.
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi
hefur nýjungin reynst vel og hefur
töluvert dregið úr prentun frá því að
verkefnið fór af stað. Spjaldtölv-
urnar eru ekki eingöngu notaðar við
nefndarvinnu heldur kjósa margir
að nýta sér þær við almenn þing-
störf.
Í gegnum árin hefur Alþingi ekki
látið sitt eftir liggja þegar kemur að
því að fylgja tækniþróun og var Ís-
land eitt fyrsta landið í heiminum til
að sýna beint frá þjóðþingi sínu.
Stjórnsýslan spjaldtölvuvæðist
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að kaupa spjaldtölvur
fyrir sveitarstjórnarmenn Spjaldtölvuvæðing Alþingis hefur gefið góða raun
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Spjaldtölvur Stjórnsýsla landsins
virðist fylgja tækninni vel eftir.
Laugardaginn 28. júní verður efnt
til helgigöngu í þjóðgarðinum Snæ-
fellsjökli í samstarfi við Ingjalds-
hólssókn og starfshóp þjóðkirkj-
unnar um helgistaði á föruleiðum.
Gengið verður frá Öndverðarnesi
að Gufuskálum. Mæting er við Ingj-
aldshólskirkju kl. 13 og ekið út á
Öndvarðarnes þar sem fyrsta helgi-
stundin verður haldin. Þaðan verð-
ur gengið í áföngum eftir strönd-
inni að Gufuskálum, ýmist í þögn
eða samræðum. Áð verður reglu-
lega, haldnar stuttar helgistundir
og sagðar sögur af merkum atburð-
um, minnisstæðu fólki, helgisagnir
og þjóðlegur fróðleikur sem tengist
leiðinni og lífi fólks að fornu og
nýju. Göngufólk les ritningarorð og
fornsögutexta.
Eftir gönguna verður boðið upp á
kaffisopa í safnaðarheimili kirkj-
unnar á Ingjaldshóli. Allir eru vel-
komnir í gönguna.
Helgiganga á
Snæfellsnesi
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Lauf
Fjölnota skeljastóll
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði LAUF