Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 28

Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 ✝ Ríkharð MárHaraldsson rafvirki fæddist í Neskaupstað 2. ágúst 1953. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 16. júní 2014. Ríkharð var son- ur hjónanna Har- aldar Bergvinsson- ar, f. 28.4. 1928, d. 27.6. 1982, og Unnar Marteins- dóttur, f. 9.11. 1928. Systkini hans eru Guðbjörg, f. 6.1. 1949, hún á tvö börn, Bergvin, f. 17.1. 1964, maki hans er Helga Sveinsdóttir og eiga þau tvö börn; og Stefán Haraldsson, f. 28.10. 1966, d. 16.7. 1972. Hinn 11. febrúar 1977 kvænt- ist Ríkharð Laufeyju Þóru Sveinsdóttur, f. 11.1. 1955. Börn þeirra eru: 1) Stefán, f. 4.9. 1976, í sambúð með Kristjönu Ósk Jónsdóttur, f. 19.4. 1980, dóttir þeirra er Tinna Dís, f. 17.3. 2014. Fyrir átti Kristjana dæt- urnar Elvu Rós, f. 28.1. 1998, Heklu Líf, f. 23.3. 2003, Kötlu Maríu, f. 8.1. 2005, og Lilju Rún, f. 30.1. 2008. 2) Sæ- unn Svana, f. 19.5. 1982, gift Hólmsteini Bjarna Birgissyni, f. 14.9. 1979, börn þeirra eru Bjarni Þór, f. 7.4. 2003, og Rakel Ósk, f. 18.11. 2008. Ríkharð bjó alla sína ævi í Neskaupstað þar sem hann starfaði við iðn sína ásamt öðr- um störfum. Útför Ríkharðs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 27. júní 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Hann Ríkharð Már, frændi minn og vinur, er fallinn frá rétt liðlega sextugur eftir stutta og snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Barátta hans stóð aðeins yf- ir í rúmar tvær vikur eftir að sjúkdómurinn greindist, hann ætlaði sér svo sannarlega sigur í baráttunni en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Andlát Rikka er mikið áfall fyrir fjölskyldu hans, eiginkonu, börn, barna- börn, systkini og aldraða móður. Eftir standa þau og ættingjar og vinir harmi slegnir og eiga erfitt með að átta sig á því að glaðlegi og vingjarnlegi Rikki er raun- verulega horfinn þeim sjónum úr þessu jarðlífi. Það er sárt að missa kæran frænda og vin með þessum hætti og nánast engum fyrirvara. Hjarta mitt tekur ósjálfrátt kipp í hvert sinn er gamli græni vinnubíllinn hans Rikka merktur Rafgeisla ekur fram hjá, það sést ekki framar vinalega brosið og vinkið frá frænda heldur fyllist hjartað af trega og söknuði. Rikki frændi var hress og skemmtilegur, orðheppinn með afbrigðum og einstaklega fljótur að hugsa þegar hann þurfti að svara fyrir sig. Hann var einstak- lega barngóður og naut hann þess að vera með barnabörnum sínum sem voru honum miklir dýrgripir. Hann varð fyrir því áfalli að missa barnungan bróður sinn í bílslysi rétt tvítugur að aldri og var hann þar sjálfur ökumaður- inn. Bar hann þann harm lengst af í hljóði því á þeim tíma var því miður ekki í boði að fá áfallahjálp eins og nú tíðkast. Hann missti jafnframt föður sinn snemma en Halli heitinn var aðeins fimmtíu og fjögurra ára gamall þegar hann lést. Rikki var lærður rafvirki og vann lengst af við það en kynntist jafnframt öðrum störfum. Hann fór í Norðursjóinn á síld á sínum yngri árum og margar sögurnar sagði hann okkar frá þeim tíma. Hann var einnig um tíma á sjó á skuttogara auk þess sem hann vann um nokkurra ára bil sem hafnarverkamaður í löndunar- gengi SVN eins og það var kallað auk annarra starfa. Í löndunar- genginu unnum við saman frænd- urnir, hann, ég og Jón Grétar ásamt mörgum öðrum snillingum og það var ekki leiðinlegt og er að ég held með skemmtilegri tímum sem ég hef upplifað. Þessi hópur hittist og borðaði kvöldverð sam- an síðastliðið haust og þar voru rifjaðar upp margar góðar sögur. Eins og áður sagði þá starfaði Rikki lengst af sem rafvirki og fór því víða bæði í fyrirtæki og inn á heimili. Alls staðar eignaðist hann vini sem báru honum vel söguna enda var hann þeim eig- inleikum gæddur að hann talaði við alla og gerði aldrei manna- mun. Þessir eiginleikar hans komu skýrt fram í viðtölum sem ég átti við fjölda manns sem hringdi til að kanna með stöðu mála í veikindum hans. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka frænda mínum alltof stutta samleið og þann kærleik og vinsemd sem hann hefur alla tíð sýnt mér og minni fjölskyldu. Við Jonna og fjölskylda vottum Lullu, Stefáni, Sæunni, Unni frænku, Guðbjörgu og Bedda og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum þess að algóður guð styðji þau og styrki í sorginni. Magnús Jóhannsson. Hinn 16. júní síðastliðinn lést æskuvinur minn og góður félagi, Ríkharð Már Haraldsson, eftir stutta sjúkrahúslegu. Á svona stundu hrannast upp minningar um góðan dreng, sem ég hef verið svo lánsamur að þekkja frá barn- æsku. Við ólumst upp á Melagöt- unni í Neskaupstað og aðeins Tungulækurinn skildi heimili okkar að. Við áttum mjög góðar stundir sem börn og unglingar, alltaf eitthvað að bralla. Jafnaldrar vorum við og urð- um því samferða í gegn um skóla og fermingu. Árið 1974 kynntust konur okkar og tókst með þeim mikil vinátta, sem haldist hefur síðan. Við Jenný erum sammála um að það eru mikil forréttindi að eiga slíka vini sem þau Rikki og Lulla eru. Eftir að ég flutti til Grenivíkur vorum við alltaf í sam- bandi. Rikki átti það líka til að hringja í mig á hvaða tíma dags sem var, þá hafði honum dottið eitthvað sniðugt í hug eða heyrt eitthvað sniðugt og mátti til með að segja mér frá áður en hann gleymdi því, eins og hann sagði. Óspart gerði Rikki létt grín að öllu og ekki síst sjálfum sér. Alltaf var vel tekið á móti mér og okkur hjónum þegar komið var austur, hvort sem ég var í vinnuferð eða við hjónin komum í heimsókn. Við „áttum“ herbergi hjá þeim hjónum. Rikki var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd ef eitthvað kom upp á. Þá bauðst hann oftar en ekki til að koma norður og hjálpa mér með rafmagn ef þannig vildi til. Það þótti ekki mikið að „skreppa“ milli landshluta ef vinur var í raun. Þannig maður var hann. Margar ógleymanlegar stund- ir áttum við vinahjónin, í orlofs- húsum og gönguferðum innan- lands sem erlendis. Kátínan var í fyrirrúmi hjá Rikka og ævinlega var hann hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Það kom því á óvart þegar hann lagðist á sjúkrahús, aðeins nokkrum dög- um eftir heimsókn þeirra hjóna til Grenivíkur, þar sem við áttum góðar stundir og fórum í göngu- ferðir um nágrennið. Þegar ég heimsótti hann til Reykjavíkur var það ennþá gamli góði Rikki sem ég hitti þar fyrir, spaug og gamanyrði á vörum. Síðustu dagana sem Rikki lifði komum við hjónin í heimsókn austur, þá sá ég mikla breytingu á honum, en samt gerði hann að gamni sínu ef svo bar undir. Hann vissi þá hvert stefndi og tók því með miklu æðruleysi. Það snart mig mjög djúpt er hann á síðustu stundum lífs síns breiddi út faðm- inn á móti mér og hvíslaði í eyra mér að hann yrði miklu hressari þegar við hittumst næst. Þetta voru síðustu orð hans til mín og ég tel það fullvíst að hann hafi rétt fyrir sér. Það er mín trú að við vinirnir hittumst aftur. Hve- nær það verður veit enginn. En eitt er víst að við söknum hans af- ar mikið og geymum minningar um góðan dreng um ókomin ár. Lífið heldur áfram, en án þín kæri vinur. Minningarnar um þig lifa með okkur og við lærum að halda okkar striki áfram. Elsku hjartans Lulla, Sæunn, Stefán og fjölskyldur ykkar, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Dan, Jenný, Hólmfríður, Guðrún, Ármann Dan, Gyða Dröfn og fjölskyldur. Ég á margar fallegar minning- ar um þig, elsku Rikki minn, sem munu lifa í hjarta mínu og sem geymdar eru í hugskoti mínu eins og sólelsk lítil lóa. Það verður ekki jafn gaman að koma til Norðfjarðar eftir að þú ert farinn, elsku Rikki, ég ætla að kveðja þig með þessu litla ljóði. Tíminn er eins og vatnið og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs Og tíminn hvarf eins og tár sem fellur á hvíta strönd. (Steinn Steinarr) Ég votta Jullu, Unni, Stefáni og Sæunni og barnabörnum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Þinn vinur, Jóhann Ólafur. Þegar ég sest niður og skrifa nokkrar línur um vin minn og fyrrverandi mág, Ríkharð Má Haraldsson, kemur margt upp í hugann. Við hittumst fyrst árið 1971 þegar ég og systir hans komum til Neskaupstaðar að vinna um sumarið, nýtrúlofuð og bjuggum í húsi foreldra þeirra. Ríkharður, oftast kallaður Rikki, var elstur af þrem bræðrum til- vonandi konu minnar. Rikka kynntist ég afar vel strax, það reyndist ekki erfitt, hann sýndi mér strax alla þá bestu mann- kosti sem hann hafði til að bera. Hann gat verið snöggur upp á lagið og svarað fyrir sig ef svo bar undir. Við höfðum ekki hist í mörg ár þar til fyrir þremur mán- uðum að hann birtist inni á gólfi þar sem ég er að vinna í Reykja- vík, og voru það fagnaðarfundir að sjá hann eftir 17 ár. Þá voru engar grunsemdir um þau veik- indi hjá honum sem komu fram tveimur mánuðum síðar. Ég var og er afar þakklátur fyrir þessa heimsókn hans til mín. Rikki lærði ungur rafvirkjun í Neskaupstað og stundaði hana með hléum fyrst í stað. Kláraði ungur löggildingu rafiðnaðar í Reykjavík og var mikill fagmaður að mínu mati. Ungur að árum hafði Rikki mikinn áhuga á fót- bolta og spilaði með heimaliði sínu Þrótti. Mikla mannkosti hafðir þú, Rikki minn, til að bera, að tala aldrei illa um samferðamenn þína og vini, og góður frændi varstu börnunum mínum sem dáðu þig. Ég man þegar þið Lulla voruð að skjóta ykkur saman, stuttu eftir þá miklu lífsreynslu sem þú gekkst í gegnum 18 ára. Það er ekki öllum gefið að standast þá lífsraun að lenda í bílslysi, þrír bræður og sá yngsti deyr. Þið Lulla eignuðust tvö börn, Stefán og Sæunni Svönu, sem bæði eru í sambúð og eiga nokkur ömmu- og afabörn. Þetta eru fátækleg skrif um hugljúfan dreng sem fellur frá á góðum aldri. Þeim aldri sem margir eru að hægja á vinnu og amstri dagsins, og huga betur að umhverfinu og sínu nánasta. Mik- ill öðlingur og góður drengur er genginn. Ég þakka allar góðar stundir á liðinni tíð og sendi Lullu, börnum ykkar, barnabörn- um, systkinum þínum og móður, Unni Marteinsdóttur, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sólmundur Þ. Maríusson. Ríkharð Már Haraldsson ✝ Baldvina Þor-valdsdóttir fæddist að Vík- urbakka í Árskógs- hreppi í Eyjafirði 16. september 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 15. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Þorvaldur Árnason, f. 1900, d. 1988 og Sigríður Þóra Björns- dóttir, f. 1903, d. 1984. Systkini Baldvinu eru: Reynald, f. 1925, d. 2011, Hermína, f. 1926, d. 2012, Ægir, f. 1928, Hákon, f. 1930, Anna Björg, f. 1934, d. 1998, Björgvin, f. 1939, Alda, f. 1941 og Árni Anton, f. 1948. Þann 3. mars 1956 giftist Baldvina Steingrími Garð- arssyni, f. 1928, d. 2013. For- eldrar hans voru Garðar Hauk- ur Hansen, f. 1911, d. 1982 og Sigríður Ámundadóttir, f. 1907, d. 1985. Börn Baldvinu og Stein- gríms eru: 1) G. Haukur, f. 1950, maki Halla Rögnvaldsdóttir, f. 1951. Dóttir þeirra er Sigríður, f. 1982, í sambúð með Brynjari Gunnarssyni, f. 1979 og eiga þau eitt barn. Fyrir átti Halla Dóru Valgarðsdóttur, f. 1972, og á hún fjögur börn. 2) Lísa Björk, f. vinu, f. 2013. Fyrir á Þorvaldur þrjú börn með Ólöfu Harð- ardóttur, f. 1962. a) Elvar Fann- ar, f. 1983, d. 2004. b) Þráinn, f. 1985 og á hann eitt barn. c) Sunna, f. 1989. 5) Sævar, f. 1960, maki Ingileif Oddsdóttir, f. 1964. Fyrir átti Ingileif Óskar Stefánsson, f. 1983 og Odd Vals- son, f. 1991. 6) Friðrik, f. 1963, maki Steinvör Baldursdóttir, f. 1963, börn: a) Telma, f. 1983, í sambúð með Ólafi Guðmunds- syni, f. 1974 og eiga þau þrjú börn. b) Tinna Ýr, f. 1986, d. 1991, c) Dagný, f. 1993. 7) Bylgja, f. 1967, maki Auðunn Víglundsson, f. 1963. Börn: a) Steinþór, f. 1990, b) Jóhann, f. 1996 og c) Kristín Helga, f. 1998. 8) Steingrímur, f. 1972, maki Sæunn Eðvarðsdóttir, f. 1973. Börn: a) Sævar, f. 2005 og Eva, f. 2008. Fyrir átti Sæunn Ragn- heiði Einarsdóttur, f. 1993. Fyr- ir átti Steingrímur Sigurlaugu, f. 1948. Maki Guðmundur Gísla- son, f. 1948. Börn: a) Hekla, f. 1969, gift Benedikt Jósepssyni, f. 1966 og eiga þau þrjú börn. b) Lilja, f. 1970, gift Brian Connors og eiga þau tvö börn. c) Sólrún, f. 1971, gift Sigurði Þórðarsyni, f. 1968 og eiga þau þrjú börn. d) Erlendur, í sambúð með Elfu Magnúsdóttur, f. 1978 og eiga þau tvö börn. Baldvina helgaði líf sitt börn- um og búi og vann í fiski þegar færi gafst. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 27. júní 2014, kl. 14. 1953, d. 2007, maki Kári Gunnarsson, f. 1945, börn: a) Atli Brusmark, f. 1972, giftur Corneliu Brusmark, f. 1981, saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti Atli tvö börn. b) Sif, f. 1976, gift Rúnari Sveinssyni, f. 1971, saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti Sif dóttur. 3) Sigríður, f. 1956, maki Þorsteinn Einarsson, f. 1949. Börn: a) Dagmar, f. 1978, gift Magnúsi Magnússyni, f. 1971 og eiga þau þrjú börn. b) Olga, f. 1980, í sambúð með Arnari Grétarssyni, f. 1972, saman eiga þau tvö börn, fyrir átti Olga dóttur. c) Björgvin Þór, f. 1981, í sambúð með Maríu, f. 1978, og eiga þau þrjú börn. d) Kristján. f. 1990, í sambúð með Þ. Lísu Valdimarsdóttur, f. 1990, saman eiga þau tvö börn. Fyrir átti Sig- ríður Baldvinu, f. 1976, með Hafsteini Sæmundssyni, f. 1956, maki Pétur Pétursson, f. 1973 og eiga þau þrjár dætur. Fyrir átti Þorsteinn Sigurð, f. 1969 og á hann þrjú börn og Jóhann, f. 1978. 4) Þorvaldur, f. 1959, í sambúð með Gróu Guðnadóttur, f. 1970, saman eiga þau Bald- Elsku besta mamma mín, nú er komið að kveðjustund, eftir sitja ótal minningar sem ylja mér um hjartarætur. Þó það sé með sorg í hjarta sem þessi orð eru skrifuð er líka ákveðinn létti að finna, því nú ertu loksins laus við verkina. Þú fórst ung suður á vertíð, þar sem þú kynntist pabba. Saman hafið þið gengið í gegn- um lífið í um 65 ár, alið upp átta börn við erfiðar aðstæður og mikla vinnu. Elsku mamma, í minningu minni varstu alltaf að baka, sauma eða prjóna, fyrir barna- hópinn þinn, enda féll þér aldrei verk úr hendi. Þegar börnin fóru að tínast í burtu og þið pabbi gátuð farið að sinna ykkar áhugamálum, keyptuð þið ykkur húsbíl og skráðuð ykkur í kjöl- farið í húsbílafélagið og í gegn- um þann félagsskap eignuðust þið marga góða vini sem þið ferðuðust með vítt og breitt um landið. Einnig voruð þið dugleg að skreppa út fyrir landsteinana og þá helst þangað sem hægt var að njóta sólarinnar, enda elsk- aðir þú, elsku mamma mín, sól- ina og afslöppunina sem því fylgdi. Mikil pjattrófa varstu og vildir alltaf vera flott og fín, í hvert skipti sem þú komst suður þurftir þú alltaf að fara í búðir því þig vantaði alltaf eitthvað fínt til að klæðast. Þú varst mjög lífsglöð og mikil félagsvera, hafðir gaman af að dansa og spila. Alltaf þegar þið komuð á Kjalarnesið var hóað í spil og skipti engu máli hvort það voru ömmubörnin eða fullorðnir. Elsku mamma, þremur vikum áður en þú kvaddir fórum við í fermingarveislu og þar naust þú þín, innan um allan barnahópinn þinn, svo glöð og fín. Einnig ætl- aðir þú að mæta á ættarmótið með systkinum þínum og ykkar ættlegg í júní, en þú fórst í stað- inn á annað „ættarmót“ þar sem þú hittir pabba, Lísu, Elvar, Tinnu og aðra gengna ástvini. Elsku mamma, þú reyndir að fara eftir því sem pabbi sagði við þig þegar hann var að kveðja þig í hinsta sinn: „Stattu þig, stelpa“, en þú gast ekki meira og varst sátt og södd lífsdaga. Við áttum góðan dag saman áður en þú fórst og ég gat kvatt þig með orðunum: „ Ég elska þig, dúllan mín“, og þú svaraðir „Ég líka, dúllan mín“, þannig heilsuðumst við alltaf og kvöddumst. Ég er glöð að hafa verið hjá þér og haldið í hönd þína þegar kallið kom. Í dag, þegar þú verður til moldar borin, er ár síðan pabbi var jarðaður og hefði hann orðið 86 ára í dag og er því við hæfi að kveðja þig á þessum degi þar sem þið voruð alltaf svo samrýnd og ástfangin. Ég kveð þig, elsku mamma, með fallegu ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt og ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi minningu þína, elsku mamma mín. Sigríður Steingrímsdóttir. Eitt orð kemur sterkt upp í hugann þegar ég hugsa um mína kæru tengdamóður, það er orðið dugnaður. Ég hef stundum hugsað til þess hvernig hún komst yfir svo óteljandi hluti á einum degi og sanna það best dagbækur hennar sem hún hélt í nokkur ár. Hún var alltaf komin á fætur fyrir allar aldir, fór í sundið sitt og fyrir hádegi var mín búin að baka, steikja, elda, þrífa og ég veit ekki hvað. Það var aldrei hægt að segja að Bald- vina færi illa með tímann. Þegar sjóararnir hennar allir komu heim í kaffi svignaði borð- ið undan smurðu og heimabök- uðu bakkelsi og þrátt fyrir mikl- ar annir heimafyrir gaf Baldvina sér tíma til að sinna sinni líkams- rækt, sundi eins og áður kom fram ásamt göngum með vin- konum, það var henni mikið kappsmál að línurnar væru í lagi. Þau Steini ólu upp átta börn og var oft ansi líflegt á heimilinu, svo bættust við tengdabörn sem fluttu sum hver inn, ég þar með- talin og allir voru velkomnir. Við Baldvina urðum góðar vinkonur og hélst sá vinskapur alla tíð. Það hefur ekki verið auðvelt þegar allir „kallarnir“ hennar voru á sjó, eiginmaður hennar og fimm synir í öllum veðrum hing- að og þangað um landið. Oft sat hún með spilastokkinn við eld- húsborðið og „spurði“ spilin hvernig þeir fiskuðu þann dag- inn. Ég hafði aldrei kynnst eins spilasjúkri fjölskyldu og tengda- fjölskyldunni, oft var hist til þess að spila kana og var strax farið í að kenna stelpunni (mér) og ef vantaði í spilahópinn var hringt út í leit að spilafélaga. Baldvina og Steini áttu í mörg ár fína og vel búna húsbíla og voru þau dugleg að ferðast um landið með húsbílavinum sínum, nutu þau virkilega þess fé- lagsskapar sem og náttúru ís- lands. Í dag er ár síðan Steini var borinn til grafar og eru þau hjónin sameinuð á ný. Ég þakka tengdamóður minni Baldvinu fyrir góða vináttu og samfylgd- ina í gegnum árin. Þín tengdadóttir, Steinvör. Baldvina Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.