Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 35
m.a. þýtt skáldsöguna Galapagos
eftir Kurt Vonnegut og fræðibók-
ina Skaftafell – Íslands þúsund ár,
eftir vísindamanninn Jack Ives,
auk fjölda annarra texta um al-
menn og fræðileg efni.
Leiðsögumaður og ljóðskáld
Þorsteinn lauk svæðisleiðsögu-
mannsprófi árið 2000 og hefur síð-
an unnið nokkuð við leiðsögn.
Hann er skáldmæltur og árið 2008
var gefin út eftir hann ljóðabókin
Vébönd.
Helstu áhugamál Þorsteins eru
brids, tónlist og bókmenntir og
allt sem viðkemur lífríkinu og
náttúrunni. Hann hefur einnig
lengi haft áhuga á og starfað að
stjórnmálum, lengst af fyrir
Vinstri græna og var varaþing-
maður þess flokks í NA-kjördæmi
á árunum 2009-2013. Í síðustu al-
þingiskosningum var hann í fram-
boði fyrir Regnbogann.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 21.6. 1992
Soffíu Ingvarsdóttur, f. 11.2. 1963,
stærðfræðikennara við ME og
bónda á Unaósi. Foreldrar hennar
voru Ingvar J. Ingvarsson, f. 11.6.
1920, d. 3.7. 1974, bóndi og oddviti
á Desjarmýri í Borgarfirði eystra,
og Helga Björnsdóttir, f. 7.7. 1919,
d. 3.6. 2008, húsfreyja á Desjar-
mýri og síðar á Egilsstöðum.
Börn Þorsteins og Soffíu eru
Ingvar, f. 8.12. 1996, nemi við
Menntaskólann á Egilsstöðum, og
Ása, f. 19.3. 1999, nemi við Egils-
staðaskóla.
Hálfsystkini Þorsteins, sam-
mæðra, eru dr. Páll Þórðarson, f.
6.6. 1971, háskólaprófessor í Bow-
ral í Ástralíu, og Skúli Þórðarson,
f. 21.5. 1972, bóndi, rafvirki og
sláturhússstjóri í Refsstað í
Vopnafirði.
Hálfsystkini Þorsteins, sam-
feðra, eru Guðni, f. 21.7. 1965, lög-
fræðingur í Reykjavík; Sigríður, f.
23.11. 1966, fjölmiðlafræðingur í
Garðabæ; Böðvar, f. 19.9. 1970,
starfsmaður Árvakurs, búsettur í
Reykjavík, og Bergur Þór, f. 26.7.
1977, starfsmaður við Morgun-
blaðið, búsettur í Mosfellsbæ.
Foreldrar Þorsteins: Ágústa
Þorkelsdóttir, f. 6.2. 1944, bóndi á
Refsstað í Vopnafirði, og Bergur
Guðnason, f. 29.9. 1941, d. 5.11.
2009, lögfræðingur Reykjavík.
Stjúpfaðir Þorsteins er Þórður
Pálsson, f. 14.1. 1943, bóndi á
Refsstað í Vopnafirði.
Úr frændgarði Þorsteins Bergssonar
Þorsteinn
Bergsson
Ágústína Þorvaldsdóttir
húsfr. og vkk. í Rvík
Pétur Georg Guðmundsson
verkalýðsfrömuður og bor-
garfulltrúi í Reykjavík
Jóhanna Freyja Pétursdóttir
húsfr. í Rvík
Þorkell Gíslason
vkm. í Rvík
Ágústa Þorkelsdóttir
b. á Refsstað, Vopnafirði
Ásbjörg Þorkelsdóttir
húsfr.í Sauðhaga
Amalía Björnsdóttir
dr. í kennslufræði við HÍ
Pétur G. Þorkelsson
sjóm. á Flateyri
Gísli G. Þorkelsson
fyrrv. verkstj.
Þorkell Gíslason
veitingam. í Eistlandi
Ásbjörg Þorkelsdóttir
húsfr. og vkk. í Rvík
Gísli Gíslason
vkm. í Rvík
Valgerður Jónsdóttir
húsfr. Miðdal
Sigríður Hjördís Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðmundur
Einarsson
frá Miðdal
Inga Valfríður
(Snúlla),
húsfr. í Rvík
Þuríður Sigurðard.
söng- og myndlistarkona
Guðni Jónsson
prófessor í Rvík
Lúðvík Jónsson
bakaram. á Selfossi
Ásta Lúðvíksdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Lúðvík Geirsson
fyrrv. bæjarstj. í
Hafnarfirði og alþm.
Gunnar Marel
skipasmiður í Eyjum
Eggert Gunnarss.
skipasmíðam. í
Eyjum
Gunnar Marel
Eggertsson
skipasmíðam. í Rvík
Jónína Helga Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Bergur Guðnason
lögfr. í Rvík
Ingibjörg Gíslína Jónsdóttir
húsfr. Gamla-Hrauni
Jón Guðmundsson
b. og form. á
Gamla-Hrauni í Flóa
Elísabet Pétursdóttir
b. á Ingjaldssandi
Ágúst Pétursson
b. í Hjarðarholti í Dölum
Erró
Ari Trausti Guðmundss.
Einar Helgi Guðmundsson
b. í Miðdal, Mosfellssveit
Eiríkur Guðmundss.
trésmiður í Rvík.
Sigríður
Eiríksdóttir
hjúkrunar-
kona
Vigdís
Finnbogad.
fyrrv.
forseti
Jón Guðnason
prófessor við HÍ
Bjarni Jónsson
varaform.
Siðmenntar
Bjarni Guðnas.
prófessor
emeritus og
fyrrv. alþm.
Tryggvi Bjarnas.
lögfr. og fulltrúi
á Akranesi
Jón Eldon Logason
byggingam. í Rvík
Ingibjörg Eldon
Logadóttir
Logi Geirsson
handboltakempa
Þór Eldon
tónlistarm.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Páll S. Árdal heimspekingurfæddist á Akureyri 27.6.1924. Foreldrar hans voru
Steinþór Árdal, verslunarmaður og
verkstjóri, og Hallfríður Hann-
esdóttir Árdal húsfreyja.
Steinþór var sonur Páls Jóns-
sonar Árdal, skálds og kennara á
Akureyri, og Álfheiðar Eyjólfs-
dóttur húsfreyju, en Hallfríður var
dóttir Hannesar Jónassonar, bók-
sala á Siglufirði, og Kristínar Bjarg-
ar Þorsteinsdóttur.
Páll kvæntist 1946 Hörpu Ás-
grímsdóttur og eignuðust þau fjögur
börn, Hallfríði, Maríu, Steinþór og
Grím.
Páll ólst upp á Siglufirði, lauk
stúdentsprófi frá MA 1944, lauk
MA-prófi í heimspeki og latínu við
Edinborgarháskóla 1949, Honours-
prófi í heimspeki frá sama skóla
1953 og doktorsprófi í heimspeki
þaðan 1961 fyrir verkið Passion and
Value in Hume’s Treatise.
Páll kenndi við MA veturinn 1944-
45 og aftur 1949-51. Hann var að-
stoðarfyrirlesari í heimspeki við Ed-
inborgarháskóla 1955-58 og fyrirles-
ari þar 1958-69, var gistiprófessor
við Dartmouth College í New
Hampshire í Bandaríkjunum 1963
og 1971, og við University of Tor-
onto 1966. Páll var skipaður prófess-
or í heimspeki við Queen’s Univers-
ity í Kingston í Ontario 1969 og
gegndi því embætti til starfsloka.
Páll var afkastamikill rithöfundur
um heimspeki og í hópi virtustu og
þekktustu sérfræðinga um heim-
speki skoska heimspekingsins Dav-
ids Humes á seinni helmingi síðustu
aldar. Er víða vísað í doktorsritgerð
Páls sem og í fjölmörg önnur verk
hans þegar túlkun á heimspeki
Humes kemur til álita.
Páll var útnefndur Charlton-
prófessor við Queen’s University
1981 og sæmdur heiðursdokt-
orsnafnbót við Háskóla Íslands
1991. Hann var meðlimur í ýmsum
samtökum, s.s. The Hume Society,
The Canadian Philosophical Asso-
ciation og var forseti Kingston-
deildar Parkinsonsamtaka Kanada.
Páll lést í marsmánuði 2003.
Merkir Íslendingar
Páll S. Árdal
90 ára
Svava Jenny
Þorsteinsdóttir
85 ára
Erla Stefánsdóttir
Lára Valsteinsdóttir
Skúli Sigurgeirsson
80 ára
Guðrún Gísladóttir
Harald S. Andrésson
Jón Vídalín Jónsson
Marteinn Þór Viggósson
75 ára
Ágústa Erla Andrésdóttir
Guðrún María Hjálmsdóttir
Ólafína Guðlaug
Hjálmsdóttir
70 ára
Páll Björnsson
Ragnar S. Magnússon
Sigurður Bjarnason
Sigvaldi Einarsson
60 ára
Ágúst Heiðar Sigurðsson
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Hafdís Hafsteinsdóttir
Ingibjörg Jónasdóttir
Rósamunda
Guðmundsdóttir
50 ára
Arngrímur Arngrímsson
Ásdís Björnsdóttir
Björgvin Kristjánsson
Björgvin Snæbjörnsson
Guðrún Elísabet
Guðmundsdóttir
Karitas Þórný Hreinsdóttir
Rúna Björk Þorsteinsdóttir
Þórstína Hlín
Sigurjónsdóttir
40 ára
Albert Steinn Guðjónsson
Auður Erla Logadóttir
Björgvin Herjólfsson
Claudio Corcione
Daniel Jeczelewski
Freyja Árnadóttir
Hanako Furuya
Mohammed Safy
Pétur Davíðsson
Sigþór Hafsteinn
Baldursson
Svanur Þór Bjarnason
Sveinn Hilmarsson
30 ára
Andri Roland Ford
Anna Kondracka
Arndís María
Erlingsdóttir
Daníel Heiðar
Hallgrímsson
Davíð Örn Ingason
Kulwant Singh
Manuel Somoano Gil
Marion Leuko
Oddur Helgi
Guðmundsson
Sunna Sigurjónsdóttir
Svanur Veigar Þráinsson
Kroknes
Þórður Kárason
Til hamingju með daginn
30 ára Magnús ólst upp í
Reykjavík, býr í Mos-
fellsbæ og starfar við
skautasvellið í Egilshöll.
Maki: Elva Ýr Magn-
úsdóttir, f. 1985, starfs-
maður hjá Borgun.
Dóttir: Embla Karen, f.
2008.
Foreldrar: Ragnar Krist-
ján Kristjánsson, f. 1957,
stuðningsfulltrúi á Sel-
fossi, og Helga Hallgríms-
dóttir, f. 1957, leikskóla-
kennari.
Magnús Örn
Ragnarsson
30 ára Grettir ólst upp í
Vestmannaeyjum, býr í
Reykjavík, lauk BSc-prófi í
stærðfræði frá HÍ og
starfar við Landsbankann.
Maki: Sólveig Ása B.
Tryggvadóttir, f. 1984,
deildarstjóri hjá AFS-
skiptinemasamtökunum.
Foreldrar: Heimir Jóns-
son, f. 1963, þjónustu-
stjóri hjá Parlogis, og Þór-
dís Grettisdóttir, f. 1961,
sjúkraliði á Landakoti.
Grettir
Heimisson
30 ára Jóhannes ólst upp
í Garðabæ, býr í Reykja-
vík, lauk sveinsprófi í bif-
vélavirkjun og starfar hjá
Nesfrakt ehf.
Maki: Ellen Helga Stein-
grímsdóttir, f. 1987, hjúkr-
unarfræðingur.
Dóttir: Ágústa Jóhanna,
f. 2009.
Foreldrar: Georg Magn-
ússon, f. 1962, bifreiða-
stjóri, og Ágústa Jóhanna
Jóhannesdóttir, f. 1964,
skrifstofumaður.
Jóhannes
Georgsson
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
Á STIGUM, TRÖPPUM,
ÁSTÖNDUM OG
BÚKKUM Í YFIR
30 ÁR
Þarftu að
framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig