Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Þessi týpa er framhaldfyrstu skáldsögu BjargarMagnúsdóttur, Ekki þessitýpa, sem kom út í fyrra og hlaut prýðilegar viðtökur. Hér segir áfram frá vinkonunum Bryn- dísi, Ingu, Regínu og Tinnu, ung- um Reykjavíkurkonum, daglegu lífi þeirra og ýmsum uppá- komum. Nokkur breyt- ing hefur orðið á högum þeirra frá fyrri bókinni; Regína klifrar upp metorða- stigann, Inga hyggst ganga í það heilaga, Tinna hefur stofnað vinsælt vefrit og Bryndís hefur tekið upp samband við hinn von- lausa Gumma. Sagan er sögð til skiptis af vin- konunum fimm, sem er ágætis að- ferð til að bregða upp mismunandi sjónarhorni á sömu atburðina. En hérna gerir þessi frásagnaraðferð það að verkum að samhengið rofn- ar sums staðar og lesturinn verður á köflum eins og samsafn örsagna, en ekki heildstæð saga. Stöllurnar fjórar eru sem fyrr skemmtilegar, ákveðnar og sjálf- stæðar. Vel skrifaðir karakterar, sem fá hér aukna dýpt, týpur sem flestir ættu að geta kannast við. Vissulega koma karlmenn og kær- astar við sögu en líf þeirra snýst síður en svo um að eiga kærasta, eins og raunin er gjarnan í bókum sem skrifaðar eru um ungar konur. Eins og í fyrri bókinni kemur Björg víða við en hér fer hún á nokkuð dimmari slóðir en í fyrri bókinni. Hér eru alvarleg umfjöll- unarefni á borð við nauðgun og af- leiðingar hennar. Björg veigrar sér ekki við að vera óþægileg og áleitin og á svo sannarlega hrós skilið fyr- ir það, en hún hefði þurft að gera þessu viðkvæma umfjöllunarefni ít- arlegri skil. Þá er hér fjallað um þær að- stæður sem koma upp þegar pabbi einhvers á kornunga og ljósbrúna kærustu sem hann kallar drottn- inguna sína og þær gríðarlegu kröfur sem virðast gerðar til ungra kvenna sem hyggjast gifta sig, en þar er Björg í essinu sínu og vekur ýmsar spurningar. Reyndar er Björg víða í essinu sínu í bókinni, lýsingarnar á auðnuleysingjanum Gumma og pastellituðu lögfræði- vinkonunum eru drepfyndnar, ekki er lýsingin á flagaranum sem sefur á gúmmílaki á eggjadýnu mikið síðri. Í stuttu máli sagt: skemmtileg og prýðilega vel skrifuð bók með sérlega vel sköpuðum persónum. Gjarnan hefði mátt kafa dýpra á köflum, en kannski var það aldrei ætlunin. Fínasta framhaldsbók, þeir sem höfðu gaman af Ekki þessi týpa ættu að geta fellt sig við þessa og rúmlega það. Um flagara á gúmmí- lökum og margt annað Morgunblaðið/Þórður Í essinu sínu „Reyndar er Björg víða í essinu sínu í bókinni, lýsingarnar á auðnuleysingjanum Gumma og pastellituðu lögfræðivinkonunum eru drep- fyndnar, ekki er lýsingin á flagaranum sem sefur á gúmmílaki á eggjadýnu mikið síðri,“ segir m.a. um bók Bjargar. Skáldsaga Þessi týpa mn Eftir: Björgu Magnúsdóttur. Forlagið, 2014. 261 blaðsíða. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Vítamín Náttúra nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Listasafni Árnes- inga. Um er að ræða sýningu um verðlaunað útskriftarverkefni Önnu Birnu Björnsdóttur, sem lauk nýver- ið meistaranámi frá Kunst- og de- signhøgskolen í Bergen í Noregi. „Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á samskipti, sambönd og heilsu í alla staði svo hví ekki að nýta hana sem úrræði í byggðu umhverfi?“ er haft eftir Önnu Birnu í tilkynningu. Lokaverkefni hennar, Vítamín Náttúra, fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti og er líkan að endurhæfingarstöð fyrir fjölskyldur. „Anna Birna, sem ólst upp í Hvera- gerði, hefur staðsett stöðina við lítinn foss sem heitir Baula, rétt fyrir ofan Hveragerði. Þar er hægt að baða sig í ánni við lítinn hver sem hitar upp vatnið. Náttúran á svæðinu er hluti hönnunarinnar og notuð sem með- ferðarúrræði,“ segir m.a. í tikynn- ingu, en Vítamín Náttúra er sett upp í Listasafni Árnesinga í tengslum við Blómstrandi daga í Hveragerði. Sýningin Vítamín Náttúra stendur til 6. júlí. Til sama tíma stendur einn- ig sýningin Hringiða sem var á dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík og fjallar um mörk eða landamæri, hug- læg og raunveruleg. Einnig er í gangi örmyndasýningin Ég er Ísland – Suð- urland í mannsmynd. Safnið er opið alla daga kl. 12-18 og aðgangur er ókeypis. Verðlaun Torbjørn Nævdal, svæðisstjóri hjá Statsbygg í Noregi, og Anna Birna Björnsdóttir með verðlaunaviðurkenninguna og verkefnið í baksýn. Nýtir jákvæð áhrif náttúrunnar  Sýna verðlaunað útskriftarverkefni Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! kl. 13:00Upplestur Sendum um allt land spilavinir.is sumarleikurSnill dar fyrir alla! TILBOÐ KR. 169.9 00,- M/vsk. MILWAUKEE H0GGBORVÉL M12 BPD-402C Mesta átak 38 Nm. Vinnuhraðar: 0-400/0-1500 Sn/mín. Patróna: 10mm. Höggtíðni: 22.500 mín. Fylgir: 2 x M12 4.0 Ah REDLithium rafhlöður, Hleðslutæki, handfang, beltishanki og taska. MW 4933 4419 35 TILBOÐ KR. 36.900,- M/vsk. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is MILWAUKEE MONSTERSETT M18 PP6D-402B HD18 PD – Höggborvél, HD18 SX – Sverðsög, HD18 CS – Hjólsög, HD18 JS – Stingsög, C18 ID – Höggskrúfvél, C18 WL – Vinnuljós, 2 x M18 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, C18 C hleðslutæki, Verkfærataska. MW 4933 4474 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.