Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 ✝ Halldór Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1955. Hann lést í bílslysi við Höfn í Horna- firði 28. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðnason, f. 30.4. 1924, d. 18.01. 1995, og Fjóla Guð- mundsdóttir, f. 21.7. 1929, d. 8.6. 1998. Halldór var fjórði í röð sjö systkina. Þau eru Kristín Kol- brún, f. 14.10. 1948, maki Sam- úel J. Guðmundsson, f. 31.1. 1949, þau eiga þrjú börn og átta barnabörn. Valey, f. 13.9. 1950, maki Svavar Valdimarsson, f. 19.12. 1950, þau eiga fjóra syni og níu barnabörn. Guðmundur, f. 24.3. 1954, maki Ólína María Steinþórsdóttir, f. 2.5. 1947, dætur þeirra eru tvær auk þess sem Ólína á son og Guðmundur tvo syni frá fyrra hjónabandi. 2. Þórdís Fjóla, f. 23.6. 1984, í sambúð með Magnúsi Árnasyni, f. 16.11. 1979, og á hann eina dóttur, 3. Vignir Már, f. 27.5. 1990. Þegar Halldór var tveggja ára flutti fjölskyldan á Selfoss og síðar að Arnarbæli í Ölfusi. Þaðan lá leiðin aftur í höfuð- borgina og 1969 fluttu þau til Vestmannaeyja. Árið 1977 fór Halldór á vertíð á Höfn í Horna- firði, þar sem hann kynntist eft- irlifandi konu sinni. Árið 1979 flutti Halldór á æskuslóðir Ingu að Lækjarhúsum í Suðursveit, þar sem þau tóku við búi for- eldra hennar, byggðu upp betur og ráku þar félagsbú ásamt systkinum hennar og mágkonu með styrkum stuðningi tengda- móður hans, Þóru Jónsdóttur. Halldór var trésmiður og stundaði töluvert smíðar sam- hliða búskapnum. Árið 1998 fór Halldór í byggingarvinnu til Reykjavíkur og í framhaldi af því, árið 2000, flutti fjölskylda hans í Kópavog þar sem hann stofnaði sitt eigið byggingar- fyrirtæki. Útför Halldórs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 10. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Samtals eiga þau 15 barnabörn. Ingi Vigfús, f. 28.7. 1957, d. 16.12. 2004. Guðni Þor- berg, f. 15.5. 1960, lést af slysförum 17.2. 1981. Guðrún Unnur, f. 15.3. 1964, fyrrverandi maki Guðjón Þór Gíslason, f. 3.8. 1962, þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn. Halldór eignaðist dótturina Kristínu Hörpu, f. 26.6. 1976, móðir hennar er Anna Kolbeins- dóttir. Sonur Kristínar Hörpu er Jón Halldór, f. 15.8. 1997. Kona Halldórs er Inga Lucia Þorsteinsdóttir, f. 8.11. 1956. Foreldrar hennar eru Þóra Guð- leif Jónsdóttir, f. 14.10. 1924, og Þorsteinn Jónsson, f. 28.7. 1917, d. 7.6. 1987. Börn Halldórs og Ingu eru: 1. Guðmundur Steinar, f. 30.4. 1979, Það er sárara en orð fá lýst að sitja hér og skrifa minningarorð til manns sem hefur verið hluti af lífi manns í þrjátíu og sjö ár. Þessi sterki orkumikli „strákur“ hlaut að verða hrifinn í burtu á þennan hátt með einu þungu höggi. Gummi bróðir hans þurfti að upplifa þetta hræðilega slys, hann var við hlið hans þegar þetta gerðist og hann var hjá honum þegar hann kvaddi. Vegna vinnu sinnar var hann langtímum saman fjarverandi frá heimili sínu. Seinustu tvö ár- in vann hann í Suðursveit og dvaldi þá í húsinu okkar í Lækj- arhúsum þar sem hann naut sín vel í samveru við Gumma bróð- ur, eins og hann sagði oftast, og í símanum var Gummi merktur bró bró. Allir sem þekktu þá bræður vissu hversu miklir prakkarar þeir voru. Jón bróðir minn sem var að vinna með þeim í nokkrar vikur hafði á orði hversu yndislegan tíma hann hefði átt með þeim og hversu samrýndir þeir bræður væru. Það var gagnkvæmt því Gummi sagði mér að þeim hefði fundist eins og þriðji bróðirinn væri mættur þegar Jón bættist í hóp- inn. Lengsta samfellda tímann unnu þeir á Hala og hann talaði oft um hversu gott væri að vinna fyrir þau hjónin. Ef upp kom vandamál var fundin lausn. Þannig vildi hann hafa hlutina, markmið hans var að „kúnninn“ væri sáttur og oftast tókst það vel. Í rúm tvö ár starfaði hann á Grænlandi og átti þaðan „ljúf- sárar“ minningar. Hann var vin- ur vina sinna og þoldi ekki fals og pretti. Halldór var mikið náttúrubarn, hafði unun af úti- veru og veiðiskap og fékk meira að segja tækifæri til að bregða sér á hestbak í sveitinni í sumar. Hann hafði ákaflega gaman af að fræðast af sér eldra fólki og gaf því oft góðan tíma. Hann sagði við mig fyrir stuttu: „Veistu, Inga, ég held að ég gæti alveg hugsað mér að vinna á elli- heimili.“ Marga góða stundina hefur hann átt með honum Ragnari vini sínum eins og við öll. Árið 1979 fluttum við í Lækj- arhús. Foreldrar mínir litu á hann eins og eitt af sínum börn- um, þar bjuggum við í félagsbúi með systkinum mínum og mág- konu og ekki skal gleyma stuðn- ingi og dugnaði móður minnar sem syrgir hann Halldór sinn í dag. Ég er þakklát fyrir sum- arfríið sem hann tók í sumar og við ferðuðumst saman um landið og það var gott að finna hversu glaður og sáttur hann var líka með þá ferð. Ég er líka þakklát fyrir hversu vel okkur tókst að vinna saman úr erfiðum aðstæð- um og finna lausnir, og þar var hann ætíð sterkari aðilinn. Fyrir skömmu hringdi hann heim og sagði: „Ég reikna með að klára hér fyrir austan í nóvember, þá fer ég að koma heim, snúa mér að öðrum verkefnum og eyða meiri tíma með fjölskyldunni.“ Hann vildi vinna upp langan að- skilnað og ég fann hvað hann meinti hvert orð. Ég ætla að muna okkar bestu stundir og varðveita þær og tileinka þér þetta fallega ljóð. Vængjalaus fugl í garðinum mínum í dag. Fann hann í lófa mínum horfði í augu hans sá þar vonina til lífsins. Í einu andartaki felst eilífðin og ég gaf honum vængi vængina mína. Nú bíð ég þín þín sem ég elska. Ég veit þú kemur með sumarblænum að vori. (Sigríður Ósk Óskarsdóttir) Guð geymi þig, vinur. Þín Inga. Nú var höggvið stórt skarð í fjölskylduhópinn. Langt um ald- ur fram var Halldór tekinn frá okkur fyrirvaralaust. Þar fór góður drengur sem gerði grín þar sem því varð við komið og óspar á sitt fræga glott enda alltaf stutt í húmorinn. Karlmenni í útliti og viðmóti, vel til fara þegar hann leit inn og skildi eftir sig ferskan ilm í hús- inu. Hraustmenni og orkumikill í starfi sem leik, það kvað að honum þar sem hann lagðist á árar. Veiðimennskan var honum í blóð borin og hætt við að hann þurfi að svara fyrir einstaka fugl, hreindýr og aðra villibráð þar efra. Íslendingur og nátt- úrubarn af ástríðu sem undi hag sínum á fáum stöðum betur en í fjallasal Suðursveitar. Vina- margur og vinafastur, sínu fólki betri en enginn þegar á bjátaði. Nú kveðjum við litríkan bróð- ur, mág, frænda og vin sem gott var að vera samvistum við. Sorgina og sársaukann við fráfall Halldórs munum við milda með upprifjun góðra minninga sem hann skilur eftir, af nógu er að taka. Við biðjum Ingu Luciu, Guð- mund Steinar, Þórdís Fjólu, Vigni Má, Kristínu Hörpu og Jón Halldór ásamt þeim stóra hópi ættingja og vina sem syrgir hann, huggunar í trú og góðum minningum. Far þú í friði, því mamma, pabbi, Guðni og Ingi bræður þínir munu taka þér opnum örmum og leiða þig um sali draumalandsins. Svo og þeir sem gengnir eru, sem þér þótti vænt um og þótti vænt um þig. Í skugga myrkurs skortir rök, er skýrt kunna okkar leið ef óvænt leynist víðsjál vök þótt vegferð sýnist greið. Þá er sem gæfan gangi á svig, er gleðin burtu snýr um örlaganna ógnarstig sem enginn maður flýr. Þótt ríki í sálu niðdimm nótt og næði um stafn og þil, mun löngum glæða lífsins þrótt ljós með birtu og yl. Ljós er kveikir krafta og þor og kyssir tárin þín. Já, minning um hans mætu spor er mynd sem aldrei dvín. (Ólafur Þórarinsson, Labbi) Hinsta kveðja systkina og mága, Kristín Kolbrún Guðmunds- dóttir og Samúel J. Guð- mundsson, Valey Guð- mundsdóttir og Svavar Valdimarsson, Guðmundur Guðmundsson og Ólína María Steinþórsdóttir, Guð- rún Unnur Guðmundsdóttir og Guðjón Þór Gíslason og fjölskyldur. Elsku Halldór. Það fer margt í gegnum huga manns á svona stundum og erfitt að koma því í orð hvernig manni líður. En fyrst og fremst vil ég þakka þér alla hjálpsemi og góðvild í minn garð. Og bið Guð um að styrkja Ingu Luciu, börnin þín og fjöl- skyldu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdamóðir, Þóra Jónsdóttir. Kæri mágur. Það var sorgar- dagur þegar við fengum frétt- irnar af þessu hörmulega slysi. Í einni svipan breytist gleði í sorg. Eftir sitjum við dofin og vitum ekki hvað við eigum að segja. En þessi sálmur segir svolítið hvað ég er að hugsa og langar að segja. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Elsku Inga mín, Kristín, Gummi, Fjóla og Vignir, ég vona að algóður Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Kær kveðja, þín mágkona, Kolbrún. Nú finnst mér heimurinn hafa breyst með ótímabæru og snöggu fráfalli Halldórs vinar míns, Dóra í Læk. Mín fyrstu kynni af Dóra voru fyrir um þrjátíu árum og tókst strax með okkur mikil vin- átta. Dóri kom hingað á Horna- fjörð til starfa og kynntist hann fljótlega henni Ingu, frænku minni, sem varð hans lífsföru- nautur. Hófu þau búskap í félagi með systkinum hennar í Lækjarhús- um í Suðursveit. Dóri var smið- ur góður og stórhuga vinur, hóf strax að reisa þeim heimili að Lækjarhúsum þar sem þau hófu hefðbundinn búskap, en fóru á tímabili út í loðdýrabúskap líkt og margur landinn gerði á tíma- bili. Ég starfaði með Dóra mín- um að loðdýrahúsabyggingum í Lækjarhúsum og kynntist ég þá vel mannkostum hans, hversu góður og útsjónarsamur smiður hann var, heiðarleika hans og mannvininum, Dóra. Alltaf var stutt í glettnina og má segja að alls staðar sem Dóri var þar var gleði. Í búskapartíð Dóra og Ingu kom ég oft til þeirra, það var mjög ljúft að aðstoða þau við vélaviðgerðir ef þess þurfti og ekki stóð á Dóra mínum að launa mér greiðann, t.d. með smíðum. Dóri var mjög svo greiðvikinn og gæti hann orðið að liði var hann mættur. Það varð síðar ákvörðun þeirra fjöl- skyldna sem bjuggu Fé- lagsbúinu í Lækjarhúsum að bregða búi og í kjölfar þeirrar ákvörðunar fluttust þau Dóri og Inga ásamt börnum sínum til Kópavogs, þar sem heimili fjöl- skyldunnar stendur. Á þessum tímamótum kom glöggt í ljós hversu metnaðarfullur Dóri var og hversu umhugað honum var um að búa fjölskyldunni fallegt og gott heimili sem öllum stóð opið, enda þau Inga og Dóri með eindæmum gestrisin og gott að sækja þau heim. Þegar jörðin að Lækjarhús- um var seld seldu þau ekki íbúð- arhús sitt, ákváðu að eiga afdrep í sveitinni sinni. Dóri dvaldist mikið í Suðursveitinni sl. miss- eri, enda eftirsóttur smiður og mörg verkefni sem hann tók að sér. Með því að eiga þennan samastað gat Dóri líka stundað skotveiðar. Dóri starfaði mikið að endurbótum á íbúðarhúsi mínu eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu fyrir rúmum tuttugu ár- um. Það var yndislegt að sjá hversu synir mínir hændust að honum, enda Dóri barngóður með eindæmum. Dóri hefur allt- af verið þeim góð fyrirmynd, enda sagði yngri sonur minn, Agnar, fyrir rúmu ári er hann aðstoðaði Dóra: „Ég hef aldrei séð neinn mann vinna eins hratt og vel eins og hann Dóra, vá hvað hann er vandvirkur.“ Já, Dóri minn, við áttum svo margt óunnið og ógert saman. Við áttum okkur þann draum að geta eytt fleiri gæðastundum saman og eins skrýtið og það er nú þá var ég staddur á Húsavík í þeirri andrá sem þú lentir í bíl- slysinu heima á Hornafirði. En verið var að hífa bát á vörubif- reið mína sem var í eigu þinni og bróður þíns, en til stóð að við myndum eiga þennan bát sam- an, gera hann upp og í framhald- inu, stunda veiðar í frístundum okkar. Hugur minn var svo sannarlega við okkar nýju áform og með þér er þú varst kallaður frá okkur til nýrra heimkynna. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með trega og þakklæti fyrir allar góðar stundir sem við höf- um átt og eytt saman. Elsku Inga, Kristín, Gummi, Fjóla, Vignir, systkini og aðrir að- standendur, missir ykkar er mikill en minning um góðan mann verður ekki tekin frá okk- ur. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Góður Guð geymi hann um ókomna tíð. Hvíl í friði. Ólafur Halldórsson. Það dregur ský fyrir sólu. Skyndilega kom harmafregn þar sem Halldór Guðmundsson smiður, kenndur við Lækjarhús í Suðursveit, lét lífið í bílslysi. Þannig erum við reglulega minnt á að allt tekur enda. Eng- an hefði grunað að hann Halldór í Lækjar yrði hrifinn burtu með svo snöggum hætti. Eftir lifir minningin um einstakan ljúf- lingspilt og hagleiksmann sem ávallt lagði öðrum lið, einstakur af dugnaði og kröftum, útsjón- arsemi og ósérhlífni, en umfram allt einlægur og sannur vinur vina sinna, sanngjarn og rétt- sýnn og fús að rétta hverjum þeim hjálparhönd, þar sem þörf krafði. Hann hafði unnið við smíðar hjá okkur á Hala nú um tveggja ára skeið og verkin hans tala hvert sem litið er. Í síðustu viku lagði hann síðustu hönd á end- ursmíði gamla hússins á Breiða- bólstað, „Gula húsið“ köllum við það núna. Húsin þrjú sem risin eru á Hala á aðeins tveimur ár- um eru minnisvarði um verk hans, atorkusemi, dugnað og einstakt úthald. Við hlið hans var Gummi bróðir með glettn- isblik í augum, þeir unnu saman sem einn maður og það var ekki slegið slöku við, ávallt mættir hressir og kátir, rætt um verk- efnin af áhuga og síðan hoppað upp á þak og haldið áfram við misjafnar aðstæður. Fyrsta febrúar héldum við upp á opnun á nýrri álmu sveitahótelsins á Hala, þeim degi fylgdi þakkar- ræða til Halldórs og vinnuflokks hans fyrir vel unnin störf. Þetta hefði aldrei gengið svo fljótt og tekist svo vel nema fyrir hans tilstilli. Hugur okkar er fullur af þakklæti og djúpri virðingu fyr- ir öllu sem hann og menn hans afrekuðu, en ekki síst þakklæti fyrir að hafa fengið að vinna með slíkum öðlingum sem sýndu einstaka sanngirni og metnað í öllum sínum verkum. Að leiðarlokum skortir orð og mátt að tjá þær tilfinningar er nú hrærast innra með okkur. Stormar lífsins gnauða. Haustið sígur að. Hugurinn dvelur hjá Ingu og börnum þeirra, Guð- mundi Steinari, Þórdísi Fjólu og Vigni Má, hjá Kristínu Hörpu og Gumma bróður sem var við hlið hans í bílnum og lenti einnig í þessu hörmulega slysi. Það þarf heljarmenni til að standa af sér síendurtekin bálviðri sem skella yfir. Megi algóður Guð styðja ykkur öll og styrkja í lífsins ólgusjó. Minningin um ljúfling- inn hann Halldór og hans ein- lægu vináttu mun fylgja okkur ævina á enda. Fjölnir og Þorbjörg, Hala. Það er erfitt að kveðja góðan vin sem kallaður er burtu frá okkur fyrirvaralaust í blóma lífsins. Við fjölskyldan kynntumst Halldóri fyrst fyrir rúmum 20 árum þegar við fórum okkar fyrstu hreindýraveiðiferð í Suð- ursveitina á veiðisvæði 9, en þar var Halldór hreindýraeftirlits- maður og varð okkar leiðsögu- maður. Hann tók okkur öllum opnum örmum, en hér var ekki um að ræða einn veiðimann heldur heila fjölskyldu sem fylgdi með í veiðiferðina. Fyrstu árin vorum við þó yfirleitt að- eins fjögur sem fórum þessa ár- vissu ferð, en eftir því sem árin liðu stækkaði hópurinn. Það bættust við tengdabörn og barnabörn og jafnhliða fjölgaði hreindýraveiðimönnunum í hópnum. Halldór sinnti ekki bara veiðimönnunum, heldur öllum hinum líka, allir fengu að fara með og taka þátt. Hann uppfræddi ungviðið, kenndi því virðingu fyrir náttúrunni, bráð- inni og skotvopnunum, sagði skemmtilegar sögur og öll nut- um við þess að vera í návist hans. Hreindýraveiðiferðirnar í Suðursveitina urðu aðaltilhlökk- unarefni fjölskyldunnar ár hvert. Halldór var smiður, góður og duglegur fagmaður. Eftir hrun, þegar atvinnumöguleikar iðnað- armanna á Íslandi minnkuðu, fór hann til Grænlands og vann þar í nokkur ár, en á haustin kom hann þó í Suðursveitina og sinnti sínum veiðimönnum og áhangendum sem biðu hans með tilhlökkun. Halldór var góður vinur og sterkur persónuleiki sem geisl- aði af lífsgleði og orku með glettnisglampa í augum. Segja má að hann hafi verið fyrirmynd drengjanna í fjölskyldunni, yngri sem eldri á ýmsan hátt. Þegar yngri sonur okkar byrjaði í skóla tók hann þátt í könnun, þar sem hann meðal annars átti að svara því hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór, það stóð ekki á svarinu – „hrein- dýraeftirlitsmaður“. Halldór á stóran sess í hjört- um okkar allra, við eigum ótal góðar minningar en veiðiferð- irnar munu aldrei verða þær sömu, hans er sárt saknað. Elsku Inga og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Guðrún, Kristján og fjölskylda. Að skrifa örfá orð á blað hefur sjaldan eða aldrei verið svona erfitt eins og nú. Augnablik í henni veröld, hve óskiljanlegt sem það er – lamast allt. Allt um kring. Hvers vegna veit enginn. Af hverju þú? Jú, lífið hefur tilgang. Er það þess vegna, sem þeir sem eru bestir fara fyrst úr þessari jarðvist. – Engin svör. Að fá að kynnast þér voru viss forréttindi. Ákveðinn, kátur, hlýr, hress, kraftmikill og ekk- ert óviðkomandi að manni fannst. Þú lifðir hratt. Stundirn- ar í sólarhringnum alltof fáar. Hver kannast ekki við það, og ég held að þær stundir sem þú áttir með okkur hafi verið vel nýttar – kannski ofnýttar af sumum sem þú vannst fyrir af góðum hug. En þá beið kannski tíminn með fjölskyldunni. Sá tími átti að koma seinna. En hvert fór tíminn? Það er næsta víst að enginn ræður sínum næturstað. Guð vaki yfir fjölskyldu þinni allri. Áfram árin streyma álag lífsins skil. Myndina mun geyma á meðan ég er til. Takk fyrir viðkynninguna. Hólmfríður Traustadóttir. Halldór Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.