Morgunblaðið - 10.09.2014, Side 32

Morgunblaðið - 10.09.2014, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Atvinnuhúsnæði Til leigu skrifstofuherbergi í 104 Rvk. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 899 9339 Sólbakki Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið Túnikur st. 12-58 Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar Til sölu Toyota Prius, Plug in Rrafmagns og hybrid bíll, árg. 2012. Mjög vel með farið eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863-7656. 2010 Skoda Octavia 1,9 L Diesel á svipuðu verði og aðrir setja á meira ekinn 2008 bíl. Hann er ekinn 96 þús. km. með þjónustubók og lítur mjög vel út. Tilboðsverð 2.225.000. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta Bryngljáatilboð í september GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Smáauglýsingar Kveðja til tengdadóttur Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum Sigurbirna Árnadóttir ✝ SigurbirnaÁrnadóttir fæddist 3. mars 1948. Hún andaðist 19. ágúst. sl. Sigur- birna var jarð- sungin 30. ágúst 2014. þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hjördís Guðmundsdóttir. ✝ Arinbjörnfæddist 22. maí 1932 á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum, sonur Guðmundar Björnssonar verka- manns frá Efstu- Grund og Guð- mundu Ágústs- dóttur úr Skaga- firði. Kona Arin- bjarnar var Ragn- heiður Bryndís Jónsdóttir og börn þeirra eru Kristjana, f. 1961 og Guðmundur Oliver, f. 1962. Ar- inbjörn var einn af kunnustu skák- mönnum Íslendinga á árunum 1955-1970 og tefldi á mörgum Ólympíumótum. Hann var renni- smiður að mennt og vann lengi í Land- miðjunni og síðar í Búnaðarbankanum. Hann fluttist til Ástralíu með fjölskyldu sína árið 1970 og lést þar 4. ágúst 2014. Arinbjörn var um árabil einn sterkasti skákmaður Íslendinga. Árið 1970 flutti hann til Ástralíu með fjölskyldu sína. Mikil eftirsjá var að Arinbirni. Hann auðgaði ís- lenskt skáklíf með frábærri tafl- mennsku sinni og var vinsæll meðal vina sinna og kunningja. Hann var óvenju glaðvær maður, hnyttinn í tilsvörum og alltaf stutt í glettinn og gáskafullan hlátur. Skaphöfn hans einkenndist af samviskusemi, trausti, vandvirkni og hjálpsemi. Orðvar var hann og vinfastur. Arinbjörn tefldi nokkr- um sinnum á Ólympíuskákmótum fyrir Íslands hönd. Á Ólympíu- mótunum 1960 og 1962 tefldi hann á 1. og 2. borði með óvenjulegum árangri. Í þessum mótum tapaði hann aðeins einni skák af um þrjá- tíu. Tekið var eftir þegar ung- verski stórmeistarinn Szabo bauð Arinbirni jafntefli í erfiðu hróka- endatafli. Szabo var frægur enda- taflsmaður og einn af fáum sem stóðu Sovétmönnum á sporði á þessum árum. Ungverski þjálfar- inn skammaði Szabo fyrir að gera jafntefli við óþekktan skákmann, en Szabo svaraði: „ Ég get ekki teflt við þennan mann, ég bara tapa þessu.“ Þegar Fischer kom til Íslands 1960 neitaði hann að tefla í móti hér nema Arinbjörn væri meðal þátttakenda. Fischer vann í frægri skák og birti skákina með sínum skýringum í bók sinni um minnisverðustu skákir sínar. Þar benti Fischer á að Arinbjörn hefði getað leikið 16. Db3 og hald- ið jafntefli. Á sjúkrasæng skömmu fyrir andlát sitt rifjaði Arinbjörn upp skákina án þess að hafa skákborð við höndina. Hann fann þá leikinn 16. Dd1. Daði Jónsson keyrði leikinn gegnum sterka skáktölvu sem komst að þeirri niðurstöðu að leikur Arin- bjarnar væri sá besti. Taldi Daði þetta benda á hversu sterkur skákmaður Arinbjörn væri eftir áratugahlé frá skákinni. Þannig mætti lengi telja. Um 1970 óskuðu Ástralar eftir innflytjendum. Ar- inbjörn fór. Hann var rennismiður að mennt og vann lengi slíkur langan vinnudag. Síðar vann hann í Búnaðarbankanum en gerði við bíla og vinnuvélar á kvöldin. Þreyttur var hann því oft og óþjálfaður þegar hann tefldi. Hann sá að hann gat ekki helgað skákinni þann tíma sem hann vildi og hvarf á braut. Um hann mætti nota orð skáldsins: Þú reyndir hvert hugur og harðfylgi ná þótt hendurnar tvískiptar vinni. Að brjóta með annarri braut sinni þrá en berjast við lífið með hinni. (Þorsteinn Erlingsson) Foreldrar hans voru Guðmund- ur Björnsson og Guðmunda Ágústsdóttir. Bræður Arinbjarn- ar eru Eyþór og Ásmundur. Kona Arinbjarnar var Ragnheiður Jónsdóttir og börn þeirra Krist- jana og Guðmundur Oliver. Enn lifa í hugum vina hans hnyttin tilsvör hans. Ég minnist margra ánægju- stunda með Arinbirni og sakna hans. Vona að handan móðunnar milu eigum við eftir að hittast og raða upp í skák. Sé fyrir mér glettnina í augum hans og heyri snjallar og glaðlegar athugasemd- ir. Ragnheiði og börnum hans, ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Genginn er góð- ur vinur og minningin um hann styrkir okkur á veginum fram- undan um „ófarið örstutt ævi- skeið“. Guðmundur G. Þórarinsson Arinbjörn Guðmundsson Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Kveðja frá Vestfirðinga- félaginu. Kveðju mína og kærleiksband, í kvæði vil ég hér bjóða, öllum þeim um Ísaland sem eru í því samhljóða, Guð, lofa fyrir hið góða, einkum þó ég voga vil Vestfirðinga að nefna til, fróma og fróða. (Ólafur Jónsson, prestur á Söndum í Dýrafirði) Um leið og Vestfirðingafélagið þakkar Halldóru vel unnin störf, kveðja félagarnir hana með virð- ingu og þökk. Hvíl í friði, okkar kæra. Syrgjendum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Vestfirðingafélagsins, Hrund Ýr Óladóttir, formaður. Hinn 8. maí 1954 var opnuð skrifstofa „fyrir starfsemi krabbameinsfélaganna í húsnæði Blóðbankans við Barónsstíg“, segir í Fréttabréfi um heilbrigð- ismál. „Ein stúlka, Halldóra Thoroddsen, var ráðin þar allan Halldóra Thoroddsen ✝ Halldóra Ólafs-dóttir Thor- oddsen fæddist 17. desember 1927. Hún andaðist 28. ágúst 2014. Útför Halldóru fór fram 8. september 2014. daginn til að annast Krabbameinsskrán- inguna og aðra starfsemi félag- anna.“ Þetta var upphaf samfylgdar Halldóru og Krabbameins- félagsins. Hún var starfsmaður félags- ins til 1997 eða í 43 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri, en síðustu árin sem aðalgjald- keri. Á starfstíma Halldóru voru sex formenn. Hún var kjörin í heiðursráð Krabbameinsfélags- ins á 50 ára afmæli þess árið 2001. Segja má að Halldóra og félag- ið hafi verið eitt allan þennan tíma. Hún vann félaginu af trú- mennsku, var kjölfestan í starf- inu og mjög gætin í fjármálum, sem ekki veitti af. Halldóra átti þátt í að byggja upp það mikla traust sem Krabbameinsfélagið hefur notið. Starfsmenn Krabbameins- félagsins minnast Halldóru með mikilli hlýju, virðingu og söknuði. Hún markaði djúp spor í sögu Krabbameinsfélagsins með störf- um sínum, og hafði jafnframt mikil áhrif á samstarfsfólk sitt með framlagi sínu. Síðustu árin mætti hún gjarnan í Skógarhlíð- ina við hátíðleg tækifæri, og var öllum ljóst að hún var þar mikill aufúsugestur. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Krabbameinsfélagsins vil ég þakka Halldóru fyrir að helga félaginu starfskrafta sína alla sína starfsævi. Blessuð sé minn- ing hennar. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Ævistarf Halldóru Thorodd- sen var samofið starfsemi Krabbameinsfélagsins í nær hálfa öld. Hún var í upphafi ráðin til að sinna skrifstofustörfum, bóhhaldi og fjármálum félagsins auk þess að skrá krabbamein, sem greindust hér á landi. Með vönduðu og tryggu framlagi átti Halldóra ríkan þátt í að efla og þróa verksvið og mikilvægi Krabbameinsfélagsins og leggja ásamt öðrum grunninn að Krabbameinsskránni, en hún er meðal hinna vönduðustu, sem þekkjast. Halldóra sá starfið efl- ast frá því að rúmast í einu her- bergi í húsi Rannsóknastofu Há- skólans og Blóðbankans við Barónsstíg yfir í fimm hæða stór- hýsi við Skógarhlíð þar sem allt pláss er gjörnýtt fyrir hina viða- miklu starfsemi félaganna. Halldóra var kraftmikil og dugleg kona, einstaklega trú sín- um vinnustað og vinum. Oft var þröngt í búi og stundum vandséð, hvernig unnt væri að láta enda mætast á mánaðamótum. Það var ekki sízt fyrir útsjónarsemi og vönduð vinnubrögð Halldóru og samstarfsmanna hennar að traust og velvilji meðal þjóðar- innar gagnvart Krabbameins- félaginu varð til þess að auðvelda fjáröflun í formi happdrættis, minningarkorta og erfðagjafa og margvíslegs annars stuðnings, sem náði hámarki með þjóðar- átaki árið 1982 þar sem safnað var, um eina helgi, fyrir húsinu í Skógarhlíð. Ég tel það mikið lán að hafa fengið að kynnast og starfa með Halldóru Thoroddsen. Hún gat verið ákveðin og stóð iðulega fast á sínu en jafnframt var hún rétt- sýn, sanngjörn, jafnan skemmti- leg og stóð ætíð við orð sín. Hún var íþrótta- og útivistarkona, hafði unun af hestamennsku, áhugasöm um menningu og þjóð- félagsmál. Hún var einn af mátt- arstólpum Krabbameinsfélags- ins. Halldóru Thoroddsen verður sárt saknað en minningin um góðan vin geymist. Blessuð sé minning hennar. Aðstandendum votta ég samúð mína. Sigurður Björnsson, læknir, fv. formaður Krabbameins- félags Íslands. Krabbameinsfélagið var stofn- að um miðja síðustu öld og hóf starfsemi sína í Suðurgötunni. Halldóra Thoroddsen var meðal fyrstu starfsmanna þess, til- heyrði frumkvöðlunum. Af þess- um frumkvöðlaanda miðlaði hún okkur sem stóðum fyrir nýrri starfsemi í nýju húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíðinni, en þar var Rannsókna- stofa í sameinda- og frumulíf- fræði stofnuð árið 1988. Eftir 20 ára starf fluttist starfsemin til Læknadeildar Háskóla Íslands. Þá var Halldóra komin á eftir- laun, en hún sýndi störfum okkar virkan áhuga fram á síðasta dag og ræddi við okkur í síma fyrir nokkrum dögum um það hvernig styrkja mætti starf okkar. Og enn var sama skerpan í samtal- inu sem við þekktum svo vel. Við kveðjum Halldóru Thoroddsen með virðingu og þökk. Helga M. Ögmundsdottir og Jórunn Erla Eyfjörð. Margrét Gunnarsdóttir ✝ Margrét Gunn-arsdóttir fædd- ist 23. janúar 1965. Hún lést 23. ágúst 2014. Útför Mar- grétar fór fram 1. september. í huga. Við ætluð- um að eiga svo margar skemmti- legar stundir í framtíðinni, hvort sem það var í litla Peru-matarklúbbn- um okkar eða í sameiginlegum Peru-útilegum. Sem hluti af vina- hópi okkar sem varð til fyrir rúm- lega 13 árum var eftirtektar- vert hvað þú varst alltaf glöð Elsku Magga okkar. Líf okkar er ekki gefið og það ber að þakka. Þeg- ar við kveðjum góða vinkonu á besta aldri kemur okkur margt og kát og naust lífsins og til- verunnar. Við eigum yndis- legar minningar um fallega konu sem við varðveitum í hjörtum okkar. Við tókum sérstaklega eftir því hversu jákvæð þú varst og hversu góð þú varst við hann Gunna þinn. Hann gekk í gegnum erfið veikindi þar sem þú stóðst sem klettur við hlið hans. Það er því sárt að hugsa til þess að svipuð veik- indi skuli hafa náð tangar- haldi á þér, haldi sem ekki fékkst við ráðið. Megir þú hvíla í friði, elsku Magga okkar. Við munum hugsa vel um hann Gunna þinn og styðja hann á þessum erfiðu tímum sem framundan eru og í náinni framtíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um huga minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Matthías og Eyrún, Árni og Elín, Guð- mundur og Þorgerður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.