Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það eru 20 ár síðan ég fékk áhuga á
þessari sögu, en þá heyrði ég um
konu í Chicago sem vann við að
hjálpa HIV-smituðu fólki og eitur-
lyfjaneytendum í fátækrahverfum
borgarinnar,“ segir Þorsteinn J. um
heimildarmynd sína Ó borg mín borg
Chicago sem frumsýnd verður í
Ríkissjónvarpinu í kvöld kl. 22.20 og
endursýnd nk. sunnudag kl. 14.05. Í
myndinni er sögð saga Matthildar
Jónsdóttur Kelley sem fluttist ung til
Chicago og sökk til botns í heimi
eiturlyfja og vændis áður en hún
komst á réttan kjöl fyrir um aldar-
fjórðungi „Ég hitti Möttu fyrst árið
1993 þegar við Einar Falur Ingólfs-
son ljósmyndari eyddum nokkrum
dögum með henni og úr varð útvarps-
þátturinn So What? sem og blaða-
grein,“ segir Þorsteinn og rifjar upp
að Matthildur hafi aldrei horfið úr
huga hans. „Ég hef í gegnum árin
fylgst með henni og heyrt reglulega í
henni. Þegar ég frétti af því að hún
væri að fara á eftirlaun í fyrra langaði
mig til að gera aðra heimildarmynd
og tengja saman þessa tvenna tíma til
að sjá hvað hefði gerst og mögulega
breyst á þessum árum.“
Vinnur við erfiðar aðstæður
Að sögn Þorsteins hefur lífsstarf
Matthildar aðallega falist í því að gefa
fólki von þar sem ekkert nema von-
leysi sé að finna. „Matta er ótrúleg
manneskja með stóra og mikla hug-
sjón. Það að hafa unnið svona lengi
við þessar erfiðu aðstæður í þessu fá-
ránlega hættulega hverfi sem West
Side Chicago er, segir mjög mikið um
hennar karakter. Á umliðnum árum
hefur Matta snert líf mjög margra,“
segir Þorsteinn og tekur fram að þar
sem Matthildur sjálf sé afar hógvær
hafi hann fyrst og fremst heyrt um
afrek hennar frá samstarfsfólki
hennar. „Matta hefur bjargað mörg-
um mannslífum og gefið mörgum
von. Það finnst mér nógu merkilegt
til að gera 60 mínútna heimildar-
mynd, því okkur veitir ekki af sögum
um von og úrræði þar sem við erum
oft föst í því að horfa aðeins á það sem
miður fer.“ Spurður hvað drífi Matt-
hildi áfram í starfi hennar segir Þor-
steinn ljóst að hún sé drifin áfram af
elsku og væntumþykju gagnvart fólki
sem enginn kæri sig um. „Hún sér í
þessu fólki eitthvert ljós sem flestir
sjá ekki og hefur raunverulegan
áhuga á því að gera gagn.“ Spurður
hvort Matthildur sé búin að sjá
myndina og hvernig viðbrögð hennar
hafi verið segir Þorsteinn að hún hafi
verið mjög ánægð með útkomuna.
„Og mér þótti afar vænt um það. Þeg-
ar maður gerir mynd eins og heimild-
armynd þá eru í raun margar sögur í
gangi og best þegar myndir eru í
mörgum lögum. Ég er mjög ánægður
með hvernig mér hefur tekist að
tvinna saman þessa tvenna tíma og
láta þá renna saman í eina sögu með
mörgum undirsögum,“ segir Þor-
steinn og tekur fram að hann hafi
varið sl. sex mánuðum í að klippa
myndina og koma henni saman í sam-
vinnu við aðra fagmenn. Þannig
samdi Pétur Grétarsson tónlistina,
Gunnar Árnason annaðist hljóð-
vinnslu og Bjarki Guðjónsson sá um
litaleiðréttingu. „Það var að mörgu að
huga þannig að myndin liti rétt út og
hljóðheimurinn væri réttur, því það
er ekki nóg bara að finna áhugaverða
sögu og klippa hana saman. Verkið
þarf að standa sem sjálfstætt lista-
verk,“ segir Þorsteinn að lokum.
„Hún hefur gefið
mörgum von“
Ný heimildarmynd eftir Þorstein J. frumsýnd í kvöld
Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson
Hugsjónastarf Lífsstarf Matthildar Jónsdóttur Kelley er til umfjöllunar í
heimildarmynd Þorsteins J. sem nefnist Ó borg mín borg Chicago.
Sífellt fjölgar upplýsingum um Cornelius
Gurlitt, þýska listaverkasafnarann sem
faldi yfir 1400 listaverk á heimilum sínum
í Þýskalandi og Austurríki en lést á
sjúkrahúsi í desember síðastliðnum, rúm-
lega átttræður að aldri. Samkvæmt hópi
rannsakenda sem vinna að því að rekja
eigendasögu verkanna sem voru í fórum
Gurlitts, með það að leiðarljósi að skila
þeim til réttra eigenda ef þau hafa verið
ránsfengur nasista, þá tók Gurlitt óvenjulegan farangur með sér á sjúkra-
húsið þegar hann lagðist banaleguna. Í ljós kom að í ferðatösku hans var
málverk á pappír af fólki og bátum á strönd, eftir franska meistarann
Claude Monet. Í sjúkrahúsinu var töskunni fyrst komið í geymslu eftir að
hann lést en hún hefur nú verið send til rannsakendanna.
Verk eftir Monet líkt því í töskunni.
Tók verk eftir Monet með á sjúkrahúsið
Um leið og sýning á málverkum frá
síðustu árum ferils breska listmál-
arans J.W.M. Turner (1775-1851)
var opnuð í Tate Britain-safninu í
London, var opnuð þar sýning á
nýjum verkum eftir Ólaf Elíasson
og kallast Turner Colour Experi-
ments.
Gagnrýnendur hafa lofað sýn-
inguna á verkum Turners en þau
nutu lítils skilnings samtímamanna
hans. Gagnrýnandi The Telegraph
fjallar um sýningu Ólafs og segir
það vel valið hjá sýningarstjórum
að stilla verkum hans upp með
verkum Turners. Málverk Turners
leysist nær því upp í tvívíða ab-
strakt könnun á litum, birtu og and-
rúmslofti en stór verk Ólafs taki við
þessum sömu hugmyndum og bygg-
ist á rakatækjum, speglum og ann-
arri hrífandi tækni til að fanga
huga gesta með leiðum sem Turner
hefði aldrei getað ímyndað sér.
Verkin byggjast á litahringnum og
litunum í sjö málverkum eftir Turn-
er sem hafa verið útfærð í jafn-
mörgum hringlaga verkum.
Gagnrýnandinn gefur sýning-
unni þrjár stjörnur og segir hana
lágstemmda við hlið margra fyrri
verka Ólafs, svo sem fossanna í
New York og glerhjúps Hörpu í
Reykjavík.
Listamaðurinn Ólafur Elíasson.
Verk Ólafs í Tate
Britain með Turner Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Róðarí (Aðalsalur)
Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00
Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00
Kameljón (Aðalsalur)
Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00
Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00
Trúðleikur (Aðalsalur)
Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00
Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00
Petra (Aðalsalur)
Fim 11/9 kl. 20:00
GOOD/BYE (Aðalsalur)
Lau 20/9 kl. 20:00
Blái hnötturinn (Aðalsalur)
Fim 18/9 kl. 18:00 Fös 19/9 kl. 18:00