Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Efla á heilsugæslu og sjúkraflutn-
inga samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
2015. Fjárveiting til málaflokksins
hækkar um 429 milljónir króna að
raungildi en hún er í heild áætluð
8.819,7 m.kr.
Fyrir þessar 429 milljónir á m.a.
að fjölga sérnámsstöðum í heim-
ilislækningum og heilsugæslu-
hjúkrun, koma á fót miðlægri síma-
ráðgjöf heilsugæslunnar fyrir allt
landið, innleiða þjónustustýringu í
heilbrigðiskerfinu sem miðar að því
að styrkja heilsugæsluna í að vera
fyrsti viðkomustaður sjúklinga, inn-
leiða hreyfiseðla sem meðferð-
arúrræði og efla heimahjúkrun til að
mæta þörfum þeirra sem bíða eftir
dvöl á hjúkrunarheimilum. Þá er
lögð til 100 m.kr. hækkun til sjúkra-
flutninga á höfuðborgarsvæðinu.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra segir að í fjárlögum þessa
árs, 2014, hafi áherslan verið á að
styrkja rekstrargrunn Landspít-
alans og Sjúkrahússins á Akureyri
en í fjárlagatillögunum fyrir næsta
ár sé stefnan að styrkja rekstr-
argrunn heilsugæslunnar.
„Við erum að hækka útgjöldin til
heilbrigðisstofnana og heilsugæsl-
unnar á landsbyggðinni um 1.600
m.kr. á milli ára og inni í því eru al-
mennar launa- og verðlagsbreyt-
ingar. Þetta er veruleg aukning til
heilsugæslunnar að minni hyggju, en
svigrúmið er að aukast í þessum
málaflokki um örugglega 600 m.kr.,“
segir Kristján Þór sem vonast til að
þetta komi fram í styrkingu á rekstr-
argrunni heilbrigðisstofnana og skili
sér í betri heilbrigðisþjónustu.
Ákveðnar breytingar verða á
heilsugæslunni á næstu árum. „Við
erum að vinna núna í því að innleiða
þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu
sem miðar að því að heilsugæslan
verði fyrsti viðkomustaður sjúklinga
og sjúklingar fari síður til sér-
greinalækna heldur en í dag. Við ætl-
um að stýra flæðinu betur. Þjón-
ustustýringin miðar líka að því
lokamarki að allir Íslendingar eigi
aðgang að heimilislækni.“
Sjá ekki fram á styrkingu
Heilsugæsla höfuðborg-
arsvæðisins fær 68 milljóna
framlag til að styrkja rekst-
urinn, en heilsugæslunni er
ætlað lykilhlutverk við að
koma á þjónustustýringu í heilbrigð-
iskerfinu. Svanhvít Jakobsdóttir, for-
stjóri Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins, segir að með þessum 68
milljónum sé verið að draga úr nið-
urskurðarkröfum ársins 2014. „Nið-
urskurðarkrafan í ár var 100 millj-
ónir, en 2015 koma 68 milljónir upp í
það. Það var bakkað með ákveðnar
aðgerðir. Í sjálfu sér sjáum við ekki
fram á að við náum mikilli styrkingu
heilsugæslunnar með þessari fjár-
veitingu. Þetta er í reynd bara
óbreytt frá því sem er í ár. Við hefð-
um viljað sjá raunverulegt framlag,
raunverulega aukningu svo hægt
væri að styrkja þjónustuna og okkur
í því lykilhlutverki sem við höfum,“
segir Svanhvít.
Hún segir heilsugæsluna hafa
gengið í gegnum mikinn niðurskurð
undanfarin ár sem hún líði fyrir í
dag. Nauðsynlegt sé að styrkja
mönnunina. „Þetta bætir ekki úr
skorti á heimilislæknum eða öðru
heilbrigðisstarfsfólki, sem við hefð-
um mjög gjarnan viljað sjá raunveru-
lega fjölgun á.“
Morgunblaðið/Eggert
Styrking Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2015 á að efla heilsugæsluna.
Ætla að efla heilsu-
gæsluna með 429 m.kr.
„Þetta bætir ekki úr skorti á heimilislæknum“
Útgjöld vegna S-merktra lyfja munu falla undir greiðsluþátttökukerfi vegna
almennra lyfja samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2015. „Nýja greiðsluþátt-
tökukerfið, sem tók gildi 1. maí í fyrra, var m.a. sett upp til að koma í veg
fyrir að sjúklingum væri mismunað eftir sjúkdómum eða tegundum lyfja. S-
merkt lyf og leyfisskyld lyf sem er ávísað til notkunar utan sjúkrahúsa voru
ekki með í þessu upphaflega en hugsunin nú er að þessi lyfjaflokkur fari inn
í þetta almenna greiðsluþátttökukerfi,“ segir Kristján Þór. Verið
sé að vinna í útfærslu þessa máls og setja saman starfshóp
sem á að útfæra breytingarnar til þess að valda sem minnstu
óhagræði hjá notendum, en þessi breyting mun eflaust koma
við buddu þeirra sem nota lyfin. „Það eru þök og afslættir í al-
menna greiðsluþátttökukerfinu sem þetta færi undir. Í núver-
andi kerfi eru lyf sem eru afar dýr og því ekkert sem réttlætir
það að vera með önnur lyf eða sjúkdómsflokka þar fyrir utan.“
Kristján Þór tekur fram að þessar breytingar muni ekki
hafa áhrif á sjúklinga sem liggja inni. „Þeir taka ekki þátt í
lyfjakostnaði meðan á innlögn stendur og því verður ekki
breytt.“
S-merkt lyf í greiðsluþátttöku
EKKI MISMUNAÐ EFTIR LYFJUM EÐA SJÚKDÓMUM
Kristján Þór
Júlíusson
Góður gangur er í borun íshellisins í
Langjökli eftir að ný vél var keypt til
verksins. Stefnt er að því að greftri
ljúki í október eða nóvember en þá
tekur við vinna við frágang og lýs-
ingu. Opna á göngin fyrir ferðahópa
á komandi vori.
Gröftur ganganna gekk frekar
hægt í vor og sumar þótt notaður
væri sérhannaður tætari í verkið.
Sigurður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri íshellisins, segir að
keypt hafi verið ný vél fyrir mánuði
og nú gangi verkið betur. Búið er að
grafa 150 metra inn í fjallið. Það eru
göngin og ein stór hvelfing og byrjað
er á göngum sem eiga að ná í hring
þar fyrir innan. Pöntuð hefur verið
önnur eins vél til að hægt verði að
ljúka verkinu fyrir veturinn.
Nýja tækið er lítill bor sem smíð-
aður var til að brjóta niður berg.
Hann er settur framan á gröfu,
stærra tæki en hægt var að beita
tætaranum fyrir. Tveir verktakar
vinna að greftrinum og hafa verið
tveir til fimm menn við vinnu.
Gestir á jökli geta fræðst um gerð
og þróun jökla með heimsókn í ís-
hellinn. Hann er í 1.260 metra hæð
yfir sjávarmáli. Þar er ísinn mörg
hundruð ára gamall og enn eldri þeg-
ar neðar dregur. Mismunandi lög
jökulsins sjást í hliðum íshellisins og
sólarljósið verður nýtt eftir því sem
það nær í gegnum jökulinn en jafn-
framt notuð ljós til að auka á upp-
lifun gesta. Grýlukerti verða vænt-
anlega til augnayndis og fleiri
listaverk úr ís. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Sigurður Skarphéðinsson
Hvelfing Gröftur íshellisins gengur vel þessa dagana og á að ljúka á næstu
mánuðum. Veturinn verður notaður til að undirbúa móttöku gesta.
Hafa grafið sig 150
metra inn í jökulinn
Íshellirinn í Langjökli opnaður í vor
Um 1.780 einstaklingar og fjöl-
skyldur voru á biðlista eftir fé-
lagslegu húsnæði hjá sjö stærstu
sveitarfélögum landsins í júní síð-
astliðnum samkvæmt niðurstöðum
könnunar velferðarráðuneytisins.
Sveitarfélögin sjö höfðu á þeim tíma
samtals um 2.970 félagslegar íbúðir
í útleigu og frá janúar til júní á
þessu ári úthlutuðu sveitarfélögin
140 íbúðum sem svarar aðeins til
tæplega 8% af þörfinni sé tekið mið
af biðlistum júnímánaðar.
Sveitarstjórnum er skylt að
tryggja framboð á húsnæði fyrir þá
sem ekki eru færir um að sjá sér
fyrir húsnæði sjálfir vegna fé-
lagslegra aðstæðna samkvæmt lög-
um um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Markmið könnunar velferð-
arráðuneytisins var að fá mynd af
stöðu húsnæðismála og hvernig
sveitarfélögin rækja þetta hlutverk
sitt.
Á vefsíðu ráðuneytisins segir
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, ljóst að veru-
lega skorti á að sveitarfélögin upp-
fylli skyldur sínar í
húsnæðismálum. „Það þarf aug-
ljóslega að fara miklu betur í saum-
ana á þessum málum og leita skýr-
inga hjá sveitarfélögunum á því
hvað veldur. Skortir fjármagn,
lánsfé, lóðir, stefnu, vilja, eða eitt-
hvað annað? Greining vandans er
forsenda þess að hægt sé að finna
viðeigandi lausnir,“ segir Eygló.
Tæplega 1.800 á biðlista
eftir félagslegu húsnæði
Von er á árlegri
skýrslu umboðs-
manns Alþingis
þar sem gerð er
grein fyrir starf-
semi embættisins
á árinu. Lítil-
legar tafir hafa
verið á skýrsl-
unni í ár en hún á
að vera komin út
fyrir 1. sept-
ember ár hvert samkvæmt 12. gr.
laga nr. 85/1997 um umboðsmann
Alþingis. Tryggvi Gunnarsson, um-
boðsmaður Alþingis, segir skýrsl-
una nú vera á lokametrunum og
hún sé þegar komin í prentun.
„Skýrslan er komin í prentsmiðjuna
og því von á henni von bráðar.“
Álit umboðsmanns Alþingis eru
allajafna birt jafnóðum á heimasíðu
embættisins og því má nálgast flest
álit þar meðan beðið er eftir skýrsl-
unni.
Skýrsla umboðs-
manns komin í
prentsmiðjuna
Tryggvi
Gunnarsson
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Endurmeta þarf afstöðu Atlands-
hafsbandalagsins, NATO, til Rúss-
lands að mati Philip M. Breedlove,
yfirmanns herafla NATO, en hann
fundaði í gær með Gunnari Braga
Sveinssyni utanríkisráðherra í Ráð-
herrabústaðnum. Á fundi með fjöl-
miðlum sagði Breedlove að ástandið
í austurhluta Úkraínu og afstaða
Rússa gæfi öllum aðildarríkjum
NATO tilefni til að endurmeta stöðu
sína og afstöðu í hernaðarlegum
skilningi þar sem Rússar gætu ekki
lengur talist til samherja bandalags-
ins. „Við höfðum hagað staðsetningu
herstöðva og vígbúnaðar, undanfar-
inn áratug, með það í huga að Rússar
væru samherjar okkar. Núna þarf að
endurmeta stöðuna og meta að nýju
hvernig við staðsetjum herafla
bandalagsins.“
Á fundinum var fjallað um niður-
stöður leiðtogafundar bandalagsins
sem fram fór í Wales í síðustu viku
og þátttöku Íslands á vettvangi þess.
Utanríkisráðherra sagði mikilvægt
að yfirhershöfðingi bandalagsins
heimsækti Ísland reglulega til að
kynnast aðstæðum hér á landi og
eiga samráð við hérlend stjórnvöld.
Á fundinum var rætt um reglu-
bundna loftrýmisgæslu bandalags-
ins á Íslandi, tækifæri til æfinga og
rekstur íslenska loftvarnarkerfisins,
sem er mikilvægur þáttur í framlagi
Íslands til sameiginlegra varna
bandalagsríkja.
„Ég ítrekaði þá skoðun íslenskra
stjórnvalda að Atlantshafsbandalag-
ið þurfi að hafa á að skipa getu til að
fylgjast með þróun mála á norður-
slóðum. Breytingar á norðurslóðum
fela í sér aukna umferð sem varðar
ekki eingöngu öryggi og varnir held-
ur einnig umhverfisvá og leit og
björgun. Að okkar mati er brýnt að
huga einnig að þessum þætti sam-
starfsins innan bandalagsins,“ sagði
Gunnar Bragi.
Á fundinum var rætt um næstu
skref íslenskra stjórnvalda og áhrif
átakanna í Úkraínu á öryggishorfur í
Evrópu og um vefógnir.
Rússar ekki lengur samherjar
NATO þarf að endurmeta staðsetn-
ingu og not herafla síns í Evrópu
Varnarmál Utanríkisráðherra hitti yfirhershöfðingja herafla NATO og
ræddi nýja stöðu sem komin er upp í Evrópu í kjölfar átaka í Úkraínu.