Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 17
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. Vegna hafnarleysis á staðnum gekk það ekki upp, en í stað- inn hófst saltframleiðsla á Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp sem stóð í um tvo áratugi. En nú eru að- stæður mjög breyttar á Reykhólum, komin ágæt höfn og á staðnum er hin öfluga Þörunga- vinnsla sem nýja saltverk- smiðjan fær af- fallsvatn frá. Að auki nýtir hún heitt vatn beint úr borholu. Framleiðslan er rekin undir nafninu Norðursalt og varan er flögu- salt fyrir neyt- endamarkað. Áform eru uppi um fleiri fram- leiðsluvörur, svo sem fiski- sósu, og vonast Garðar til þess að það geti orðið á næsta ári. Hann hefur að undanförnu verið upptekinn við samningagerð við erlenda kaupendur og stefnir í góða niðurstöðu. Garðar og danskur skóla- bróðir hans frá Ár- ósum, Sören Ro- senkilde, eru potturinn og pann- an í verksmiðj- unni. Hugmyndin er þeirra og atorka þeirra hefur knúið verkefnið áfram. Öflugur stuðningur frá nýsköpunarsjóðum og stuðningsneti þeim tengdu hefur svo gert þeim kleift að koma hug- myndinni í framkvæmd. Vinnslan á Reykhólum fer þannig fram að sjó er dælt upp úr Breiðafirði og hann eimaður á opn- um stálpönnum með jarðhita þannig að saltið situr eftir. Saltinu eru pakkað í neytendaumbúðir á staðn- um. Það fer síðan með flutn- ingabílum suður og úr landi sjóleið- ina, en drýgsti hluti flögusaltsins er seldur erlendis. Varan er þó einnig á boðstólum hér á landi. Verksmiðjan Norður & Co á Reykhólum er hönnuð þannig að gestir geti fylgst með framleiðsl- unni. Eru stórir gluggar á fram- leiðslusalnum. Mikil áhersla er lögð á það að hér sé um umhverfisvæna framleiðslu að ræða. Verksmiðjan Húsið á Reykhólum er á steyptum grunni með límtrésramma og timburveggjum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30 Sölustaðir: Jói Útherji Hagkaup Debenhams Intersport Joe´s - Akureyri Bjarg - Akranesi K-Sport - Keflavík Hafnarbúðin - Ísafirði Efnalaug Dóru - Höfn Karlmenn - Laugavegi Herrahúsið - Laugavegi Kaupfélag Skagfirðinga Sentrum - Egilsstöðum Axeló - Vestmannaeyjum Verslunin Tákn - Húsavík Blómsturvellir - Hellissandi Heimahornið - Stykkishólmi Sportbær Skóbúð - Selfossi Pex - Reyðarfirði og Neskaupsstað Verslun Bjarna Eiríkssonar - Bolungarvík Verslun Guðsteins Eyjólfssonar - Laugavegi Ný haust og vetrarlína komin í verslanir Í litlu húsi í Bolungarvík búa hjónin Guðrún Ásgeirsdóttir og Ingimar Baldursson. Húsið var byggt eftir aldamótin 1900 en það sem vekur athygli gesta og gangandi er garðurinn umhverf- is húsið, sem er ríkulega skreytt- ur máluðum steinum, garðálfum og öðrum furðuverum. Upphafið að „safninu“ má rekja til þess að dóttir þeirra hjóna, Anna, sem nú leggur stund á ljósmyndun, hóf að mála á steina 9 ára gömul. Uppátækið vatt aldeilis upp á sig og að lokum kom að því að sonur Guðrúnar og Ingimars smíðaði kofa sérstaklega undir gripina, en í honum eru þeir geymdir yfir vetrartímann. Guðrún og Ingimar, sem er bifreiðastjóri, tóku vel á móti blaðamanni og ljósmyndara þeg- ar þeir bönkuðu upp á einn haustmorgunn en inni í húsi leyndist ekki síður skemmtilegt safn; 300 salt- og piparstaukasett sem Guðrún hefur safnað gegn- um árin. Eitt af nýrri settunum fékk hún í gjöf frá vinkonu sinni, biskupi Íslands; piparstauk í formi djöfuls og saltstauk með ásýnd engils. holmfridur@mbl.is Málaðir steinar, garðálfar og dúllerí Skrautlegasti garður landsins? Morgunblaðið/Kristinn Litríkur Guðrún segist oft verða vör við að fólk hægi á sér þegar það á leið framhjá garðinum, enda er hann sérstaklega skemmtilegur. Heima Guðrún og Ingimar í hlý- lega húsinu sínu í Bolungarvík. hluta sé það sama og annars staðar á landinu.“ Nú er um tvo hálsa að fara á þessari umræddu leið, Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Að sögn Ólafs er skilti við þann fyrrnefnda, þar sem segir að brattinn sé 16%. „En reglu- gerðir um evrópska vegi segja að þeir megi ekki vera meira en 8% og bílar eru framleiddir með það í huga. Annars eru sumir veganna á svæðinu frá miðri síðustu öld. “ Sjálfur er Ólafur brottfluttur Patreksfirðingur. „Mér er annt um þetta svæði og um þá sem þar búa. Ég er stoltur að hafa fengið að alast þarna upp og vil að þeir sem búa þarna njóti öryggis og að svæð- ið sé aðgengilegt fyrir sem flesta til að koma og njóta.“ Morgunblaðið/Kristinn Holóttur Víða á Vestfjörðum eru vegir í það slæmu ástandi að sagt er að það hamli framförum. Myndin sýnir veginn um Rauðasand í byrjun september. Umbúðirnar Hönnun Jónsson & Le’macks þykir vel heppnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.