Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 29
Skotlandi og Bandaríkjunum og áhrif hans voru mikil og víðtæk. Jónas var atkvæðamikill í fé- lagsstörfum og hið unga sam- félag sálfræðinga naut svo sann- arlega góðs af því. Jónas sat í stjórn félagsins á árunum 1958- 1963 og gegndi formennsku í fé- laginu á árunum 1966-1968. Mik- ill velvilji hans og alúð gagnvart félaginu var alltaf til staðar og tengslin styrktust með þátttöku hans í Sálfræðiþingum frá árinu 2009. Hann fylgdist alltaf vel með félaginu sem hann átti svo ríkan þátt í að koma á legg og hafði sjálfur á orði fyrir skemmstu að hann undraðist oft hve sú uppá- tekt fáeinna einstaklinga, að stofna Félag íslenskra sálfræð- inga, hefði skilað miklum árangri í íslensku samfélagi. Nú hafa aðr- ir tekið við, við aðrar og betri að- stæður og þeirra er að halda áfram að efla og styrkja íslenskt samfélag. Íslenskir sálfræðingar eiga frumkvöðlum eins og Jónasi mik- ið að þakka, það er víst. Aðstand- endum Jónasar færi ég samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Sálfræðingafélags Íslands, Hrund Þrándardóttir, formaður SÍ. Jónas Pálsson sá ég fyrst fyrir rúmum 40 árum. Broddi Jóhann- esson rektor kynnti okkur á ganginum í Kennaraháskóla Ís- lands, virðulegan skólastjóra Æf- ingaskólans og stelpuskjátu sem var nýráðin sem bókavörður við Kennaraháskólann. Í erli dagsins snaraðist Jónas inn um dyrnar, í ljósum frakka með tösku og höf- uðið örlítið á undan. Kominn í hús til að hitta Brodda. Örugglega með handskrifuð blöð í töskunni, kannski langan lista af bóka- og tímaritatitlum sem hann langaði til að bókasafnið keypti. Svoleiðis fólk vildi ég einmitt hitta. Samskiptasögu okkar Jónasar má í grófum dráttum skipta í fjögur tímabil, hvert og eitt um áratug. Skólastjóratímabilið í Æfingaskólanum, rektorstíma- bilið í Kennaraháskólanum, árin þegar Jónas stundaði rannsókn- ir, lestur og tungumálanám og loks frændsemistímabilið. Eldri sonur minn gekk í Æfingaskól- ann í tíð Jónasar og býr lengi að þeim framsækna anda sem þar ríkti. Ég þekkti þó betur til starfs Jónasar vegna tengsla Æfinga- skólans við Kennaraháskólann og hreifst af hugsjónaandanum og gerjuninni þar. Starfsfólk Kennaraháskólans fagnaði líka að fá Jónas í sinn hóp í kjölfar frjórra umbrotatíma um og eftir 1980, tímabils sem oft er kennt við þemanámið á fyrsta ári kenn- aranámsins. Jónasi kynntist ég best sem rektor og gat alltaf reitt mig á stuðning hans við bókasafnið. Hugsun hans var greinandi og hann velti mikið fyrir sér sam- skiptum fólks og valdaafstæðum. Alla vildi hann virkja til um- ræðna. Ég vildi ólm kynnast æðaslætti stofnunarinnar og hóf strangt nám í lýðháskóla Jónasar Pálssonar, eins konar framhalds- nám eftir grunnnám hjá Brodda. Fyrsta hugtakið sem hann reyndi að fræða mig um var „vald“. Mér verður æ ljósari hans femíníska nálgun í því efni. Tengsl okkar rofnuðu ekki þó að Jónas léti af embætti. Hann kom áfram á bókasafnið, gerði tillögur um ritakaup og inspírer- aði starfsfólkið með hvetjandi samræðum um alla heima og geima. Eftir sjötugt lagði hann stund á frönsku-, þýsku- og ítölskunám hérlendis og erlendis til þess að víkka sjóndeildar- hringinn. Las dagblöð á þessum málum og fékk sér tæknibúnað á húsþakið til þess að fylgjast með erlendum sjónvarps- og útvarps- stöðvum. Á sama tíma rannsak- aði hann íslenskt skólastarf og fylgdist grannt með stjórnmál- um. Þetta hélt huga hans síkvik- um og fram á þetta ár vann hann að þýðingu heimspekirita úr ensku. Fyrir áratug uppgötvaðist að við værum skyld, komin af bláfá- tækum vinnumanni sem fæddist árið 1808 norður í Skagafirði. Elsta dóttir hans var langamma Jónasar en sú yngsta amma mín. Á þeim systrum var 52 ára ald- ursmunur. Jónas var bundinn formæðrum sínum sterkum til- finningaböndum og fagnaði því af heilum hug að kynnast móður- systur minni og fóstru sem minnti hann sterklega á ömmu sína. Undruðust þau bæði hvað hugir þeirra náðu fljótt og vel saman. Ég er þakklát fyrir áralanga vináttu Jónasar Pálssonar og ein- lægan áhuga og alúð sem hann sýndi mér og mínu fólki. Aðstand- endum hans votta ég innilega samúð. Kristín Indriðadóttir. Jónas Pálsson var frumkvöðull á sviði menntamála á Íslandi. Hann var skólastjóri Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Ís- lands um árabil og síðar rektor Kennaraháskólans. Jónas var hugsjónamaður um breytingar og framfarir í skóla- málum og í Æfingaskólanum kom hann mörgum hugmyndum sín- um í framkvæmd. Hann stuðlaði að frjórri umræðu um hugmynda- fræði, markmið og leiðir. Hann hvatti kennarana til samstarfs og nýbreytni í starfi og til að rök- styðja hugmyndir sínar og starfs- hætti. Hann studdi við þá sem sýndu frumkvæði og leit svo á að ágreiningur leiddi til framfara. Hann hafði hvetjandi áhrif á unga kennara sem margir sóttu sér frekari menntun og höfðu áhrif á skólastarf og stefnumótun í menntamálum. Æfingaskólinn var í tíð Jónasar suðupottur um- ræðna og hugmynda í skólamál- um. Þær hugmyndir áttu greiða leið inn í menntun kennara í gegnum æfingakennara skólans sem jafnframt voru kennarar við Kennaraháskólann. Jónas var félagslegur umbóta- maður og ötull baráttumaður þeirra barna sem af einhverjum ástæðum stóðu höllum fæti. Hann taldi að helsta markmið skóla- starfs ætti að vera að hver ein- staklingur fengi tækifæri til að þroskast á eigin forsendum og njóta menntunar í samræmi við hæfileika sína og áhugasvið. Sam- þætting sérkennslu og ráðgjafar og almenns skólastarfs var höfð að leiðarljósi og réði hann fyrstur skólastjóra félagsráðgjafa til að starfa með kennurum, börnum og foreldrum í Æfingaskólanum. Jónas var lektor í yngri barna kennslu við KHÍ áður en hann var kjörinn rektor og var mennt- un ungra barna honum sérstak- lega hugleikin. Hann leit svo á að á fyrstu árunum væri grunnur frekara náms og velfarnaðar á lífsleiðinni lagður. Hann studdi sérstaklega við nýjungar í byrj- endakennslunni í Æfingaskólan- um. Meðal nýbreytni voru aldurs- blandaðir hópar þar sem áhersla var lögð á frumkvæði og styrk- leika barnanna og gerðar tilraun- ir með nýbreytni í lestrarkennslu og samþættingu námsgreina. Sem rektor Kennaraháskólans beitti Jónas sér enn frekar fyrir umbótum í menntamálum og lagði metnað sinn í að þróa og efla menntun kennara. Í hans rekt- orstíð voru samþykkt lög um Kennaraháskólann, sem veittu skólanum leyfi til að bjóða upp á meistaranám, en formlegt fram- haldsnám til æðri prófgráðu hafði fram til þess tíma ekki staðið kennurum til boða hér á landi. Hann markaði því djúp spor í menntun íslenskra kennara. Menntavísindasvið Háskóla Ís- lands þakkar Jónasi Pálssyni óeigingjarnt framlag hans til menntamála og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Menntavísindasviðs HÍ, Jóhanna Einarsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 ✝ Steinunn LiljaSteinarsdóttir fæddist á Ísafirði 23. júní 1940. Hún lést á heimili sínu 29. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steinar Steinsson, skipasmíðameistari á Ísafirði, f. 4. októ- ber 1905, d. 22. ágúst 1967 og Katr- ín Elísabet Halldórsdóttir, hús- móðir, f. 10. desember 1900, d. 11. október 1986. Systkini Stein- unnar Lilju eru María Jóhanna Vilhelmsdóttir, sammæðra, f. 26. júní 1926, d. 10. nóvember 2001, Ólöf, f. 5. júní 1932, Helga, f. 20. maí 1934 og Halldór Trausti, f. 9. mars 1936, d. 1. desember 1979. Steinunn giftist 29. apríl 1961 22. júlí 1989, 3) Berglind Lauf- ey, f. 29. desember 1973, gift Matthíasi Geir Pálssyni, f. 31. maí 1966, þeirra dætur eru Matthea Katrín, f. 9. janúar 2010 og María Rún, f. 13. júlí 2012. Steinunn ólst upp í foreldra- húsum á Ísafirði og gekk þar í skóla og lauk landsprófi. Að námi loknu fór hún að vinna við verslun, fyrst í Hannyrðabúð- inni á Ísafirði og eftir að hún fluttist til Reykjavíkur vann hún í verslunum Kron. Eftir að börn- in komu í heiminn helgaði hún þeim og uppeldi þeirra allan sinn tíma og ástúð, bjó þeim öruggt heimili, og var alltaf til staðar. Er börnin uxu úr grasi fór hún aftur út á vinnumark- aðinn og vann í nokkur ár hluta- starf hjá Hótel Íslandi og þegar félagsmiðstöð aldraðra að Hraunbæ 105 tók til starfa hóf hún störf þar í eldhúsi og starf- aði þar til ársins 2007 þegar hún fór á eftirlaun. Útför Steinunnar Lilju fór fram í kyrrþey frá Fossvogs- kirkju þann 5. september 2014. Inga Walter Sig- urvinssyni, f. 14. apríl 1940. Fóstur- foreldrar hans voru Þorsteinn Frið- riksson, f. 6. júlí 1906, d. 30. október 2004, og Guðrún Laufey Árnadóttir, f. 13. mars 1909, d. 25. júní 1952. Börn Steinunnar og Inga eru 1) Elv- ar Jóhann, f. 22. nóvember 1961, kvæntur Helgu Hjaltested, f. 19. nóvember 1962, börn þeirra eru Gunnar Ingi, f. 10. maí 1988, Anna Lilja, f. 1. október 1990, og Linda Katrín, f. 11. júlí 1996, 2) Sigrún, f. 29. júlí 1965, gift Skúla Bjarnasyni, f. 26. janúar 1964, sonur þeirra er Daði Snær, f. 29. júní 1988, kvæntur Guðbjörgu Rist Jónsdóttur, f. Hjartkær systir mín, Steinunn Lilja, er farin eftir þriggja ára baráttu við illvígan sjúkdóm, sem hún háði af æðruleysi og krafti og studd af Inga, sínum ástkæra og trausta eiginmanni, sem stóð þétt við hlið hennar, ásamt börnum þeirra, þar til yfir lauk. Steinunn fæddist í júní 1940 í húsinu, sem afi Steinn Sigurðs- son byggði á sínum tíma á Ísa- firði ásamt börnum sínum og þau nefndu Þórshamar. Þegar hann afi okkar lést í desember sama ár var Steinunn skírð – í stofunni heima, yfir kistu afa síns og fékk nafnið hans. Ég var sex ára og man þessa stund í stofunni. Ætt- ingjar glöddust og syrgðu í senn. Og skírnarsálmurinn ómaði við undirleik mömmu. Steinunn var yngst okkar systkina og varð eftirlæti og augasteinn okkar allra sem að henni stóðum, enda strax yndis- legt og fallegt barn. Bernskuárin liðu við margs konar leiki barna, úti sem inni. Allt var ævintýri og lærdómur og frelsi til að kanna umhverfið, hvort sem var uppi í hlíð eða niður við spegilsléttan pollinn. Skátastarfið var öflugt á Ísafirði og varð Steinunn skáti ásamt okkur Dúdda bróður. Já, það var skemmtilegt að alast upp á Ísafirði. Söngur og tónlist settu nokk- urn svip á heimilið á Þórshamri. Pabbi spilaði á fiðlu og mamma lék á orgelið sitt og æfðu þau oft saman falleg lög. Oft settist mamma við orgelið þegar tími gafst til og lék sín fallegu lög og söng með. Við lærðum þau fljótt og tókum svo lagið með henni. Það voru hugljúfar stundir – sem við öll geymum í minningunni. Steinunn og Ingi kynntust í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði og luku þar prófi. Steinunn hóf þá störf í Hannyrðaverslun Sigrún- ar Magnúsdóttur og Ingi fór á sjóinn. Þau settust síðar að í Reykjavík. Á Reykjavíkurárunum vorum við hjónin ásamt Birki syni okkar í sambýli með Steinunni og Inga – í Vesturbænum við Sörlaskjól, áður en við fluttum vestur í Dali. Þetta voru ánægjulegir tímar og gleðiríkir, fullir af bjartsýni æsk- unnar. Mikil tilhlökkun ríkti fyrir vestan og gleði þegar von var á Steinunni og Inga og börnunum í heimsókn í sveitina. Þá var brugðið á leik og alltaf glatt á hjalla. Steinunn var einstök, hjartahlý og umvafði okkur af elskusemi, enda var hún okkur kær. Fyrr á árum þegar við hjónin og börnin komum til Reykjavíkur var farið beint til Steinunnar og Inga; þar var opið hús fyrir okkur og hlýjan og gestrisnin mikil og systragleðin ómæld þegar við sáumst. Hjartarýmið alltaf til staðar. Heimili Steinunnar og Inga var ætíð opið ættingjum og vin- um, þar sem rætt var um málefni líðandi stundar og sögur sagðar frá liðinni tíð; yfir fallegu kaffi- borði sem yljaði og gladdi sálina. Öll þau ár sem við bjuggum fyrir vestan vorum við Steinunn í stöðugu bréfasambandi, eða frá 1960 til 2005, er við fluttum til Reykjavíkur. Síminn hefur síðan verið óspart notaður á milli þess að hittast. Ég kveð með söknuði kæra systur. Innilegar samúðarkveðjur til Inga og barnanna þeirra Elvars, Sigrúnar og Berglindar og fjöl- skyldna. Megi Guð blessa þau öll og leiða um ókomin ár. Helga systir. Með söknuði og sorg í hjarta kveð ég tengdamóður mína Steinunni Lilju. Allt tekur enda og nú er baráttunni við illvígan sjúkdóm lokið. Þegar við kynntumst fyrir rúmum þrjátíu árum sá ég fljótt að þarna var mikil öndvegiskona á ferð. Ég fann strax að ég var velkomin í þessa fjölskyldu og alla tíð hef ég fundið fyrir hlýju og væntumþykju frá tengdamóð- ur minni. Steinunn var bæði greind og falleg kona með sterka réttlæt- iskennd og ekki annað hægt en að bera mikla virðingu fyrir henni. Hún las mikið og hafði sterkar skoðanir á flestum hlutum og var dugleg að miðla upplýsingum til annarra og ekki síst til barna- barna sinna. Hún var einstök amma, sýndi barnabörnum sín- um ávallt mikinn áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, alltaf tilbúin að hlusta á þau, sama á hvaða aldursskeiði þau voru. Það ríkti mikill kærleikur á milli þeirra. Í fjölskylduboðum sást hún oft ekki í lengri tíma inni í stofu með fullorðna fólkinu en þá var hún inni í einhverju barna- herberginu að spjalla við krakk- ana. Steinunn var sérstaklega um- hyggjusöm gagnvart fólkinu sínu og dugleg að hrósa öðrum en allt- af jafn hógvær gagnvart sjálfri sér. Í þessi þrjú ár sem hún barð- ist við þennan illvíga sjúkdóm sem krabbamein er þá man ég aldrei eftir að hafa heyrt hana kvarta. Hún vildi sem minnst um þetta tala og bað okkur frekar að tala um eitthvað skemmtilegt. Minningarnar hrannast upp og þar er af miklu að taka. Öll fjölskylduboðin, bæði stór og smá, allar góðu samverustund- irnar í sumarbústaðnum hjá þeim Inga, ferðalög bæði hér heima og erlendis með þeim. En ekki síst hinn venjulegi hversdagur þegar maður kom við hjá henni bara til að spjalla og öll skiptin sem hún og Ingi komu færandi hendi í vinnuna til okkar með nýbakaðar lummur eða eitthvað álíka. Nú er hinsta stundin runnin upp og kveð ég mína kæru tengdamóður með þakklæti og eftirsjá. Megi hún hvíla í friði, blessuð sé minning hennar. Helga Hjaltested. Mig langar að minnast elsku- legrar móðursystur minnar, hennar Steinunnar. Hún Steinunn var sönn fyrir- mynd, manneskja sem lét aldrei bilbug á sér finna og barðist við erfið veikindi með jákvæðni og húmor að vopni. Samverustund- irnar síðustu árin voru kærkomn- ar þó að þær væru allt of fáar. Ég er þakklát fyrir að hafa getað heimsótt hana á afmælisdaginn hennar í sumar. Þó að heilsunni hefði hrakað fylgdi hún mér fram að dyrum er ég kvaddi og tók ekki í mál að ég færi heim án þess að þiggja veit- ingar. Því þannig var Steinunn, frá henni fór enginn þurfandi, hvorki á sál né líkama. Ilmurinn af nýbökuðum rúsínubollum í Hraunbænum er mér minnis- stæður, tengdur gleði og fjörug- um umræðum við eldhúsborðið, þegar við fjölskyldan komum í heimsókn úr sveitinni. Aldrei ef- aðist barnið, unglingurinn og seinna fullorðna konan ég um einlægan áhuga Steinunnar á lífi mínu og störfum. Hún hlustaði, hugsaði og ráðlagði, en dæmdi aldrei. Hún Steinunn sagði nefni- lega aldrei styggðaryrði um nokkurn mann og hallmælti eng- um. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla og sinnti fólkinu sínu af al- úð. Hvergi var betra fyrir litla stúlku að vera í pössun en hjá Steinunni frænku. Hún gætti þess sem henni var trúað fyrir af kostgæfni og hafði einstakt lag á börnum. Ég man ennþá skýrt eft- ir því þegar ég heyrði hana í fyrsta sinn brýna raustina við okkur krakkana sem vorum með háreysti í leik. Það var fáheyrt, því að Steinunni var sjaldan kom- ið úr jafnvægi. Ég sakna þess að heyra ekki framar hlýju röddina hennar Steinu frænku, finna þétt og notalegt faðmlagið og hlýjar hendur strjúka mínar. Hún vildi alltaf að mér væri hlýtt, bæði á líkama og sál. Eins mikið og ég sakna hennar gleðst ég sannarlega yfir því að eiga í hjartanu allar góðu minn- ingarnar um hana. Ef fleiri væru eins og Steinunn væri heimurinn betri staður. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til ykkar, elsku Ingi, Elvar, Sigrún, Berglind og fjöl- skyldur. Hvíl í friði, elsku Steinunn. Þín frænka, Sólrún Helga Ingibergsdóttir. Steinunn Lilja Steinarsdóttir Legsteinar sem standast íslenska veðráttu. Granítsteinar, gegnheil gæði. 30% afsláttur Helluhrauni 2, Hafnarfirði ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR frá Neðri-Lækjardal, síðast til heimilis að Húnabraut 40, andaðist miðvikudaginn 3. september á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför hennar fer fram laugardaginn 13. september kl. 14.00 frá Blönduóskirkju. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Jakob Þór Guðmundsson, Sigurbjörg Auður Hauksdóttir, Ellert Karl Guðmundsson, Birna Sólveig Lúkasdóttir Óskar Páll Axelsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, stjúpi og afi, ÓSKAR KARL ELÍASSON, lést í faðmi fjölskyldunnar að kvöldi mánudagsins 8. september. Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 15. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Anna Karlsdóttir, Viktoría Guðmundsdóttir, Heiðar Svanur Óskarsson, Sara Reykdal, Alda Björk Óskarsdóttir, Örvar Snær Óskarsson, Ellen Karólínudóttir, Tómas Arnar Emilsson, Bára Rós Ingimarsdóttir, Elísabet Sara Emilsdóttir, Jón Karlsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.