Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Þar sem margir af viðskiptavinum mínum ákveða að kaupa eignir í Osceola-sýslu hérna í Mið-Flórída taldi ég mig þurfa að vita eitt- hvað meira um sýsluna. Í sýslunni eru meðal annars bæirnir Kissim- mee og St. Cloud. Ég ákvað að leita aðstoðar hjá Google og sjá hvað hann gæti gert til þess að fræða mig um sýsluna, þá datt ég ofan á fram- tíðarsýn og stefnumótandi áætlun fyrir sýsluna. Ég verð að segja að lestur þessarar áætlunar vakti áhuga hjá mér og mér datt í hug að kannski hefðu einhverjir á Íslandi áhuga á því hvernig þeir vinna í Osceola-sýslu í Mið-Flórída. Til fróðleiks má nefna að Árnessýsla er rúmlega tvöfalt stærri en Osceola-sýsla en í Osceola- sýslu búa um 270.000 manns. Til þess að bæta sýsluna og gera hana eftirsóknarverðari sjá stjórn- endur fyrir sér átta aðalatriði sem vert er að vinna að. Það er að styrkja efnahag sýslunnar, gera hana að vin- sælasta áfangastað fyrir fjölskyldur í leyfi í heiminum, viðhalda og bæta hina fallegu náttúru í sýslunni, taka tillit til mismunandi samfélagshópa og hefða þeirra, auðvelda tengingar við helstu áhugaverða staði, bæta íbúðarhverfin og gera þau auðveldari fyrir gangandi og hjólandi umferð, byggja upp stofnbrautir með bland- aðri byggð ásamt atvinnu og veit- ingastöðum nálægt og svo síðast en ekki síst halda upp á söguna, siði og hefðir. Þeir stefna að því að vera búnir að ná þessum markmiðum árið 2026 og það áhugaverða við þetta er að það er sama hvar í flokki menn eru, þeir eru sammála um þessi markmið. Til að styrkja hagkerfið í sýslunni ætla þeir að auðvelda framleiðslufyr- irtækjum og rannsóknarfyr- irtækjum að setjast að í sýslunni. Byggja upp æfingaraðstöðu og keppnisaðstöðu til þess að lokka bæði áhugaíþróttamenn og atvinnu- íþróttarmenn til þess að koma í sýsluna. Hvetja þjónustuaðila til að setjast að í sýsl- unni ásamt því að koma fyrir alþjóðlegri þróun- armiðstöð fyrir ferða- mannaiðnaðinn. Skapa aðstöðu fyrir aukna verslun og aðstoða við nýsköpun smáfyr- irtækja. Það er einkum fróð- legt að sjá hvernig þeir ætla að vera númer eitt sem viðkomustaður fyrir fjölskyldur í fríi. Þessu markmiði ætla þeir að ná með því að gera sýsluna aðlaðandi og halda henni hreinni. Svo vonast þeir eftir því að fjölskyldur taki þátt í íþróttaviðburðum, bæði einstaklinga og liða í sýslunni. Sýslan leggur mikla áherslu á að hótelum sé vel við haldið og þar sé tekið tillit til fjöl- skyldna. Einnig taka þeir þátt í markaðsátökum sem auglýsa „Os- ceola-sýslu“ og styrkja hana sem vörumerki. Þeir vilja ná til fjöl- skyldna um allan heim, tryggja að þeim líði vel og finnist þær vera öruggar. Síðast en ekki síst reyna þeir að tryggja að allir geti notið Flórída. Osceola-sýsla leggur mikla áherslu á verndun náttúrunnar og að fólk geti notið hennar. Þessu mark- miði ætla þeir að ná með því að leggja kerfi slóða og vatnaleiða um sýsluna ásamt því að hlúa að dýralífi og stjórna fiskveiðum. Einnig ætla þeir að byggja upp almenningsgarða með tengingu við náttúruna, þar sem fólk getur komið og notið þess að vera saman og njóta útiverunnar. Þar sem vatnaleiðir til Everglades fara í gegnum sýsluna vilja þeir einn- ig sýna gestum hvernig haldið er á stjórnun vatnsflæðis þangað. Þar sem ég verð að stytta greinina ætla ég að hlaupa hratt yfir næstu fjóra kafla en þeir fjalla um: Að bæta aðstöðu í skólum, hverfum, auka flæði umferðar, bæta verslunar- aðstöðu, halda upp á fjölbreytilegan bakgrunn íbúa og bæta aðstöðu fyr- irtækja. Sýslan leggur mikla áherslu á að kynna öllum sögu sína, samfélagið í heild og hina mörgu menningar- heima sem eru í sýslunni. Þessu markmiði vilja þeir ná með því að koma á samgöngumiðstöð sem teng- ir sama landbúnaðarferðir, söguferð- ir og vatnaferðir. Markmiðið er einn- ig að vernda sögufrægar byggingar ásamt því að virkja félög í sýslunni til aðstoðar við halda viðburði sem minna á söguna, er það von þeirra að þeir nái góðri þátttöku heimamanna og ferðamanna í þessum viðburðum. Til þess að kynna þessi markmið og ná þátttöku ætla þeir að útbúa sögu- kort með upplýsingum til ferða- manna sem verða aðgengileg á upp- lýsingamiðstöðvum ferðamanna og á ferðamannastöðum. Að lokum leggja þeir áherslu á að íbúar sýslunnar geti með stolti sagt við alla sem hyggjast ferðast til eða eru að ferðast um sýsluna „Ég er lifandi í Osceola-sýslu“. Þessi markmið sýslunnar eru göf- ug og er ég nokkuð viss um að þeir ná þeim og að sýslan verður stór- kostlegri viðkomustaður fyrir fjöl- skyldur árið 2026 heldur en hún er í dag. Síðan velti ég því fyrir mér hvað er verið að gera á Íslandi? Þegar ég fylgist með fréttum frá Íslandi þá eru þær um utanvegaakstur, út- afkeyrslur, björgunaraðgerðir og yf- irfulla ferðamannastaði. Það mætti halda að markmiðið væri að ferða- menn sem koma til Íslandi geti sagt „Ég lifði af Íslandsferðina“. Af hverju geta menn ekki komið sér saman, gert áætlun um skipulag og framtíðarsýn og unnið síðan eftir henni? Metnaðarfull framtíðarsýn Eftir Pétur Má Sigurðsson » Greinin er um fram- tíðarsýn stjórnenda Osceola-sýslu í Flórída og hvernig þeir ætla að gera sýsluna að vinsæl- asta ferðamannastað fjölskyldna í heimi. Pétur Már Sigurðsson Höfundur er fasteignamiðlari í Mið-Flórída og eigandi The Viking Team, Realty. Íslensk heimasiða www.Floridahus.is Undanfarna mánuði hefur málefni Jökuls- árlóns á Breiðamerk- ursandi nokkrum sinn- um borið á góma í fjölmiðlum. Aðstaðan við Lónið þykir orðin fornfáleg og ófullnægj- andi enda barn síns tíma. Er talið nauðsyn- legt að byggja þar upp og hefur bæjarstjórn Hornafjarðar sýnt því áhuga. Ég er einn af landeigendum við Lónið og meðstjórnandi í Sameig- endafélagi Fells. Fell er jörð sem liggur að Lóninu austanmegin. Mannvirki við Lónið standa á landi Fells. Fyrir nokkrum misserum ráðg- aðist stjórn Sameigendafélags Fells við Sveitarfélagið Hornafjörð um að útbúa aðalskipulag fyrir svæðið. Lét Sveitarfélagið Hornafjörður þá gera ágætt aðalskipulag. Er nú beðið eftir að framkvæmdir hefjist í anda þess. Það er Sameigendafélagi Fells mikill akkur að eiga samstarf við Sveitarfélagið Hornafjörð um upp- byggingu við Lónið. Sameigenda- félagið hefur gert samning við verk- taka um framkvæmdir samkvæmt hinu nýja aðalskipulagi. Nái þær fram að ganga vinnst eitt og annað: Landeigendur, Hornafjörður og verktaki fá nokkrar krónur í vasann sem þykir ávallt skemmtilegt. Ferða- langar innlendir og er- lendir munu fá miklu glæsilegri aðstöðu við Lónið en nú er. Af og til er rætt um deilur landeigenda í milli. Þeir hnökrar hygg ég séu ekki meiri en svo að leysa megi við samn- ingaborð. Ég hef líkt þeim við deilu feðga hvort prenta eigi út enskuritgerð fyrir eða eftir kvöldmat. Á sínum tíma var rætt um að hafa hótel á aðalskipulagi. Frá því var fall- ið. Miðað við gistivæðingu landsins myndi ég ekki þora að veðja gegn því að sú umræða verði einhvern tíma tekin upp aftur. Hvað sem því líður hlakka ég til að sjá framkvæmdir hefjast eftir téðu aðalskipulagi. Ýmsir stjórnar- meðlimir Sameigendafélags Fells ól- ust upp á Hornafirði og eru öllum hnútum kunnugir. Aðrir voru þar tíð- ir gestir í æsku. Þetta á að geta geng- ið mjög vel. Ég óska landeigendum Fells og Sveitarfélaginu Hornafirði velfarnaðar í þessu máli. Uppbygging við Jökulsárlón Eftir Stefán Steinsson Stefán Steinsson »… hlakka ég til að sjá framkvæmdir hefjast eftir téðu að- alskipulagi. Höfundur er læknir á Akureyri. Tapashouse - Ægisgarður 2 - Sólfellshúsið - 101 Reykjavik +354 512 81 81 - info@tapashouse.is - www.tapashouse.is Velkomin á Tapashúsið Tapas er svo miklu meira en bara matur. Tapas er upplifun. Kíktu til okkar niður á höfn og njóttu þess að borða góðan mat! Flottur hádegismatseðill Spennandi kvöldmatseðill Hjá okkur er opið í hádeginu og langt fram á kvöld Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Allt fyrir kæli- & frystiklefa HurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla og þekking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.