Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Traust og góð þjónusta Í 18 ÁR
Umgjarðir
í miklu úrvali
Er ekki
kominn t
ími á
sjónmæl
ingu
Eigum 18 ára afmæli
FRÁBÆR TILBOÐ Í GANGI!
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200
OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Aðhalds-
undirfatnaður
í úrvali
Laugavegi 54, sími 552 5201
Finnið okkur á facebook
Nýjir kjólar og mussur
30% afsláttur
Mussur
áður 16.990 kr.
nú 11.890 kr. Kjólar
áður 14.990 kr.
nú 9.990 kr.
Höfum opnað á nýjum
stað í glæsilegu húsnæði
að Síðumúla 34
Síðumúli 34 - 108 Reykjavík
s: 551-4884 - stillfashion.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
www.laxdal.is
GLÆSILEGAR
HAUSTYFIRHAFNIR
NÝT
T
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
Vertu
vinur
á
Þingmenn Vinstri grænna auk Birg-
ittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata,
kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðild Íslands að Atlants-
hafsbandalaginu í nýrri þingsálykt-
unartillögu. Ögmundur Jónasson er
fyrsti flutningsmaður hennar en til-
lagan var upphaflega lögð fram árið
2011 af Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.
Í tillögunni kemur fram að þjóðin
hafi ekki fengið
að kjósa um aðild
Íslands að NATO
á sínum tíma. Þar
að auki segir í til-
lögunni að eðli
bandalagsins hafi
breyst mikið frá
stofnun þess
enda hafi for-
usturíkin leitt það
að hernaðar-
átökum fjarri upprunalegu áhrifa-
svæði og út fyrir hefðbundið og yf-
irlýst hlutverk þess. Lagt er til að
atkvæðagreiðslan fari fram eigi síð-
ar en um mitt ár 2015.
„Í ljósi þessarar sögu og breytts
eðlis bandalagsins er nú fullt tilefni
til að gefa þjóðinni nýtt tækifæri til
að segja hug sinn um þróun banda-
lagsins og áframhaldandi þátttöku
Íslands innan þess, sér í lagi þegar
haft er í huga að nú stendur yfir
vinna við mótun þjóðarörygg-
isstefnu Íslands þar sem afstaðan til
Norður-Atlantshafsbandalagsins er
lykilatriði,“ segir í tillögunni.
VG og þingmaður Pírata vilja
þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO
Segja eðli banda-
lagsins breytt
Ögmundur
Jónasson
„Hugmyndin er sú að auðvelda að-
gang að hestamennskunni og leyfa
börnum og unglingum að kynnast
hestinum,“ segir Linda Björk Gunn-
laugsdóttir, formaður hestamanna-
félagsins Spretts, sem er með að-
stöðu á Kjóavöllum í Garðabæ og í
Kópavogi.
Í haust býður félagið upp á reið-
námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til
13 ára í átta vikur þar sem allur bún-
aður er innifalinn, þ.m.t. aðgangur að
hesti, reiðtygjum og nauðsynlegum
búnaði.
Yfir sumartímann eru fjölmörg
reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
með þessu fyrirkomulagi, þar sem
einstaklingur fær hest og búnað til
umráða. Hins vegar hafa ekki verið
mörg tækifæri fyrir börn til að
stunda hestamennsku yfir vetrartím-
ann með þessu fyrirkomulagi. Skil-
yrði fyrir þátttöku á reiðnámskeiði er
oftast að hafa hest til umráða. Það er
þó að færast í vöxt að boðið sé upp á
slík námskeið jafnt hjá hestamanna-
félögum sem og einkareknum reið-
skólum.
Þóra Þrastardóttir, eigandi reið-
skólans Faxabóls í Víðidal, hefur ver-
ið með starfræktan í fjögur ár svo-
kallaðan knapaklúbb fyrir 12 ára og
eldri, frá 1. febrúar til 1. maí. Hann
er hugsaður til að koma til móts við
þann hóp barna og unglinga sem
langar að stunda hestamennsku eins
og hinn almenni reiðmaður yfir vetr-
artímann en hefur ekki hest til um-
ráða.
Eignast hest eftir námskeið
Um sex komast að ár hvert. „Það
er mikilvægt að byggja upp persónu-
leg tengsl við börnin. Ef þau eru of
mörg þá lítur út fyrir að þau séu á
reiðnámskeiði sem þau eru ekki held-
ur sjá þau alfarið um hestinn sjálf og
ríða sjálf út. Við erum til aðstoðar
fyrir þau ef þau þarfnast þess,“ segir
Þóra. Hún segir mýmörg dæmi um
að margir hafi eignast hest í kjölfar-
ið. „Þetta er dýrt sport og þá er gott
að ganga úr skugga um hvort nægi-
legur áhugi sé fyrir hendi. Það þýðir
ekki að sleppa því að sinna hestinum
af því að veðrið er vont,“ segir Þóra.
„Það er greinileg þörf fyrir þessi
námskeið sem gefa fleirum tækifæri
til að kynnast hestinum,“ segir Hilda
Karen Garðarsdóttir, verkefnastjóri
hjá Landssambandi hestamanna-
félaga. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hestar Margir vilja komast á reið-
námskeið en eiga ekki hest.
Auðvelda
hesta-
mennsku
Þurfa ekki að eiga
hest fyrir námskeið