Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Karls J. Sighvatssonar, organista og tónskálds, verður minnst á Karls- vöku, stórtónleikum í Eldborg í Hörpu á morgun kl. 21. Á þeim koma fram margir af þekktustu tón- listarmönnum landsins: Mugison, Megas, Ólafur Arnalds, Gunnar Þórðarson, Davíð Þór Jónsson og hljómsveitirnar Apparat Organ Quartet, Flo- wers, Mannakorn og Hjaltalín. Karl lést á Borgarspítal- anum 2. júní árið 1991, fertugur að aldri, af völdum áverka sem hann hlaut í bílveltu á Suðurlandsvegi við Hveradali. Hann var brautryðjandi í notkun Hammond-orgels í íslenskri tónlist og lék á Hammond og fleiri hljómborð með fjölda íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna á ferli sínum, m.a. Trúbroti, Flowers, Mannakornum, Þursaflokknum, Tónum og Dátum og samdi tónlist fyrir hljómplötur, leikrit og kvik- myndir. Fyrstu minningartónleika- rnir um Karl voru haldnir í Þjóðleik- húsinu mánuði eftir að hann lést og voru þeir teknir upp og gefnir út á plötu. Á þeim léku margar af vinsæl- ustu hljómsveitum þess tíma sem og hljómsveitir og tónlistarmenn sem starfað höfðu með Karli. Hefur þeirri hefð verið haldið við í áranna rás. „Hammond-orgía“ Lög Karls og lengri verk verða flutt á tónleikunum annað kvöld auk annarra, m.a. „Blómið“ og „At- ómstöðin“ og nokkrir af fremstu organistum landsins munu snúa bökum saman og leika á Hammond- orgel í dagskrárlið sem nefndur er „Hammond-orgía“ í fréttatilkynn- ingu. Ágóði af miðasölu á tónleikana mun renna í Minningarsjóð Karls J. Sighvatssonar sem hefur allt frá árinu 1991 veitt ungum tónlist- armönnum styrki til framhalds- náms, orgelkaupa, nótna- og plötu- útgáfu o.fl. Tilkynnt verður um styrkþega ársins að loknum tón- leikum en fjöldi þeirra frá upphafi styrkveitinga er nú orðinn á fjórða tug, að sögn Sigurjóns Sighvats- sonar, bróður Karls, sem kemur að skipulagi tónleikanna og átti frum- kvæðið að stofnun sjóðsins. Sigurjón segir Karlsvökuna í ár verða þá langumfangsmestu til þessa. Myndir frá ferli Karls og myndefni úr safni sjónvarps, tekið saman af Agli Eðvarðssyni, verði sýnt samhliða flutningi á tónlist Karls. Þá verði það nýjung á tónleik- unum í ár að löng tónverk eftir Karl verða flutt, m.a. „Hallgrímur kvað?“ í nýrri útsetningu Viktors Orra Árnasonar úr Hjaltalín fyrir stærri kammersveit og rafmagnaða hryn- sveit. Á fyrri Karlsvökum hafa að- eins verið leikin lög og styttri verk eftir Karl. „Við flytjum hin verkin í allt öðruvísi útsetningum en þessum hefðbundnu þannig að það er annað form á þessu, enda er þetta í Eld- borg í Hörpu. Það var ákveðið að leggja meira í þetta,“ segir Sigurjón og bendir á að minningartónleika- rnir hafi verið haldnir í miklu minni sölum í gegnum árin, m.a. í Gamla bíói. Gat talað við alla um allt „Hann var mjög lifandi og afar skemmtilegur og þess vegna átti hann svona marga vini og kunn- ingja,“ segir Sigurjón, spurður að því hvernig maður Karl bróðir hans hafi verið. „Oft eru listamenn frekar mikið inni í sér en hann var hið gagnstæða, hafði þennan hæfileika að geta talað við alla um allt. Strax í æsku var hann þessi opni persónu- leiki og hafði áhuga á öllu. Seinna var það nú meira tónlistin en svo hafði hann mikinn áhuga á mataræði og fleiru, hann var t.d. með fyrstu mönnum sem þorðu að stunda jóga,“ segir Sigurjón. Karli hafi verið annt um eigin heilsu. Miðasala á Karlsvöku fer fram á midi.is og harpa.is. Umfangsmesta Karlsvakan til þessa  Tónleikar til minningar um Karl J. Sighvatsson fara fram í Eldborg í Hörpu á morgun  Opinn persónuleiki sem hafði áhuga á öllu, segir Sigurjón Sighvatsson um bróður sinn sem lést árið 1991 Hinsta kveðja Karl lék við messu í Þorlákskirkju daginn sem hann lést og var þessi ljósmynd tekin af honum fyrir utan kirkjuna að lokinni messu með kirkjugesti, Guðbjörgu Magnúsdóttur Thorarensen. Guðbjörg varð nýlega 91 árs og bjó í um hálfa öld í Þorlákshöfn. Þau Karl voru góðir vinir. Sigurjón Sighvatsson Víkingur Heiðar Ólafsson leikur ein- leik í fyrsta píanókonsert Ludwigs van Beethoven á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Pietari Inkinen. „Fyrsti píanókonsert Beethovens er fullur af glettnislegu fjöri, mel- ódískri heiðríkju og ungæðislegum krafti,“ segir m.a. í tilkynningu frá hljómsveitinni, en þar bent á að Vík- ingur Heiðar sé á líku reki og Beethoven var þegar hann frum- flutti konsertinn í Vínarborg árið 1801. Í byrjun þessa árs vakti flutn- ingur Víkings Heiðars á fyrsta pí- anókonsert J. Brahms í Eldborg verðskuldaða athygli. „Víkingur Heiðar er leiðandi afl í íslensku tón- listarlífi og hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir persónulega og fágaða túlkun á fjölbreyttum viðfangs- efnum,“ segir í tilkynningu. Á efnisskrá kvöldsins er einnig Largo mistico eftir Pál Pampichler Pálsson frá árinu 2012 og 6. sinfónía Sergejs Prokofíev, sem er stórbrotið tregaljóð til minningar um hörm- ungar síðari heimsstyrjaldarinnar. Finnski hljómsveitarstjórinn Pietari Inkinen stendur í sjötta sinn á stjórnendapalli Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld. Morgunblaðið/Ómar Fágaður Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir persónulega og fágaða túlkun á fjölbreyttum viðfangsefnum. Víkingur Heiðar leikur einleik í Eldborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.