Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
15% KYNNINGARAFS
LÁTTUR ÞESSA VIK
U!
VER
SLAÐU Á NETINUI
WWW.GAP.ISNETTILBOÐ Á HVERJUM DEGI!
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
147.815,-
2015
ÁRGERÐ
173.900,-
Gríðarlega öflugt hjól og hraðskreitt með diskabremsum.
Millibreið dekk flott fyrir mölina (Heiðmörk) og frábært á malbikið
og setja má bretti og nagladekk á þetta hjól
EIN ÓVÆNTASTA
SPENNUMYND
ÁRSINS
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
10
JENNIFER ANISTON
ISLA FISHER
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
ÍSL.
TAL
L
12
12
12PARÍS NORÐURSINS Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10
LIFE OF CRIME Sýnd kl. 8
TMN TURTLES 3D Sýnd kl. 5:30
LET´S BE COP´S Sýnd kl. 10:10
LUCY Sýnd kl. 8
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Alþjóðlega galleríkeðjan Opera hef-
ur tekið málverk eftir Einar Há-
konarson listmálara í umboðssölu.
Nokkur verk fóru utan fyrir
skemmstu og eru þau nú í Opera-
galleríinu á New Bond Street í
Lundúnum.
„Þetta er gríðarlegur heiður og
tækifæri fyrir föður minn og mikil
viðurkenning fyrir hann sem lista-
mann en Opera er ein stærsta gall-
eríkeðja í heiminum,“ segir Hjálmar
Einarsson, umboðsmaður Einars og
sonur. „Við vitum auðvitað ekki
ennþá hvaða þýðingu þetta kemur
til með að hafa til lengri tíma litið en
þær dyr sem nú hafa opnast fela
sannarlega í sér mikla möguleika,“
bætir hann við.
Hjálmar kom í galleríið í Lund-
únum á dögunum og þótti ekki ama-
legt að sjá verk föður síns hanga
innan um verk meistara á borð við
Van Gogh og Miró en Opera leggur
jöfnum höndum áherslu á gamla
meistara og núlifandi listamenn.
„Þeir leggja mikinn metnað í að
uppgötva málara sem ekki eru
þekktir á alþjóðavettvangi,“ segir
Hjálmar.
Forsætisráðherra leit inn
Fleiri Íslendingar hafa heimsótt
Opera-galleríið í Lundúnum síðustu
daga en Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra leit þar
inn á leið sinni heim af Nato-
fundinum í Wales um liðna helgi.
Hitti þar galleristann, Jean-David
Malat, að máli og skoðaði verk Ein-
ars.
Einar er annar íslenski listmál-
arinn sem Opera tekur upp á sína
arma en Óli G. Jóhannsson heitinn
hélt fjölda sýninga á vegum gallerís-
ins á sínum tíma og hefur það ennþá
umboð fyrir verk hans.
Einar Hákonarson er enginn ný-
græðingur í myndlist en hann verð-
ur sjötugur í byrjun næsta árs. Af
því tilefni verður opnuð stór yfirlits-
sýning á verkum hans á Kjarvals-
stöðum í janúar og spannar hún
fimmtíu ára tímabil í listsköpun mál-
arans. Við sama tækifæri er áform-
að að gefa út bók um list Einars.
Skuggar Jean-David Malat gall-
eristi og Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra við verk
Einars, Skugga, í Opera-galleríinu í
Lundúnum.
Semur við
Opera-galleríið
Alþjóðleg galleríkeðja tekur verk
Einars Hákonarsonar upp á sína arma
Morgunblaðið/RAX
Listmálari Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar verður opnuð á
Kjarvalsstöðum í janúar í tilefni af því að hann verður sjötugur á næsta ári.
Silja Hinriks opnar í dag sýningu í
Grósku. „Ég hef tileinkað mér til-
raunakenndar aðferðir við gerð
málverkanna minna með því að
prenta líkama minn á strigann með
málingu eða notað hann til að fjar-
lægja málingu af striganum og þó að
verkið sé unnið með mínum eigin
líkama tel ég að útkoman geti oft
orðið fremur abstrakt. Líkams-
prentunin leikur mikilvægt hlutverk
í að kanna hver er raunveruleg birt-
ingarmynd kvenlíkamans í myndlist
en sýnir einnig mismunandi myndir
líkamans,“ segir Silja um verk sín.
Sýningin stendur til 14. september.
Abstrakt Silja Hinriks við eitt verkanna
sem hún sýnir í Grósku í Garðabæ.
Málar með öllum líkama sínum
Hálfur listamaður nefnist sýning Evu Ísleifs-
dóttur sem opnuð verður í sýningarsal SÍM í
Hafnarstræti 16 í dag milli kl. 17-19.
„Hugmyndirnar sem ég kalla fram í þess-
ari sýningu liggja í andstæðunum. Togstreitu
við að gangast undir ábyrgð listamannsins
gagnvart samfélagi sínu, útskýringar og
ástæður hans fyrir tilvist sinni og tilvist verka
sinna og öfgum hans í að reyna útskýra þær,“
segir Eva m.a. um sýningu sína.
Sýningin stendur til 23. september og er
opin alla virka daga kl. 10-16.
Sýn Eitt verka
Evu Ísleifsdóttur.
Hálfur listamaður
Frystiklefinn í Rifi sýnir Trúðleik eftir
Hallgrím H. Helgason í Tjarnarbíói
næstu þrjá sunnudaga í september kl.
14, sem og 12. október.
„Trúðleikur er sprellfjörugur og
hjartnæmur gamanleikur fyrir alla
fjölskylduna. Þeir Skúli og Spæli eru
trúðar sem hafa starfað saman langa-
lengi. Skúli er ævinlega bjartsýnn,
finnst yndislegt að sprella og getur
ekki ímyndað sér neinn annan starfa,
enda streyma hugmyndirnar og
skemmtileg dellan upp úr honum eins
og úr gosbrunni. Spæli er hins vegar
krumpuð og tortryggin týpa. Fljótlega
kemur babb í bátinn. Spæli kemst að
því að þeir félagar hafi greinilega enn
einu sinni lent á vitlausum áhorfendum
sem hlæi á kolröngum stöðum.“
Með hlutverk Skúla og Spæla fara
Benedikt Karl Gröndal og Kári Við-
arsson, en leikstjórn er í höndum Hall-
dórs Gylfasonar. Allar nánari upplýs-
ingar eru á tjarnarbio.is.
Fjör Benedikt Karl Gröndal og Kári Viðarsson fara með hlutverk trúðanna
Skúla og Spæla í Trúðleik eftir Hallgrím H. Helgason í Tjarnarbíói.
Hjartnæmur gamanleikur