Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 16
VESTFIRÐIR2014Á FERÐ UMÍSLAND
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
VI
TINN
2014
VITINN
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Framleiðslan okkar er enn á al-
gjöru tilraunastigi. Þetta er hrein
nýsköpun. En okkur gengur vel.
Varan selst vel og horfurnar eru
góðar.“ Þetta segir Garðar Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri Norður
& Co., sem fyrir ári síðan
hóf rekstur saltverk-
smiðju í nýbyggðu 540
fermetra húsi við
höfnina á Reykhólum.
Starfsemin hefur þeg-
ar skapað sjö störf,
fjögur á staðnum, tvö í
Reykjavík og eitt í Dan-
mörku. Ekki er ólíklegt
að þeim eigi eftir að fjölga
þegar fram líða stundir.
Hugmyndir um salt-
vinnslu úr sjónum við
Reykhóla eru ekki nýjar
af nálinni. Nefnd sem
Kristján 7. Danakon-
ungur skipaði árið 1770
til að gera tillögur um
bættan hag landsmanna,
stakk upp á því að hafin
yrði saltvinnsla á Reykhólum.
Framleiða gæðasalt
á Reykhólum
Endurvöktu hugmynd um atvinnusköpun frá 1770
Ljósmynd/Norður & Co.
Saltvinnsla Við eimingu í heitu vatni verður saltið eftir. Því er síðan pakkað í handhægar neytendaumbúðir.
Vill orkuvinnslu vestra
Landsnet hefur á síðustu misserum
fjárfest fyrir um þrjá milljarða króna í
svæðiskerfi raforku á Vestfjörðum. Í
síðustu viku var nýtt tengivirki Lands-
nets og Orkubús Vestfjarða tekið í
notkun og í nóvember verður vara-
aflsstöð í Bolungarvík tilbúin. Þá hef-
ur svonefnd Tálknafjarðarlína verið
styrkt. „Það er ljóst að orkuöryggi
fjórðungsins verður ekki viðunandi til
framtíðar nema ný orkuvinnsla komi
til sögunnar innan svæðisins,“ sagði
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn-
aðarráðherra við þetta tilefni. Hún
segir ennfremur að þótt flutnings-
kerfið vestra verði styrkt sé ljóst að
ný orkuvinnsla upp á 5-10 MW geti
skipt sköpum um rekstraröryggi.
„Slíkt getur orðið til þess að koma í
veg fyrir tíðar truflanir og straumleysi
í kjölfar útleysinga og bilana á Vest-
urlínu. Er það von mín að til nýrrar
orkuvinnslu komi sem fyrst.“
Minna framleitt en notað er
Stóru drættirnir í raforkumálum á
Vestfjörðum eru þeir að þar er fram-
leitt minna rafmagn en þar er notað.
Eina tenging svæðisins við byggðalín-
una er um svokallaða Vesturlínu. Af-
hendingaröryggi raforku er því ekki
nógu gott og hjá Landsneti hefur ver-
ið lagt kapp á að bæta úr því. Komið
hefur verið upp fjarvörnum á öllum
línum Landsnets á Vestfjörðum sem
dregur úr líkum á straumleysi og auð-
veldar bilanaleit. Tálknafjarðarlínan
hefur verið styrkt og bætt og þá sér,
sem fyrr segir fyrir endann á bygg-
ingu varaaflsstöðvarinnar í Bolung-
arvík sem er verkefni upp á um hálfan
annan milljarð. Þar verður hægt að
framleiða allt að 11 megavött (MW)
inn á svæðiskerfið með sex dísil-
vélum. Þá lauk byggingu nýja tengi-
virkisins á Ísafirði síðsumars. Það er
staðsett á iðnaðarsvæðinu á Skeið,
innan við Ísafjarðarkaupstað við hlið
kyndistöðvar Orkubús Vestfjarða.
Þörfin fyrir það var brýn. Gamla
tengivirkið þar var úr sér gengið
tæknilega, auk þess sem það er á
snjóflóðahættusvæði í Stórurð og er
þar í vegi fyrir nýjum ofanflóðavarn-
argarði.
Vestfirðir áherslumál
Sem áður segir má virða Vest-
fjarðapakka Landsnets á um þrjá
milljarða króna. Til þess að setja hlut-
ina í eitthvert samhengi þá voru
heildarfjárfestingar fyrirtækisins í
fyrra sjö milljarðar króna, að því er
fram kemur í tilkynningu. Má af því
ráða að Vestfirðir hafi verið áherslu-
mál hjá Landsneti. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Árni Þórður Jónsson
Opnun Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landnets, Ragnheiður Elín
Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján Haraldsson frá Orkubúi Vestfjarða.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Slæmar samgöngur á sunnan-
verðum Vestfjörðum hamla
framþróun þar og samstarfi á milli
sveitarfélaga á svæðinu. Torsótt
getur verið að sækja grunnþjón-
ustu og löngu tímabært að taka
samgöngumál á svæðinu föstum
tökum. Þetta segir Ólafur Sæ-
mundsson, formaður Patreksfirð-
ingafélagsins, sem ásamt Guð-
mundi Bjarnasyni, formanni
Arnfirðingafélagsins, sendi öllum
þingmönnum bréf fyrir skömmu
þar sem skorað var á þá að beita
sér fyrir vegabótum við Vest-
fjarðaveg nr 60, milli Bjarkalundar
og Melaness, þannig að hann liggi í
gegnum stuttan kafla í Teigsskógi í
Þorskafirði.
Þessi vegagerð hefur verið bit-
bein í mörg ár, hún er sögð raska
skóglendi, málið hefur verið á
borðum fjölmargra ráðherra og
endað fyrir Hæstarétti. Sveitar-
stjórnir á svæðinu hafa lagt
áherslu á að lagður verði láglend-
isvegur um svæðið. Í sumar sendi
Vegagerðin Skipulagsstofnun til-
lögu að matsáætlun, þar sem m.a.
kemur fram að vegurinn yrði lagð-
ur í gegnum 2,15 km kafla í gegn-
um skóginn, en fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir talsvert lengri
kafla í gegnum skóginn.
Að sögn Hreins Haraldssonar
vegamálastjóra hefur svar við til-
lögunni enn ekki borist frá Skipu-
lagsstofnun, en þess sé líklega að
vænta innan tíðar. Hreinn segir
samgöngubætur á sunnanverðum
Vestfjörðum afar mikilvægar og að
þessi tiltekni kafli sem hér um ræð-
ir sé eini hluti Vestfjarðavegar sem
eftir sé að hefja framkvæmdir við.
Áætlað sé að vegagerð í Kjálkafirði
og Kerlingarfirði ljúki á næsta ári,
en koma eigi umferð á veginn þar
núna í vetur, þó að slitlag verði
ekki komið þar á.
Sammála heimamönnum
„Þetta er sá kafli í vegakerfinu
sem er síðastur á dagskrá og satt
best að segja átti að vera búið að
klára þetta,“ segir Hreinn um Vest-
fjarðaveginn. Hann segir forgangs-
röðun vegaframkvæmda ráðast að
miklu leyti af umferð. „Þarna er til-
tölulega lítil umferð miðað við aðra
staði. Þegar lagt var upp með fram-
kvæmdir á þessu svæði var þetta
svo stór biti; þarna var gamall og
ónýtur vegur alla leið. Við höfum
tekið hann í áföngum, sem hver og
einn hefur verið mjög dýr. Við hjá
Vegagerðinni erum 100% sammála
heimamönnum um að þessar vega-
bætur hefði þurft að fara í miklu
fyrr.“
Segir göng dýran kost
„Málið hefur verið á byrjunar-
reit í 12 ár og ástæðan er að frið-
unarsjónarmið í Teigsskógi hafa
haldið málinu í gíslingu,“ segir
Ólafur. „Vegur um Teigsskóg upp-
fyllir öll skilyrði sem eru gerð um
umferðaröryggi, snjómokstur og
viðhald. Hann er á láglendi og
kostnaður við rekstur vegarins yrði
í lágmarki. Umhverfissinnar hafa
lagt til jarðgöng, sem kosta 3 millj-
örðum meira en að leggja þennan
veg. Fyrir þá peninga væri t.d.
hægt að tvöfalda nokkrar brýr eða
kaupa ný tæki á hjartadeild Land-
spítalans. Eru trjáplöntur, kræki-
berjalyng og þessir tveir sumarbú-
staðir í Teigsskógi virkilega 3.000
milljóna króna virði? Fyrir utan
það að vegurinn myndi taka óveru-
legan hluta af skóginum.“
Nýir þingmenn áhugasamir
Spurður um hvort viðbrögð
hafi borist við áðurnefndu bréfi
segir Ólafur nokkra þingmenn hafa
svarað, flestir séu þeir nýir á þingi
og þeir hafi sýnt málinu talsverðan
áhuga. „Ég held að flestir vilji að
umferðaröryggi í þessum lands-
Segir slæma vegi
hamla framförum
Brottfluttur Patreksfirðingur berst
fyrir betri samgöngum á Vestfjörðum
Ólafur
Sæmundsson
Vestfjarðavegur
Loftmyndir ehf.
Ný veglína umTeigsskóg samkvæmt
nýjustu tillögu Vegagerðarinnar.
Hreinn
Haraldsson