Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Skoðanakannanir benda til þess að
fylgi Svíþjóðardemókratanna (SD)
tvöfaldist í þingkosningunum, sem
fram fara á sunnudaginn kemur, og
er það einkum rakið til stefnu
flokksins í málefnum hælisleitenda
og flóttamanna.
Samkvæmt nýlegri könnun
Sifo-stofnunarinnar verður SD
þriðji stærsti flokkur landsins, með
10,4% fylgi, á eftir Jafnaðarmanna-
flokknum (27% fylgi) og Hægri-
flokknum (22%). Svíþjóðardemó-
kratarnir gætu komist í oddaaðstöðu
á þinginu en þar sem enginn hinna
flokkanna vill vinna með þeim gæti
reynst erfitt að mynda meiri-
hlutastjórn eftir kosningarnar ef
hvorug meginfylkinganna í sænsk-
um stjórnmálum nær meirihluta.
Samkvæmt könnun Sifo hefur for-
skot rauðgrænu flokkanna – Jafn-
aðarmannaflokksins, Græna flokks-
ins og Vinstriflokksins – minnkað
um rúman helming á þremur vikum
og er nú 4,5 prósentustig. Samanlagt
fylgi þeirra mældist 45% en 40,5%
sögðust ætla að kjósa einhvern af
borgaralegu flokkunum fjórum –
Hægriflokkinn (Moderatarna),
Frjálslynda flokkinn, Miðflokkinn
eða Kristilega demókrata.
Kannanir benda til þess að
jaðarhreyfingum, m.a. femínistum
og fyrrverandi kommúnistum, hafi
vaxið ásmegin og allt að níu flokkar
geti fengið sæti á þinginu.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur í
Svíþjóð telja að mjög erfitt verði að
mynda meirihlutastjórn eftir kosn-
ingarnar og spá mikilli pólitískri
óvissu, jafnvel glundroða. „Þetta er
hættulegasta kosningabarátta sem
ég hef fylgst með. Þetta er eins og að
sitja í baðkari fullu af bensíni og
leita að eldspýtum,“ hefur The Fin-
ancial Times eftir Karl-Petter Thor-
waldsson, formanni sænsku verka-
lýðssamtakanna LO.
Man sinn fífil fegri
Jafnaðarmannaflokkurinn var
eitt sinn einn af öflugustu stjórn-
málaflokkum Evrópu og var við völd
í 65 ár af 78 á árunum 1932 til 2010.
Flokkurinn fékk 30,7% atkvæðanna
í síðustu kosningum og það var
minnsta fylgi hans í þingkosningum
frá árinu 1920. Fái flokkurinn 27%
atkvæðanna, eins og könnun Sifo
bendir til, verður það minnsta fylgi
hans í þingkosningum í rúma öld.
Sigur borgaralegu flokkanna í
kosningunum fyrir fjórum árum
markaði tímamót í sænskum stjórn-
málum. Það var í fyrsta skipti í tæp
80 ár sem stjórn borgaralegra flokka
í Svíþjóð hélt velli eftir að hafa setið
eitt kjörtímabil.
Ólíklegt þykir að mið- og hægri-
flokkarnir fjórir haldi völdunum
undir forystu Fredriks Reinfeldt
forsætisráðherra þriðja kjörtíma-
bilið í röð, en færi svo væri það
reiðarslag fyrir Jafnaðarmanna-
flokkinn undir forystu Stefans Löf-
ven sem varð leiðtogi hans árið 2012.
AFP
Fleiri sækja um hæli Miðstöð fyrir hælisleitendur í bænum Skara í miðhluta Svíþjóðar. Málefni innflytjenda og
hælisleitenda hafa verið í brennidepli í kosningabaráttunni í Svíþjóð vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda.
Spá mikilli óvissu eftir
þingkosningar í Svíþjóð
Svíþjóðardemókratarnir gætu komist í oddaaðstöðu
Bendlaðir við nasisma
» Svíþjóðardemókratarnir
eru flokkur þjóðernissinna,
stofnaður árið 1988. Jimmie
Åkeson hefur verið talsmaður
hans frá árinu 2005.
» Flokkurinn á rætur að
rekja til þjóðernissinnaðra
hreyfinga sem voru sakaðar
um nýnasisma og kynþátta-
fordóma. Catharine Strand-
quist, forystumaður flokksins í
Halmstad, sagði af sér nýlega
eftir að birtar voru myndir af
henni með armbindi nasista.
Fredrik
Reinfeldt
Stefan
Löfven
Málefni hælisleitenda hafa verið á
meðal helstu deilumálanna í kosn-
ingabaráttunni í Svíþjóð vegna
metfjölda hælisleitenda í ár. Sví-
þjóð veitti fleiri flóttamönnum
hæli miðað við höfðatölu en nokk-
urt annað Evrópuland á síðasta ári
og búist er við að alls verði hælis-
leitendurnir um það bil 80.000 í
ár.
Umsóknir 24.015 hælisleitenda
voru samþykktar í Svíþjóð á síð-
asta ári en 20.990 umsóknum var
synjað. 53% umsóknanna voru
samþykkt, en í löndum Evrópu-
sambandsins var hlutfallið 34%
að meðaltali. Flestir hælisleitend-
anna voru Sýrlendingar, fólk án
ríkisfangs eða Erítreumenn.
Alls sóttu 435.000 manns um
hæli í ESB-löndunum á síðasta ári,
þar af 29% í Þýskalandi, 15% í
Frakklandi, 13% í Svíþjóð, 7% í
Bretlandi og 6% á Ítalíu.
Metfjöldi hælisleitenda
SVÍAR SAMÞYKKTU 53% UMSÓKNA UM HÆLI
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
GM 3200 Plank borð
Gegnheil eik. L270 D100 H74
Hönnuður: Nissen & Gehl. Verð 895.000,-
Hægt að fá í fleiri stærðum og viðartegundum.
GM 326 Curve stóll
Bæsaður askur. B54 D52 H76
Hönnuður Nissen & Gehl. Verð 155.000,-
Hægt að fá í fleiri viðartegundum.
Nýjar vörur - mikið úrval