Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 var ekki beint þín trú. Við ætlum ekki að rekja æviferil þinn, ýmsir aðrir eru betur til þess fallnir og við þekktum þig ekki nema síðasta rúma fjórðunginn af lífi þínu. En þú varst stór hluti af okkar lífi, kenndir okkur ýmislegt og minn- ingarnar eru margar og dýrmæt- ar. Eitt af því sem einkenndi þig var virðing þín og væntumþykja gagnvart þeim sem minna mega sín. Börn áttu sama tilverurétt og fullorðnir, skoðanir þeirra og líðan skiptu þig miklu máli og þessa fengum við barnabörnin þín að njóta. Þú gafst okkur tíma, lékst við okkur og hlustaðir á okkur. Fræðslan sem við fengum á góð- um stundum var heilmikil, um náttúruna, framkomu við dýr og ekki síst bragfræði. Þú varst hreinn snillingur að semja vísur eftir fagurfræðireglum bragfræð- innar. Valdið sem þú hafðir á ís- lensku máli og að koma hugsunum þínum í falleg orð og líkingar í ljóðunum þínum var einstakt. Grín og glettni var líka þín sterka hlið. Oft sástu spaugilegar hliðar á hlutunum og hafðir gaman af að segja skemmtilegar sögur af þér og samferðafólki. Snöggur varstu líka að spinna góðan þráð ef hann vantaði og skreyta þá sem til voru. Þú áttir til að söngla í búðum ef við barnabörnin vorum með: „Hver vill kaupa krakka, tvo í hverjum pakka?“ og jafnvel að syngja þetta um ókunnug börn sem þú hittir á förnum vegi. Ýmsum foreldrum eflaust til mikillar skelfingar og heldur vandræðalegt fyrir okkur sem vorum með þér þá stundina en þetta er ómetanlega fyndin minning í dag. Heimilið ykkar ömmu var alltaf gott athvarf frá erli og hraða hversdagsins. Við mann var stjanað, einhver veitti manni óskipta athygli og tíminn stóð í stað. Eftir því sem við urð- um eldri var gott að koma til þín, setjast niður í ró og næði, ræða daginn og veginn og hlusta á eina vísu eða tvær. Takk fyrir okkar stuttu samferð, elsku afi. Heiðdís og Inga Rós. Það er svolítið skrítið að hafa aldrei þekkt afa sinn á meðan hann var heilbrigður, bara eftir að hann greindist með Alzheimer- sjúkdóminn. Ég hef þekkt hann í 15 ár en sögurnar sem ég heyri fjölskyldu mína segja af honum lýsa aldrei þeim manni sem ég þekkti. Samt var hann alltaf kátur og glaður, vildi bara hafa skemmtilegt og var alltaf til í að leika við mig. Þess vegna þótti mér svo vænt um hann. Hann söng svo oft fyrir mig lagið Komdu og skoðaðu í kistuna mína og það var svo notalegt. Ég man líka eftir því að heimsækja afa og ömmu í íbúðina á Brávallagötu hjá Grund og hann var alltaf til í að fara með mér út á litla róluvöllinn sem var þar rétt hjá. Hann hafði ótrúlega þolinmæði á meðan ég hoppaði og skoppaði út um allt og rólaði endalaust. Síðan leiddumst við heim til hans aftur og þegar þangað kom passaði hann alltaf upp á að ég fengi smá nammi, þó að mamma væri ekki glöð með það. Mér þykir líka svo vænt um það að þó að hann myndi ekki nafnið á fólki sem heimsótti hann kannað- ist hann lengst við nafnið mitt, þótt hann gæti ekki alltaf orðað það rétt. Hálfum mánuði áður en hann dó var hann orðinn mjög veikur en eitt skiptið þegar ég kom til hans og mamma sagði honum að Rós litla væri með henni sagði hann „Já, ég man eftir henni“ þótt hann gæti varla talað. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þennan stutta tíma með honum sem ég fékk, þó það hafi ekki alltaf reynst auðvelt. Hann kenndi mér svo ótrúlega mikið bara með því að vera eins og hann var, þolinmæði, virðingu og að horfa á björtu hliðarnar. Afi „gamli gaur“, eins og þú kallaðir þig sjálfur, ég þakka þér fyrir allt og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þín afastelpa, Rós Gunnarsdóttir. ✝ Guðjón KnúturBjörnsson lýta- læknir fæddist á Skálum á Langa- nesi 1. maí 1930. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 26. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Sigurveig G. Sveinsdóttir, mat- reiðslukona frá Vestmannaeyjum, f. 10.1. 1887, d. 21.3. 1972 og Björn Sæ- mundsson Brimar, farandsali frá Skálum á Langanesi, f. 7.11. 1888, d. 24.1. 1979. Börn þeirra voru, auk Knúts sem var yngst- ur, Kristín Bryndís, f. 10.3. 1924, d. 17.5. 2010, Sveinn, f. 19.2. 1925, d. 28.4. 1997, Sæ- mundur, f. 31.10. 1926, Elín, f. 24.7. 1928, d. 6.11. 2013. Fyrir átti Sigurveig Baldur, f. 22.10. 1910, d. 7.2. 2006, með Sigfúsi Johnsen. Með fyrri eiginmanni sínum Hans Hermann Wilhelm Isebarn, átti hún; Clöru Guð- rúnu, f. 26.2. 1914, d. 29.10. 1987, Ingólf, f. 14.10. 1915, d. 21.5. 2001 og Júlíönu, f. 20.1. 1917, d. 31.3. 2006. Sigurveig og Björn hófu búskap á Skálum á Langanesi en þegar þau skildu flutti Sigurveig með börnin til Vestmannaeyja. Knútur var tví- Knútsdóttir sviðslistakona, f. 23.7. 1965. Eiginmaður Eiríkur Smári Sigurðarson. Börn þeirra eru; Ísak, f. 2.11. 1990, Benja- mín Þorlákur, f. 7.12. 1996 og Hera Magdalena Steinunnar, f. 6.1. 1999. 6) Björn Knútsson við- skiptafræðingur, f. 30.12. 1971. Eiginkona Sigrún Þorgilsdóttir. Börn þeirra eru; Eygló María, f. 29.9. 1995, Róbert, f. 31.8. 2004 og Aldís Anna, f. 2.4. 2007. 1986 hóf Knútur sambúð með Krist- jönu Ellertsdóttur, skurðhjúkr- unarfræðingi, f. 31.12. 1948. Knútur og Kristjana kvæntust 2010. Foreldrar Kristjönu voru Ellert Kristjánsson og Jóhanna Kristjánsdóttir. Kristjana á 2 syni frá fyrra hjónabandi; Ellert Sigurðsson lögfræðing, f. 15.4. 1971 og Þór Snæ Sigurðsson vefhönnuð, f. 28.11. 1973. Knútur var stúdent frá MA, lauk læknaprófi frá HÍ og fékk sérfræðiréttindi í lýtalækn- ingum frá Svíþjóð. Hann starf- aði sem lýtalæknir til ársins 2003, lengst af hjá Landspít- alanum, en rak jafnframt læknastofu í Domus Medica og kenndi við læknadeild HÍ. Knút- ur var stofnfélagi Félags ís- lenskra lýtalækna og gerður heiðursfélagi 2011. Knútur var þrefaldur Íslandsmeistari eldri kylfinga og landsliðsmaður um árabil. Útförin fór fram í kyrrþey frá Hafnarfjarðarkirkju 4. sept- ember 2014. kvæntur. Hann kvæntist Önnu Þóru Þorláks- dóttur, f. 5.6. 1931, 1953. Foreldrar hennar voru Þor- lákur Jónsson og Sigurveig Óladótt- ir. Saman eign- uðust Knútur og Anna 5 börn en fyr- ir átti Knútur dótt- ur með Gunnhildi Njálsdóttur. Börn Knúts eru; 1) Sólveig Knútsdóttir sjúkraliði, f. 11.9. 1948. Giftist Má Jó- hannssyni, þau skildu. Börn þeirra eru; Hanna Kristín, f. 14.10. 1971 og Helgi Valur, f. 26.10. 1974, 2) Sigurveig Knúts- dóttir myndlistarkona, f. 14.8. 1953. Giftist Pétri Erni Björns- syni, þau skildu. Börn þeirra eru; Anna Þóra, f. 25.6. 1984, Eva Margrét, f. 20.4. 1988. 3) Sæmundur Knútsson hjúkr- unarfræðingur, f. 1.8. 1954. Kvæntist Elisabeth Gerritsen, þau skildu. Börn þeirra eru; Tómas, f. 5.1. 1997 og Sandra, f. 12.1. 2000. Sæmundur kvæntist Zhi Ling Li. Þau skildu. 4) Kári Knútsson lýtalæknir, f. 22.12. 1958. Eiginkona Erla Þ. Ólafs- dóttir. Börn þeirra eru; Kat- arína, f. 9.7. 1989 og Knútur Steinn, f. 3.3. 1991. 5) Steinunn Elsku pabbi, þá hefur þú kvatt okkur eftir margra ára baráttu við ýmsa krankleika með tilheyr- andi spítalaferðum. Síðustu tvö til þrjú ár, sér í lagi, reyndust ykkur Kristjönu erfið. Í gegnum alla þessa erfiðleika sýndir þú ávallt mikinn baráttuhug og lífs- vilja. Svo kom að því að allt þrek- ið, sem var mikið, dugði ekki til. Ég er viss um að hvíldin var kær- komin þegar að ögurstundu kom. Þér hlotnaðist þó að lifa fullu lífi. Það verður ekki komist hjá því að nefna lítillega hvaða persónu- leika þú hafðir að geyma. Mann- lega breyskleika hafðir þú eins og svo mörg okkar. Þú varst ekki allra og allir voru ekki þínir. Þú varst stór persónuleiki. Það sem einkenndi þig var staðfesta og ákveðni og sumir mundu segja að þú hafir verið einstrengings- legur oft á tíðum. Þú vílaðir ekki fyrir þér að segja þínar skoðanir þó að sá „sannleikur“ væri kannski ekki þægilegur á að hlýða. Allir sem þig þekktu þig vissu að það var skelin sem var hrjúf, en innst inni varst þú mikil tilfinningavera. Það var ekki allt- af auðvelt að finna tilfinninga- veruna, en hún kom fram á yf- irborðið stöku sinnum. Þegar kom að listum þá kom kannski tilfinningaveran meira fram og afrakstur þess má sjá í fjölmörg- um veggteppum sem liggja eftir þig, auk málverka sem þú safn- aðir alla ævi. Sem lýtalæknir á Landspítal- anum varstu þekktur fyrir að vera röskur, öruggur fagmaður og hafðir umfram allt mikið þor. Alþekkt var hvað þú varst góður við minni máttar. Sjálfur náði ég ekki að vinna með þér af neinu viti en hef heyrt marga kollega tala um þig með lotningu. Þú varst fyrsti lýtalæknir landsins með fullnaðarsérnám að baki og þar með einn af frumkvöðlum landins í lýtalækningum. Þó að okkar samband hafi ekki verið mjög náið lengst af, m.a. vegna veru minnar erlendis til margra ára, þá verður að segj- ast að það varð mun nánara síð- ustu 10-15 árin. Margar góðar stundir áttum við á golfvellinum þar sem ástríða þín lá svo lengi sem ég man. Ferill þinn í golfi er landsþekktur. Þú varst mikill keppnismaður og lagðir þig 100% í leikinn. Þegar við hitt- umst í heimahúsi leið oftast ekki langur tími þangað til að talið barst að læknisfræði og sér í lagi lýtalækningum. Ég held að sú staðreynd að við vorum kollegar hafi styrkt okkar samband. Ég er mjög þakklátur fyrir stundir okkar saman, sérstaklega síð- ustu ára, þegar við raunverulega kynntumst almennilega sem tveir fullorðnir einstaklingar. Hvíl í friði pabbi minn, við fjölskyldan minnumst þín ávallt með hlýhug. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kári Knútsson. Það er margt sem hefur farið í gegnum huga minn síðan pabbi kvaddi þennan heim. Hugurinn er fullur af minningum og mynd- ir af honum birtast mér stöðugt. Ég sakna hans óskaplega mikið. Pabbi reyndist mér ætíð vel og var mér afskaplega góður. Mér leið vel í návist hans og ég leitaði svo oft ráða hjá honum alla tíð. Hann sagði það sem hon- um fannst, umbúðalaust og því tók ég mark á hans ráðum. Við áttum mjög gott skap saman og gátum talað um allt milli himins og jarðar. Mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað af pabba. Ég minnist gleðilegra sam- verustunda okkar pabba úr æsku minni með söknuði. Við vorum oft tveir saman. Hann tók mig með sér á golfvöllinn og ég var kylfusveinn hjá honum í mörg ár. Þá spjölluðum við mik- ið saman. Hann hvatti mig svo áfram í golfinu og öðru sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég minnist stundanna þegar pabbi fór með mig að Kleifarvatni að veiða, bara við tveir. Hann sýndi mér Krísuvík og allt umhverfið á þessum kynngimagnaða stað. Ég man líka eftir kvöldstundun- um þegar hann kallaði á mig inn í stofu í Brekkuhvamminum og mamma útbjó fyrir okkur te og ristað brauð og við hlustuðum á Frank Sinatra. Það voru ógleymanlegar stundir sem ég met mikils. Ég kveð nú pabba og veit að í lokin var hann sáttur við að fara og ég trúi því að hann sé nú kominn á góðan stað handan þessa lífs. Björn Knútsson. Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Knúts Björnssonar. Er ég kynntist Kára eigin- manni mínum, var hjónabandi Knúts og Önnu Þóru, tengda- móður minnar, lokið. Knútur var þá kominn í kynni við eftirlifandi eiginkonu sína, Kristjönu. Knúti tengdaföður mínum kynntist ég því ekki vel þá, þar sem ég og Kári fluttum fljótlega til útlanda. Þegar við svo flytjum heim árið 2000 kynnist ég Knúti betur. Á lífsleiðinni kynnist maður ýmsu fólki þar sem fyrstu kynni gefa oft villandi mynd af viðkom- andi. Þannig upplifði ég Knút, en hann kom mér fyrir sjónir sem hrjúfur persónuleiki, en við nán- ari kynni sá ég hvaða mann hann hafði að geyma. Fljótlega komst ég að því að hrjúfleikinn var að- eins skel og reyndist hann til- finningaríkur og góður tengda- faðir. Milli okkar Knúts ríkti ávallt góðvild og virðing sem engan skugga bar á. Knútur var duglegur að kalla fjölskylduna saman og sló þá gjarnan upp veislu með dyggri hjálp Kristjönu. Við vorum æv- inlega boðin heim til þeirra á milli jóla og nýárs og hittust þá allir, bæði litlir og stórir. Hann reyndist börnum okkar, Katarínu og Knúti Steini, góður afi og fylgdist með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Blessuð sé minning þín. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur siðan mikið á í minninganna hljómi. (Kristján Hreinsson) Þín tengdadóttir, Erla Ólafsdóttir. Elsku afi okkar. Það var alltaf ánægjulegt að koma í heimsókn til þín og Kristjönu. Þú varst svo ánægður að sjá okkur í hvert sinn. Þínar sögur voru alltaf áhugaverðar. Þú sagðir okkur sögur frá því í gamla daga, þegar þú varst ungur, og voru þær skemmtilega kaldhæðnar eins og þér einum var lagið. Það var svo gaman að hlusta á þig tala elsku afi, því sögurnar voru oft á tíðum alvarlegar þar til þær tóku skyndilega einstaklega spaugi- legan endi. Þú hafðir áhuga á og studdir okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, bæði Knút í verk- fræðinni og Katarínu í læknis- fræðinni og sýndir okkur ávallt hversu stoltur þú varst af okkur. Ég, Katarína, átti mörg samtöl um læknisfræðina við þig og þú sýndir hversu stoltur þú varst af mér. Það var mér mikils virði. Þú hafðir einnig mikinn áhuga á list. Það þótti mér einstaklega vænt um, þar sem ég hef einnig áhuga á list. Ég mun rækta þann áhuga í framtíðinni og hugsa um leið hlýtt til þín elsku afi. Ég, Knútur Steinn, hafði einstaklega gaman af að hitta þig. Þú varst mjög ánægður með að við vorum nafnar enda kynnti ég mig alltaf sem nafna þinn. Mér hefur alltaf fundist við vera mjög nánir. Það var líka alltaf ánægjulegt að koma til ykkar Kristjönu í spjall og áttum við aldrei erfitt með að finna umræðuefni. Mér fannst líka alltaf gott að heyra hversu stoltur þú varst af mér. Við munum ávallt minnast þín með hlýjum hug. Þú munt alltaf vera hetja í okkar augum elsku afi okkar. Þú varst stór persónu- leiki og munt skilja eftir þig stórt tómarúm í lífi okkar beggja. Hvíl í friði elsku afi. Þín barnabörn, Katarína og Knútur Steinn. Hinum ungu er vináttan sem dýrlegir vordagar, kraftbirting fegurðarinnar, dulúð sköpunarinnar hinum öldnu er hún full- þroska haustið, fagurt enn. (Hugh Black) Knútur mágur minn er látinn eftir erfið veikindi síðastliðið ár. Hann reyndist mér og minni fjöl- skyldu mikill stuðningur á erf- iðum tímum og eigum við honum mikið að þakka. Knútur var mjög áhugaverður og sterkur karakter með hrjúfa framkomu. Það tók langan tíma fyrir mann að kom- ast inn fyrir skelina en þegar þangað var komið átti maður í honum tryggan vin. Hann var alltaf tilbúinn til að hlusta og rétta hjálparhönd þegar til hans var leitað. Knútur og Kristjana systir mín bjuggu saman í nærri því 30 ár og var ávallt gott að koma til þeirra og alltaf tóku þau vel á móti okkur. Ég þakka Knúti fyrir góða viðkynningu. Elsku systir, eftir dimma nótt kemur bjartur dagur. Sólin kem- ur aftur upp og þá birtir í sálu þinni og lífið heldur áfram. Guð blessi þig og verndi um alla framtíð. Sigurlína Ellertsdóttir og fjölskylda. Knútur Björnsson er látinn, 84 ára gamall. Hann var af einni mestu golfaraætt landsins og eru margir íslandsmeistarar af þeirri ætt. Hann er einnig af þekktri listamannaætt og var listamaður sjálfur. Knútur stundaði sína sérgrein, lýtalækningar, á Land- spítala og hann var einnig með stofu í Domus Medica. Hann var heiðursfélagi lýtalækna á Ís- landi. Knútur var mikill golfleikari og var með lága forgjöf. Hann var íslandsmeistari bæði í flokki 55 ára og flokki 70 ára. Hann fór ótal ferðir með LEK til að keppa fyrir Íslands hönd. Knútur bar mikla virðingu fyrir golfi. Hann var alltaf með bindi og snyrtilega klæddur þegar hann spilaði golf. Hann var snillingur í stutta spilinu og fáir slógu honum við í vipphöggum. Það er margs að minnast. Knútur stofnaði golfklúbb lækna og þar höfðu aðgang aðeins þeir sem voru cand. med. Einu sinni kom einn besti golfleikari lands- ins sem var stud. med. og hann fékk ekki að taka þátt í mótinu. Knútur var mjög prúður á golf- velli og skipti ekki skapi hvort sem höggin voru góð eða slæm. Hann var mjög öruggur golfleik- ari, var með stutta aftursveiflu og teighögg misfórust sjaldan hjá honum. Frægt var í Vestmannaeyjum þegar Knútur var í harðri keppni á 16. holu og einn hrópaði, „Knútur þú verður að passa þig, ef þú slærð vinstri megin þá lendirðu í sjónum en ef þú slærð hægra megin þá lendirðu út af vellinum.“ Þá svaraði Knútur með hægð. „Þá slæ ég bara beint.“ Knútur stundaði sitt golf af mikilli ástríðu og tók þátt í fjöl- mörgum mótum á hverju einasta ári. Hin seinni ár var Knútur orðinn heilsulítill. Eiginkona Knúts, Kristjana Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkraði Knúti vel síðustu árin. Ég vil fyrir hönd golfklúbbs lækna þakka honum allt. Hans eiginkonu og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Kristinn Jóhannsson. Eftir harða og langvinna bar- áttu er fallinn frá föðurbróðir minn, Knútur Björnsson lýta- læknir. Hann var einn níu barna ömmu minnar, Sigurveigar Sveinsdóttur, og lifir nú faðir minn, Sæmundur, einn þeirra systkina. Ekki er hægt að rekja hér við- burðaríka sögu ömmu minnar og barnanna hennar níu. Fimm síð- ustu börnin, sem hún átti með afa mínum, Birni Sæmundssyni, ól hún upp, einstæð móðir í Vest- mannaeyjum eftir skilnað þeirra austur á Skálum á Langanesi. Það þurfti að standa þétt saman til að komast af á þessum tíma kreppu og styrjaldar og sam- heldni þeirra systkina varð mikil og ráðandi í þeirra samskiptum alla tíð. Hún setti mark sitt á þeirra persónuleika. Við systk- inin kynntumst þeim vel á upp- vaxtarárunum, líka eldri hálf- systkinunum fjórum því tengslin við þau voru einnig sterk. Á unglingsárum glímdi ég við sjúkdóm sem ekki var til lækning við. Knútur var þá við læknis- störf og framhaldsnám í Svíþjóð og kom því til leiðar að ég færi þangað tvívegis til færustu sér- fræðinga sem völ var á. Slíkt var ekki sjálfgefið fyrir hálfri öld og sýnir hversu raungóður Knútur var þegar á þurfti að halda. Við kynntumst þá vel og þó stundum hvessti á milli okkar, ég var bald- inn unglingur og hann í strang- ara lagi að mér fannst, varð úr þessu vinátta sem haldist hefur síðan. Fjölskylda mín stendur í mik- illi þakkarskuld við Knút vegna umhyggju hans fyrir föður mín- um. Þegar á þurfti að halda var Knútur til staðar þrátt fyrir sína skertu heilsu og að minnsta kosti tvívegis var um hreina lífgjöf að ræða. Með Knúti er fallinn frá sterk- ur persónuleiki, frumkvöðull og virtur fagmaður í lýtalækningum á Íslandi, en ekki hvað síst drengur góður. Ég votta Kristjönu og börnum Knúts mína innilegustu samúð. Eyjólfur Þór Sæmundsson. Besti vinur minn og uppeld- isfaðir er fallinn frá. Fyrstu kynni mín af Knúti voru 1986 þegar hann og móðir mín hófu sambúð. Okkur Knúti kom vel saman strax frá fyrstu kynnum og vináttan styrktist með tíman- um og varð hann einn af mínum bestu vinum. Ég gat alltaf leitað til hans ef ég þurfti einhver ráð, og þar eignaðist ég góðan trún- aðarvin. Knútur var viljasterkur, ætlaði ekki að gefa eftir, en það var mjög sárt að horfa upp á hann verða svona veikan og van- máttugan og að geta ekkert gert fyrir hann. Líkaminn var búinn en hugurinn var sem áður. Nú er Knútur kominn inn í ljósið til góðra vina, sem hann saknaði mikið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan (Úr Hávamálum) Þór Snær Sigurðsson. Knútur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.