Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Bólgur eða verkir? www.annarosa.is Tinktúran túrmerik og engifer bæði bólgu- og verkjastillandi og hefur gefist afar vel við slitgigt, liðagigt og álagsmeiðslum. Túrmerik og engifer er hvort tveggja einnig þekkt fyrir að lækka blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. Inniheldur svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriks. þykir Bogi Þór Arason bogi@mbl.is David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokks- ins, fór til Edinborgar í gær og skor- aði á Skota að greiða atkvæði gegn því að Skotland yrði sjálfstætt ríki eftir að hafa verið hluti af Bretlandi í 307 ár. Stjórnmálaskýrendur telja að fast verði lagt að forsætisráðherran- um að segja af sér ef Skotar sam- þykkja sjálfstæði í þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fer á fimmtu- daginn kemur. Leiðtogar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata fóru einnig í heimsókn til Skotlands til að styðja sambandssinna í baráttu þeirra fyrir því að landið verði áfram hluti af Hinu sameinaða konungsríki Stóra-Bretlandi og Norður-Írlandi. Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og leið- togi Skoska þjóðarflokksins, sagði að afskipti leiðtoga þriggja stærstu flokka Bretlands af þjóðaratkvæðinu væru til marks um „ofsahræðslu“ þeirra vegna síðustu skoðanakann- ana sem benda til þess að stuðn- ingurinn við sjálfstæði Skotlands hafi stóraukist. Ein þeirra bendir til þess að sjálfstæðissinnar séu nú með tveggja prósentustiga forskot og önnur að fylkingarnar standi hníf- jafnar að vígi. Cameron til trafala? John Prescott lávarður, sem var aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi 1997 til 2007, lagði einnig sam- bandssinnum lið í baráttunni og sagði að stuðningur Davids Came- rons væri þeim líklega til trafala frekar en til framdráttar. Forsætisráðherrann sagði í ræðu í Edinborg að hann væri oft spurður að því hvort ekki væri auðveldara fyrir Íhaldsflokkinn að ná meirihluta á breska þinginu ef Skotar lýstu yfir sjálfstæði. Hann skírskotaði til þess að flokkurinn fékk aðeins eitt þing- sæti af 59 í Skotlandi í síðustu kosn- ingum til breska þingsins. „Svar mitt við því er að mér þykir miklu vænna um landið mitt en flokkinn minn. Mér þykir gríðarlega vænt um þetta stórkostlega land, Hið sameinaða konungsríki sem við höfum byggt upp saman,“ sagði hann. „Það myndi valda mér djúpum harmi ef þessi fjölskylda þjóða sundraðist – þessi þjóðafjölskylda sem hefur gert svo stórkostlega hluti saman.“ Cameron hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér embætti for- sætisráðherra ef Skotar samþykkja sjálfstæði. Fréttaskýrandi AFP seg- ir að ef Skotar segi skilið við Bret- land verði Cameron í stöðu sem eigi sér ekki fordæmi frá árinu 1782 þeg- ar Frederick North lávarður sagði af sér eftir að Bretar biðu ósigur í bar- áttunni um nýlendur þeirra í Amer- íku. Breski sagnfræðingurinn John Barnes telur líklegt að Cameron þyrfti að óska eftir atkvæðagreiðslu á þinginu um hvort stjórn hans nyti enn trausts meirihlutans ef Skotar segja skilið við Bretlandi. Biði stjórnin ósigur í atkvæðagreiðslunni væri hún fallin. „Ég tel að hann myndi ekki komast upp með minna en það vegna þess að ella myndu ein- hverjir þingmenn beita sér fyrir því að honum yrði vikið úr embætti for- sætisráðherra,“ sagði Barnes í við- tali við breska ríkisútvarpið. Bresk dagblöð segja að þingmenn í Íhaldsflokknum séu farnir að ræða hvort leggja eigi fram tillögu um vantraust á stjórn Camerons ef Skotar samþykkja sjálfstæði. Myndi veikja Bretland Talið er að það myndi veikja mjög stöðu Bretlands á alþjóðavettvangi ef Skotar segja skilið við það. Þar með myndi Bretland missa þriðjung af landsvæðum sínum, auk þess sem kjarnavopn Breta eru geymd í Skot- landi. Tíu af 52 forverum Camerons í embætti forsætisráðherra fæddust í Skotlandi. John Major, forsætisráðherra Bretlands á árunum 1990-97, segir í grein í The Times að aðskilnaður Skotlands myndi veikja Bretland innan Evrópusambandsins og á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Stuðn- ingurinn við aðild að Evrópusam- bandinu er meiri í Skotlandi en á Englandi og ef Skotar samþykkja sjálfstæði eykur það líkurnar á því að Bretland gangi úr ESB. Íhaldsflokkurinn hefur lengi átt undir högg að sækja í Skotlandi, meðal annars vegna óánægju Skota með efnahagsstefnu flokksins í valdatíð Margaret Thatcher á árun- um 1979 til 1990. Segi Skotar skilið við Bretland er líklegt að það veiki Verkamannaflokkinn á breska þinginu og torveldi honum að ná meirihluta. Salmond skírskotaði til hagsmuna Camerons og bresku flokkanna í deilunni um sjálfstæði Skotlands og sagði að leiðtogar þeirra hefðu mest- ar áhyggjur af því að missa atvinn- una. Skoski forsætisráðherrann sagði í ræðu í Edinborg að Skoski þjóðar- flokkurinn legði mikla áherslu á at- vinnumál í baráttunni fyrir sjálf- stæði. „Við höfum hug á að fá öflugt þing sem getur skapað störf í Skot- landi. Westminster-liðið virðist að- eins einsetja sér að bjarga eigin störfum.“ Skoskir sjálfstæðissinnar sögðu að afskipti leiðtoga bresku flokkanna myndu snúast í höndum þeirra og verða sjálfstæðissinnum til fram- dráttar. „Í hvert sinn sem leiðtog- arnir í Westminster taka þátt í bar- áttunni hérna eykst stuðningurinn við sjálfstæði,“ sagði einn sjálf- stæðissinnanna, Michael Granados. Gæti orðið Cameron að falli  Breski forsætisráðherrann reynir að bjarga sambandi Bretlands og Skotlands – og sjálfum sér  Gæti þurft að segja af sér ef Skotar samþykkja sjálfstæði í mjög tvísýnu þjóðaratkvæði í næstu viku AFP Tvísýn barátta Nicola Sturgeon, aðstoðarforsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar (standandi til vinstri), og Alex Salmond forsætisráðherra (krjúpandi til hægri) á útifundi sjálfstæðissinna í Edinborg í gær. Vilja halda pundinu og drottningunni » Skoski þjóðarflokkurinn vill halda pundinu og að Elísabet 2. Bretadrottning verði áfram þjóðhöfðingi Skotlands. Flokkurinn vill einnig að Skot- land verði í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. » Leiðtogar bresku stjórn- málaflokkanna segja að ekki komi til greina að semja um myntbandalag við Skota til að þeir geti haldið pundinu. » Leiðtogar skoskra sjálf- stæðissinna segja að Skotland geti haldið pundinu og neitað að taka við hluta af skuldum Bretlands ef ekki næst sam- komulag um myntbandalag. » Embættismenn Evrópusam- bandsins hafa sagt að Skot- land geti ekki fengið aðild að því ef landið heldur pundinu án samnings um myntbandalag eða án eigin seðlabanka. AFP Gæti misst embættið David Cameron á fundi í Edinborg. Hann skoraði á Skota að segja ekki skilið við Bretland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.