Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur sent kvikmyndafyrir- tækjum á Íslandi bréf þar sem þeim er tjáð að fresta þurfi hluta endur- greiðslna vegna kvikmyndaverkefna á árinu. Ástæðan sé sú að ekki hafi verið gert ráð fyrir nema rúmlega 837 milljónum króna í núverandi fjárlögum. Að sögn Helgu Haralds- dóttur hjá atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu gera grófar áætl- anir ráð fyrir því að endurgreiðslan verði tæplega þrefalt hærri eða um 2,2 milljarðar króna. Vilyrði aldrei fleiri Búið er að framkvæma endur- greiðslu vegna 24 verkefna það sem af er ári en endurgreitt er vegna er- lendra sem innlendra verkefna. Að auki eru 17 verkefni sem eru inni í áætlunum fyrir árið. Í heild hafa ver- ið gefin út 75 vilyrði fyrir endur- greiðslu vegna verkefna sem eru í vinnslu og eru þau 17 sem nefnd eru hér inni í þeirri tölu. Aldrei hafa fleiri vilyrði verið gefin út. Ekki komast öll verkefni á koppinn en þegar vilyrði er komið frá ráðuneytinu hefur framleiðandi þrjú ár til að ljúka verk- efninu. „Þegar framleiðendur fá vil- yrði um endurgreiðslu fá þeir það gert með fyrirvara um fjárlög hverju sinni, þannig að framleiðendur vita hverju sinni að til seinkunar geti komið. En endurgreiðsla mun að öll- um líkindum ná fram í nóvember eða desember þegar fjáraukalög eru tek- in fyrir á Alþingi,“ segir Helga. Hún reiknar með því að miðað við núverandi fjárlög og þau verkefni sem þegar eiga rétt á endurgreiðslu muni nást að greiða um 70% til fram- leiðslufyrirtækjanna. Frestun á endurgreiðslu er til- komin vegna ákvæðis í lögum þar sem segir að ráðherra geti nýtt sér heimild til að fresta endurgreiðslum sem kunna að vera umfram fjárveit- ingar Alþingis hverju sinni. Ekki hefur áður þurft að grípa til þessarar ráðstöfunar. „Ef allt kemur inn sem er áætlað gætu þetta orðið 2,2 millj- arðar sem endurgreiða þarf,“ segir Helga. Gríðarleg aukning Um er að ræða ákaflega mikla aukningu á endurgreiðslum. Árið 2009 var endurgreiðsla engin, árið 2012 var hún 593 milljónir. Í fjárlög- um fyrir árið 2013 var gert ráð fyrir 850 milljóna króna endurgreiðslu fyrir innlenda og erlenda framleiðslu og ef að líkum lætur fer endur- greiðsla yfir tvo milljarða fyrir árið 2014. Secret Life of Walter Mitty Framleiðendur The Secret life of Walter Mitty eru meðal þeirra sem fá endurgreiðslu frá ríkinu. Búist er við því að endurgreiða rúma tvo milljarða króna vegna kvikmyndaverkefna á árinu. Fresta endurgreiðslu til framleiðenda  Endurgreiðsla nær þrefalt það sem fjárlög gerðu ráð fyrir Beinar veiðar á norsk-íslenskri síld hófust fyrir nokkru og hefur aflinn verið upp og ofan að því er fram kemur í frétt á vefsíðu HB Granda. Er stundum lítið að hafa að sögn Al- berts Sveinssonar, skipstjóra á Faxa RE, en ef menn hitta á góð lóð þá er aflinn undantekningarlaust góður. Faxi er nú að veiðum tæpar 90 sjó- mílur út af Glettinganesi eða vel fyr- ir austan land og er haft eftir Alberti að merkjanlegt sé að síldin sé á aust- urleið. ,,Á meðan við vorum á makrílveið- um þá lóðaði oft á síld í Héraðsflóa- djúpi en lóðin, sem við fáum nú á út- leið frá Vopnafirði og leiðinni til baka, eru ekki sterk og síldin hefur fært sig austur fyrir landið,“ segir Albert en að hans sögn var Faxi komin á miðin í [fyrradag]. Sá dagur fór hins vegar fyrir lítið því trollið var óklárt og var dagurinn notaður til að koma því í lag,“ segir í frétt HB Granda. ,,Við toguðum svo í nótt sem leið og fengum ekki nema um 80 tonn. Svo hittum við á gott lóð fyrir hádeg- ið og vorum að ljúka við að hífa. Ætli aflinn í þessu síðasta holi sé ekki um 180 tonn,“ er haft eftir Albert í frétt- inni. Það sem af er síldarvertíðinni hefur aflinn verið nokkuð blandaður með kolmunna og makríl. Albert segir menn helst ekki vilja fá kolmunna því hann valdi ákveðnum erfiðleikum við stærðar- flokkun aflans í landi. „Síldin er hins vegar fín og vel á sig komin og sá makríll sem við fáum er allur stór og vel haldinn,“ sagði Albert. Skv. HB Granda var í gær verið að landa úr Lundey NS á Vopnafirði og Ingunn AK á leiðinni á miðin. Síldin fín og vel á sig komin  Aflinn hefur verið upp og ofan  Síldin virðist vera á austurleið Einstaklingur hefur sótt um leyfi til að reisa þrjár vindrafstöðvar á Skeiðum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur leitað upp- lýsinga hjá Skipulagsstofnun um hvernig standa skuli að málum. Steingrímur Erlingsson athafna- maður sækir um að reisa þrjár vind- myllur á landskika sem hann á í Vorsabæ á Skeiðum. Myllurnar keypti hann notaðar og mun hverri ætlað að framleiða 1,9 megavött af rafmagni. Steingrímur sótti um að reisa tvær vindmyllur á þessu landi fyrir tveimur árum. Málið fékk umfjöllun í hreppsnefnd en var sett í salt vegna skorts á upplýsingum um áhrif slíkra mannvirkja. Þá mót- mæltu nokkrir húseigendur í ná- grenninu. Vindmyllurnar voru í staðinn reistar í Þykkvabæ. Þarf umhverfismat Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ljóst að sveitarstjórn þurfi annað- hvort að marka stefnu um vindraf- stöðvar í aðalskipulagi sínu eða gera breytingu á aðalskipulagi fyrir um- ræddar vindmyllur. Til undirbún- ings slíkum breytingum þurfi að gera umhverfismat áætlana. Þá þurfi að breyta deiliskipulagi og kynna framkvæmdina fyrir ná- grönnum. Loks þurfi að veita fram- kvæmdaleyfi. Landsvirkjun hefur þegar ráðist í sambærilegt ferli vegna fyrirhugaðs vindmyllugarðs við Þjórsá, ofan Búrfellsvirkjunar. Garðurinn er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en þó aðallega austan Þjórsár, í landi Rangárþings ytra. Kristófer telur ekki ástæðu til að ætla að núverandi sveitarstjórn sé neikvæð gagnvart hugmyndinni um að reisa vindmyllur á Skeiðum. Hins vegar sé þetta ný tegund mann- virkja sem kalli á flókna skipulags- lega afgreiðslu. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Orka Vindrafstöð Biokraft sett upp í Þykkvabæ. Hún snýst nú á fullu. Flókið skipulagsferli fyrir vindmyllur The Secret Life of Walter M. Interstellar Dead Snow 2 Fortitude A Elías and the rescue team 1 Elías and the rescue team 2 PBS Sprout Fifth Estate Pawn Sacrifice Lay of the Land Djúpið Sigurvegarinn Hross í oss Fólkið í blokkinni Sönn íslensk sakamál Eldað með Ebbu Án titils Aska Hið blómlega bú Nýsköpun - Íslensk vísindi III Álafoss saga verksmiðjuþorps XL Útlendingur heima - uppgjör við eldgos 24 fengið endurgreitt ÞAÐ SEM AF ER ÁRI Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Lögregluyfirvöld í nokkrum Evr- ópulöndum hafa þegar heimild til að koma fyrir njósnaforritum í tölvum einstaklinga sem þau fylgjast með. Það er ekki vandamál þegar menn reynast sekir en þegar njósnað er um saklaust fólk á þann hátt er erfitt að ímynda sér grófara brot á friðhelgi einkalífsins. Þetta segir Mikko Hyppo- nen, netöryggissérfræðingur sem hef- ur unnið fyrir fjölda stórfyrirtækja og lögregluyfirvalda víða um heim. „Það hljómar ótrúlega en þetta er þegar að gerast. Til dæmis voru sett lög í Finnlandi sem gerðu lögreglu heimilt að nota spilliforrit (e. malware) gegn finnskum borgurum frá og með 1. janúar sl. Þjóðverjar hafa gert þetta í nokkur ár, Bretar, Hollendingar, Belgar og að sjálfsögðu Bandaríkja- menn,“ segir Hypponen sem hélt fyr- irlestur um njósnir á netinu í Hörpu í gær á morgunverðarfundi Símans. Ekki skapað sem eftirlitstól Þessar heimildir eru í raun fram- lenging á þeim sem lögregla hefur haft til að hlera síma, textaskilaboð og að fylgjast með netnotkun grunaðra manna. Þegar byrjað var að dulkóða gögn á netinu í meira mæli gat lög- reglan hins vegar ekki lengur lesið tölvupósta manna eða fylgst með gjörðum þeirra á netinu. „Hvað gerir lögreglan þá? Hún smitar tölvuna þína með trjóuhesti eða bakdyrum og þá getur hún séð hvað þú gerir. Það virkar harkalegt en raunin er að það er ekkert vandamál ef þú reynist vera fíkniefnasali. Ef þú reyn- ist hins vegar vera saklaus, þá er erfitt að ímynda sér verra rof á einkalífi sem þín eigin ríkisstjórn getur framið gegn þér. Þetta er núna að gerast í nokkr- um Evrópulöndum,“ segir Hypponen. varðar friðhelgi einkalífs þeirra á net- inu. Fyrirtæki á borð við Google og Facebook sem reka vinsæla þjónustu eru með höfuðstöðvar í Bandaríkj- unum og þau safna upplýsingum um notendur sína sem þau selja áfram. Þá hafi þarlend stjórnvöld lagaheimild til að skoða gögn útlendinga sem fara um bandaríska þjónustu eða þegar gögn fara um landið. „Það er skrýtið að við skulum af- henda gögnin okkar af fúsum og frjáls- um vilja þegar við vitum að þeir hafa lagaheimild til að nota þau að vild,“ sagði Hypponen. Spurður að því hvort hann óttist þá þróun að stærstu fyrirtæki heims og stjórnvöld í risaveldi eins og Banda- ríkjunum ráði yfir persónuupplýs- ingum um alla heimsbyggðina segist Hypponen frekar vera reiður en hræddur. „Við byggðum ekki netið upp til að vera eftirlitstæki, en það er það sem það er notað í núna. Það er ekki rétt,“ segir hann. Helsta hættan á netinu stafar enn af glæpamönnum en mesta áherslan undanfarið hefur verið á njósnir stjórnvalda í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowdens um Þjóðarörygg- isstofnun Bandaríkjanna. Hypponen benti á að staða evr- ópskra netnotenda væri veik hvað Erfitt að ímynda sér grófara brot á einkalífi  Yfirvöld byrjuð að beita spilliforrit- um gegn grunuðum glæpamönnum Morgunblaðið/Ómar Sérfræðingur Hypponen ræddi öryggismál á netinu á ráðstefnu Capacent og Símans í Hörpu. Sagði hann m.a. fría þjónustu á netinu aldrei fría í raun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.