Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Unuhúsi, Garða- stræti 15, þann 21. mars 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 23. ágúst 2014. Foreldrar Sig- ríðar voru Sig- urður Helgi Ólafs- son, f. 1892 í Reykjavík, d. 1924 og Guðrún Ármannsdóttir, f. 1891 á Jörfa í Kjós, d. 1928. Kjörforeldrar Sigríðar voru Jón Guðmundsson, f. 1883, d. 1959, gestgjafi í Valhöll á Þing- völlum og Sigríður Guðnadótt- ir, f. 1880, d. 1935. Sigríður ólst upp á Brúsastöðum í Þingvalla- sveit og starfaði einna helst við afgreiðslu- og þjónustustörf. Börn Sigríðar eru 1) Smári Egilsson, fæddur á Brúsastöð- um 1939, látinn 1972. Börn hans eru Bjarni Hermann Smárason, f. 1957, Jón Valur Smárason, f. 1960 og Íris Arna Smáradóttir, f. 1969. 2) Ingi Þór Bjarnason, fæddur í Reykjavík 1943. 3) Friðþjófur Daní- el Friðþjófsson fæddur á Akranesi 1947, giftur Jak- obínu Ósk- arsdóttur, f. 1948. Barn þeirra er Friðþjófur Arnar Friðþjófsson, f. 1967. 4) Edda Dagný Örnólfs- dóttir, fædd í Reykjavík 1963, í sambúð með Rúnari Gunn- arssyni, f. 1965 . Börn Eddu eru Davíð Örn Steingrímsson, f. 1981, Thelma Lind Steingríms- dóttir, f. 1989, og Birta Sigríð- ur Arnarsdóttir, f. 2002. Sigríð- ur átti 11 langömmubörn og 1 langalangömmubarn. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 3. september og var hún jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Elsku amma. Það er svo erfitt að kveðja. Tárin renna niður kinnarnar en á sama tíma er hjartað fullt af þakklæti. Ég er svo þakklát fyrir allar fallegu minningarnar sem ég geymi frá tímum okkar saman. Sem lítil stúlka var markmið mitt að fylla í þín spor, bókstaflega því takmarkið var alltaf að verða jafn stór og þú og passa í hvítu inni- skóna þína. Við vorum miklar vinkonur, gátum spilað lönguvit- leysu eða fanta eins og við köll- uðum það, tímunum saman, lesið bækur, borðað kex, farið í göngu- túr og spjallað um alla heima og geima. Heima hjá þér vildi ég vera þegar ég varð lasin, því hjá ömmu batnaði mér alltaf. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið ömmustelpan þín. Á seinni árum áttum við einnig margar góðar stundir saman, stundir sem mér þykir mjög vænt um. Mér er minnisstætt eitt kvöld þegar við dönsuðum saman á stofugólfinu heima hjá mömmu, þér þótti sko ekki ásættanlegt að stelpan kynni ekki gömlu dansana. Enn í dag set ég mér markmið að gera hlutina eins og þú, elsku amma. Einn daginn mun ég vonandi læra gömlu dansana, ég vil líka baka jafn góðar vöfflur og þú, ég vil vera jafn hraust og þú og ég vil sjá lífið á jafn spaugilegan hátt og þú, því fyndnari ömmu er erf- itt að finna. Þú hefur kennt mér svo margt sem ég mun taka með mér út í lífið. Þú kenndir mér til dæmis að maður gefst aldrei upp, sama þótt á móti blási. Þegar þú lentir í slysinu fyrir þremur árum var þér vart hugað líf. Ég og Davíð bróðir komum til þín á spítalann og það eina sem þú sagðir við okkur var: „Amma gefst ekki upp.“ Með miklum dugnaði og styrk lærðir þú að ganga upp á nýtt, rúmlega níræð að aldri. Ég er svo stolt af þér, amma. Elsku amma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, ég mun stolt segja öllum frá skemmtilegu sögunum af þér og ég skal passa upp á mömmu. Hvíldu í friði. Þín Thelma Lind. Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Sæ-mundsdóttir fæddist á Bessa- stöðum í Sæmund- arhlíð í Skagafirði 25.12. 1946 og lést á Landspítalanum við Hringbraut 5.9. 2014. Hún var dótt- ir Sæmundar Jóns- sonar og Mínervu Gísladóttir, bænda á Bessastöðum. Hún var fimmta í röð níu systk- ina. 14.9. 1968 giftist hún Ólafi Guðmundssyni, rannsóknarlög- reglumanni, sem er fæddur 1947. Þau bjuggu lengst af í Mosfellsbæ. Þau eignuðust dæt- urnar Elvu Ösp, fædda 1972 og Írisi Eik, fædda 1977. Elva á þrjú börn, þau And- reu Önnu Arn- ardóttur, fædda 1996, Thelmu Rós Arnardóttur, fædda 2003 og Halldór Óla Arn- arson, fæddan 2005. Íris á soninn Sig- urð Óla Karlsson, fæddan 2004. Sam- býlismaður hennar er Bjarni Hólmar Einarsson, fæddur 1976. Sigríður vann mestan starfs- aldur sinn með börnum í leik- og grunskólum Mosfellsbæjar. Bálför Sigríðar verður í Foss- vogskirkju í dag, 11.9. 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Í dag kveðjum við Siggu frænku. Við eigum margar ljúfar minningar um Siggu en hún og mamma voru einstaklega sam- rýmdar og því búum við vel að því að hafa átt margar góðar stundir með henni. Hún var kærleiksrík og góð kona sem hefur reynst okkur og fjölskyldum okkar ómetanlega vel í gegnum árin. Hvort sem það var að baka fyrir skírn eða út- skrift eða hjálpa til með öðrum hætti þá var Sigga frænka mætt á svæðið. Sigga var mikið jóla- barn og fórum við alltaf á jóladag til hennar en þá átti hún einnig afmæli og tók hún ævinlega á móti okkur í rauðu blússunni sinni sem klæddi hana svo inni- lega vel. Sigga og Óli hafa alltaf verið með stærsta jólatréð og hlaðborð af kræsingum og eng- inn getur eldað kalkún betur en þau. Þær eru ófáar stundirnar sem við höfum átt með Siggu við eld- húsborðið í Reykásnum þar sem verið var að lita hárið á þeim systrum. Þar voru stjórnmálin rædd og lífsins gangur og þetta var hin mesta skemmtun því Sigga hafði svo sannarlega skoð- anir á hlutunum og hristi oft hressilega upp í okkur hinum. Sigga var einstaklega dugleg og hörð af sér og fór hún í gegn- um veikindi sín af miklum dugn- aði og æðruleysi. Við minnumst hennar með sorg í hjarta og þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Óli, Elva, Íris og fjöl- skyldur, Guð geymi ykkur og hjálpi í gegnum sorgina. Hlynur Freyr, Bylgja Rún og fjölskyldur. Sigríður Sæmundsdóttir Það var fjölmennt á bæjum í Hnappa- dalnum um miðja síðustu öld. Systk- inahópar voru stórir á hverjum bæ. Elstu börnin voru vaxin úr grasi þegar þau yngstu fæddust en hjálpuðu til við störfin og að afla nauðsynja sem heimilin þurftu með. Tíminn gekk sinn hring og árstíðir komu og fóru. Á vorin var sauðburður þar sem litl- ar hendur hjálpuðu til við komu nýs lífs. Vorsmölun gat verið erfið því féð leitaði í sumarhaga. En hjörðinni þurfti að ná aftur saman til að marka lömbin, sem ekki voru eyrnamerkt strax eftir burð, og til að rýja hverja kind því ullin var dýrmæt afurð. Við smölun er gott að vera sporléttur og þar naut Guðrún sín vel. Yfir hásumarið var það heyskapur, að slá heima- túnið, að þurrka og hirða töðuna sem var háð veðri og vindum. Sól- rík og þurr sumur voru unaðs- stundir en sífelldar rigningar gengu nærri bændafólki, sem vissi að á köldum og dimmum vetrum þurfti nægan forða til að allt gengi vel fram að vori. Á haustin var aft- ur smalamennska og réttastúss. Allir hlökkuðu til að fara í göngur. Réttardagar voru eftirminnilegir Guðrún Hallsdóttir ✝ Guðrún Halls-dóttir fæddist í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal 8. júní 1936. Hún lést 27. ágúst 2014. Útför hennar fór fram 5. september 2014. og ógleymanleg sjón að horfa yfir safnið sem rann í sam- felldri breiðu frá réttarstað til heima- haga. Og svo kom veturinn með bú- fjárhirðingu og önn- ur tilfallandi störf. Þá byrjaði skóla- hald, sem lengi var með farskólasniði. Börnunum var safn- að saman og kennt á bæjum til skiptis. Og það var í farskólanum sem við Guðrún Hallsdóttir, jafn- aldra mín, frænka og síðar mág- kona kynntumst best. Við voru fjögur í sama árgangi og þótti fá- mennt. Við gengum til prests fyr- ir fermingu og dvöldum nokkra daga hjá séra Þorsteini og frú Júl- íu. Að fermingu lokinni töldum við okkur til fullorðna fólksins og engin börn lengur. Við Guðrún, sem reyndar var alltaf kölluð Dúna, völdum bæði að vinna við skólastörf, hún við umsjón með matargerð og hreinlæti í Lauga- gerðisskóla en ég lauk kennara- námi og starfaði við skóla í Reykjavík. Samfundir okkar voru oft stop- ulir og þurfti alltaf eitthvert tilefni til að við hittumst. Dúna og Rögn- valdur elsti bróðir minn hófu sam- búð á miðjum aldri og áttu árekstralausa ævidaga. Heimili þeirra var afburða snyrtilegt og þau bættu hvort annað upp eins og best varð á kosið. Hún var ákveðin, hafði sterkar skoðanir og var ófeimin að fylgja þeim eftir. Hann er hæglátur, íhugull, hugsar margt en talar sjaldan af sér. Nú er hún Dúna dáin. Mér finnst að hún hafi eingöngu lifað vor og sumar. Þegar líða fór á ævi- daga kom óboðinn gestur sem margir kalla „illvígan sjúkdóm“ en aðrir krabbamein. Hún leitaði sér lækninga en ekki tókst að kveða sjúkdóminn í kútinn og dauðinn hafði sigur að lokum. Þá var sumri tekið að halla en náttúran enn í fullum skrúða. Hún valdi sér leg- stað í heimasveitinni, þótt hún hafi búið um skeið í Borgarnesi. Ég held að Guðrún Hallsdóttir hafi kvatt þennan heim sátt við allt og alla. Líf hennar fjaraði út hægt og hljótt en þjáningarlaust. Við söknum hennar og minnumst hennar með hlýju en sendum eig- inmanni, ástvinum og frændfólki innlegar samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í friði. Guðmundur Guðbrandsson. Í dag kveð ég Dúnu frænku. Það var margt sem kom upp í hug- ann þegar ég settist niður til að skrifa. Það fyrsta var brosið þitt. Minnist þess þegar ég kom í heim- sókn í Hrauntún þegar ég var krakki á leið í eða úr sveitinni að þú komst alltaf til dyranna bros- andi og kát. Það var alltaf gaman að koma til ykkar í Hrauntúnið og kíkja í fjósið. Og svo voru það stundirnar sem ég átti með þér þegar við fórum að smala saman í sveitinni, ég var litli aðstoðarsmal- inn þinn. Við spjölluðum um allt mögulegt og þú kenndir mér margt um sveitina mína. Það var ómetanlegt. Vildi að Fríða María og Íris Linda hefðu náð að kynn- ast þér betur. Ég og fjölskylda mín vottum Valda samúð okkar og biðjum guð að blessa hann í sorg sinni. Með virðingu og þakklæti kveð ég þig, elsku Dúna frænka, og bið guð um að varðveita þig. Þín frænka Hrafnhildur Sverrisdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS RAFNS EIÐSSONAR, Gullsmára 5, Kópavogi. Gyða Ingólfsdóttir og fjölskylda. ✝ STEFÁN STEFÁNSSON, Fagradal, Breiðdal, andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum sunnudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Heydalakirkju laugar- daginn 13. september klukkan 14.00. Auður Stefánsdóttir og fjölskylda. ✝ Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför RUNÓLFS INGÓLFSSONAR, Arnarbakka 6, Bíldudal. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar fyrir alúð og umhyggju í veikindum Runólfs. Guðbjörg Sigríður Friðriksdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Sigrún Theodórsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Eiríkur Sigfússon, Sigríður Sólveig Runólfsdóttir, Friðrik Runólfsson, Karin Kristjana Hindborg og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Grænumörk 2, Selfossi, lést mánudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 13. september klukkan 11.00. Aðalheiður Ólafsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðmundur Teitsson, Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Kristinn G. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurjón V. Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Magnús B. Erlingsson. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir og amma, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Engimýri 5, Garðabæ, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 15. september kl.15.00. Valdimar G. Valdimarsson, Sigríður Valdimarsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir Gilliam, Marty Gilliam, Eva Rós Valdimarsdóttir, Gréta María Valdimarsdóttir, Valdimar E. Valdimarsson, Kjetil Dybing, Ágúst Einarsson og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA SÆBERG lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 5. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 12. september kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti Alzheimer- samtökin njóta þess. Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Skúli Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Valgerður Snæland Jónsdóttir, Árni Sæberg, Margrét Sæberg Þórðardóttir,Guðmundur Hallbergsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.