Morgunblaðið - 01.10.2014, Síða 11
Nóg að gera Sigurður Þór og Ágúst Sigurjónsson svíða fýlinn.
um og hann getur valdið miklum
magaverkjum hjá þeim sem borða
hann. Þetta var kallað fýlaveiki í
Vestmannaeyjum, því þegar klett-
arnir þar fylltust af fýl upp úr alda-
mótum, um 1920, þá var hann auð-
vitað veiddur í massavís. En því
miður var allt sett í hrúgu sem hitn-
aði og Vestmannaeyingarnir sem
borðuðu hann urðu fárveikir og sum-
ir dóu. Fyrir vikið var bannað að
veiða fýl þar í mörg ár. Talið var að
fýlaveikin væri páfagaukaveiki
sunnan úr höfum en seinna komust
menn að ástæðunni.“
Skúmurinn réðst á hann
Eftir að fuglinn hefur verið lát-
inn kólna og þorna er hann reyttur,
bæði dúnn og fiður. „Fuglinn sem
við veiðum er ungur fugl, sá sem er
að fljúga í fyrsta sinn úr hreiðri út á
sjó. Það er auðvelt að ná þeim, því
þetta eru þeir fuglar sem fipast í
fluginu og detta niður og ná ekki að
fljúga til sjávar. Vargurinn þiggur
alveg að ná sér í þessa fugla, bæði
minkur og tófa, en skúmurinn og
kjóinn gera sér lítið fyrir og slá fugl-
inn niður. Ég lenti eitt sinn í því þeg-
ar ég var að veiða fýl, að þegar ég
ætlaði að taka fugl sem skúmur
hafði slegið niður, þá réðst hann á
mig. Hann ætlaði ekki að gefa bráð
sína eftir,“ segir Njörður og hlær að
minningunni.
Útvötnun í þrjá sólarhringa
Eftir að fýllinn hefur verið
reyttur er hann sviðinn, og eftir
sviðninguna eru vængir, fætur og
haus teknir af búknum. Síðan er tek-
ið innan úr honum. Að því loknu er
hann saltaður niður í tunnu.
„En hann er ekkert vondur nýr,
mér finnst hann sérstaklega góður
eftir aðeins þriggja daga söltun. En
hann geymist lengi í söltuninni,
allt að heilu ári. Eina sem þarf
að gera er að útvatna hann í
þrjá sólarhringa áður en hann
er soðinn,“ segir Njörður sem
finnst fýll mikill herramanns-
matur.
Hann segir mikla
stemningu í kringum hina
árlegu veiði og verkun fýls-
ins á haustin.
„Fólk á öllum aldri
kemur saman til að gera að
fýlnum, hjá okkur er þetta
fjölskylda og vinir og það er
gaman, handagangur í öskj-
unni. Við gerum þetta fyrir
ánægjuna og til að viðhalda hefð-
inni og kunnáttunni. Ég veit að stór-
fjölskyldur koma víða saman í fýla-
veislur þar sem allir gæða sér á
góðgætinu.“
Sviðnir fýlar Þeir eru kannski ekk-
ert augnayndi í þessu ástandi.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
örva sköpunargáfu yngstu símnot-
endanna, og benda á tækifæri til
sögumennsku og orðaleikja innan
ramma smáskilaboðanna. Nú er lag
fyrir ungt fólk að láta vaða.
Í tilefni Lestrarhátíðar í október
standa Borgarbókasafn og Vodafone
fyrir örsagnasamkeppni meðal ungs
fólks á aldrinum 10-16 ára.
Dagana 1. til 26. október verður
hægt að senda sögur í sms-
skilaboðum í númerið 901 0500.
Sögurnar mega vera að hámarki 33
orð en að öðru leyti er aðferðin frjáls.
Sögu skal fylgja nafn og aldur höf-
undar og teljast þær upplýsingar ekki
með í orðunum 33. Vodafone gefur
vegleg verðlaun sem verða veitt fyrir
þrjár bestu sögurnar í byrjun nóv-
ember. Markmið keppninnar er að
Örsagnasamkeppni fyrir ungt fólk 10-16 ára
Gaman Að semja smáskilaboðasögu.
Sendið inn
sögur í smá-
skilaboðum
viðskipti með snjöllum hugbúnaði
sem nær óslitið úr stofunni heima
inn í eldhús veitingastaðarins.
Þegar viðskiptavinurinn hefur
pantað af matseðli, á vefsíðu eða úr
appi aha.is birtist pöntunin á skjá hjá
veitingahúsinu og ráðstafanir eru
þegar gerðar til að útvega flutning
á matnum, sé heimsendingar ósk-
að. Greiðsla fyrir matinn fer fram í
appinu eða á vefsíðunni með debet-
eða kreditkorti þannig að greiðsla er
frágengin við pöntun.
Hægt er að panta af matseðlum
veitingastaðanna á vefsíðu aha:
www.aha.is sem og í appi aha.is sem
til er fyrir Android og iPhone.
Nýyrðasmíð er ævin-
lega ögrandi og
skemmtileg og nú er
heldur betur tækifæri
fyrir þá sem eru frjóir
og skapandi þegar
kemur að tungumálinu,
því þeir sem standa að
vefsíðunni aha.is opn-
uðu þar nýlega veit-
ingaþjónustu og bráð-
vantar íslenskt orð yfir
mat sem flokkast undir
það sem á ensku heitir
„Take Away“, eða mat-
ur sem fólk tekur með
sér heim eða lætur senda sér heim.
Ekkert nothæft íslenskt orð er til yfir
þetta fyrirbæri en æ fleiri taka með
sér tilbúinn mat heim. Í tilefni af opn-
un veitingaþjónustunnar efnir aha.is
til þessarar nýyrðasamkeppni og í
verðlaun er úttekt að upphæð
50.000 kr. á veitingavef aha.is og
iPhone 6. Nánari upplýsingar um leik-
inn má finna inni á heimasíðu aha.is.
Í tikynningu frá aha.is segir að hjá
veitingaþjónustunni á aha.is gefist
neytendum kostur á að velja af mat-
seðlum um þrjátíu veitingastaða,
sækja matinn eða fá sendan gegn
gjaldi. Ný þjónusta aha.is auðveldar
neytendum og veitingahúsum þessi
Verðlaun í boði fyrir vinningshafa
Girnilegt Hver vill ekki fá svona gómsæti heim?
Ertu með hugmynd að íslensku
orði yfir „Take Away“?
Ofurkrútt
Heldur betur
krúttleg há-
karlahúfa.
Rómantískt umhverfi
og steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555
Mér finnst hann sér-
staklega góður eftir
aðeins þriggja daga
söltun.