Morgunblaðið - 01.10.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 01.10.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Gler n speglar n sandblástur n slípun Sandblásummyndir og texta á spegla, lýsing á bakvið spegla afmælis afsláttur af speglum 30% Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land 45 ára framleiðsla Metfjöldi tók þátt í Hjartadags- hlaupinu sem haldið var á sunnu- dag í áttunda sinn. Rúmlega 270 þátttakendur gátu valið um að hlaupa 5 eða 10 km vegalengd. Strax í kjölfar hlaupsins var gengin Hjartaganga um Kópavogs- dal undir leiðsögn garðyrkjustjóra Kópavogs, Friðriks Baldurssonar. Dagurinn er haldinn 29. september ár hvert, en það er Alþjóðahjarta- sambandið (World Heart Federa- tion) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan. vidar@mbl.is Metfjöldi í Hjarta- dagshlaupi  Haldið í áttunda sinn hér á landi Hjartadagshlaup Metþátttaka var í Hjartadagshlaupinu og 270 mættu. WOW air mun fljúga til þriggja nýrra áfangastaða í Evr- ópu næsta vor og bæta við flugferðum til nokkurra núver- andi áfangastaða, að því er segir í fréttatilkynningu. WOW air verður með sex vélar í flota sínum en var með fjórar síðastliðið sumar. Flogið verður til Dublin þrisvar í viku frá og með 2. júní og verður borgin áfangastaður allt árið. Flogið verður á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Róm mun einnig bætast við flugáætlun í júlí og ágúst á föstudögum. Og frá 12. júní verður flogið til Billund í Danmörku á mánudögum og frá Billund á föstudögum. Upplýsingafulltrúi Wow air, Svanhvít Friðriksdóttir, segir að Írar leggi nú mikla áherslu á að flugvöllurinn í Dublin sé einn besti tengiflugvöllur Evrópu til annarra áfangastaða. Hún segir aðspurð að hjá WOW hafi menn að sjálfsögðu tekið eftir því að Ryanair fljúgi til margra áfangastaða frá Dublin en það hafi þó ekki verið aðal- atriðið. „Það var farið í óvissuferð með starfsfólkið til Dublin í síðustu viku og allir voru mjög ánægðir með að versla þarna,“ segir Svanhvít. „Þetta er skemmtileg borg og þægileg. Írar eru líka hálfgerðir frændur okkar og hafa margir áhuga á að koma hingað til lands.“ Hún segir að mjög góð sætanýting hafi verið í ferðum til og frá Mílanó sem hafi ýtt undir að Róm var bætt við næsta sumar. Munu fljúga til Dublin Morgunblaðið/Þorkell Lífleg Margir Íslendingar fóru til Dublin í verslunarferðir fyrir bankahrun.  WOW air bætir við þremur áfangastöðum næsta sumar Samninga- viðræður standa nú yfir á milli rík- islögmanns og fulltrúa Páls Sverrissonar um upphæð skaða- bóta honum til handa vegna þess að læknir nýtti sér upplýsingar úr sjúkraskrá hans. Ríkið hefur viðurkennt skaðabóta- skyldu í málinu en Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, lögmaður Páls, segir að ekki hafi neinar upphæðir verið ræddar ennþá. Upphaf málsins var það að læknir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands notaði upplýsingar úr sjúkraskrá Páls í málsvörn sinni fyrir siðanefnd Læknafélagsins. Upplýsingar úr sjúkraskránni rötuðu meðal annars í Læknablaðið og á vefsíðu félagsins, án þess þó að nafn Páls væri nefnt. Lögreglan og ríkissaksóknari létu hins vegar rannsókn á uppflett- ingum læknisins niður falla. Persónuvernd hafnaði því á dög- unum að taka kvörtun Páls vegna málsins upp að nýju. Bætur vegna flettinga í sjúkraskrá Sjúkraskrár eru viðkvæm gögn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.