Morgunblaðið - 01.10.2014, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samkomulagiðsem náðist ámilli forseta-
frambjóðendanna
tveggja í Afganist-
an, þeirra Ashrafs Ghanis og
Abdullahs Abdullahs, telst til
merkisviðburða í sögu landsins,
þar sem það greiddi leiðina fyrir
fyrstu friðsömu valdaskiptunum
í Afganistan í nærri því fjörutíu
ár. Verður samkomulagið að
teljast tímabært, þar sem
þriggja mánaða stjórnarkreppa
hafði hleypt efnahag landsins í
uppnám, auk þess sem ásakanir
um kosningasvik á báða bóga
rýrðu nokkuð gildi kosninganna
fyrir heimsbyggðinni. Enn á þó
eftir að reyna á hvort sú lausn,
að láta Ghani fá forsetaemb-
ættið og Abdullah embætti for-
sætisráðherra, muni endast.
Ekki var það síður tímabært
verk af hinum nýja forseta að
endurnýja öryggissáttmála
landsins við Bandaríkjamenn og
Atlantshafsbandalagið, en án
þessa samkomulags hefðu hinar
erlendu hersveitir þurft að yfir-
gefa landið um næstu áramót.
Fyrirrennari Ghanis, Hamid
Karzai, hafði neitað að undirrita
samkomulagið, og sagt það vera
verkefni fyrir eftirmann sinn að
undirrita það. Þráaðist Karzai
við, jafnvel þegar ljóst var að
báðir þeir sem komu til greina í
forsetastólinn ætluðu sér að
endurnýja samkomulagið. Virð-
ist sem fátt annað hafi ráðið
gjörðum Karzais en kergja hans
út í vestræna herliðið, sem þó
var helsta for-
sendan fyrir því að
Karzai héldi völd-
um sínum.
Tafirnar voru
dýrar, því að á meðan Karzai
dró það von úr viti að setja ör-
yggismál landsins í fastar skorð-
ur óx talibönum ásmegin. Bentu
fréttir um hríð til þess að þeim
kynni að takast að ná valda-
taumunum í Kabúl á nýjan leik.
Þegar kosningunum í vor lauk
án þess að sigurvegari væri ljós
nýttu þeir sér þá stöðu enn frek-
ar og sóttu hart fram á svæðum,
þar sem erlenda herliðsins naut
ekki lengur við. Nýrrar rík-
isstjórnar bíður því hið erfiða
verkefni að reyna að snúa þeirri
þróun við, með góðu eða illu.
Ghani tilkynnti í fyrstu emb-
ættisræðu sinni, að hann vildi fá
talibana að samningaborðinu og
semja við þá um varanlegan frið.
Talibanar hafa þó ekki haft
neina raunverulega hvata til
þess að sækjast eftir friði.
Hugsanlega gæti sú afstaða
þeirra breyst nú, þegar búið er
að tryggja hvort tveggja, nýja
ríkisstjórn í Kabúl og áfram-
haldandi veru vestræna herliðs-
ins næstu tíu árin eða svo. Horf-
urnar í Afganistan eru heldur
bjartari nú en fyrir fáeinum vik-
um og vonandi að Ashraf Ghani
og Abdullah Abdullah verði far-
sælli en Hamid Karzai var undir
lok síns ferils. Ekki veitir af,
enda bíða þeirra enn mikilvæg
verkefni þó að leyst hafi verið úr
þeim allra brýnustu.
Afganar búa enn við
nokkra óvissu}Dýrar tafir
Íbúar Hong Konghafa undanfarna
daga og kvöld fjöl-
mennt á götur borg-
arinnar. Þannig
hafa þeir nýtt sér
þann rétt, sem íbúar Hong Kong
hafa umfram íbúa meginlands
Kína, að mega efna til frið-
samlegra mótmæla. Kveikjan er
óánægja með tilraunir valdhafa í
Peking til þess að þjarma að lýð-
ræðinu í Hong Kong, sem átti að
heita tryggt til ársins 2047 sam-
kvæmt samningi við Breta. Lög-
reglan í Hong Kong hefur brugð-
ist hart við mótmælunum, og
beitt táragasi til að hafa stjórn á
þeim. Mótmælin hafa hlotið við-
urnefnið „regnhlífabyltingin“,
þar sem mótmælendur hafa beitt
þeim til þess að skýla sér gegn
táragasinu.
Ljóst er að kínversk stjórn-
völd eru í nokkrum vanda, þar
sem minningin frá Torgi hins
himneska friðar er enn ljóslif-
andi í hugum fólks um allan
heim. Xi Jinping hefur hins veg-
ar sýnt það í innanflokksátökum
að hann skirrist ekki við að ryðja
andstæðingum sínum úr vegi og
því gætu kínversk stjórnvöld
metið það svo að álitshnekkirinn
sem þau myndu bíða við að berja
niður mótmælin í
Hong Kong með of-
beldi yrði minni en
áhættan af því að
andófsmenn heima
fyrir fyndu til mátt-
ar síns og tækju upp á því að
hefja sín eigin mótmæli. Ólíklegt
er að kínversk stjórnvöld vilji
koma til móts við mótmælend-
urna á nokkurn hátt, og óttast
því margir Hong Kong-búar að
staða borgarinnar sem fjármála-
miðstöð sé í hættu, haldi mót-
mælin áfram.
Forsvarsmenn mótmælanna
virðast vera meðvitaðir um
þetta, og segja því að ekki megi
ganga of langt. Vonast þeir þó til
þess að fólk fjölmenni áfram og
segi stjórnvöldum hug sinn, en í
dag er þjóðhátíðardagur Kín-
verja, sem hefur mikla þýðingu
fyrir kommúnistaflokkinn kín-
verska.
Það hvernig leyst verður úr
mótmælunum kann að segja
töluverða sögu um stjórnvöldin í
Peking og hvort þar hefur eitt-
hvað breyst á síðastliðnum ald-
arfjórðungi. Ennfremur segir
það íbúum Hong Kong og um-
heiminum, þar með talið Taívan,
hvort eitthvað er að marka lof-
orðið um „tvö kerfi í einu landi“.
Mótmælin í Hong
Kong eru prófsteinn
fyrir Pekingstjórn}
Hvers mega regnhlífarnar sín?
E
in af myndunum sem sýndar eru á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík er svissneska heimild-
armyndin Thule Túvalú, sem
sýnd verður í síðasta sinn í kvöld.
Myndin fjalar um það hvaða áhrif hnattræn
hlýnum hefur á þessi samfélög, Thule á Norð-
vestur-Grænlandi (sem heitir reyndar Qaanaaq
á inuktun) og Túvalú, sem er eyjaklasi í Kyrra-
hafi, tólf þúsund kílómetra frá Thule. Við fyrstu
sýn eiga þessi samfélög ekki mikið sameig-
inlegt en hnattræn hlýnun hefur breytt lífs-
háttum í báðum samfélögum – eftir því sem ís-
inn hverfur verður erfiðara að stunda veiðar
norður undir pól og eftir sem sjávarborð hækk-
ar verður erfiðara að búa á Túvalú sunnan við
miðbaug.
Viðmælendur í myndinni eru flestir veiði-
menn og Grænlendingarnir eru ekki í vafa hvert stefnir –
þeir hafa séð ísinn þynnast á hverju ári, aukinheldur sem
hann birtist siðar og fer fyrr. Þeir taka breytingunum af
æðruleysi, enda ekki annað hægt: Ég verð ekki veiðimað-
ur eftir tíu til fimmtán ár, segir einn þeirra en sér þó ekki
fyrir hvað hann mun taka sér fyrir hendur. Á Túvalú vita
viðmælendur einnig hvað er framundan, en sumir neita þó
að horfast í augu við það: Guð mun ekki láta þetta gerast,
segja fleiri en einn íbúanna, það yrði brot á sáttmálanum
við Móses.
Ég hef áður nefnt á þessum stað að illt sé að snúa trúuð-
um, því þó þeir hafi ekki svar við rökum þá trúa þeir að
svarið sé til. Þetta blasir við þegar karpað er
við heittrúaða um hinstu rök tilverunnar, en
líka þegar öllu jarðbundnari fyrirbæri eru til
skoðunar, eins og til að mynda hnattræn hlýn-
un. Fyrir einhverjar sakir varð það nefnilega
að trúaratriði hjá ýmsum hægrimönnum að
ekkert væri að hitna, og þó það væri kannski
að hitna væri það bara allt í lagi og loks að vel
megi vera að hitnunin sé bæði mikil og hættu-
leg en um sé að kenna öllu öðru en mannkyni.
Nú finnst kannski einhverjum rangt að
flokka þá sem efast um hnatthlýnun sem trú-
menn – eru þeir ekki bara að sýna eðlilega var-
kárni? Eigum við ekki að vera tortryggin á það
sem vísindamenn segja?
Tökum undir það, lesandi góður, að rétt sé
að gjalda varhug við almæltu, en gætum líka
að því að þeir sem hafna vísindum fyrir yf-
irskilvitlega hluti eru ekki rökhyggnir heldur trúmenn og
það á svo sannarlega við þá sem hafna hnattrænni hlýnun.
Hvað myndu íbúar Thule halda ef þar birtust stjórn-
málamenn og -fræðingar og tækju að fræða þá á því að
það hafi í raun ekkert hlýnað, í raun séu menn að lesa vit-
laust af mælum, nú eða þetta sé bara náttúrleg þróun og
ekkert að óttast? Hvað ætli landflótta Túvalíngum þætti
um þá heittrúðu hægrimenn sem myndu birtast og segja
þeim að þó enn séu að koma fram afleiðingar hlýnunar og
land þeirra enn að eyðileggjast þá sé ekki bara allt í lagi,
heldur sé allt í himnalagi því heimurinn sé hættur að
hitna? arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Frá Thule til Túvalú
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
un,“ segir Bryndís. „En ég held að
þróunin úti í heimi sé í þessa átt.
Þýskaland hefur keypt gögn um
skattaundanskot en á Norðurlönd-
unum hafa menn m.a. bent á að þessi
aðferð kynni að skaða samninga við
aflandsríkin um skipti á upplýs-
ingum. Samningar séu vænlegri
leið.“
Gögn þurfa að vera ítarleg
„Hins vegar þarf alltaf að meta
þá hagsmuni sem eru undir.
Kannski eru fyrir hendi borðliggj-
andi upplýsingar þannig að auðvelt
er að sanna sök. En svo geta verið
vísbendingar um brot. Þá þarf að
skoða þetta í ljósi þess hve mikinn
mannskap og fleira af því tagi þyrfti
til að vinna úr þeim og hver líkindin
væru á að hægt væri að upplýsa
undanskot.“
Gögnin verði að vera ítarleg,
þess vegna þurfi að halda vænt-
ingum um árangur í ákveðnu hófi.
„Þó að okkur hafi tekist í
mörgum tilfellum að upplýsa
þessi mál hefur það reynst
tímafrekt og erfitt. Þau gögn
sem hafa helst komið okkur að
gagni eru þau sem hefur ver-
ið aflað í húsleit hér-
lendis. En í sumum til-
vikum höfum við þurft
að láta kyrrt liggja
vegna skorts á full-
nægjandi gögnum.“
Ljóstrað upp um
leynilega reikninga
Friðsæld Hægt er að hafa það mjög notalegt á Tortólu, einkum ef menn
eiga nóg af peningum á leynireikningi. En hvað ef Skattmann kemst í hann?
Ekki er ljóst hve mikið þarf að
greiða fyrir upplýsingarnar,
hvort það yrðu milljónir eða
tugmilljónir. Sumir heimild-
armenn blaðamanns ræða ann-
an kost: að óþekkti seljandinn
fái prósentu af því fé sem ríkið
klófesti. Bryndís Kristjánsdóttir
segir að málið sé ekki komið á
það stig að rætt hafi verið um
fjárhæðir. Útilokað sé líka að
giska á það hve mikið myndi
innheimtast með hjálp
gagnanna.
En slá megi föstu að óvenju-
mikið hafi verið um að Ís-
lendingar feldu eignir í
skattaskjólum, miðað við
aðrar þjóðir.
Hún óttast ekki að
eigendurnir bregðist nú
við með því að koma
fénu fyrir annars
staðar. Gögn sem
sýni undanskotin
muni ekki hverfa.
Fjöldi leyni-
reikninga
UNDANSKOT ÍSLENDINGA
Bryndís
Kristjánsdóttir
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Heimildarmenn segja lík-legt að íslenskum útrás-arvíkingum hafi tekistað fela milljarða króna í
erlendum skattaskjólum. Vitað er að
starfsmenn dótturfélaga íslensku
bankanna í Lúxemborg bentu mönn-
um á að þeir gætu stofnað félög sem
síðan stofnuðu leynireikninga í
skattaskjólum í Karíbahafsríkjum
og víðar. Þar væri hægt að fela fé.
Erfitt hefur reynst að rekja þessa
þræði enda aflandsríkin treg til að
veita upplýsingar.
En ýmsar upplýsingar um und-
anskot hafa verið birtar á vef rann-
sóknarblaðamanna, ICIJ. Nú gæti
farið svo að íslensk stjórnvöld
keyptu upplýsingar af óþekktum að-
ilum sem geta varpað nýju ljósi á
undanskot frá skatti.
Á síðustu árum hafa öðru
hverju borist fregnir af tilboðum
sem embætti Bryndísar Kristjáns-
dóttur skattrannsóknarstjóra hefur
fengið um kaup á slíkum gögnum um
félög og einstaklinga. Viðbrögð hafa
verið fremur dræm enda ekki einfalt
mál fyrir ríkisvaldið að kaupa gögn
sem hljóta að teljast illa fengin, í
reynd þýfi. Yrði ríkið ekki samsekt
lögbrjótnum nafnlausa og þannig
siðlaust? Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra benti í vor á að þarna
gæti verið um að ræða vafasamt for-
dæmi. Og skattrannsóknarstjóri
sagði ljóst að bæði væru kostir og
gallar við kaup af þessu tagi.
En nú er komið annað hljóð í
strokkinn, fjármálaráðherra og
þingmenn keppast við að lýsa því yf-
ir að ekki megi útiloka þennan
möguleika. Skattrannsóknarstjóri
sendi í september fjármálaráðuneyt-
inu minnisblað um málið. Bryndís
segist alls ekki taka afstöðu gegn
kaupum á þessum gögnum en hafi
hvorki lagalega heimild né fjárheim-
ildir til að taka tilboðunum. Ráð-
herra verði að taka slíka ákvörðun.
Niðurstaða embættisins sé að í
þeim „sýnishornum“ sem vænt-
anlegir söluaðilar gagnanna hafi
sent til að auka áhuga stjórnvalda
séu vísbendingar um að hægt verði
að nýta gögnin.
„Þetta er auðvitað stór ákvörð-
un og ég hef reynt að gefa ráðherra
svigrúm til að móta sína eigin skoð-