Morgunblaðið - 01.10.2014, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
✝ Sigurður Stein-þórsson fædd-
ist á Hæli í Gnúp-
verjahreppi 21.
mars 1954. Hann
lést á heimili sínu
24. september
2014.
Hann var sonur
Steinþórs Gests-
sonar, alþing-
ismanns og bónda á
Hæli, og Stein-
unnar Matthíasdóttur frá Skarði
í sömu sveit. Sigurður var yngst-
ur fimm systkina. Þau eru: Jó-
hanna, f. 27. nóvember 1938,
Gestur, f. 7. júní 1941, Að-
alsteinn, f. 6. júlí 1943, og Mar-
grét, f. 18. apríl 1946. Eiginkona
Sigurðar er Bolette Høeg Koch,
f. 14. apríl 1961 í Danmörku.
Hún fluttist að Hæli 1983 og
lauk BEd-prófi frá Kennarahá-
ráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands en tók við bú-
skap á Hæli 1. júní 1980 og bjó
þar ásamt fjölskyldu sinni alla
tíð síðan. Síðar lauk hann fram-
haldsnámi frá Hvanneyri og
Konunglega dýralækna- og
landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn. Hann beitti
sér fyrir verndun Þjórsárvera
og var mikill áhugamaður um ís-
lenska náttúru. Sigurður var
mjög virkur í félagsstarfi, helst
má nefna stjórnarsetu í Hrossa-
ræktarsambandi Suðurlands,
Búnaðarfélagi Gnúpverja,
Hestamannafélaginu Smára,
Landssambandi hestamanna,
Félagi kúabænda á Suðurlandi,
Hitaveitufélagi Gnúpverja, Ung-
mennafélagi Gnúpverja, Fjár-
ræktarfélagi Gnúpverja og Vina
Skaftholtsrétta. Hann hafði mik-
ið yndi af söng og var virkur í
kórstarfi, má þar nefna kirkju-
kór Stóra-Núpskirkju, Árnes-
kórinn síðar Vörðukórinn og
Karlakór Hreppamanna. Útför
Sigurðar fer fram frá Skálholts-
dómkirkju í dag, 1. október
2014, kl. 14.
skóla Íslands 1985.
Hún gegnir nú
stöðu skólastjóra í
Þjórsárskóla. Dæt-
ur Sigurðar og Bo-
lette eru þær: 1)
Dórótea Høeg, f. 9.
apríl 1986, dokt-
orsnemi í verkfræði
við Princeton-
háskóla í Banda-
ríkjunum. Hún er
gift Jóni Emil Guð-
mundssyni, f. 10. júlí 1985,
stjarneðlisfræðingi. 2) Helga
Høeg, f. 21. mars 1988, dýra-
læknanemi við Kaupmannahafn-
arháskóla. 3) Jóhanna Høeg, f. 4.
desember 1991, nemi í arkitekt-
úr við Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn.
Sigurður útskrifaðist sem
búfræðikandidat frá Hvanneyri
1975 og vann fyrstu árin sem
Þegar ég var 15 ára á Héraðs-
skólanum á Laugarvatni gerðist
það dag einn í mars að pabbi
hringdi til mín og færði mér þær
fréttir að ég hefði eignast lítinn
bróður nóttina áður. Mér og vin-
konum mínum þótti það dálítið
sérstakt að eignast systkin á þess-
um aldri, en það er skemmst frá að
segja að þessi drengur varð mér,
systkinum mínum og foreldrum
mikill gleðigjafi. Hann var glað-
lyndur fjörkálfur og eins og stend-
ur í Heilræðavísum sr. Hallgríms:
„Lítillátur, ljúfur og kátur“.
Magga systir mín, 8 ára gömul,
fékk þarna í hendurnar lifandi
dúkku og útrás fyrir sinn alkunna
áhuga á börnum. Milli þeirra
spannst þráður sem entist þeim
báðum ævina og styrkur þess
þráðar sannaðist best þegar mest
bjátaði á í lífi beggja. Mamma og
pabbi fengu inn í líf sitt óvæntan
sólargeisla sem varð þeim undan-
tekningarlaust til gleði og lífsfyll-
ingar. Umhyggja hans fyrir þeim
átti sér engin takmörk.
Fljótt kom í ljós að guð hafi gef-
ið Sigga margar góðar vöggugjaf-
ir. Hann söng eins og engill og litla
svipbrigðaríka andlitið hans gaf til
kynna að þar var leikari á ferð.
Ánægja hans af að umgangast
skepnur, áhuginn á búskapnum og
ástin á heimahögunum, allt lagði
þetta grunn að lífsstarfi hans og
lífshamingju.
Þegar við svo á fullorðinsárum
vorum bæði sest að í sveitinni urð-
um við í viðbót við systkinaþelið
vinir og samstarfsmenn í leik og
starfi. Margt var brallað í söng og
leiklistarstandi og það get ég sagt
með sanni að það var ekki leiðin-
legt samstarf.
Þegar Siggi tók við búinu á
Hæli og var að bíða eftir fallega
konuefninu sínu, henni Bolette,
sem var úti í Danmörku að leggja
grunn að búsetu sinni á Íslandi
var ég svo heppin að geta lagt hon-
um lið við heimilishaldið á Hæli í
tvö sumur. Börnin mín þrjú voru
þar líka, Steinþór 15 ára vinnu-
maður og Freyja og Steinunn kúa-
rektorar og snúningastelpur.
Þetta var afar góður tími fyrir
okkur öll. Það var t.d. rekið á fjall
eins og í gamla daga, það var mik-
ið ævintýri og allir tóku þátt.
Siggi var ungur og frískur og
skemmtilegur húsbóndi. Hann
hafði gaman af að smástríða
krökkunum öllum til gamans.
Steinunn, sem var spretthörð á
eftir lambánum og var stundum
látin prófa rafmagnsgirðingarnar
á eigin skinni, gekk hjá Sigga und-
ir nafninu Steinka stálfjöður.
Hann var ákaflega vinnusamur og
duglegur og brennandi af búskap-
aráhuga. Með honum var sjálfsagt
að vinna vel enda var oft gleði og
ánægja að dagsverki loknu.
Svo kom hún Bolette til hans.
Gagnkvæm ást þeirra og ánægja
hvort með annað duldist engum.
Saman byggðu þau svo upp sitt
fallega heimili og glæsilega bú.
Þegar Dóra, Helga og Jóhanna,
frábæru dæturnar þrjár komu til
sögunnar þá var stolt og gleði
Sigga fullkomin. Samheldni þeirra
og umhyggja hvort fyrir öðru var
alltaf mikil og aldrei meiri en í
raunum undanfarinna vikna,
raunum sem enginn ætti að þurfa
að horfast í augu við.
Miklar þakkir, og ótal góðar
minningar fylgja mínum elskaða
bróður til æðri heimkynna.
Nanna.
Ég var níu ára gamall þegar at-
vinnuþátttaka mín hófst. Sumarið
1966 réð ég mig sem kaupamann
hjá Steinþóri föðurbróður mínum,
Steinunni konu hans og Aðalsteini
syni þeirra, en þau bjuggu fé-
lagsbúi á Hæli í Gnúpverjahreppi.
Herbergisfélagi minn næstu
sex sumur var Siggi frændi minn,
tveimur árum eldri en ég, sem ég
leit mikið upp til. Við sváfum í
STP-herberginu en það var engin
tilviljun að kappsfullir dráttar-
vélaökumenn merktu híbýli sín
hágæða mótorolíu sem einkum
var notuð á kappakstursbíla.
Þarna var frændsemin efld og
ævarandi vinátta myndaðist. Unn-
ið var frá 7 á morgnana til a.m.k. 8
á kvöldin eins og gengur til sveita.
Í minningunni var alltaf sólskin,
líka þegar rigndi.
Stuttu eftir að Siggi tók við bú-
rekstri á Hæli kynntist hann sinni
glæsilegu og góðu konu, Bolette.
Hún kom með ferska vinda frá
Danmörku inn í líf Sigga. Saman
stofnuðu þau fallegt heimili og
eignuðust 3 bráðefnilegar dætur.
Við áttum margt sameiginlegt og
nutu dætur okkar þess að fá að
dvelja við leik og störf hjá þeim í
nokkrar vikur á sumrin. Siggi og
Bolette voru sannkallaðir höfð-
ingjar heim að sækja og veislur
sem haldnar voru í vesturbænum
á Hæli voru í senn glæsilegar og
höfðinglegar þar sem glaðværð,
mikill söngur og tónlist voru alltaf
til staðar.
Ég vil einnig nota tækifærið að
þakka kærlega fyrir alla þolin-
mæðin og hjálpsemina, sem faðir
minn Hjalti, naut alla tíð meðan
hann var með féð sitt á Hæli.
Hjálpsemin við gegningar, hey-
skap, smölun, sauðburð og annað
sem til féll við búskapinn í Mið-
nesi, var einstök og alls ekki sjálf-
gefin.
Elsku Bolette, Dóra, Helga og
Jóhanna, ykkar missir er mikill
við fráfall Sigga. Ég get eiginlega
ekki lýst í orðum mannkostum
hans. Frábær bóndi, yndislegur
persónuleiki, afburða fjölskyldu-
maður, frábær söngmaður og
lengi enn er hægt að telja upp
hans fjölmörgu mannkosti.
En lífið heldur áfram. Elsku
Bolette, okkar heimili stendur þér
og dætrum þínum alltaf opið. Við
erum alltaf til taks, eins og áður,
og ræktum vináttuna áfram.
Við viljum votta öllum aðstand-
endum innilegrar samúðar við frá-
fall Sigurðar Steinþórssonar.
Gestur, Sólveig og dætur.
Vinur okkar kær og frændi,
Siggi á Hæli, hefur kvatt okkur.
Það var ótímabært. Eftir sitjum
við öll hnípin. Hann var fæddur á
Hæli, yngstur fimm systkina. Síð-
ast töluðum við saman í Hælis-
dilknum á réttardaginn 12. sept-
ember í okkar kæru
Skaftholtsréttum. Sú fornfræga
rétt hrundi nánast til grunna í jarð-
skjálftunum árið 2000. Í endurgerð
réttanna sat Siggi í framkvæmda-
stjórn ásamt fjalldrottningu og
þeim er þessar línur ritar. Hann og
hans fjölskylda voru mjög dugleg
og ósérhlífin í þeirri vinnu, lögðu
margsinnis til vélar og tól og
vinnufúsar hendur. Siggi stýrði
með myndarbrag fjölmennri sam-
komu við endurvígslu réttanna fyr-
ir fáum árum.
Siggi stóð fyrir myndarbúi á
Hæli, með blandaðan búskap, stórt
og afurðasamt kúabú, fjárbúskap-
urinn var honum hugleikinn, enda
fjárglöggur maður. Hann var alinn
upp í góðum reynsluskóla foreldra
og systkina, aflaði sér víðtækrar
þekkingar og menntunar á Hvann-
eyri og síðar við Háskóla í Dan-
mörku. Föðurbróðir hans og
tengdafaðir minn, Hjalti, voru nán-
ir í fjárbúskapnum, sameiginleg
tún og fjárhús í Miðnesi, en svo
nefndi Hjalti athvarf sitt á Hæli.
Það fór vel á með þeim frændum í
þessu stússi, víðtæk þekking
beggja og aðdáunarvert var hve
skilningsríkur og hjálpsamur Siggi
var frænda sínum þegar halla tók
ævi hans og kraftar dvínuðu. Fjöl-
skylda okkar stendur þar í mikilli
þakkarskuld við Sigga og fjöl-
skyldu hans.
Hestamennskan á Hæli hefur
lengi verið umfangsmikil, forysta í
samtökum hestamanna, kynbóta-
starf hefst með Skugga frá Bjarna-
nesi, kornungum, sem Steinþór
tamdi. Hestaeign og hestanotkun
þar hefur alltaf verið mikil, smölun
og fjallferðir, áður við önnur bú-
störf og til frístunda. Öll er fjöl-
skylda Sigga hestelsk, keppti á
mótum og reið mikið út, fríður
flokkur. Mér er ekki grunlaust um,
að hesturinn íslenski hafi dregið
Bolette til Íslands. Hér hefur að-
eins verið rætt um bóndann Sigga
og drenginn góða en hann átti líka
mjög öfluga fjölskyldu, þrjár efni-
legar dætur sem nú eru allar í
framhaldsnámi erlendis og móðir-
in skólastjóri í sveitinni.
Við Magga vottum Bolette,
dætrum, tengdasyni og ættingjum
dýpstu samúð við fráfall þessa
góða drengs. Vertu ætíð Guði fal-
inn kæri vinur.
Margrét og Kristján
Guðmundsson.
Það er bæði ótrúlegt og ósann-
gjarnt, ég tala ekki um sorglegt að
vera að skrifa minningarorð um
hann Sigga frænda minn. Við
fæddumst sama ár og ólumst upp
nánast á sama heimilinu fyrstu 15
ár ævi okkar. Þess vegna var Siggi
ekki bara frændi heldur besti vin-
ur og nánast eini leikfélagi minn.
Við fundum oft upp á allskonar
leikjum, því ekki var mikið til af
leikföngum á okkar heimilum. Við
áttum leggjabú sem við lékum oft
í. Það var skammt frá bænum nán-
ar tiltekið austan í Grófarásnum.
Eitt sinn þegar við vorum þar við
leik vorum við svo niðursokkin að
við gleymdum stund og stað og var
farið að leita að okkur og hringt á
næstu bæi til að gá hvort við hefð-
um komið þar. Ég átti dúkkulísur
sem mér þóttu mjög spennandi,
Siggi gaf það aldrei upp hvað hon-
um fannst um þær en ósjaldan vor-
um við í dúkkulísuleik. Og
skemmtum okkur konunglega,
alla vega fannst mér það svo þegar
þeim leik lauk var farið í hestaleik.
Þegar ég hugsa til baka var Siggi
mun virkari í þeim leik. Í minning-
unni fannst mér alltaf jafnræði hjá
okkur, þó man ég eftir að mæður
okkar töluðu um að Siggi hefði ein-
stakt lag á mér. Það var mikið af
börnum á heimilum okkar á sumr-
in og um hátíðar. Aðallega voru
þetta barnabörn ömmu okkar. Við
vorum fjögur yngst, við Siggi,
Unnur Hjalta og svo Deddi Hjalta
sem var sá yngsti. Við vorum köll-
uð litlu krakkarnir af þeim eldri.
Það var margt brallað, ótal ævin-
týri sem við lékum og lentum í.
Skriðum upp á fjósloft sem mátti
alls ekki, við gætum bæði meitt
okkur og skemmt loftið. Við vild-
um vera alvörufólk og stofnuðum
leynifélag sem stóru krakkarnir
vissu ekki um. Unnur sú elsta og
reynslumesta lagði línurnar strax
á stofnfundinum og hljóðaði það á
þennan veg. „Ég pant vera gjald-
keri, ritari og formaður, Dísa og
Deddi í stjórn og Siggi fundar-
stjóri“ Þannig var skiptingin og
allir sáttir. Það var ekki bara
þarna sem Siggi var stjóri eða sá
stærsti. Þegar skólagangan hófst
var Siggi alltaf með hæstu ein-
kunnirnar, skrifaði best, hljóp
hraðast, söng og lék best enda var
hann aðalleikarinn í öllum leikrit-
um í skólanum og síðar í sveitinni.
Fyrsta árið okkar í Reykjavík vor-
um við saman í bekk og gengum
yfirleitt alltaf saman í skólann. Í
minningunni voru fyrstu 15 árin
okkar Sigga svona yndisleg í leik
og starfi með foreldrum, systkin-
um og frændfólki. Svo tók eitt við
af öðru, framhaldsskólaganga,
vinna, stofnun heimilis og barn-
eignir. Siggi var alltaf á sérstökum
stalli hjá mér. Maður sem bar af þó
að hann yfirleitt léti lítið fyrir sér
fara. Sigga tókst það sem flestir
stefna að. Kynntist yndislegri
konu, átti með henni þrjár frábær-
ar dætur, átti sínar hugsjónir og
skilur eftir sig góðan farveg. Ég
sendi Bolette og dætrum mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Með ríku
þakklæti fyrir samfylgdina.
Þórdís Einarsdóttir.
Það er sárt að kveðja Sigga,
frænda minn á Hæli. Margar af
mínum dýrmætustu æskuminn-
ingum eru úr sveitinni á Hæli þar
sem ég dvaldi nær öll sumur sem
barn og fram á unglingsár. Á
hverju vori fylltist ég eftirvænt-
ingu og iðaði í skinninu að komast í
sveitina til Sigga og Bolette. Þar
fengum við frænkurnar frelsi til að
vera börn, leika okkur og hafa
gaman en lærðum jafnframt heil-
mikið um lífið og tilveruna.
Á okkar yngri árum fór mestur
tími okkar frænknanna í útreiðar,
leiki og annað skemmtilegt sem
hægt var að bralla í sveitinni. Eftir
því sem við eltumst fórum við að
geta hjálpað meira til á bænum og
voru okkur fengin hin ýmsu verk-
efni sem við leystum alla jafna vel
af hendi, undir dyggri leiðsögn
Sigga frænda. Það var lítið mál að
vinna fyrir Sigga þar sem hann var
sanngjarn yfirmaður, léttur í lund,
ljúfur og kátur. Það var aldrei
langt í glens og gaman þegar Siggi
var nálægt og á ég til dæmis ótal
skemmtilegar minningar úr fjós-
inu á Hæli þar sem hann söng og
lék heilu leikþættina með okkur
frænkunum, með miklum tilþrif-
um, meðan á mjöltum stóð.
Siggi og Bolette tóku mér alltaf
opnum örmum, voru mér góð og
létu mér líða eins og heima hjá
mér á Hæli. Fyrir það, ómetan-
lega vináttu og allt það sem þau
hafa kennt mér er ég óendanlega
þakklát.
Það er sárt að kveðja en minn-
ingin um yndislegan mann lifir
áfram.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
til Bolette, Helgu, Dóru og Jó-
hönnu.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Kristín Gestsdóttir.
Hann hvarf oss í rökkrið, heimtur af
óvæntu kalli,
og heiðar og runnar og lækir minning
hans geyma,
störin og fífan, blundandi blóm á fjalli,
bláklukkan smá á þúfnakollunum heima.
(Ólafur Jóh. Sig.)
Tilhugsunin um að Siggi frændi
sé ekki lengur á meðal okkar á eft-
ir að taka tíma að venjast. En
minningarnar um þennan fríska,
glaðværa og góða dreng sem
gæddur var svo mörgum eftir-
sóknarverðum mannkostum ylja
okkur nú þegar við kveðjum hann
svo alltof, alltof snemma.
Siggi hefur verið hluti af lífi
okkar alla tíð, ekki bara sem kær
móðurbróðir, heldur hefur hann
staðið okkur ennþá nær, enda við
á ýmsum tímum búið undir sama
þaki og deilt heimili. Heimilið og
fjölskyldan er sennilega það sem
hverjum manni er mikilvægast,
sérstaklega þegar eitthvað bjátar
á. Að hafa skjólið og væntumþykj-
una þegar svo virðist sem heim-
urinn sé að hrynja er ótrúlega
dýrmætt. Þetta skildi Siggi vel.
Þegar stór áföll hafa dunið á okkar
fjölskyldu var Siggi alltaf nærri og
studdi okkur á allan mögulegan
hátt. Traustur og nærgætinn stóð
hann þétt við hlið systur sinnar,
var hennar hægri hönd og, eins og
hún hefur sjálf sagt, sú vinstri
líka. Hann umvafði okkur krakk-
ana kærleika og studdi okkur á
allan hátt með ráðum og dáð og
hans ljúfa lund, hlýja og glaðværð
gerði nærveru hans einkar þægi-
lega og eftirsóknarverða. Stuðn-
ingur hans, staðfesta og fórnfýsi
gerði það að verkum að það sem
var okkur dýrmætast á erfiðum
tímum glataðist ekki og skjólið
mikilvæga stóð. Fyrir þetta verð-
ur seint fullþakkað. Og nú þegar
hann er sjálfur fallinn frá og við
lítum yfir farinn veg sést vel að í
öllu því sem hann gerði fyrir okk-
ur birtust hans sterku karakter-
einkenni sem hann hélt fram á síð-
ustu stundu. Hann var
einstaklega vel gerð manneskja
og erum við í hópi þeirra lánsömu
sem fengu að njóta hans góðu
mannkosta, sem höfðu mótandi
áhrif á okkur. Það sem hann hefur
gert fyrir okkur í gengum tíðina
er ekki hægt að ætlast til af nokkr-
um manni en hann gerði það í ein-
lægni og af æðruleysi og studdi
okkur á einstakan hátt á við-
kvæmum og erfiðum tímum. Um-
hyggja hans sem við nutum mun
aldrei gleymast.
Þrátt fyrir að vera nú fallinn
frá, með svo margt óupplifað, var
Siggi gæfusamur maður. Hann
kynntist Bolette og saman eign-
uðust þau þrjár yndislegar dætur
og gott heimili, sem var hans at-
hvarf og skjól fram á síðasta dag.
Hann var einstaklega góður eig-
inmaður og faðir sem gaf sínum
nánustu ómælda ást og umhyggju
og það veganesti sem í því felst er
ómetanlegt.
Elsku Bolette, Dóra, Jón Emil,
Helga og Jóhanna; missir ykkar
er mikill og hugur okkar allra er
hjá ykkur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, sem fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við kveðjum kæran frænda og
vin með sárum söknuði og ein-
lægu þakklæti fyrir alla hjálpina,
vináttuna, kærleikann og um-
hyggjuna sem hann sýndi okkur
alla tíð. Að því munum við búa alla
ævi.
Blessuð sé minning Sigga
frænda.
Systkinin í Háholti,
Steinþór Kári, Sigurður,
Birna, Bjarni og
Ragnheiður.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er stund sem ég átti með
Sigga frænda. Ég man eftir að
hafa verið á ganginum á Hæli á
sólbjörtum degi og Siggi kraup
hjá mér, brosti og gaf mér mynda-
kubba sem ég hélt alltaf mikið
upp á. Ég hef sennilega verið
þriggja eða fjögurra ára. Minn-
ingar mínar um Sigga síðan þá
hafa verið margar og allar góðar.
Flestar eru frá því ég var á Hæli
eftir að hann tók við búinu þar.
Ég man hvað ég var stolt þegar
ég hafði verið mikið á Hæli og
þekkti Vesturbæjarkindurnar í
réttunum með því einu að líta á
þær. Þegar ég sagði Sigga frá
þessu, leit hann kankvís á mig og
skildi algjörlega ánægjuna sem í
því fólst. Og þegar hestaæðið náði
hámarki á unglingsárunum lánaði
Siggi mér hesta heilu veturna. Ég
held að fátt hafi glatt mig meira
um ævina.
Siggi kenndi mér ýmislegt um
lífið þegar ég var á Hæli. Hann
var ósérhlífinn og ætlaðist til að
aðrir væru það líka, en þó nálg-
aðist hann lífið af nærgætni og
skilningi. Ég man þegar við tvö
fórum að líta eftir ám sem voru
nýbornar. Þegar við komum að
þeim hafði hrafn komist í lömbin.
Þetta var ljót sjón og hann sendi
mig burtu til að hlífa mér við
henni. Hann kenndi mér að bera
virðingu fyrir dýrunum og tala
um og fara með þau af nærgætni.
Svona var Siggi, sterkur, blíður
og umhyggjusamur allt í senn.
Þetta einkenndi hann alla ævi og
hvernig hann kom fram við alla,
bæði menn og dýr.
Ég verð Sigga frænda alltaf
þakklát fyrir að leyfa þessari
borgarstelpu að upplifa sveitalíf-
ið, það er reynsla sem hefur mót-
að mig og verður mér alltaf dýr-
mæt.
Siggi skipaði stóran sess í
hjarta mér þegar ég var lítil og
gerir enn. Það er erfitt að sætta
sig við að fá ekki að hitta hann
framar og að hann hafi verið tek-
inn svo snemma frá fólkinu sínu.
En það er huggun til þess að vita
að ég held að Siggi hafi varið lífinu
nákvæmlega eins og hann hefði
helst kosið. Ég held að ekkert
hefði getað fært honum meiri
hamingju en að vera bóndi á Hæli,
byggja upp fallegt heimili og
myndarlegt bú með Bolette sinni,
umvafinn stelpunum þeirra þrem-
ur, Dóru, Helgu og Jóhönnu. Mér
þótti alltaf vænt um þegar ég sá
þennan sterka og ósérhlífna
bónda horfa fullan ástúðar á
stelpurnar sínar eða tala stoltur
um þær, hvort sem þær voru að
sinna bústörfum, tónlist, námi eða
öðru sem hefur leikið í höndum
þeirra. Það fór ekki fram hjá nein-
um að þarna var samhent fjöl-
skylda og að Siggi og Bolette
bjuggu stelpunum sínum ástríkt
heimili og studdu þær í alla staði.
Elsku Bolette, Dóra, Helga og
Jóhanna. Þið voru ljósin í lífi
Sigga og fyrir það er ég svo þakk-
lát. Ég er líka þakklát fyrir að þið
eigið hver aðra að og fyrir ómet-
anlegar minningar um eiginmann
og föður sem sannarlega átti fáa
sína líka. Hugur minn er hjá ykk-
ur.
Steinunn Gestsdóttir.
Sigurður
Steinþórsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Steinþórsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.