Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Erfitt að manna viðbragðsteymi
Óeðlilegt ef aðstandendum væri sama, segir yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans
Jón Pétur Jónsson
Stefán Gunnar Sveinsson
Verið er að setja saman sérstakt við-
bragðsteymi lækna og hjúkrunar-
fræðinga sem ætlað er að bregðast
við ef sjúklingur með ebólu kemur til
landsins. Teymið er ekki tilbúið, og
er verið að vinna að því að fjölga
hjúkrunarfræðingum í hópnum.
Nokkrir bættust við hópinn í gær
eftir kynningarfund en „betur má ef
duga skal,“ segir Ólafur Guðlaugs-
son, yfirlæknir sýkingavarnadeildar
Landspítalans, í samtali við mbl.is.
Markmiðið er að setja saman um
20 manna hóp, talan er aðeins ákveð-
ið viðmið að sögn Ólafs en betra sé að
þjálfa fleiri heldur en færri. Hann
segir að búið sé að fá að mestu þá
lækna sem þarf í hópinn en nú sé
unnið að því að fá fleiri hjúkrunar-
fræðinga til þátttöku.
Ólafur bendir á að ebólusmitaður
einstaklingur geti dúkkað upp hvar
sem er, t.d. í flugvél eða á næstu
heilsugæslustöð. „Þá þarf fólk að vita
hvað það á að gera og hvernig það á
að bregðast við. Það er eiginlega það
sem þetta teymi gengur út á.“ Til-
gangurinn sé m.a. sá að starfsmenn
spítalans séu vanir því að vinna með
sérstakan hlífðarfatnað og þekki alla
verkferla. Landspítalinn vilji vera í
stakk til þess búinn komi sýktur ein-
staklingur til landsins.
Gengur ekki upp að neyða fólk
Ólafur segir að æskilegt væri að fá
reynslumikla hjúkrunarfræðinga í
teymið, sem byðu sig sjálfviljugir
fram, en í augnablikinu yrði öllum
fagmenntuðum einstaklingum tekið
fagnandi.
Spurður um það hvort aðstand-
endur heilbrigðisstarfsfólks hefðu
áhyggjur af því að það gengi til liðs
við hópinn sagði Ólafur að það væri
óeðlilegt ef aðstandendum væri
sama. Hins vegar myndi aldrei
ganga upp að þrýsta á starfsfólk um
að ganga í teymið. „Þetta er eins og
með björgunarsveitir, hversu góður
björgunarmaður værirðu ef þú værir
píndur upp á fjöll?“ sagði Ólafur.
Mjög krefjandi verkefni
Sigríður Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít-
alanum, segir að verkefnið sé mjög
krefjandi og að fólk þurfi að vega og
meta af yfirvegun hvort það treysti
sér til þess að taka verkefnið að sér.
„Við erum að reyna að vanda okkur
við þá vinnu og sinna henni vandlega
og af yfirvegun,“ segir Sigríður. Að-
alatriðið sé að þarna fáist gott fólk
sem treysti sér til starfans.
AFP
Læknar í Líberíu Hlífðarbúnað þarf
þegar ebólusjúklingum er sinnt.
Vetrarfrí hefst í flestum grunn-
skólum á höfuðborgarsvæðinu á
morgun og stendur fram á þriðjudag.
Flest frístundaheimili verða einnig
lokuð. Ragnar Árnason, forstöðu-
maður vinnumarkaðssviðs Samtaka
atvinnulífsins, gagnrýnir þetta fyr-
irkomulag, þar sem þörfum atvinnu-
lífsins er ekki mætt. Auk þess er for-
eldrum komið í erfiða stöðu. Soffía
Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístunda-
mála hjá skóla- og frístundasviði
Reykjavíkurborgar, segir hins vegar
að tilgangurinn sé að stuðla að auk-
inni samveru fjölskyldunnar og að
borgin hafi skipulagt viðburði til þess
að fjölskyldur geti gert sér glaðan
dag um helgina án þess að það kosti
nokkur fjárútlát.
Vetrarfrí
að hefjast
Heldur hlýnar í
veðri þegar líður
á vikuna. Veð-
urstofan spáir 3
til 10 stiga hita
um helgina og að
mildasta veðrið
verði vestantil.
Hæg austanátt
verður í dag en
heldur herðir á
henni á föstudag
og um helgina. Eitthvað verður um
skúrir næstu daga og rigning um
helgina. Íbúar á vestanverðu landinu
sleppa þó að mestu við úrkomu.
Útlit er fyrir hvassa norðaustan-
átt með rigningu eða slyddu á Norð-
vesturlandi eftir helgi. Hægari vind-
ur annars staðar og úrkomulítið.
Kólnar smám saman.
Hlýnar í
veðri – í bili
Leikur Ágætis veð-
ur er framundan.
Á Vöglum og í Hvammi má sjá myndarlega við-
arstafla efir grisjun í skóginum í sumar og haust.
Á komandi vikum munu vegfarendur sjá fjöl-
marga fullhlaðna timburbíla á vegum landsins
með verðmæti úr íslenskum skógum til notkunar
hjá Elkem í Hvalfirði. Á mánudag hófst akstur
úr Vaglaskógi og áætlað er að farnar verði alls
um 30 ferðir.
Úr Stálpastaðaskógi verða fluttir yfir þúsund
rúmmetrar af timbri í haust og yfir 800 rúm-
metrar úr Vaglaskógi. Á þessum stöðum hafa
stærstu grisjunarverkefnin á vegum Skógrækt-
ar ríkisins verið unnin í ár. Einnig hefur verið
unnið að grisjun í skógum skógarbænda og ann-
arra skógareigenda, t.d. lét Skógræktarfélag
Eyfirðinga grisja um 200 rúmmetra viðar.
Skógræktin hefur látið prenta vígorð á stóra
borða sem settir verða á viðarflutningabíla á
næstunni. Á þessa átta metra borða verður letr-
að: „Úr skógunum okkar“ og „Íslensk skógar-
auðlind“. Þetta er gert til að vekja athygli á því
að skógarauðlindin sé farin að skila verðmætum.
Grisjunin hefur einkum verið unnin á vegum
Kristjáns Más Magnússonar. aij@mbl.is
Skógurinn farinn að skila verðmætum
Ljósmynd/ Pétur Halldórsson
Spáð í viðinn á Vöglum Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Guðni Þorsteinn Arnþórsson aðstoðarskógarvörður, Jón Loftsson skógræktarstjóri
og Rúnar Ísleifsson skógarvörður virða fyrir sér stafla af nýgrisjuðu lerki í Vaglaskógi, en þar var unnið af krafti að grisjun í sumar og haust.
Fjöldi fullhlaðinna timburbíla á vegum landsins á næstu vikum
Gera má ráð fyrir mikilli umferð á
veginum fyrir Hvalfjörð um helgina,
en sem kunnugt er verða jarðgöng-
in undir fjörðinn lokuð frá klukkan
sex á föstudagskvöld til sex á mánu-
dagsmorgun vegna malbikunar-
framkvæmda. Ekki hefur áður kom-
ið til þess að göngunum hafi verið
lokað í jafnlangan tíma frá því að
þau voru opnuð í júlí 1998.
Um síðustu helgi, það er frá
föstudagskvöldi til mánudagsmorg-
uns, eða nákvæmlega sama tíma og
göngin verða lokuð nú, fóru þar í
gegn 11.705 bílar. „Yfirleitt losa
helgar á þessum tíma árs rúmlega
ellefu þúsund bíla,“ sagði Marinó
Tryggvason, öryggisfulltrúi hjá
Speli, í samtali
við Morgunblaðið
í gær. Í því sam-
bandi má benda á
að helgina 18. til
21. október í
fyrra, sömu helgi
og nú er um að
ræða, fóru 11.593
bílar um göngin.
Leiðin fyrir
Hvalfjörð er 61
kílómetri þar sem farnar eru brekk-
ur, beygjur og um hlíðar. Leiðin
þykir almennt falleg. Áður voru
þrjár vegasjoppur á svæðinu:
Botnsskálinn, Miðsandur og Fer-
stikla. Nú er aðeins sú síðastnefnda
eftir og sú er raunar aðeins opin yfir
sumarið. Í dag eru á svæðinu hótel,
ferðaþjónusta á bænum Bjarteyjar-
sandi og á Hlöðum rekur Guðjón
Sigmundsson, best þekktur sem
Gaui litli, Hernámssetrið, safn þar
sem brugðið er ljósi á umsvif banda-
manna á þessum slóðum í síðari
heimsstyrjöld. Þá rekur Gaui kaffi-
húsið Hvíta fálkann og verður það
opið um helgina.
„Það munu sjálfsagt margir
stoppa hér um helgina, þótt ómögu-
legt sé að spá nokkuð um hver fjöld-
inn verður. En ég ætla að hræra
deig og sletta í form og sennilega
líta fleiri inn um helgina en endra-
nær.“ sbs@mbl.is
Búist við 11 þúsund bílum fyrir fjörð
Hvalfjarðargöngin verða lokuð frá föstudagskvöldi til mánudags Gaui litli slettir í form á Hlöðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Miðsandur Margt að sjá í Hvalfirði sem er í alfaraleið um næstu helgi.
Guðjón
Sigmundsson