Morgunblaðið - 16.10.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Vatnsskortur er ekki eitt af þvísem hefur háð Íslendingum
sérstaklega í gegnum tíðina. Og eft-
ir að menn lærðu að leiða heitt og
kalt vatn beint úr náttúrulegum
uppsprettum og inn í hús hafa Ís-
lendingar getað
fengið sér vatnsglas
eftir þörfum, hitað
upp heimili sín og
jafnvel þvegið bílinn
athugasemdalaust.
Svo hafa landsmenn
jafnvel búið við
þann lúxus að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því að skella sér í heita
sturtu á köldum vetrarmorgnum
eða dvelja drjúga stund undir bun-
unni. Og bunan hefur mátt vera
býsna vatnsmikil án þess að hið op-
inbera geri við það athugasemdir
eða reyni yfirleitt að snuðra um
baðferðir landans.
Nú er þetta að breytast.
Þökk sé Evrópusambandinu ogafar takmörkuðum vilja ís-
lenskra ráðamanna til að undan-
skilja Ísland vitlausustu og þarf-
lausustu tilskipunum sambandsins,
er þess skammt að bíða að lands-
menn þurfi að láta sér lynda að
þrífa sig framvegis í vatnssparn-
aðarsturtum í boði Evrópusam-
bandsins.
Hér er nefnilega ætlunin að takaupp tilskipun um sturtuhausa
sem hindra vatnsflæði þannig að Ís-
lendingar „sói“ ekki vatninu sínu en
fari sparlega með það eins og sums
staðar er þörf á í öðrum ríkjum.
Og þegar menn stíga út úr vatns-skertri sturtunni geta þeir
glaðst yfir því að ryksuga heimilið
með rafmagnsskertri ryksugunni
af því að í Evrópusambandinu vilja
menn ofstýra og búa ekki við þær
náttúruauðlindir sem hér er að
finna og hafa ekki haft rænu á að
tryggja orkuöryggi.
Sturtuhausverkur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.10., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 1 alskýjað
Nuuk 5 skúrir
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 13 heiðskírt
Brussel 13 skýjað
Dublin 12 skúrir
Glasgow 12 léttskýjað
London 15 skýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 13 skýjað
Berlín 16 skýjað
Vín 17 skýjað
Moskva 8 þoka
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 16 alskýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 23 léttskýjað
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 11 léttskýjað
Montreal 18 alskýjað
New York 23 alskýjað
Chicago 12 súld
Orlando 25 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:22 18:06
ÍSAFJÖRÐUR 8:33 18:04
SIGLUFJÖRÐUR 8:16 17:47
DJÚPIVOGUR 7:53 17:34
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það hefur verið lítið að hafa til þessa en við feng-
um þó um 320 tonna hol nú í morgun. Þetta fer
vonandi að hressast,“ sagði Guðlaugur Jónsson,
skipstjóri á Ingunni AK, undir hádegi í gær. Þeir
voru þá að kasta aftur á miðunum djúpt í Kolluál
út af Breiðafirði í leit að íslenskri sumargotssíld.
Hann sagði að skipin sem hefðu fyrst komið á
miðin í byrjun mánaðarins hefðu leitað fyrir sér
inni á Breiðafirði með litlum árangri. Síldin virtist
ekki hafa gengið þangað eins og hún hefur gert
síðustu ár, hvað sem síðar yrði þegar liði á haust-
ið. Skipin hafa leitað fyrir sér í Jökuldýpi og
Kolluál, en þau eru með flottroll á þessum miðum.
Inni á Breiðafirði, oft á grunnsævi nálægt Stykk-
ishólmi, er hins vegar notuð nót við veiðarnar.
Ingunn kom á miðin á mánudagskvöld og var
einskipa á miðunum í gær, en skip frá HB Granda,
Síldarvinnslunni og Skinney-Þinganesi eru byrjuð
veiðar á sumargotssíldinni. Á heimasíðu Síldar-
vinnslunnar kemur fram að Börkur NK var í gær
á leið til Neskaupstaðar með 1.400 tonn af ís-
lenskri sumargotssíld, sem veiddist 40-50 mílur
vestur af Öndverðarnesi. Haft er eftir Sturlu
Þórðarsyni, skipstjóra, að misjafnlega mikið sé að
sjá af síld á þessum miðum en hægt að fá góð hol,
einkum yfir daginn.
Af norsk-íslenskri síld er eftir að veiða tæplega
21 þúsund tonn og þar af á skip Eskju á Eskifirði,
Aðalsteinn Jónsson, eftir að veiða um sex þúsund
tonn. Hjá Eskju er reiknað með að veiðar á norsk-
íslenskri síld standi fram í nóvember. Aðalsteinn
hefur undanfarið verið að veiðum á alþjóðlega haf-
svæðinu í Síldarsmugunni norðaustur af landinu
ásamt öðrum íslenskum frystiskipum, Hugin, Há-
koni, Vilhelm Þorsteinssyni og Kristinu.
Makrílvertíð er nánast lokið og hafa verið veidd
tæplega 154 þúsund tonn.
„Fer vonandi að hressast“
Róleg byrjun á síldar-
vertíð út af Breiðafirði
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Í Grundarfirði Í haust hafa skipin einkum verið að veiðum út af Breiðafirði.