Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Gréta Boða kynnir
glæsilegar nýjungar
frá Chanel
16.-17. október í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
Opið til kl. 22.00 í dag
16. október
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hefur kært ell-
efu starfsmenn Eimskips og Sam-
skipa til embættis sérstaks sak-
sóknara vegna gruns um að félögin
hafi um árabil haft með sér ólöglegt
samráð, líkt og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær. Þetta kom fyrst
fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
í fyrrakvöld. Bæði félögin neita sök.
Samkeppniseftirlitið gerði húsleit
hjá Samskipum, Eimskip og dótt-
urfélögum þeirra fyrir rúmu ári og
aftur í sumar. Eftirlitið hafði rann-
sakað félögin og fengið ábendingar
um ólöglegt samráð og að félögin
misnotuðu markaðsráðandi stöðu
sína.
Fram kom í fréttum RÚV í gær
að forstjórar Vífilfells og Ölgerð-
arinnar ætla að kalla eftir skýr-
ingum skipafélaganna í ljósi kæru
Samkeppniseftirlitsins.
Pálmar Óli Magnússon, forstjóri
Samskipa, hafnar því að hann og
fleiri starfsmenn Samskipa hafi
gerst brotlegir við ákvæði sam-
keppnislaga. „Við höfum ekki séð
þetta plagg sem RÚV er greinilega
með, þannig að það er erfitt að tjá
sig efnislega um það. Ég horfði á
Kastljósið og gat ekki séð neitt í
þeirri umfjöllun, sem benti til þess
að samkeppnislög hafi verið brotin,“
sagði Pálmar Óli í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Veit ekki um hollenska rannsókn
Pálmar Óli segir að sér sé ekki
kunnugt um að Samskip og Eim-
skip séu til rannsóknar hjá hol-
lenskum samkeppnisyfirvöldum fyr-
ir sambærileg brot og Samkeppnis-
eftirlitið hefur kært félögin.
Aðspurður um þann hluta um-
fjöllunarinnar þar sem greint var
frá því að innan Samskipa hafi verið
sagt að láta ætti Ölgerð Egils
Skallagrímssonar eiga sig, á meðan
Vífilfell væri hjá Samskipum, hvort
það væri ekki vísbending um brot á
samkeppnislögum, sagði Pálmar
Óli: „Nei, af hverju?“
„Það er afskaplega erfitt að tjá
sig um einhverja frasa sem teknir
eru úr plöggum, sem maður hefur
ekki séð. Það er eiginlega ekki hægt
að hefja vitræna umræðu á þeim
nótum. Almennt get ég sagt, að öll
fyrirtæki hljóta að vera með áform
og plön, hvort sem það er í sölu-
málum, markaðsmálum eða öðrum
málum. Það á við um hvaða við-
skipti fyrirtækin ætla að reyna að
ná í, hvaða viðskiptum þau eru ekki
á höttunum eftir o.s.frv.,“ sagði
Pálmar Óli.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hann gæti
ekki tjáð sig efnislega um kæru
Samkeppniseftirlitsins á hendur ell-
efu starfsmönnum Eimskips og
Samskipa til embættis sérstaks sak-
sóknara vegna gruns um að félögin
hafi um árabil haft með sér ólöglegt
samráð. Ólafur Þór staðfesti að
kæran hefði borist embættinu í
mars á þessu ári. Morgunblaðið
reyndi ítrekað í gær að ná tali af
Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eim-
skips, og Páli Gunnari Pálssyni, for-
stjóra Samkeppniseftirlitsins, en án
árangurs.
Staðfesta ekki umfjöllun
Hins vegar barst seinnipartinn í
gær tilkynning frá Samkeppniseft-
irlitinu þar sem segir m.a:
„Samkeppniseftirlitið mun ekki
verða við beiðnum fjölmiðla um að-
gang að gögnum málsins. Jafnframt
er eftirlitið ekki reiðubúið að stað-
festa þá umfjöllun sem fram kom í
Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sér-
staklega tekið fram að rannsókn
málsins er ekki komin á það stig að
unnt sé að slá neinu föstu um nið-
urstöður hennar. Rannsókninni
miðar vel en mikil vinna er óunnin
við greiningu gagna og vísbend-
inga.“
Eimskip og Samskip neita sök
Samkeppniseftirlitið lagði fram kæru hjá sérstökum saksóknara í mars á þessu ári Eimskip og
Samskipum hefur ekki verið birt kæra „Erfitt að tjá sig um plagg sem maður hefur ekki séð“
Morgunblaðið/Rósa Braga
Eimskip Strax í fyrrakvöld birti Eimskip yfirlýsingu á vef Kauphallarinnar þar sem sök var
neitað. Ekki tókst í gær að ná sambandi við Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips.
Morgunblaðið/Sverrir
Samskip Pálmi Óli Magnússon, forstjóri Samskipa segist ekki hafa séð neitt í umfjöllun Kast-
ljóssins í fyrrakvöld sem benti til þess að samkeppnislög hafi verið brotin af Samskipum.
Pálmar Óli
Magnússon
Ólafur Þór
Hauksson
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Blikur eru á lofti um hvort Landsmót
hestamanna verði haldið í Skagafirði
árið 2016, þrátt fyrir að undirrituð
hafi verið viljayfirlýsing þess efnis í
byrjun maímánaðar í ár. Haraldur
Þórarinsson formaður Lands-
sambands hestamannafélaga greindi
fulltrúum hestamannafélaga í Skaga-
firði, sveitarstjóra Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og fleirum frá þessu á
símafundi í fyrradag.
Ekki var búið að rita undir samn-
ing, þar sem ákveðið var að bíða með
undirskrift þar til Landsmótinu á
Hellu, sem haldið var síðastliðið sum-
ar, væri lokið.
Undirbúningur var hafinn við
landsmótið sem halda átti 27. júní til
3. júlí 2016 á Vindheimamelum.
Sveitarfélögin í Skagafirði höfðu þeg-
ar auglýst mótið og lagt fjármagn í
markaðssetningu þess. Kostnaðurinn
hleypur á nokkrum hundruðum þús-
unda að sögn, Sigfúsar Inga Sigfús-
sonar, verkefnistjóra í atvinnu- og
kynningarmálum sveitarfélagsins.
Sveitarfélögin ætluðu að koma meira
að undirbúningi landsmótsins en þau
höfðu gert áður. Landsamband
hestamannafélaga auglýsti formlega
eftir umsækjendum til að halda mótið
2016 og Vindheimamelar urðu fyrir
valinu.
„Þessi framkoma er alveg með
ólíkindum. Ég átta mig ekki á hvert
menn eru að fara með þessu,“ segir
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hún
segir þessa ákvörðun formannsins
hafi komið sér á óvart þar sem hún og
fleiri sem unnu að undirbúningi
landsmótsins í Skagafirði hafi fundað
nokkrum sinnum undanfarið.
Landsþing hestamannafélaga fer
fram um helgina á Selfossi. Þar verð-
ur endanleg ákvörðun tekin.
Framkoman
„með ólíkindum“
Viljayfirlýsing undirrituð í maí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsmót Ekki liggur fyrir hvar
næsta Landsmót hestamanna verður.