Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 15

Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Kæra Samkeppniseftirlitsins á hendur Eimskipafélaginu og Sam- skipum fyrir brot á samkeppnislög- um er ekki fyrstu afskipti sam- keppnisyfirvalda af félögunum. Sumarið 1997 úrskurðaði sam- keppnisráð að samstarfssamningur félaganna um gámaflutninga til Am- eríku væri brot á samkeppnislögum. Árið 2007 úrskurðaði Samkeppnis- eftirlitið að Eimskip hefði brotið al- varlega gegn lögunum með aðgerð- um gegn Samskipum. Var félagið sektað um 310 milljónir króna, jafn- virði um 480 milljóna króna á nú- virði, en áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála lækkaði sektina í 230 milljónir ári seinna. Það eru um 355 milljónir króna að núvirði. Samstarf ólöglegt Í ársbyrjun 1997 var gengið frá samningi milli Eimskipafélagsins og Samskipa um flutninga milli Íslands og Norður-Ameríku. Samningurinn fól í sér að Eimskipafélagið annaðist flutninga á gámum Samskipa. Hættu Samskip að reka sérstakt skip á þessari siglingaleið. Yfirlýst markmið var að auka hagræði í flutningum með fækkun skipa og betri nýtingu þeirra. Samkeppnisyfirvöld hófu rann- sókn á samningnum vegna kvört- unar frá stórkaupmönnum sem ótt- uðust hækkun farmgjalda í kjölfarið. Í júlí 1997 kvað samkeppnisráð upp þann úrskurð að samningur Eimskipafélagsins og Samskipa bryti í bága við 10. gr. samkeppn- islaga. Ráðið veitti félögunum þó undanþágu frá bannákvæði laganna til 1. ágúst árið 2000 þar eð samn- ingurinn hefði fleiri kosti en galla við þáverandi aðstæður á flutninga- markaðnum. Ósk félaganna um framlengingu undanþágunnar árið 2000 var hafnað. Húsleit og sekt Haustið 2002 gerði Samkeppnis- stofnun húsleit í þáverandi höfuð- stöðvum Eimskipafélagsins í Póst- hússtræti. Var það gert í framhaldi af kvörtun um að félagið notfærði sér yfirburðastöðu sína á markaðn- um með óeðlilega lágum farmgjöld- um. Það voru Samskip sem sent höfðu kvörtun þessa efnis til stofn- unarinnar. Eimskipafélagið mótmælti kær- unni harðlega. Rannsókn málsins tók langan tíma. Í desember 2007 úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Eimskipa- félagið hefði brotið alvarlega gegn samkeppnislögum á árunum 2001 og 2002. Var félagið sektað um 310 milljónir króna. Í úrskurði stofnun- arinnar sagði að félagið hefði mis- notað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði og brotið þann- ig gegn ákvæðum samkeppnislaga. Sektin var hin hæsta sem nokkru sinni hafði verið lögð á fyrirtæki hér á landi vegna brota á samkeppn- islögum. Samkeppniseftirlitið kvað gögnim sem lagt var hald á sýna ótvírætt að stjórnendur hjá Eimskipafélaginu hefðu talað um aðgerðir gegn Sam- skipum sem „markaðsatlögu“ og „árás“. Talað hefði verið um að „máttur“ Eimskips yrði nýttur til fullnustu til að viðhalda markaðs- ráðandi stöðu. Það var gert með því að bjóða völdum hópi fyrirtækja sérstakan afslátt gegn skuldbind- ingu um að eiga ekki viðskipti við keppinauta Eimskips. Í tíð fyrri eigenda Forráðamenn Eimskipafélagsins bentu á að brotin hefðu verið framin í tíð fyrri eigenda félagsins. Ábyrgð- in á sektinni ætti ekki að liggja hjá nýjum eigendum. Var niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins áfrýjað til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Áfrýjunarnefndin staðfesti í mars 2008 niðurstöðu Samkeppniseftir- litsins. Nefndin lækkaði hins vegar stjórnvaldssektina sem félaginu bar að greiða um 80 milljónir króna, úr 310 milljónum í 230. Fyrir áfrýj- unarnefndinni hélt Eimskip því fram að málið hefði ranglega verið sótt gegn félaginu. Það væri ekki markaðsráðandi og aðgerðir þess hefðu falið í sér eðlilega samkeppni en ekki brot á samkeppnislögum. Á þetta var ekki fallist. Taldi nefndin að Eimskip hefði stefnt að því að veikja keppinautinn, Samskip, veru- lega og varanlega með gerð ólög- mætra einkakaupasamninga við ým- is fyrirtæki. Morgunblaðið/Jim Smart Sektað Gerð var húsleit hjá Eimskip haustið 2002. Árið 2007 var félagið sektað um 310 millljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Tvívegis áður úrskurðað um samkeppnisbrot  Eimskip fékk mjög háa sekt árið 2007 Fyrri samkeppnisbrot » Árið 1997 var úrskurðað að Eimskip og Samskip hefðu bæði brotið gegn samkeppn- islögum með samstarfi um gámaflutninga í Ameríkusigl- ingum. » Árið 2007 var úrskurðað að Eimskip hefði brotið gegn Samskipum og misbeitt mark- aðsráðandi stöðu sinni. Fékk félagið 480 milljóna króna sekt að núvirði. » Árið 2008 staðfesti áfrýj- unarnefnd samkeppnismála úrskurð Samkeppniseftirlits- ins, en lækkaði sektina í 355 milljónir króna að núvirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.