Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
Samstaða Í gær var efnt til samstöðugöngu í kringum Tjörnina í Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum degi helguðum baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Sumir blésu í bleikar blöðrur.
Árni Sæberg
Ekkert er með þeim hætti að
ekki megi kúvenda og breyta.
Engin ákvæði laga um búvöru-
framleiðslu eru með þeim hætti
að ekki megi endurskoða þau og
breyta. Um þetta er fjallað í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks og slík endurskoðun er
að hefjast – enda ekki vanþörf á,
því við byggjum á gamalli lög-
gjöf og við þurfum að takast á
við spennandi tíma. Þetta er
ástæða að rifja upp í umræðu um mjólkurmál
ásamt öðru sem ástæða er til að taka með í
umræðuna.
Úttekt landbúnaðarráðherra
Ég fagna því framtaki landbúnaðarráð-
herra að láta meta árangur síðustu ára með
rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands. Engin rannsókn er betri en sú spurn-
ing sem hún byggist á. Er spurt þar um hvort
þessi leið skilar árangri umfram aðra – sem
við gætum borið saman við þróun mála í öðr-
um vörum? Við þurfum líka að spyrja um
áhrif á byggðir – á búsetu – á velferð búfjár –
um heilnæmi vöru – allt þættir
sem sannarlega væri ástæða til
að meta, því einmitt á þessum
þáttum grundvallast landbún-
aðarstefnan líka.
Árangur
Byrjum á þeim ávinningi sem
náðst hefur. Raunlækkun er á
verði mjólkurvara – 30% miðað
við þróun launa – 20% miðað við
almennt verðlag. Raunhækkun
er á afurðaverði til bænda – und-
an þessu er ekki vikist að við-
urkenna og meta. Um þetta má
fræðast í opinberum gögnum. Síðan er önnur
saga hvernig smásöluálagning hefur þróast.
Tollfrjálsa varan dýrust
Í hagtölum Eurostat frá 2012 er sam-
anburður á milli Evrópulanda, má sjá þar að
matvöruverð er hér á landi 17% yfir meðaltali,
mjólk er 12%, og því undir meðaltalinu, kjöt
19%, aðeins yfir meðaltalinu, og grænmeti
22% yfir. Ekki er gerður greinarmunur á inn-
lendu eða erlendu grænmeti, og rétt að nefna
að mestallt grænmeti hefur enga innflutnings-
tolla. Án tolla eru líka kornvörur og brauð
sem eru 30% yfir meðaltali. Það er því ekki
um að ræða sérstaklega lágt verð á matvöru
sem telst til þeirra vöruflokka sem enga tolla
bera.
„Undanþágan“ og verðlagningar-
aðferðin duttu ekki af himnum ofan
Gleymum ekki að margnefnd undanþága er
hluti af byggðastefnu. Við getum spurt: Væri í
dag rekin mjólkurvinnsla í Búðardal eða Eg-
ilsstöðum nema einmitt vegna heimildar til
skipulagningar? Skiptir það ekki íbúa þeirra
héraða máli? Bændur hafa jafna stöðu til
framleiðslu hvar sem er á landinu. Það skiptir
máli. Varan er afhent hvar sem er á landinu á
sama verði, það skiptir máli. Er umræðan
kannski drifin áfram af þeim sem vilja brjóta
niður slíkt skipulag og komast í sterkari
valdastöðu gegn framleiðendum á mjólk-
urvörum en núverandi lög heimila? Hver sem
opnar mjólkurvinnslu getur fengið afhenta
mjólk úr söfnunarkerfinu. Það skiptir máli.
Er öðrum en MS bannað að framleiða úr
mjólk? Nei. Eru einkaaðilar að vinna og selja
mjólk – já þeir eru að því og það eru til glæsi-
leg fyrirtæki í þeim iðnaði.
Höldum áfram að leita svara
Umræðan er mikilvæg og því skora ég á
dugmikla blaðamenn að halda áfram að spyrja
gagnrýninna spurninga. Mig langar að vita
hvort tollalaus innflutt búvara, sem skatt-
greiðendur annarra landa greiða þá niður, sé
ódýrari en önnur vara? Eða hvers vegna kost-
ar margfalt meira að selja kíló af lambakjöti á
Íslandi en á Bretlandi? Hvar er umræða og
stefnumótum í kjölfar McKinsey-skýrslunnar
um mjög óhagkvæma verslun á Íslandi? Er
umræðan valdabarátta um afslætti? Hvað
segja minni kaupmenn, eru þeir sáttir við
uppbrot á núverandi fyrirkomulagi, sem veitir
gagnsæja afslætti til stórra sem smárra aðila
á smásölumarkaði? Eru menn almennt sam-
mála um núverandi fyrirkomulag á sam-
skiptum smásala og birgja? Hvað hefur verið
unnið með rannsókn Samkeppniseftirlitsins
um matvörumarkaðinn og gríðarlegan mun á
milli verslunarflokka um afslætti og álagn-
ingu? Er það eðlilegt að ein verslun sæti því
að þurfa að borga allt að 30% hærra verð fyrir
vöru til endursölu en keppinautur?
Eftir Harald Benediktsson » Bændur hafa jafna
stöðu til framleiðslu
hvar sem er á landinu.
Haraldur Benediktsson
Höfundur er alþingismaður og bóndi.
Spennandi tímar
Stórmerkilegur áfangi sem
tengist áætluninni Betri heil-
brigðisþjónustu var kynntur í
liðinni viku þegar heilbrigð-
isupplýsingagáttin VERA var
opnuð við Heilsugæslustöðina í
Glæsibæ. Með VERU er opnað
fyrir öruggan rafrænan aðgang
einstaklinga að margvíslegum
upplýsingum um eigið heilsufar
og meðferð. Í lok nóvember
verður hún orðin hluti af þjón-
ustu allra heilsugæslustöðva á
höfuðborgarsvæðinu og í febrúar á heilbrigð-
isstofnunum um allt land. Þar með verður
hún aðgengileg öllum landsmönnum. Síðar er
stefnt að innleiðingu VERU á sjúkrahúsum
og einkareknum læknastofum.
Það er óumdeilt að þurfi fólk á heilbrigð-
isþjónustu að halda næst bestur árangur taki
það sjálft virkan þátt í meðferðinni og sé vel
upplýst um hvað í henni felst. Aukin notkun
upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustunni eyk-
ur öryggi sjúklinga og skilvirkni og gæði
þjónustunnar. Áætlunin Betri heilbrigðisþjón-
usta sem ég kynnti í byrjun þessa árs felur í
sér nokkur stór verkefni sem öll hafa öryggi,
gæði og aukna skilvirkni heilbrigðisþjónust-
unnar að markmiði. Það er ánægjulegt að sjá
góða uppskeru líta dagsins ljós með opnun
VERU en ég mun á næstunni
kynna stöðu fleiri verkefna.
Merkur áfangi og miklir
framtíðarmöguleikar
Sjúklingar eiga rétt á aðgangi
að eigin sjúkraskrá og upplýs-
ingum um eigin lyfjanotkun.
Opnun VERU er fyrsta skrefið í
að því að veita fólki greiðan að-
gang að þessum upplýsingum.
Til að byrja með er í VERU
hægt að sjá upplýsingar um
stöðu lyfseðla í lyfjagátt, end-
urnýjun lyfja og sögu um lyfja-
notkun, upplýsingar um bólusetningar og
skráð ofnæmi ef því er að skipta. Sömu upp-
lýsingar um börn yngri en fimmtán ára eru
aðgengilegar foreldrum eða forráðamönnum
þeirra. Jafnframt getur fólk pantað tíma á
heilsugæslunni í gegnum VERU.
Það eru ekki fyrst og fremst upplýsing-
arnar sem VERA veitir nú þegar sem fela í
sér merkan áfanga, heldur ekki síður ávinn-
ingurinn sem felst í þeim tæknilegu lausnum,
hönnunarvinnu og öryggisprófunum sem eru
að baki og hafa gert VERU að veruleika. Eft-
ir því sem fram líða stundir verður aukið við
upplýsingar í gáttinni. Nefna má mælingar
vegna hækkaðs blóðþrýstings og sykurýki,
upplýsingar tengdar mæðravernd, notkun
hreyfiseðla o.s.frv. Möguleikar á eftirliti með
heilsufari og meðferð aukast við þetta. Upp-
lýsingar um komur á heilbrigðisstofnanir, leg-
ur, aðgerðir, sjúkdómsgreiningar og rann-
sóknir er einnig það sem koma skal eftir því
sem þróun VERU miðar áfram.
Tækifærin sem felast í VERU til framtíðar
eru trúlega meiri en hægt er að sjá fyrir. Eitt
er þó víst að stöðugar framfarir í upplýsinga-
tækni og heilbrigðistækni með öruggum
gagnvirkum samskiptum hafa þegar haft mik-
il áhrif á þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er í
dag og sú þróun mun halda áfram.
Augljósir kostir
Kostur á rafrænni beiðni sjúklinga um
lyfjaendurnýjun í gegnum VERU sparar tíma
heilbrigðisstarfsfólks og fólk getur komið
beiðninni á framfæri hvenær sem því hentar í
stað þess að vera háð ákveðnum símatímum.
Aðgangur fólks að lyfjaupplýsingum með til-
heyrandi leiðbeiningum um notkun lyfja sem
það notar er augljós kostur. Sama máli gegnir
um skráðar upplýsingar um ofnæmi sem fólk
getur séð og komið upplýsingum á framfæri
ef skráningu vantar. Þessi atriði geta skipt
geysilega miklu um örugga meðferð sjúk-
linga.
Að VERA eða ekki vera …
Samtengd rafræn sjúkraskrá er eitt af
stórum verkefnum áætlunarinnar Betri heil-
brigðisþjónusta. Áhersla er lögð á markvissa
þróun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu
og samnýtingu upplýsinga til að auka gæði,
öryggi, hagkvæmni og skilvirkni. Af mörgum
brýnum verkefnum tel ég þetta eitt hið mik-
ilvægasta og hyggst því auka fjárframlög til
þess á næsta ári, eins og fram kemur í fjár-
lagafrumvarpinu. Í mínum huga leikur enginn
vafi á því að framtíð heilbrigðisþjónustunnar
veltur að mörgu leyti á því hve vel okkur
tekst að þróa og nýta kosti upplýsinga-
tækninnar.
Embætti landlæknis, sem ber ábyrgð á
þróun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu,
hefur þróað VERU í samvinnu við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins og hugbún-
aðarfyrirtækið TM Software. Strangar örygg-
iskröfur gilda um aðgang að gáttinni sem
krefst því rafrænna skilríkja. Ég hvet fólk til
að afla sér þeirra og nýta sér þessa mik-
ilvægu upplýsingagátt frá upphafi. Um ávinn-
inginn af VERU leikur enginn efi.
Eftir Kristján Þór Júlíusson »Opnun VERU er fyrsta
skrefið að því að veita fólki
greiðan aðgang að upplýsingum
úr eigin sjúkraskrá. Ávinning-
urinn er margvíslegur.
Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
VERA: Ný vídd í þjónustu heilsugæslunnar