Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 24
Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Menntamálaráðu- neytið hefur sent öllum framhaldsskólum landsins bréf þar sem lagt er að þeim að stytta stúdentsbrautir í þrjú ár. Undanfarna áratugi hefur nám á stúdentsbrautum mið- ast við að hæfilegt sé að ljúka því á fjórum árum. Fækkun náms- ára úr fjórum í þrjú er vart fram- kvæmanleg nema dregið verði úr námsefni og nemendur þannig lakar búnir undir háskólanám. Þeir nemendur, sem kjósa að ljúka framhaldsskóla á styttri tíma en fjór- um árum, eiga þess kost að velja áfangaskóla og ráða sjálfir námshrað- anum að verulegu leyti. Það hafa fjöl- margir notfært sér án þess að breyta þyrfti skipulagi skólans í heild. Hins vegar er öllu óhægra um vik að fækka námsárum í bekkjaskóla án þess að skerða námsefnið. Hér verður tekið dæmi af Menntaskólanum í Reykjavík. Þar ljúka nemendur 144 einingum (gömlum) á fjórum ár- um. Eflaust væri vanda- lítið að skipa því náms- efni niður á þrjú ár þannig að það liti vel út á blaði. En framkvæmdin yrði þannig að vikustundum hvers nemanda fjölgaði úr 36 í 48. Nemandinn þyrfti að sækja fjórar kennslustundir fyrir hádegishlé og fimm eða sex eftir há- degi, kæmi oftast þreyttur heim um fimmleytið og ætti þá eftir margra klukkustunda heimavinnu. Enginn tími yrði til tónlistarnáms, íþróttaiðk- unar eða félagslífs sem því nafni gæti nefnst. Fæstir þyldu álagið til lengd- ar og því verður ekki mælt með þess- ari leið til styttingar náms. Raunar er lítið svigrúm til þess að lengja skóladaginn ef nemandinn á að eiga sér eitthvert einkalíf. Þess í stað mætti að sumra dómi lengja skóla- árið. Það hefði þó þann ókost að nem- endum gæfist lítill tími til sum- arvinnu og þeir yrðu ekki aðeins af tekjum heldur færu þeir einnig á mis við dýrmæta starfsreynslu og kynni af ólíkum stéttum þjóðfélagsins. Auk þess yrði lengingin í mesta lagi þrjár vikur á ári, þ.e. níu vikur á þremur árum eða rúmur fjórðungur af núver- andi lengd skólaársins. Því yrði óhjá- kvæmilega að fella niður a.m.k. 70% af námsefni eins skólaárs, u.þ.b. 25 gamlar einingar. Þá vaknar spurningin: Hvað á að fella brott? Á að draga úr kennslu í hverri grein til þess að þurfa ekki að fækka námsgreinum? Þá er hætt við því að nemendur hafi ekki nógu trausta undirstöðu í kjarnagreinum þegar í háskóla er komið. Ef sú verð- ur raunin um þorra stúdenta kann svo að fara að íslenskir háskólar neyðist til að taka upp eins konar að- faranám og lengja þannig námstíma til BA-prófs um það ár sem sparaðist í framhaldsskóla. Hins vegar munu erlendir háskólar ekki laga skipulag námsins að íslenskum umsækjendum heldur gera þá afturreka með mark- laus prófskírteini. Þá er sú leið ókönnuð að leggja áherslu á kjarnagreinar en draga úr kennslu í öðrum námsgreinum. Nem- andi í eðlisfræðideild fengi t.d. mikla kennslu í stærðfræði og eðlisfræði en lærði aðeins eitt eða tvö erlend tungumál og sáralitla sögu og bók- menntir. Slíkum nemanda gæti vegn- að vel í háskólanámi í raungreinum en hann hefði farið á mis við ýmislegt sem víkkar sjóndeildarhringinn. Hann væri hugsanlega ólæs á önnur tungumál en íslensku og ensku og kynni lítil skil á sögu og bókmenntum eigin þjóðar og nágrannaþjóða. Framhaldsskólanámið hefði lítið auk- ið skilning hans á orsakasamhengi at- burða, samskiptum þjóða og mannlíf- inu yfirleitt. Niðurstaðan er sú að fækkun námsára á stúdentsbrautum hljóti ókvæmilega að rýra gæði námsins. Því heiti ég á yfirvöld menntamála að skylda engan skóla til slíkra breyt- inga. Stúdentspróf frá íslenskum skóla á að vera vitnisburður um hald- góða almenna menntun og marktækt í háskólum um víða veröld. Eftir Sigríði Jóhannsdóttur Sigríður Jóhannsdóttir » Styttingin hlyti að leiða til skerðingar náms og gera íslenskum stúdentum erfitt fyrir í erlendum háskólum. Höfundur er menntaskólakennari. Stytting stúdentsbrauta í þrjú ár Í Morgunblaðinu 14. október birtist grein eftir Bjarna Krist- jánsson, fyrrverandi fjármálastjóra RÚV, en hann lét af störfum í vor um það leyti sem ný framkvæmdastjórn tók til starfa hjá félag- inu. Í grein sinni held- ur Bjarni því fram að vandi RÚV í dag sé það sem hann kallar „nútímavandi“ en ekki „fortíðarvandi“. Af því tilefni er rétt að árétta að umræðan um erfiða fjárhagsstöðu RÚV byggir á stöðunni eins og hún var orðin á þeim tíma sem skipt var um framkvæmdastjórn félags- ins í vor. Stjórn RÚV óskaði þá þegar eftir sjálfstæðri úttekt á fjár- málum RÚV, sem endurskoð- unarfyrirtækið PWC framkvæmdi. Í þeirri greiningu kemur fram að RÚV sé yfirskuldsett og geti ekki staðið undir afborgunum af skuld- um sínum á næstu misserum. Einn- ig liggur fyrir að RÚV hefur aðeins fengið hluta útvarpsgjaldsins og að þær tekjur hafa ekki dugað til að standa undir rekstri félagsins. Fjárhagsvandi RÚV hefur orðið til á löngum tíma, hann opinberast vissulega á þessum tímapunkti í vor og er „nútímavandi“ í þeim skilningi að það þarf að vinna á honum nú og í nánustu framtíð. Hann hefur hins vegar ekki aukist neitt á því tæpa hálfa ári sem liðið er síðan ný framkvæmdastjórn var ráðin að félaginu. Þvert á móti þá er efnahagur RÚV óbreyttur frá því í vor en auk þess hefur umtals- verð hagræðing átt sér stað á starfseminni á þessum stutta tíma. Þetta eru staðreyndir sem stjórn og framkvæmdastjórn RÚV telja mikilvægt að hafa uppi á borðum til að hægt verði að vinna úr stöð- unni. Stjórn og ný framkvæmdastjórn munu halda áfram að draga fram heildstæða mynd af stöðu RÚV til að hægt sé að horfast í augu við vandann og vinna að lausn máls- ins. Sú greining er að sjálfsögðu forsenda þess að hægt sé að grípa til úrræða sem duga til að koma rekstri og skuldastöðu RÚV í betri og heilbrigðari farveg. Aðeins þannig skapast grundvöllur fyrir bjartari tíð, Ríkisútvarpi okkar allra til heilla. Árétting vegna greinar fyrrverandi fjármálastjóra RÚV Eftir Ingva Hrafn Óskarsson og Magn- ús Geir Þórðarson » Þvert á móti þá er efnahagur RÚV óbreyttur frá því í vor en auk þess hefur um- talsverð hagræðing átt sér stað á starfseminni á þessum stutta tíma. Ingvi Hrafn Óskarsson Ingvi Hrafn er formaður stjórnar RÚV. Magnús Geir er útvarpsstjóri RÚV. Magnús Geir Þórðarson Þegar ég var ungur maður kenndi ég þol- fimi í mörg ár. Tím- arnir voru troðfullir. Þá ekki af karl- mönnum, heldur kon- um. Þannig var þetta í þá daga. Konur fóru í þolfimi og karlarnir lyftu lóðum. Ekki var konu að sjá í tækja- salnum og öfugt. Það eru ekki svo mörg ár síðan. Karlar lyftu lóðum. Þeir misstu ummál og þyngdust. Konur fóru í eróbikk eða á brettið. Þær misstu ummál og léttust. Tímarnir breyt- ast. Núna sé ég oftar en ekki karla sem fara í hóptíma og konurnar gefa strákunum ekki tommu eftir í tækja- salnum. Þetta er góð og heilbrigð þróun. Ég hélt upp á 25 ára starfsafmæli mitt sem þjálfari í apríl síðast- liðnum. Ég fór út að borða í tilefni dagsins og skemmti mér með mínum bestu vinum. Það var góður dagur og mikið var rifjað upp eins og geng- ur og gerist. Bransa- sögurnar fengu að njóta sín með skemmtilegum útúrsnúningum og kryddi sem passaði. Á þessum árum í gegnum vinnu mína hef ég kynnst mörgum og er þakklátur fyrir. Á sömu árum hef ég öðlast mikla reynslu og lent í ýmsu. Markmiðasetning viðskiptavina hins veg- ar hefur ekki breyst jafnmikið. Flestir karlarnir vilja enn fá aukinn vöðvamassa og konur vilja léttast. Alveg eins og var áður. Karlar horfa lítið á vogina en allir vilja þeir missa ummál. Eitt hefur breyst eins og glöggir lesendur eru kannski farnir að taka eftir. Konurnar eru byrjaðar að lyfta lóðum og eróbikktímarnir sem voru og hétu hafa hrunið niður vinsældalistann. Brettin eru yfirleitt notuð sem upphitunartæki en ekki svokölluð brennslutæki eins og var áður. Lóðunum, sem voru aðeins notuð af körlum fyrir nokkrum ár- um, er refsað af báðum kynjum í dag. Aftur að markmiðasetningunni. Konur vilja ennþá léttast. Þess vegna varpa ég orðum mínum til kvenna í dag. Kæru dömur á öllum aldri sem stundið líkamsrækt og lyftið lóðum: Þið eruð líklegri til að þyngjast en léttast meðan þið lyftið lóðum en þið missið ummál og mikið af því. Haldið því áfram að lyfta og spáið heldur í ummálsbreytingar en kílóamissi. Horfið á heildina og hafið hugann við umræddar breytingar sem hafa átt sér stað síðustu árin. Að lokum, til beggja kynja: Áður en þið sendið mig ítrekað í viðgerð með vogina sem er í salnum í Átaki heilsurækt á Akureyri, þar sem ég starfa, hafið þá þennan pistil ítrekað yfirfarinn næst þegar þið stigið á hana. Það er ekkert að henni, hún virkar fínt. Við þurfum bara að sjá heildarmyndina. Saman. Eftir Ásgeir Ólafsson Ásgeir Ólafsson » Þið eruð líklegri til að þyngjast en léttast meðan þið lyftið lóðum... Höfundur er lífsstíls- og markþjálfi. Að léttast eða þyngjast Bridsdeild Breiðfirðinga Það var spilað á 11 borðum 12. okt. sl. í keppni sem stendur yfir í fjögur kvöld og þrjú bestu kvöldin ráða úr- slitum. Úrslit í N/S þriðja kvöldið: Halldór Þorvaldss. – Magnús Sverriss. 264 Oddur Hannesson – Árni Hannesson 261 Sturlaugur Eyjólfs. – Birna Lárusd. 254 Úrslit A/V: Björn Arnarson – Brynjar Jónsson 255 Birgir Kristjánsson – Jón Jóhannss. 236 Árni Guðbjörnss. – Hafliði Baldurss. 235 Staðan í mótinu eftir þrjú kvöld: Halldór Þorvaldsson – Magnús Sverriss. 792 Ingibj. Guðmundsd. – Kristín Andrews 717 Þorgeir Ingólfss. – Garðar V. Jónsson 716 Benedikt Egilss. – Sigurður Sigurðars. 711 Árni Guðbjörnss. – Hafliði Baldurss. 683 Spilað er á sunnudögum kl. 19. Anna Þóra og Ljósbrá Íslandsmeistarar Anna Þóra Jónsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir sigruðu í Íslandsmóti kvenna í tvímenningi sem fram fór um helgina en alls tóku 17 pör þátt í mótinu að þessu sinni. Lokastaðan (% skor): Anna Þóra Jónsd. – Ljósbrá Baldursd. 60,0 Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 59,3 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.