Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 30

Morgunblaðið - 16.10.2014, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 ✝ Jóhanna PálínaKarlsdóttir fæddist í Hafsteini á Stokkseyri 21. nóvember 1925. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 5. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Karl Frí- mann Magnússon, f. 4.10. 1886, d. 30.1. 1944, og Kristín Tóm- asdóttir, f. 4.6. 1888, d.12.2. 1967. Systkini Jóhönnu eru Karl Magnús, f. 1.9. 1911, d. 17.3. 1938, Sigríður Bjarney, f. 1.3. 1913, d. 16.9. 1998, Karítas, f. 12.3. 1914, d. 18.5. 2001, Svan- laug, f. 10.7. 1915, d. 14.6. 1920, Margrímur Svanur, f. 2.8. 1922, d. 30.3. 2013, Tómas, f. 20.11. valdur Kjartansson, þau eiga tvær dætur, tvo syni og 9 barna- börn. 5) Sigurvin Ægir, f. 25. september 1956, kvæntur Berg- þóru Sigurjónsdóttur, þau eiga fjóra syni og sjö barnabörn. 6) Ólöf, f. 12. október 1958, gift Halldóri Rúnari Þorkelssyni, þau eiga tvær dætur, tvo syni og 5 barnabörn. 7) Dröfn, f. 9. jan- úar 1961, hún á þrjár dætur, einn son og eitt barnabarn. 8) Karitas, f. 2. nóvember 1963, gift Tryggva B. Tryggvasyni, þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn. Sigurvin og Jóhanna hófu bú- skap í Reykjavík og byggðu síð- ar húsið að Vesturbraut 11 í Keflavík og bjuggu þar allan sinn búskap, síðustu 3 æviár sín bjó hún að Hlévangi í Keflavík. Jóhanna lærði kjólasaum og starfaði við það ásamt hús- mæðrastörfum. Hún starfaði við fiskvinnslu síðustu starfsárin. Útför Jóhönnu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 16. október 2014, og hefst klukkan 13. 1923, d. 27. 11. 2008, Ólöf, f. 12.1. 1927, d. 5.10. 2003 og Sesselja Mar- grét, f. 19.1. 1929. Jóhanna giftist, 21. apríl 1946, Sig- urvini Sveinssyni, f. 9. júní 1925, d. 27. desember 2004. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 7. desem- ber 1945, d. 25. jan- úar 2012, maki Hreinn Stein- þórsson. þau eiga þrjá syni og 11 barnabörn. 2) Kristrún, f. 6 ágúst 1948, d. 9. janúar 2005, maki Leo George, þau eiga einn son og 2 barnabörn. 3) Haf- steinn, f. 1. júní 1951, hann á þrjár dætur og tvö barnabörn. 4) Jóhanna Svanlaug, f. 25. apríl 1954, d. 20. júlí 2012, maki Þor- Elsku yndislega mamma mín, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og stóðst alltaf við bakið á mér. Ég veit ekki hvar ég væri í dag án þín elsku mamma mín, en þú varst mín besta fyrirmynd og ég lærði svo ótrúlega margt af þér, mér þykir svo vænt um alla góðu tímana sem við áttum saman. Þú varst ávallt tilbúin að hjálpa mér og að veita öðrum hjálparhönd, svona dugleg og flott mamma varstu. Það var ekkert skemmtilegra en að læra að prjóna með þér og mér þykir afar vænt um að þú skyldir hjálpa mér með skírnar- kjólinn hjá fyrsta barnabarni mínu sem þú varst svo stolt af þegar hún kom í heiminn í desem- ber. Nú ertu farin og ég veit að ég á eftir að sakna þín á hverjum degi en ég er þakklát fyrir góðar stundir með þér og þær minning- ar lifa. Þó er eins og yfir svífi enn og hljóti að minna á þig þættirnir úr þínu lífi, þeir, sem kærast glöddu mig. Alla þína kæru kosti kveð ég nú við dauðans hlið, man, er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. (Steinn Steinarr) Dröfn Sigurvinsdóttir. Elsku mamma mín, þá ertu farin til hans pabba, Kristínar, Kristrúnar (Dúddýjar) og Svönu. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Ekki grunaði mig það þegar ég kom til þín í heimsókn á mánudeginum og þú varst að prjóna eins og venjulega, enda var það það skemmtilegasta sem þú gerðir, að það væri í síðasta sinn sem ég sæi þig með prjóna. Og þú fékkst hann Hrein til þess að skutlast með til Reykjavíkur eftir garni. Ég vil bara þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar með þér, þú varst alltaf svo kát og hress og einstaklega lífsglöð, það var alveg sama hvað gekk á, þú sagðir bara ef þú veiktist: „Við hendum þessu bara út á sjó.“ Við Rúnar fluttum til ykkar á neðri hæðina og þar áttum við góðar stundir saman, borðuðum oft saman, fórum í sumarbústað sam- an, svo ekki sé minnst á ferðina okkar allra til Kanarí þegar Rún- ar varð fimmtugur, það var ógleymanleg ferð, en það var jafnframt síðasta ferð ykkar pabba til Kanarí. Svo eftir að pabbi dó þá varðst þú orðin ein en alltaf jafnjákvæð. Kristín og Hreinn komu til þín á hverjum degi og brölluðuð þið margt sam- an. Svo varð það úr að þú fórst á Hlévang og undir þú þínum hag vel þar, eignaðist margar góðar vinkonur þar með sama áhuga- mál, prjónaskapinn, og sakna þær þín örugglega núna. Ég veit að faðir þinn hefur komið og sótt þig til að vera í afmælinu sínu þennan dag, 5. október, en slíkt hið sama gerði hann er hann sótti systur þína hana Ólöfu á sínum tíma fyr- ir hartnær ellefu árum. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín mjög mikið en ég veit að þér líður betur núna enda komin til þeirra sem þér þótti hvað vænst um. Þín dóttir Ólöf Sigurvinsdóttir (Olla). Elsku mamma, það er svo ótrú- legt að þú ert ekki lengur hjá okk- ur þar sem þú kvaddir okkur með svo stuttum fyrirvara. Aðeins rúmlega viku áður en kallið kom var ég hjá þér á Hlévangi að kveðja þig þar sem við Tryggvi vorum að fara til Orlando. Þú varst eins og alltaf svo róleg og samgladdist okkur innilega yfir því að við værum að fara í frí. Þú varst með prjónana þína að prjóna á ömmu/langömmubörnin sem þú varst svo stolt af. Afkom- endur orðnir 73 og þú varst svo hamingjusöm og þakklát hve fjöl- skyldan var orðin stór. Handa- vinnan lék í höndunum á þér og fylgdist þú vel með öllum nýjung- um og varst alltaf að gera eitt- hvað spennandi. Við fylgdumst vel með framleiðslunni og hafði starfsfólk á Hlévangi orð á því hve snögg þú varst að prjóna og um leið og flíkin var klár varstu alltaf strax komin með eitthvað nýtt á prjónana. Þú varst líka snillingur að sauma fatnað og man ég eftir því sem barn þegar við vorum háttuð að saumavélin gekk langt fram eftir nóttu; þar sem heimilið var stórt var vinnu- dagurinn oft langur. Þegar nýr dagur rann upp vorum við kölluð í mátun svo þú gætir haldið áfram næst þegar þú hefðir lausan tíma. Við hannyrðirnar sönglaðir þú alltaf og höfðum við mjög gaman af því að hlusta á þig. Þú varst snillingur í eldhúsinu og að reiða fram veislu á stuttum tíma fyrir alla fjölskylduna var ekki mikið mál. Við eigum ynd- islegar minningar um jólin þegar við komum saman hjá ykkur á Vesturbrautinni á jóladag í tugi ára. Við borðuðum saman kalkún og meðlæti, jólasveinar komu í heimsókn, dansað var í kringum jólatréð og allir krakkarnir fóru heim með pakka. Þessi dagur var alveg einstakur hjá okkur og þið pabbi svo samhent við allan und- irbúning og vilduð halda þessari hefð eins lengi og heilsa ykkar leyfði. Ég á svo margar minningar um utanlandsferðir, sumarbústaðar- ferðir og svo öll heimboðin þar sem við elduðum saman og tekið var í spil. Þú varst alltaf svo já- kvæð og ef minnst var á að skreppa í bíltúr, helgarferð eða í leikhús þá varst þú alltaf til í að koma með. Elsku mamma, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér hinumegin og nú ertu komin til pabba, Kristínar, Dúddýjar og Svönu. Ég kveð þig með miklum söknuði en líka þakklæti yfir að hafa fengið að eiga þig í öll þessi ár. Þú ert besta mamma í heimi, takk fyrir samveruna og allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín dóttir, Karitas Sigurvinsdóttir. Ekki átti ég von á því, rétt að verða sautján ára, ungur maður á mínum fyrsta degi í vinnu í HF Keflavík, að kynnast tilvonandi tengdamóður minni henni Jó- hönnu. En það var staðreynd. Mín fyrstu kynni af henni voru að þarna væri á ferð harðdugleg og vinnusöm kona sem hún var alla tíð. Að vinna úti frá stórum hópi barna var örugglega ekki auðvelt mál. Jóhanna var mér alla tíð eins og móðir og fannst mér hún oft beina orðum sínum til mín á þann veg að hún væri að tala við einn af sonum sínum og var ég ákaflega ánægður með það. Við Olla byrj- uðum okkar búskap í skúrnum hjá Jóhönnu og Venna, oft pass- aði hún fyrir okkur og hjálpuðu þau okkur oft á meðan við vorum að koma undir okkur fótunum. Jóhanna var myndarkona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, þó var sauma- og prjónaskapur hennar ær og kýr, enda snillingur í þeim efnum. Ég á rauðu lopa- peysuna sem hún prjónaði á mig fyrir mörgum árum og ullarvett- linga og sokka góða sem ylja mér um kroppinn á köldum dögum. Margs er að minnast þegar mað- ur fer að rifja upp hin og þessi at- vik, þó er mér einstaklega minn- isstæð orðaruna sem hún viðhafði þegar við spiluðum Sequence- spilið þar sem maður þurfti að safna í raðir en þegar hún eitt sinn fékk röð þá sagði hún „tú- mata, túmata, túmata“. Og enn þann dag í dag nota börnin henn- ar og barnabörnin þessa setningu þegar spilið er spilað. Jóhanna þurfti að takast á við erfið verk- efni á síðustu tíu árum, að missa eiginmann og þrjár dætur, mikið var lagt á eina manneskju, en allt- af stóð hún upp sterkari og sterk- ari. Jóhanna var snillingur í mat- argerð, svo maður tali nú ekki um jólaísinn og frómasinn sem var stór partur af jólahefð fjölskyld- unnar. Ég á Jóhönnu ótrúlega margt að þakka og ef ég færi að telja allt hér upp yrði það örugg- lega efni í stóra bók. En fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hafa fengið þau forréttindi að kynnast þeim öndvegishjónum Jóhönnu og Venna, sem komu alltaf fram við mig eins og eitt af börnum sínum. Jóhanna mín, við sjáumst örugglega síðar. Þinn tengdasonur, Rúnar. Þegar ég minnist tengdamóður minnar, Jóhönnu Karlsdóttur, kemur fyrst upp í hugann þakk- læti fyrir að fá að kynnast þessari frábæru konu sem hafði svo þroskaða og fordæmalausa lífs- sýn. Hún mátti þola mikinn missi þegar hún horfði á eftir manni sínum og þremur dætrum á svo stuttum tíma, en hún lét ekki sorgina buga sig. Hún hafði svo mikið til að lifa fyrir eins og hún orðaði það. Þetta jákvæða viðhorf fylgdi henni alla tíð og gerði það að verkum að það var alltaf gam- an að koma til hennar, og alltaf var hún tilbúin að vera með, hvort sem það var sumarbústaðaferð, tónleikar eða barnaafmæli, þá var hún með og alltaf hrókur alls fagnaðar. Þegar við Erna vorum nýbyrj- uð saman fórum við til tengda- mömmu og ég kynnti þær. Ég vildi að hún vissi það á undan öðr- um að ég væri búinn að eignast kærustu, hún tók Ernu strax fagnandi og á milli þeirra varð mikill kærleikur. Fyrir þetta verð ég henni ævinlega þakklátur. Við Erna kölluðum hana tengda- mömmu okkar, við fengum stað- fest að það var gagnkvæmt þegar hún kynnti Ernu sem tilvonandi tengdadóttur sína fyrir fólki á Hlévangi. Blessuð sé minning Jó- hönnu Karlsdóttur. Með virðingu og þökk. Þorvaldur Kjartansson og Erna Jónsdóttir. Mikið á ég eftir að sakna þín elsku amma mín. Það eru svo margar yndislegar minningar sem ég á um þig og afa, og hafa þær komið mikið upp í huga mér undanfarið. Þú varst svo kær- leiksrík og varst allaf tilbúin að gefa af þér. Sem betur fer fengu börnin mín að kynnast þér og kærleika þínum og munum við öll heiðra og varðveita minninguna um þig. Nú munu þú, afi og börnin þín sem þú átt í eilífðinni verða sameinuð á ný. Þótt þú skiljir eftir stórt tómarúm í hjarta mínu er ég svo þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp með þig í mínu lífi. Þú varst mér svo mikið og ert fyr- irmyndin mín í svo mörgu. Ef allir væru eins og þú væri heimurinn fullkominn. Ég mun alltaf elska þig elsku amma mín. Það er eitt lag sem við áttum saman og er ég búinn að raula það í huga mér frá því að pabbi hringdi og sagði mér að þú værir dáin og það er Liljan. Hérna eru tvö erindi: Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason) Við elskum þig elsku amma. Kveðja Arnar, Sólveig, Bergþóra, Hanna Líf, Kamilla og Ríkey. Elsku yndislega, fallega amma mín, að kveðja þig er ósköp sárt því þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Þið afi pössuðuð mig oft þegar ég var yngri og var það alltaf jafngaman. Þá var það topp- urinn að fá sleikjó í lok hverrar heimsóknar. Þið afi áttuð mikinn þátt í uppeldi mínu og þá sérstak- lega þegar það kom að mat því ég bar svo mikla virðingu fyrir ykk- ur að ég gat með engu móti sagt að ég vildi ekki þann mat sem var á boðstólum. Ég til að mynda tróð mig út af soðnum fiski og nýmjólk þegar ég var í hádegismat hjá ykkur áður en ég fór í leikskólann en annars var ég ekki mikið fyrir fiskinn. Þá er það einkar minn- isstætt ein jólin, þar sem það er nú skylda að borða jólamatinn og þykja hann góður, að það var tómatsúpa með rjóma í forrétt. Ég gat ekki með nokkru móti borðað þessa súpu svo ég borðaði rjómann ofan af og bætti svo allt- af við rjóma því ég skammaðist mín svo fyrir að þykja súpan ekki góð. Í dag er soðinn fiskur og tómatsúpa í miklu uppáhaldi hjá mér. Þú varst mín eina amma en þú gafst svo mikla ást og hlýju frá þér að mér leið alltaf eins og ég ætti margar ömmur. Þrátt fyrir að vera fyrsta barnabarn af 25 leið mér eins og ég væri þitt eina barnabarn því þú varst alltaf svo áhugasöm og stolt af því sem ég var að gera í lífinu. Þér tókst allt- af að láta mér líða eins og ég væri sérstök og skipti þig máli. Þá þótti mér endalaust vænt um það að þú skyldir hringja í mig þegar ég átti mitt fyrsta barn, en þetta var þitt þrítugasta og níunda barnabarnabarn og enn og aftur varstu svo áhugasöm um hvernig allt gengi og hvernig allir hefðu það. Þú hringdir ekki bara einu sinni heldur nokkrum sinnum og mikið rosalega varð ég spennt að fá að sýna þér litla kraftaverkið okkar. Mér leið eins og ég væri að fara að sýna þér þitt fyrsta barna- barn eða eina ungbarnið í öllum alheiminum, slíkur var áhuginn. Þetta var í hnotskurn hvernig ást þín og umhyggja var, einlæg og yndisleg. Lilja Árnadóttir. Elsku fallega og yndislega amma mín, ég kveð þig með mikl- um söknuði eftir stutta en harða baráttu við veikindi. Það var ekki hægt að hugsa sér betri og dug- legri ömmu en þig, elsku amma mín. Þú varst alltaf svo flott kona, bæði sem móðir, eiginkona, hús- móðir, amma, langamma og vin- kona. Þú varst alltaf svo dugleg í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Mér þótti alltaf jafn vænt um allt sem þú prjónaðir á mig og ég nota enn þann dag í dag peysu sem þú gerðir á mig fyrir átta árum. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá mér og að þegar ég mun koma til Keflavíkur sé ég ekki að fara að koma í heimsókn til þín. Allar mínar minningar um þig eru svo dýrmætar og góðar. Ég man þegar ég var í 3. bekk og við mamma bjuggum hjá ykkur afa í smátíma hvað mér fannst yndis- legt að búa með ykkur. Það var alltaf svo góð rútína sem ég þurfti svo mikið á að halda. Afi bjó til hafagraut á morgnana og svo gerðir þú kvöldmat, ég man sér- staklega eftir því að þið vilduð alltaf drekka mjólk með kvöld- matnum, ég kom alltaf með glas af undanrennu fyrir þig og ný- mjólk fyrir afa og svo borðuðum við kvöldmatinn í stofunni með fréttatímanum. Það var alltaf nóg af ást og um- hyggju hjá þér, elsku amma, og þó svo að seinustu dagarnir hafi verið erfiðir fyrir þig og þú komin á sterk lyf þá brostir þú glaðlega til mín þegar ég kom og þú straukst á mér kinnarnar og sagðir mér hversu sæt ég væri, svona fallega kvaddir þú mig. Elsku amma mín, ég er inni- lega þakklát fyrir allar þær stundir og þann tíma sem ég hef átt með þér og ánægð að hafa náð að eyða seinustu dögum með þér. Þú ert fyrirmyndin mín og hetja. Ég elska þig og ég mun sakna þín hvern dag. Ég veit þó að þú ert nú komin á góðan og betri stað með elsku afa, Dúddý, Kristínu og Svönu. Ég læt þessa bæn fylgja því þú náðir alltaf að sætta þig við hluti sem þú gast ekki breytt en hafðir ávallt kjark til breyta því sem þú gast breytt og þetta er eitthvað sem ég þarf að læra betur: Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, Jóhanna Karlsdóttir Hrefna var mág- kona móður minnar, eiginkona Agga, sem okkur fannst algjör ævintýramaður, mamma okkar góðu frændsystkina Ragn- ars, Lalla og Önnu og líka hún sjálf: Fallega konan með hlátur- inn, sem virtist smita allt með skemmtilegheitum. Því miður áttum við ekki eins mikla sam- veru og gaman hefði verið en því réð, að Aggi og Hrefna bjuggu Hrefna Lárus- dóttir Kvaran ✝ Hrefna Lár-usdóttir Kvar- an var fædd 3. apríl 1929. Hún lést 29. september 2014. Útför Hrefnu fór fram 6. október 2014. um áratugaskeið er- lendis og við sáum þau bara af og til. Kæmu þau var það alltaf mikil fagnað- arstund á æsku- heimilinu, Smára- götu. Afi hófst á loft andlega og allt kom í réttri röð: kaffi, spjall, kátína, tób- aksreykur og meira spjall og heimilis- stemmningin var eins og sáldruð með töfradufti. Nú er gott að þakka góðar móttökur þegar við Solla heim- sóttum Agga og Hrefnu í Lúx- embourg. Frábær samverustund með Hrefnu stóð upp úr þegar hún keyrði með okkur niður hluta Móseldalsins og var skemmti- legri en allt. Ég var eins og högg- dofa þegar við ókum á milli staða og alls staðar var sama sagan: á karlmenn komna yfir miðjan ald- ur vantaði alltaf hægri eða vinstri fótinn og stærð vandamálsins virtist yfirþyrmandi. Í sjötta þorpi áttuðum við okkur loks á því að við vorum allan tímann samferða rútum frá samtökum fyrrverandi hermanna. Við vor- um ennþá að hlæja að þessu með Hrefnu þegar við áttum síðast góða samverustund. Eftir að Aggi og Hrefna flutt- ust heim sáum við meira af þeim og fallegt var að sjá hversu náið samband þeirra var. Okkar kæri móðurbróðir sér nú á bak lífs- förunaut til 70 ára, missirinn er mikill en á móti vegur gleði yfir dýrmætri sameiginlegri lífsupp- skeru þeirra. Við mamma, bræð- urnir og fjölskyldur samhryggj- umst líka Önnu og öllum öðrum aðstandendum innilega og þökk- um fyrir kynnin við þessa ein- stöku konu. Gunnar Hrafnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.