Morgunblaðið - 16.10.2014, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
eins og Jesús gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt
á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega
hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
(Reinhold Niebuhr)
Anna Kristín Árnadóttir.
Elsku fallega og yndislega
amma mín. Að skrifa þessa orð er
mjög erfitt því ég trúi því ekki að
þú sért farin frá okkur. Ég á svo
margar góðar og fallegar minn-
ingar um þig sem ég er mjög
þakklát fyrir. Þú stóðst alltaf með
mér þegar eitthvað bjátaði á og
ég gat alltaf leitað til þín. Þú tókst
alltaf vel á móti mér og mér leið
alltaf eins og ég væri í uppáhaldi í
hvert skipti sem ég kom í heim-
sókn en þannig varstu við alla. Þú
geislaðir af ást, umhyggju og
kærleik og varst alltaf hlýleg og
góð. Þú varst alltaf ákveðin og
minnist ég þess þegar ég átti að
skutla þér heim til þín á Vestur-
braut og ég nýkomin með bílpróf,
ég hafði fengið skýr fyrirmæli um
að aðstoða þig upp tröppurnar en
þér leist ekkert á það og vildir
gera þetta sjálf. Þú ert fyrirmynd
mín og ég á eftir að sakna þín á
hverjum degi.
Sæbjörg Erla Árnadóttir.
Ég viðurkenni það að ég er
ekki enn búin að átta mig al-
mennilega á því að þú sért farin
frá okkur en í gærkvöldi fann ég
fyrir söknuði. Saman vorum við
komin nokkur úr fjölskyldunni á
afmælisdegi mömmu að halda
upp á daginn hennar með flottum
kvöldverði ásamt komu Christ-
ophers frænda til landsins. Það
var eitthvað sem vantaði, jú það
vantaði ömmu. Félagslyndu, glys-
gjörnu og barngóðu ömmu sitj-
andi í sínu fínasta pússi hlæjandi
með okkur. Við höfum átt margar
stundir sem þessar saman og er
ég innilega þakklát fyrir þær.
Síðastliðið ár hef ég fengið svo
fallegar flíkur á litlu skottuna
mína sem þú hefur prjónað. Ég
passa þær eins og gull og þykir
ótrúlega vænt um þær. Þín á eftir
að verða sárt saknað elsku amma.
Þótt fjölskyldan sé stór sá ég það
í gær hvað börnin öll sem þú hef-
ur alið eru innilega samrýnd þeg-
ar á reynir eins og þú hefur svo
sannarlega upplifað síðustu ár.
Elsku amma, nú eruð þið afi
loksins sameinuð á ný, knúsaðu
hann vel frá mér,
Anna Steinunn
Halldórsdóttir.
Elsku amma mín, ég veit að
það hefur án efa verið stór mótt-
tökunefnd sem tók á móti þér
þegar þú ákvaðst að fara. Núna
veit ég að þú ert að knúsa afa og
dætur þínar þrjár sem fóru allt of
snemma frá okkur. Tárin
streyma niður kinnar mínar þeg-
ar ég hugsa um allar fallegu
minningarnar sem við eigum, þó
ber hæst í huga mér allar stund-
inar okkar þegar ég var að setja
permanent í þig, þá drukkum við
kaffi, spjölluðum um allt milli
himins og jarðar og auðvitað
sönglaðir þú með útvarpinu. Allar
bústaðaferðinar okkar, matar-
boðin,
fimmtugsafmæli mömmu. Þú
varst alltaf svo glöð, jákvæð, hlý,
sterk og bara hreint ótrúleg kona
í alla staði. Þrátt fyrir að það hafi
verið erfitt að horfa upp á veikindi
þín síðustu daga er ég ólýsanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
halda í hönd þína og fengið að
kveðja þig. Ég kveð þig elsku
amma og ég veit að nú ertu farin
með frið í hjarta. Læt hér fylgja
með texta
úr lagi sem minnir mig óend-
anlega mikið á þig:
Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.
(Höf. texta: Jón Sigurðsson)
Ásta Sigurlaug Tryggva-
dóttir og fjölskylda.
Elsku amma, það sem við
söknum þín. Þegar ég sit hér og
horfi til baka, hvað ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að þekkja þig
í öll mín 23 ár. Ég fékk að kynna
þig fyrir maka mínum og barni,
langömmubarninu þínu. Björn
Bogi verður alinn upp við það
hversu góða og yndislega lang-
ömmu hann átti og hversu ríkur
hann er að hafa fengið að hitta þig
og kynnast þér. Þó það væru að-
eins 4 mánuðir. Ég man svo vel öll
ferðalögin og heimsóknirnar til
þín og hvað það var gaman. Að
koma til þín sem barn, fá að horfa
á Jóakim Aðalönd og fá sleikjó.
Þegar þú hringdir á hverju ári á
afmælisdaginn minn til að syngja
fyrir mig. Ég gat leitað til þín með
allt og fengið ást og umhyggju til
baka. Að sjá hversu mikla ást þú
áttir að gefa til okkar allra. Að
deila ást niður á 73 afkomendur
myndi ég halda að væri erfitt en
svo var ekki í þínu tilfelli. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa fengið að
sjá þig prjóna fram á síðasta dag
og hversu hress þú varst öll þín 89
ár. Við litla fjölskyldan munum
kveikja á kerti í dag og hugsa til
þín á hverjum degi því við elskum
þig.
Set þennan texta hérna með
þar sem mér finnst hann lýsa þér.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um svarr-
andi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Kara Tryggvadóttir, Ey-
steinn Sindri Elvarsson og
Björn Bogi Eysteinsson.
Ég var á leiðinni í
göngur þegar mér barst fregnin
að fjölskylduvinur okkar á Mol-
astöðum væri látinn. Við kynnt-
umst Skúla árið 2000 þegar hann
var í sumardvöl á Brúnastöðum
hér í Fljótum. Skúli kunni afar vel
við sig við sveitastörf og bauðst til
að gerast matvinnungur hjá okkur
hjónum sumarið eftir. Ekki er
hægt að segja að Skúli heitinn hafi
farið með veggjum, hann var
býsna hávaðasamur en glaður
strákur. Hann hafði gaman af því
að gera við heyvinnutæki og
skreppa með mér í stöku veiði-
ferðir enda lagði hann bifvéla-
virkjun fyrir sig seinna á lífsleið-
inni. Við höfðum oft lúmskt gaman
Guðmundur Skúli
Guðmundsson
✝ GuðmundurSkúli fæddist á
fæðingardeild
Landspítalans 31.
mars 1986. Hann
lést 27. september
2014.
Guðmundur
Skúli var kvaddur
frá Fossvogskirkju
9. október 2014.
af hvað hann var
óþolinmóður en lífs-
taktur hans var tölu-
vert hraðari en okk-
ar og greip hann oft
til stórskemmtilegra
útskýringa þegar
hann var að lýsa því
sem gerðist við dag-
leg störf. Einu sinni
var hann að raka fyr-
ir okkur ysta hring-
inn á afar ósléttu
túni og fór svo að hann vafði girð-
ingunni utan um rakstrarvélina.
Hann kom sótbölvandi heim og
sagði að heimiliskötturinn hefði
legið sofandi á brettinu inni í
dráttarvélinni og í einni dældinni
hefði hann tekist á loft frá hvílu-
stað sínum og endað á lærinu á sér
og læst í hann klónum til að detta
ekki í gólfið með tilheyrandi
óhljóðum. Eftir þetta sumar kom
Skúli alltaf í göngur og oft um
páska þegar hann eignaðist eigin
bíl. Hann var ræðinn og ágætlega
lesinn miðað við aldur. Tónlist og
kvikmyndir voru í sérstæku eft-
irlæti hjá Skúla og deildum við oft
sama smekk þar. Hann kynnti
mig fyrir alls konar tónlist eins og
Smashing pumpkins, Weezer og
öðru bandarísku rokki. Í mörg ár
var Skúli mín hægri hönd í göng-
um í Hólafjalli í Austur-Fljótum,
en oft var mikið um börn í gangna-
mannahópnum. Var það oftast
hlutverk Skúla að segja börnun-
um til að stýra þeim og þá kom í
ljós hvað hann var barngóður og
þolinmóður þessi ofvirki orku-
bolti. Börnum okkar hjóna reynd-
ist hann frábærlega og var ótrú-
lega þolinmóður að leika og ræða
við þau sem jafningjar væru. Síð-
ustu ár fór að draga úr heimsókn-
um Skúla en ástæðan var okkur
óljós. Við hittum hann engu að síð-
ur á Bláfellshálsi á Kjalvegi í sum-
ar þegar við vorum á heimleið úr
sumarfríi í ágúst. Rúta var í veg-
arkantinum og þjónustubíll var
nýkominn. Við hægðum á för okk-
ar og þegar viðgerðarmaðurinn
reis upp undan rútunni greindi ég
andlit Skúla bak við rykið og
smurninguna. Hann ljómaði allur í
framan, rútan var full af ferða-
mönnum og hann var á góðri leið
með að klára viðgerðina. Hann var
nánast óþekkjanlegur vegna
óhreininda en þarna fannst mér
hann vera kominn á rétta hillu.
Alltaf á ferðinni og réttandi hjálp-
arhönd. Skúli gekk stundum aftur
á bak gegnum lífið eins og Megas
söng en við erum þakklát fyrir það
að hafa kynnst þessum góða
dreng. Farðu í friði vinur.
Halldór G. Hálfdansson og
fjölskyldan á Molastöðum.
Nú höfum við kvatt góðan vin,
ungan mann sem snert hefur
hjörtu margra. Þessi ungi maður
gerði ljónagryfjuna að ævintýra-
landi hvort sem það var heitur
sumardagur, hvass haustdagur,
kaldur vetrardagur eða blautur
vordagur. Þau eru ófá bökin sem
þessi maður hefur stutt á sinni
lífsleið og þar á meðal mitt eigið.
Elsku vinur og frábær félagi, þín
verður minnst með hlýju í hjarta
og bros á vör. Takk fyrir allar frá-
bæru stundirnar sem við höfum
átt saman og bið ég þig að vaka yf-
ir öllum þeim sem þér þykir vænt
um.
Elsku Skúli minn blessuð sé
minning þín.
Hér er bæn sem við fórum með
saman eftir að þú snerir baki við
óreglunni og hef ég stuðst mikið
við hana síðastliðna daga.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Andrea Helga
Sigurðardóttir.
Margar af mínum
bestu æskuminn-
ingum eru tengdar
litla þorpinu við
nyrsta haf, þar sem „amm-
anabbna“ mín og „afibulli“ áttu
heima. Ég man hversu gott var
að vakna sem lítil stúlka í ömmu
og afa húsi, trítla niður í eldhús
þar sem ég drakk nýkreistan
appelsínusafa og borðaði hafra-
graut með lifrarpylsu. Í minning-
unni skín alltaf sólin og fugla-
söngur berst inn í takt við
vélarhljóðin frá trillum að leggja
úr höfn. Ég man hvernig amma
þerraði mig vandlega eftir böð og
signdi mig áður en hún klæddi
mig í hreinan ullarnærbol. Það
átti sko ekki að komast kul að
barninu, hvað þá eitthvað annað.
Svo las hún fyrir mig og bókin um
Buslu var ævinlega í uppáhaldi
en mest spennandi fannst mér
samt þegar hún sagði mér frá því
þegar hún sjálf var lítil stúlka í
torfbænum Undirvegg í Keldu-
hverfi. Hún sagði mér frá geit-
unum vinalegu sem gáfu heims-
ins bestu mjólk, baðstofunni sem
var þiljuð og upphituð með kam-
ínu, moldargólfinu í eldhúsinu og
ég þreyttist aldrei á að hlusta á
ömmu lýsa því hvernig húsið var
byggt og hvernig lífið var í þá
daga. Ég man sumarið sem ég
hjálpaði ömmu í bakaríinu sem
var aftan við húsið, sem heitir
Álfaborg. Þá vöknuðum við
snemma og bökuðum sérbökuð
vínarbrauð og snúða sem svo
voru seld glóðvolg í „kuffélaginu“
þegar það var opnað. Það sumar
fór amma með mig í mína fyrstu
sólstöðugöngu og sú upplifun var
algjörlega ólýsanleg með orðum
en það vita þeir sem hafa upplifað
að hvergi er miðnætursólin feg-
urri en við nyrsta haf. Hún amma
mín var einstaklega æðrulaus
kona. Samband okkar var gott og
við áttum margt sameiginlegt,
eins og það að vera miklir spírit-
istar, hrifnar af litskrúðugum
klæðum og helst með glimmer-
þráðum, báðar handverskskonur,
Ragnheiður
Ingvarsdóttir
✝ RagnheiðurIngvarsdóttir
fæddist 4. apríl
1926. Hún andaðist
18. september
2014. Útför Ragn-
heiðar fór fram 7.
október 2014.
þótt ég hafi reyndar
ekki tærnar þar sem
amma hafði hælana
í þeim efnum og nut-
um við þess að vera
samvistum við dýr.
Eftir að amma flutti
til Hafnarfjarðar fór
ég oft með hana ým-
issa erinda og þá
sungum við gjarnan
með útvarpinu í
bílnum. Oftar en
ekki enduðum við þessar ferðir á
kaffihúsum og ræddum heima og
geima. Hennar heimili var alla tíð
galopið fyrir mér, jafnt að nóttu
sem degi. Jafnvel á erfiðum tíma-
bilum þegar flestar dyr voru mér
lokaðar var hún til staðar, alltaf
jafn hlý og góð og aldrei dæm-
andi. Henni þótti vænt um mig
eins og ég er og mér um hana.
Elsku besta amma mín, minn-
ing þín mun ávallt lifa í hjarta
mínu og svo hittumst við á miðri
leið, eins og þú sagðir við mig
skömmu áður en þú kvaddir og
ég vissi að þú áttir við þegar
tjöldin blakta. Það verða fagnað-
arfundir. Ég kveð þig með eftir-
farandi ljóði sem minnir mig allt-
af á þig og sólstöðugönguna
okkar á Raufarhafnarhöfðanum,
þá undurfögru nótt fyrir þrjátíu
árum. Þar vaktir þú takt náttúr-
unnar og hinnar eilífu hringrásar
innra með mér borgarbarninu og
fyrir það verð ég þér ævinlega
þakklát.
Nú blika við sólarlag sædjúpin köld;
ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta
kvöld,
með hreinan og ljúfan og heilnæman
blæ,
og himininn bláan og speglandi sæ.
(Þorsteinn Erlingsson)
Góða ferð á leið ljóssins elsku
amma mín. Þín nafna,
Ragnheiður (Ragna) Sól.
Meira: mbl.is/minningar
Félagi, sveitungi
og vildarvinur horf-
inn á braut. Slíkt eru ávallt mikil
tíðindi og mótvægisráðin þau helst
að minnast með jákvæðni ljúfustu
atburða horfinna daga.
Ég var sex eða sjö ára þegar
fundum okkar Friðjóns bar saman í
fyrsta sinn. Þótt ekki væri verulega
langt milli bæja var afstaðan þó sú
að við gátum ekki talist beinir ná-
grannar og ekki heldur leikfélagar
fyrst í stað. Barnaleikir á okkar
svæði voru þó síst óþekktir og juk-
ust þegar fram í sótti, og síðan tóku
við ungmennafélagsárin, sem
færðu yngri kynslóðina yfir í meiri
samheldni en annars hefði líklega
orðið.
Friðjón var ákveðinn og öflugur
ungmennafélagi, sat mörg ár í
stjórn og var lengst allra varafor-
maður í UMF Birni Hítdælakappa
auk þess að vera nokkrum sinnum
gjaldkeri. Þá kom sér vel hve tal-
naglöggur hann var, en þegar í
barnaskóla vakti það athygli að
stærðfræði virtist liggja afar vel
fyrir honum sem og ýmsar náms-
greinar almennt. Ekki varð þó af
frekara framhaldsnámi en eins
vetrar setu í Héraðsskólanum í
Reykholti. Í keppnisíþróttum tók
hann aldrei þátt en var þess þó
mjög hvetjandi að aðrir ungir menn
í sveitinni gæfu sig að slíku, enda
nokkur hreyfing í þá átt á vissu ára-
bili innan ungmennafélagsins. En
veran í félaginu og störfin þar álít
ég að hafi verið besti tími félags-
málastarfa Friðjóns þótt víðar bæri
hann niður í félagslegum verkefn-
um. Á upphafsárum hans í ung-
mennafélaginu dafnaði verulegur
Friðjón Gíslason
✝ Friðjón Gísla-son fæddist á
Helgastöðum 24.
mars 1928 og lést 5.
september 2014 í
Borgarnesi.
Útför Friðjóns
fór fram frá Borg-
arneskirkju 12.
september 2014.
leiklistaráhugi með-
al margra í sveitinni
og hélst í allmörg ár.
Það var álit margra
að Friðjón væri þar
sjálfkjörinn til þátt-
töku, og tel ég að
honum hafi verið
ósvikið ánægjuefni
að glíma við þá list-
grein á meðan að-
stæður leyfðu. Og á
sviðinu í gamla
samkomuskálanum kom hann
fram í allnokkrum hlutverkum og
skilaði með prýði.
Tímabil hreppsnefndarstarfa
hófst þegar Friðjón var þrítugur,
stóð þá ekki lengi en endurtókst
síðar. Það er skoðun mín að hann
hafi aldrei haft verulega ánægju af
þeim störfum.
Framkvæmdirnar á Helgastöð-
um eru kapítuli út af fyrir sig og
lýsa atorku og einbeitni við að
koma upp fyrirmyndargóðbúi.
Einhverju sinni lét Friðjón svo um
mælt að þegar maður hefði markað
sér þá stefnu að þjóna jörð og búi
stoðaði ekki annað en gefa sig allan
í hlutverkið. Friðjón var maður í
hærra lagi, útsjónarsamur og vel
verki farinn. Ekki varð þess ætíð
vart að hann liti mjög björtum aug-
um það sem framundan var og
kvað það stundum meðal persónu-
legra einkenna sinna. Fleipur og
vanhugsuð atriði voru fjarri skap-
lyndi hans, og aldrei gleymdist að
taka mikilvægustu atriði með í
reikninginn. En lífsgleði átti einnig
verulegt rúm í huga hans og lifa
enn mörg hnyttiyrði hans í endur-
minningu góðra vina. Hjálpsemi
hans var við brugðið og voru þeir
margir sem nutu hennar. Það var
áreiðanlega ekki ofmælt þegar
einn af yngri félögum okkar, löngu
látinn, nefndi Friðjón í samtali
öndvegismann.
Á kveðjustund votta ég fjöl-
skyldunni samúð.
Vertu sæll, félagi. Við munum
þig.
Bjarni Valtýr Guðjónsson.