Morgunblaðið - 16.10.2014, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014
þjóðlegt
gómsætt
og gott
alla daga
Gríptu með úr næstu verslun
www.flatkaka.is
kÖku
gerÐ hp
Þótt Ásta Ragn-heiður Jóhann-esdóttir, fyrr-
verandi þingforseti
og ráðherra, eigi af-
mæli í dag þá býst
hún við að eyða deg-
inum í að undirbúa
annað afmæli, líkt og
hún hefur gert aðra
daga undanfarið. Hún
er nefnilega fram-
kvæmdastjóri afmæl-
isnefndar um 100 ára
kosningarétt kvenna
en konur fengu kosn-
ingarétt árið 1915 og
verða hátíðarhöld af
því tilefni allt næsta
ár. „Það stefnir í
mikla þátttöku um
allt land. Ætlunin var
að hafa þetta sjálfs-
prottið, að grasrótin
kæmi með hugmyndir
að afmælishaldinu og
hafa komið fjölmarg-
ar skemmtilegar
hugmyndir.“ Fyrsti
viðburðurinn verður fundur í Iðnó nú um áramótin, sem verður
upprifjun úr kvennabaráttunni. Af öðrum viðburðum má nefna
sýningu Þjóðminjasafnsins um konur í 100 ár, tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands með verkum kvenna og hátíðarhöld á
Austurvelli 19. júní. Það verða málþing og ráðstefnur, fjöl-
breyttar sýningar í söfnum landsins og sveitarfélögin, jafnréttis-
og kvenfélög munu minnast þessara tímamóta með ýmsum við-
burðum.
„Aðaláhugamálið mitt núna er þetta 100 ára afmæli og svo
fór ég að læra silfursmíði í Tækniskólanum en ég ákvað að láta
þann draum rætast þegar ég hætti á Alþingi. Ég hef alltaf haft
áhuga á hönnun og handverki og unnið mikið í höndunum,
prjónað og saumað, og sit t.d. í stjórn Handverks og hönnunar.“
Eiginmaður Ástu Ragnheiðar er Einar Örn Stefánsson. Hann
vinnur við ritstörf og þýðingar. Börn þeirra eru Ragna Björt
Einarsdóttir og Ingvi Snær Einarsson og svo eiga þau þrjú
barnabörn.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er 65 ára
Lærir silfursmíði „Mér finnst þetta mjög
skemmtilegt. Maður lærir bæði að hanna
og smíða gripina.“
Er að undirbúa
hundrað ára afmæli
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Vinkonurnar Eydís Ósk Svavarsdóttir og Anja Rut Hrannarsdóttir gengu í
hús og söfnuðu dóti á tombólu sem þær héldu síðan við Bónusbúðina við
Undirhlíð á Akureyri. Þær söfnuðu 5.495 krónum sem þær styrktu Rauða
krossinn með.
Hlutavelta
S
turla Gunnar fæddist á
Suðureyri við Súganda-
fjörð 16.10. 1964, og
ólst þar upp fram að
menntaskóla. Eftir nám
í Grunnskóla Suðureyrar fór hann
á Héraðsskólann á Núpi í Dýra-
firði, stundaði nám við MÍ, Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki og lauk prófum sem
rekstrarfræðingur frá Sam-
vinnuháskólanum á Bifröst 1992.
Eftir námið á Bifröst var Sturla
Gunnar verslunarstjóri hjá Kaup-
félagi Steingrímsfjarðar á Hólma-
vík í tvö ár, síðar verslunarstjóri,
rekstrarstjóri og innkaupastjóri
hjá Kaupfélagi Suðurnesja og loks
hjá Samkaupum. Hann var fram-
kvæmdastjóri hjá Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli 2002-2006 og
síðar framkvæmdastjóri Sam-
Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastj. Smáralindar – 50 ára
Alsæl á brúðkaupsdaginn Sturla Gunnar og Ingibjörg gengu í það heilaga í Kópavogskirkju nú í sumar.
Laxveiðimaður með
áhuga á landi og sögu
„Göltur úr hafinu gnæfir hátt,“ segir í ljóði Guðmundar Ágústssonar.
Sturla Gunnar Eðvarðsson með fjall Súgfirðinga í baksýn.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is