Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 17
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Vinavikan hefst með vinabíói í safnaðarheimili Vopna- fjarðarkirkju sunnudaginn 5. október. Sýndar verða tvær myndir. Klukkan 15 er það Jónsi og riddarareglan og klukkan 20 myndin The Secret life of Walter Mitty. Vinabíó í Vopnafjarðarkirkju*Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegnaverða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein,hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka. Páll Skúlason Nanna Ósk Jónsdóttir, kynningar- og markaðsfulltrúi Þjóðleikhússins, svar- ar spurningum um eftirlæti fjölskyld- unnar þessa vikuna. Maður hennar er Jón Kristinn Laufdal Ólafsson, auglýs- ingastjóri Fréttablaðsins. Þau eiga tvö börn, Ólaf Friðrik Laufdal Jónsson, 17 ára, og Maríu Kristínu Laufdal Jóns- dóttur, sjö ára. Þátturinn sem allir geta horft á? Þar sem litla stelpan mín hefur líka mikinn áhuga á eldamennsku myndi ég segja Nautnir norðursins með Gísla Erni Garðarssyni leikara. Þetta eru skemmtilegir, fróðlegir og áferðarfal- legir þættir sem öll fjölskyldan getur horft á og kynnst í leiðinni matar- venjum og náttúru Norðurlandanna. Þeir koma á óvart! Þá eru þættirnir Stelpurnar í miklu uppáhaldi með sinn beitta húmor. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Lambahryggur sem búið er að setja hvít- lauk inn í og krydda með blönduðu kryddi og fersku rósmaríni, borið fram með berna- issósu og brúnni ásamt bökuðum sætum kart- öflum með rósmaríni. Ekki má heldur gleyma rabarbarasultunni. Þetta klikkar ekki! Skemmtilegast að gera saman? Ég er ákaflega mikil fjölskyldumanneskja og er þeirrar skoð- unar að dýrmætar fjölskyldustundir með börnunum sínum geri mann heilan og það mikilvægasta sem hver á. Ég hef lagt mig fram við að hlúa að kærleiksríkum stund- um. Njóta afslappaðra stunda saman eins og að fara í göngutúr, sund, hjóla saman, fara í bæjarrölt, á kaffihús, í Kringluna og í heimsókn til góðra vina. Líka finnst okkur gaman að keyra út fyrir bæinn og fara til dæmis í sund í Hveragerði eða út að borða á Selfossi. Einnig er gaman að fara í bíó, elda góðan mat heima og föndra sam- an. Svo er líka huggulegt að sofa fram eftir um helgar og borða morgunmat í rúminu. Þessir hversdagslegu hlutir sem þurfa ekki að vera flóknir eru mikilvægir og að njóta hverrar stundar. Svo nýtur fjölskyldan sín auðvitað í botn á ferðalög- um á heitum slóðum, í Spánarferðum þar sem hægt er að kúpla sig frá öllu. Borðið þið morgunmat saman? Við reynum alltaf að borða morgunmat sam- an. Ein mikilvægasta stundin fyrir daginn er að kveikja á kertum, spila tónlist og gera hafragraut eða borða Cheerios og hafa rótsterkt kaffi eða ferskan app- elsínusafa með. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við spilum, slöpp- um af, lesum og horfum á einhvern fjölskylduþátt. Ég og litla músin elskum að hafa kósí og förum oft í freyðibað með kertaljósum og reykelsi. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Nanna Ósk Jónsdóttir Dýrmætar fjölskyldu- stundir gera mann heilan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir myndlistarmaður stendur fyrir örnámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-7 ára í Hugmynda- smiðjunni á Kjarvalsstöðum. „Hún vinnur með gjörninga í verkum sínum þar sem hún skoðar m.a. það hugmynda- ferðalag sem listamaðurinn leggur í við vinnslu á listaverki. Á námskeiðinu verður lagt í þetta hugmyndaferðalag list- arinnar og hefst ferðin á því að skoða yfirstandandi sýningu á Kjarvalsstöðum eða Roundabouts/Efsta lag. Ef veður leyfir verður einnig farið í stutta rannsóknarferð um Klam- bratún áður en hafist er handa í smiðjunni,“ segir í tilkynn- ingu frá safninu. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin og þátttaka er ókeyp- is. Námskeiðin fara fram klukkan 13-16 eftirtalda laug- ardaga 4., 11. og 25. október og 1., 22. og 29. nóvember. HUGMYNDASMIÐJA FYRIR BÖRN Á KJARVALSSTÖÐUM Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í skapandi samvinnu við að skoða og rannsaka myndlist, uppgötva eitthvað nýtt og verða fyrir áhrifum af listinni. Hugmyndaferða- lag listamannsins Instagram-síður þar sem börn- og unglingar láta dæma útlit sitt á skalanum frá 1-10 spretta upp á Instagram. Síðurnar heita nöfnum á borð við Hversu sæt/ur ertu? og Hversu heit/ur ertu? Síðurnar virka oftast þannig að Instagram- notandi sendir mynd í skilaboðum eða taggar síðuna á myndinni sem hann vill láta dæma. Yf- irleitt setur eigandi reikningsins það að skilyrði að það sé nauðsynlegt að vera fylgjandi síðunnar til að fá dóm. Bæði strákar og stelpur senda myndirnar sín- ar inn á svona síður. Flestir fá háa einkunn en svona útlitsdýrkun getur boðið upp á einelti í athugasemdum. Ekki er hægt að vita hver stendur á bak við hvern reikning en þeir líta þannig út að það séu krakkar að dæma aðra krakka. Það er þrettán ára aldurstakmark á Instagram en mörg dæmi eru um að yngri krakkar en það séu skráðir. Það er því full ástæða fyrir foreldra að fylgjast vel með þessari netnotkun sem ann- arri. FEGURÐIN DÆMD Á SKALANUM 1-10 Hversu sæt/ur ertu? Hér sjást nokkur dæmi um svona síður. MARGAR SÍÐUR SPRETTA UPP Á INSTA- GRAM ÞAR SEM HÆGT ER AÐ SENDA INN MYND TIL AÐ FÁ ÚTLITSDÓM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.