Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 17
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Vinavikan hefst með vinabíói í safnaðarheimili Vopna-
fjarðarkirkju sunnudaginn 5. október. Sýndar verða
tvær myndir. Klukkan 15 er það Jónsi og riddarareglan
og klukkan 20 myndin The Secret life of Walter Mitty.
Vinabíó í Vopnafjarðarkirkju*Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegnaverða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein,hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.
Páll Skúlason
Nanna Ósk Jónsdóttir, kynningar- og
markaðsfulltrúi Þjóðleikhússins, svar-
ar spurningum um eftirlæti fjölskyld-
unnar þessa vikuna. Maður hennar er
Jón Kristinn Laufdal Ólafsson, auglýs-
ingastjóri Fréttablaðsins. Þau eiga tvö
börn, Ólaf Friðrik Laufdal Jónsson, 17
ára, og Maríu Kristínu Laufdal Jóns-
dóttur, sjö ára.
Þátturinn sem allir geta horft á? Þar
sem litla stelpan mín hefur líka mikinn
áhuga á eldamennsku myndi ég segja
Nautnir norðursins með Gísla Erni
Garðarssyni leikara. Þetta eru
skemmtilegir, fróðlegir og áferðarfal-
legir þættir sem öll fjölskyldan getur
horft á og kynnst í leiðinni matar-
venjum og náttúru Norðurlandanna. Þeir
koma á óvart! Þá eru þættirnir Stelpurnar
í miklu uppáhaldi með sinn beitta húmor.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum?
Lambahryggur sem búið er að setja hvít-
lauk inn í og krydda með blönduðu kryddi
og fersku rósmaríni, borið fram með berna-
issósu og brúnni ásamt bökuðum sætum kart-
öflum með rósmaríni. Ekki má heldur gleyma
rabarbarasultunni. Þetta klikkar ekki!
Skemmtilegast að gera saman? Ég er ákaflega
mikil fjölskyldumanneskja og er þeirrar skoð-
unar að dýrmætar fjölskyldustundir með
börnunum sínum geri mann heilan og það
mikilvægasta sem hver á. Ég hef lagt mig
fram við að hlúa að kærleiksríkum stund-
um. Njóta afslappaðra stunda saman eins
og að fara í göngutúr, sund, hjóla saman,
fara í bæjarrölt, á kaffihús, í Kringluna og í
heimsókn til góðra vina. Líka finnst okkur
gaman að keyra út fyrir bæinn og fara til
dæmis í sund í Hveragerði eða út að borða
á Selfossi. Einnig er gaman að fara í bíó, elda góðan mat heima og föndra sam-
an. Svo er líka huggulegt að sofa fram eftir um helgar og borða morgunmat í
rúminu.
Þessir hversdagslegu hlutir sem þurfa ekki að vera flóknir eru mikilvægir og
að njóta hverrar stundar. Svo nýtur fjölskyldan sín auðvitað í botn á ferðalög-
um á heitum slóðum, í Spánarferðum þar sem hægt er að kúpla sig frá öllu.
Borðið þið morgunmat saman? Við reynum alltaf að borða morgunmat sam-
an. Ein mikilvægasta stundin fyrir daginn er að kveikja á kertum, spila tónlist
og gera hafragraut eða borða Cheerios og hafa rótsterkt kaffi eða ferskan app-
elsínusafa með.
Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við spilum, slöpp-
um af, lesum og horfum á einhvern fjölskylduþátt. Ég og litla músin elskum að
hafa kósí og förum oft í freyðibað með kertaljósum og reykelsi.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Nanna Ósk
Jónsdóttir
Dýrmætar fjölskyldu-
stundir gera mann heilan
Unnur Mjöll S. Leifsdóttir myndlistarmaður stendur fyrir
örnámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-7 ára í Hugmynda-
smiðjunni á Kjarvalsstöðum. „Hún vinnur með gjörninga í
verkum sínum þar sem hún skoðar m.a. það hugmynda-
ferðalag sem listamaðurinn leggur í við vinnslu á listaverki.
Á námskeiðinu verður lagt í þetta hugmyndaferðalag list-
arinnar og hefst ferðin á því að skoða yfirstandandi sýningu
á Kjarvalsstöðum eða Roundabouts/Efsta lag. Ef veður
leyfir verður einnig farið í stutta rannsóknarferð um Klam-
bratún áður en hafist er handa í smiðjunni,“ segir í tilkynn-
ingu frá safninu.
Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin og þátttaka er ókeyp-
is. Námskeiðin fara fram klukkan 13-16 eftirtalda laug-
ardaga 4., 11. og 25. október og 1., 22. og 29. nóvember.
HUGMYNDASMIÐJA FYRIR BÖRN Á KJARVALSSTÖÐUM
Tilgangurinn er að veita börnum innblástur í skapandi
samvinnu við að skoða og rannsaka myndlist, uppgötva
eitthvað nýtt og verða fyrir áhrifum af listinni.
Hugmyndaferða-
lag listamannsins
Instagram-síður þar sem börn- og unglingar láta
dæma útlit sitt á skalanum frá 1-10 spretta upp
á Instagram. Síðurnar heita nöfnum á borð við
Hversu sæt/ur ertu? og Hversu heit/ur ertu?
Síðurnar virka oftast þannig að Instagram-
notandi sendir mynd í skilaboðum eða taggar
síðuna á myndinni sem hann vill láta dæma. Yf-
irleitt setur eigandi reikningsins það að skilyrði
að það sé nauðsynlegt að vera fylgjandi
síðunnar til að fá dóm.
Bæði strákar og stelpur senda myndirnar sín-
ar inn á svona síður. Flestir fá háa einkunn en
svona útlitsdýrkun getur boðið upp á einelti í
athugasemdum. Ekki er hægt að vita hver
stendur á bak við hvern reikning en þeir líta
þannig út að það séu krakkar að dæma aðra
krakka.
Það er þrettán ára aldurstakmark á Instagram
en mörg dæmi eru um að yngri krakkar en það
séu skráðir. Það er því full ástæða fyrir foreldra
að fylgjast vel með þessari netnotkun sem ann-
arri.
FEGURÐIN DÆMD Á SKALANUM 1-10
Hversu sæt/ur ertu?
Hér sjást nokkur dæmi um svona síður.
MARGAR SÍÐUR SPRETTA UPP Á INSTA-
GRAM ÞAR SEM HÆGT ER AÐ SENDA INN
MYND TIL AÐ FÁ ÚTLITSDÓM.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700
• Barnalæsing
• Mikil einangrun
• CE vottuð framleiðsla
• Sérsmíði eftir málum
• Glerjað að innan
• Áratuga ending
• Næturöndun
VELDU VIÐHALDSFRÍTT
PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.