Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 S é maður sagður dýravinur fær hann oftast prik. Kannski er það vegna sameiginlegs samviskubits manna. En það gæti verið af öðrum ástæðum. Margir telja að samúð með málleys- ingjum sé gleggri gæðastimpill en margt annað sem fært er til tekna. Herra jarðarinnar hefur fyrir löngu náð að undir- oka allar aðrar dýrategundir enda gengið fast fram, harðhentur og óvæginn. Grimmasta rándýrið? Snillingsmennið David Attenborough, náttúruvís- indamaður og flinkur fjölmiðlari, telur að mannkynið sé þegar orðið helmingi fjölmennara en það megi vera, eigi hinar dýrategundirnar að eiga von í tilver- unni. Auðvitað hefur Attenborough ekki lagt til að úr þessu verði bætt, þótt hann láti eftir sér að benda á þessa afleiðingu fjölgunar mannkyns. Sífellt er gengið á það pláss sem dýr hafa til „frjálsra lífshátta“. Því hefur verið reynt að marka slík svæði, friða og girða af. Vel er þó í lagt að kalla slíka reiti frjálsa náttúru. Ekki skal þó gera lítið úr þeirri viðleitni. Það er vissulega betra en ekkert. Ein- hver líkti þessu við mismunandi fangelsi. Annars veg- ar hin lokuðu og hins vegar hin opnu. Þau síðar- nefndu eru mun mildari en hin, en bæði eru eftir sem áður fangelsi. Því megi kalla þessi svæði opna dýra- garða. Sífellt stærri landsvæði eru tekin undir vegi, flugvelli, byggðir og ræktað land og mannkynið sýg- ur til sín sífellt stærri skerf af vatni jarðarinnar. Mannkynið kemst ekki af nýti það ekki aðrar dýra- tegundir sér til matar. Framan af voru veiðimennirnir svo fáir að þeir gerðu ekki strandhögg og búnaður þeirra frum- stæður. Sumar dýrategundir höfðu lengi vel í fullu tré við veiðimanninn. En allt hefur það breyst. Veiði í hinum gamla skilningi orðsins á aðeins við um sport- þátt dýranytjanna. Skipulagður búskapur sér um það sem máli skiptir. Þótt enn sé þannig talað um veiði þegar fjallað er um hefðbundna sókn Íslendinga eftir sjávarafla þá dregur sú starfsemi sífellt meiri dám af búskapnum uppi á landi. Tæknibúnaður og öflug skip þýða að menn geta veitt það sem þeir vilja og nánast í öllum veðrum. Því verða menn sjálfir að setja sér takmörk. Leitast er við að ákveða magn þess sem veitt er eft- ir reglum sem styðjast við vísindalega ráðgjöf. Stærðir einstakra stofna eru allvel þekktar og hversu fast megi sækja í þá svo það standist kröfur um sjálf- bærni. Flestir viðurkenna, að það kerfi sem Íslendingar styðjast við og þær aðferðir sem þeir beita hafa gefist betur en ýmsum öðrum hefur tekist að gera. Allgóð sátt er á milli þeirra sem sækja sjóinn annars vegar og vísindamanna hins vegar um hversu mikið sé óhætt að veiða í hverju tilviki. Þjóðarhagsmunir og hagsmunir þeirra sem hafa atvinnu af sjávarútvegi fara auðvitað saman. En hvernig fer nýting með dýravernd og vináttu dýra og manna? Þeir sem hafa fengið nasasjón af störfum bænda, jafnvel þótt í smáu sé, eins og gafst þegar krakkar úr þéttbýli fengu að sinna sveitastörfum á sumrum (sem er því miður að hverfa) skynjuðu fljótt að nýting skepna breytir engu um það að í langflestum tilvikum fara þar dýravinir. Sveitafólkið hefur um aldir skynj- að dýrin sem einstaklinga. Lengst af var mörgum þeirra, jafnvel flestum eða öllum, gefið nafn. Eftir því sem sem maðurinn fjarlægist upprunann sýnist honum allar skjátur vera eins, jafnvel kýr og hross. Einstaklingseinkennin sem sjást við nána um- gengni ýta undir dýravininn í manninum. Þetta sést glöggt þegar horft er til hafsins. Það vekur sennilega ekki mikla samúð að sjá tugi tonna af síld eða makríl sprikla í trolli. En um hvali gegnir öðru máli. Hver hvalur er veiddur með „persónulegum“ hætti. Það verður mörgum ofraun. Fólkið í stórborgunum er- lendis telur það ekki breyta miklu þótt sagt sé með réttu að Íslendingar stundi sínar hvalveiðar af gætni. Skutull í blóðidrifnum hval á sjónvarpsskjá lokar hlustunum. Rök um að alfriðun hvala geti raskað jafnvægi annarra stofna í hafinu ná ekki máli í slíkum hópum. Engin samúð ríkir með þeim smádýrum sem hvalurinn leggur sér til munns. Rökin, sem stefnt er gegn slíku tali, eru þau, að hvalir séu með greindustu dýrum jarðar, þeir eigi sitt tungumál og ríkt sálarlíf. Þúsundir manna hafa „ættleitt“ hvali og hvalavernd- unarmenn eiga greiða leið að pyngju fólks víða um heim. Og vissulega eru hvalir tignarleg dýr sem verð- skulda aðdáun. Og fráleitt væri að gera lítið úr árangri þeirra sem barist hafa gegn ofveiði hvala, þótt þeir sömu láti ekki numið staðar þar. Veiðiaðferðunum hefur einnig ver- ið breytt til bóta vegna gagnrýni. Það hefur sýnt sig að allir þurfa aðhald, einnig þeir sem nýta dýr til við- gangs mannkynsins. Maðurinn hefur tekið sér allan rétt gagnvart dýrunum og ekki verður séð að þar verði aftur snúið. En þessum freka rétti fylgja einnig ríkar skyldur. Meðferð á öllum stigum verður að upp- fylla meira en lágmarksskilyrði. Neytendur eru að- ilar að öllu ferlinu og eiga að veita aðhald og þá ekki aðeins það sem snýr að verðinu út úr búð. Sigursælir sérvitringar Fyrir aðeins fáeinum áratugum höfðu ekki margir trú á skógrækt í þessu landi. Margir höfðu reynt fyrir sér á smábleðlum af virðingarverðri þrjósku og van- efnum og iðulega orðið fyrir vonbrigðum. Sumir litu á Reykjavíkurbréf 03.10.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.