Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 33
FYLLTAR TORTILLASKÁLAR
Mjúkar tortillakökur (minni tegundin)
1 bakki nautahakk
1 poki taco-krydd
ca 1 dl vatn
ca 1/2 krús tacosósa
1 dós refried beans
rifinn cheddar-ostur
Steikið nautahakkið á pönnu, kryddið með taco-
kryddi og hellið ca 1 dl af köldu vatni yfir. Látið
sjóða saman í nokkrar mínútur á pönnunni.
Hrærið tacosósu og refried beans saman við og
setjið til hliðar.
Úðið olíu (ég nota PAM) í möffinsform og
setjið tortillakökur í þau (það er allt í lagi þó þær
standi upp úr), fyllið þær með nautahakksblönd-
unni og stráið rifnum cheddar-osti yfir. Setjið í
200° heitan ofn í 10-15 mínútur, eða þar til ost-
urinn er bráðnaður. Berið fram með góðu salati,
nachos og sýrðum rjóma, guacamole og salsa-
sósu.
Föstudagur
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna
hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi
að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma.
Þær hafa verið handsmíðaðar í tæp 70 ár og hvert
einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það
hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæða-
eftirlitið með öllu þessu ristaða brauði.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Brauðristar-
gæðaeftirlit
KJÚKLINGAGRATÍN MEÐ
TÓMAT- OG OSTASÓSU
800 gr kjúklingabringur
Tómatsósa:
1 dós hakkaðir tómatar
3 msk tómatpuré
½ rauð paprika
½ gul paprika
1 tsk ferskt rautt chili (takið fræin úr fyrir
mildari rétt)
1 hvítlauksrif
salt og pipar
Ostasósa:
1 msk smjör
1 msk hveiti
3 dl mjólk
50 gr sterkur gouda-ostur
salt og pipar
Toppur:
2 fín hakkaðir skarlottulaukar
1-2 dl kasjúhnetur
fersk basilika
Hitið ofninn í 200°. Byrjið á tómatsósunni.
Skerið paprikur í teninga og fínhakkið chili
og hvítlauksrif. Setjið í matvinnsluvél ásamt
tómötum og tómatpuré og mixið saman í
10 sekúndur. Þetta er líka hægt að gera
með töfrasprota. Saltið og piprið.
Ostasósan:
Bræðið smjörið í potti og hrærið hveitinu
saman við. Setjið 1,5 dl af mjólk saman við
og látið suðuna koma upp á meðan hrært
er í pottinum. Bætið restinni af mjólkinni
út í og látið suðuna koma aftur upp. Takið
af hitanum og hrærið rifnum osti saman
við. Saltið og piprið.
Skerið kjúklingabringurnar í bita og legg-
ið í eldfast mót. Saltið og piprið. Hellið
tómatsósunni yfir kjúklingabitana og síðan
ostasósunni. Stráið hökkuðum skarlottu-
lauk og kasjúhnetum yfir. Bakið í ofni í 20-
25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er full-
eldaður.
Stráið ferskri basiliku yfir réttinn áður en
hann er borinn fram. Berið fram með
pasta, hrísgrjónum eða salati.
Fimmtudagur
Mjúk súkkulaðikaka með vanillukremi og kókos
2 egg
1½ dl sykur
2 tsk vanillusykur
2 msk kakó
2 tsk lyftiduft
75 gr smjör, brætt
3/4 dl mjólk
2 1/4 dl hveiti
Til að strá yfir kökuna
Kókosmjöl
Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur saman þar til er
létt og ljóst. Bætið hinum hráefnunum saman við og
hrærið snögglega saman í deig. Passið að hræra ekki of
lengi því þá er hætta á að kakan verði þung í sér og seig.
Setjið deigið í smurt form (um 24 cm í þvermál) og bak-
ið kökuna í 15-20 mínútur, eða þar til prjónn sem er
stungið í kökuna kemur hreinn upp.
Glassúr:
1½ msk vanillusykur
3 dl flórsykur
35 gr smjör, brætt
2-4 msk vatn
Glassúr:
Hrærið öllum hráefnum saman í skál. Notið vatnið til að
ná réttri áferð og þykkt á glassúrnum.
Þegar kakan hefur kólnað þá er glassúrinn settur yfir
hana og kókosmjöl stráð strax yfir glassúrinn.
Með helgarkaffinu