Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 15
hafði gert áður, og við hugsuðum:
Hún er komin til baka.
Ég hugsaði aldrei: Ég vildi að
hún væri ekki hérna. Ég vildi hafa
hana og ég saknaði þess að hún
gæti ekki átt sömu ellidaga og aðr-
ir. Ég varð stundum afbrýðisöm
þegar ég sá konur á hennar aldri
andlega hressar og starfsamar því
ég óskaði þess svo heitt að hún
hefði getað fengið að vera þannig.
En þótt hún virtist vera víðsfjarri
þá var hún sjálf þarna einhvers
staðar og það var áskorun fyrir
mig að muna það og gera það sem
ég gat til að laða hana fram.
Það kemur skýrt fram í bókinni
að fólk á ekki að fyllast sektar-
kennd ef það sendir ættingja sína
á hjúkrunar- og dvalarheimili. Ég
sá ekki fyrir mér að móðir mín
gæti dafnað fjarri fólkinu sem hún
elskaði og húsinu sem hún þekkti,
þótt það hús yrði fyrir henni smám
saman að ókunnum stað. Við viss-
um að hún þyrfti 24 tíma umönnun
og ekkert hjúkrunarheimili í heim-
inum getur boðið upp á slíka þjón-
ustu. Það er mikið álag á starfs-
fólki á þessum heimilum, vistmenn
eru fjölmargir og starfsfólk hefur
margt ekki þekkingu á heimi hins
heilabilaða.
Ég reyndi að skilja eins vel og
mögulegt var hvað væri að gerast í
höfði móður minnar og vil með
bókinni sýna fagfólki að það er líf
og kraftur í manneskju með heila-
bilun og þennan kraft ætti að laða
fram og styrkja. Fagfólk hefur
haft samband við mig eftir að hafa
lesið bókina og segir: Ég vissi ekki
að þetta væri mögulegt. Skosk
kona sem vinnur á deild fyrir gam-
alt fólk með heilabilun skrifaði mér
fallegt bréf og sagði: Ég hef verið
lengi í þessu starfi og ég hélt að
það hrærðist svo lítið innra með
því fólki sem er í umsjá okkar. Ég
hef reynt að gera mitt besta en
vissi ekki að það væri mögulegt að
ná til manneskjurnar sem virðist
vera víðs fjarri. Bókin þín hefur
gjörbreytt því hvernig ég haga
starfi mínu, ég hef gefið þessu
fólki meira og fengið meira til
baka.“
Eigum að hætta að
hræðast dauðann
Í bókinni segir þú frá því þegar þú
misstir bróður, síðan föður og
móður. Trúir þú á líf eftir dauð-
ann?
„Ég hugsa um það en á ekki
mörg svör. Í grunninn er ég krist-
in manneskja og í kristinni trú býr
von um líf eftir dauðann. Faðir
minn trúði því að eina form ódauð-
leikans væri orðstír mannsins, eins
og segir í Hávamálum. Ég heiðra
minningu móður minnar með því
að skapa eitthvað gott úr því sem
var að mörgu leyti skelfilegt og
heiðra föður minn með því að hafa
í hávegum svipaða hluti og hann
virti.
Það á örugglega víðar við en
bara í bresku samfélagi að fólk
hræðist dauðann. Við viljum ekki
ræða um hann, ekki verða vitni að
honum, við viljum að dauðinn eigi
sér stað á spítölum og annars stað-
ar þar sem við þurfum ekki að
verða vitni að honum. Ég var við
dánarbeð foreldra minna sem var
mjög mikilvægt og gott því það
kenndi mér að óttast ekki dauða-
ferlið, enda er það ekki alltaf ógn-
vænlegt. Þegar ég sá móður mína
deyja minnti það mig á þegar ég
var að fæða barn, þarna voru hríð-
ir til að framkalla dauðann.
Í nútímaþjóðfélagi erum við svo
upptekin af því að vilja líta út fyrir
að vera ung eins lengi og hægt er.
Við viljum ekki horfast í augu við
ellina, reynum að forðast hana eins
lengi og við getum. Fjölskyldusaga
mín hefur neytt mig til að horfast í
augu við dauðleikann. Manneskjan
deyr og stundum alltof snemma.
Dauði bróður míns var í mótsögn
við allt sem er eðlilegt og gott í
heiminum. Barn ætti ekki að þurfa
að deyja. Annað á við um foreldra
mína, það var óhjákvæmilegt því
slíkur er lífsins gangur og við
verðum að undirbúa okkur fyrir
dauðann og hætta að hræðast
hann. Hræðslan við ellina hefur
gert það að verkum að mín kyn-
slóð hefur ekki gætt að því að
hugsa um gamalt fólk og skapa því
möguleika og tækifæri, en nú líður
að því að við verðum sjálf gömul.
Það ætti að vera okkar að bæta og
efla heilbrigðiskerfið og stuðla að
því að gamalt fólk fái betri umönn-
un.“
Langar að skrifa skáldsögu
Það kemur fram í bókinni að móð-
ir þín tók upp íslenska siði og það
er líka greinilegt að Ísland og það
sem íslenskt er, er þér mjög kært.
„Mamma lagði sig fram við að
kynna sér íslenska siði og reyndi
að læra tungumálið en gafst upp
eins og svo margir. Hún flaggaði
íslenska fánanum á þjóðhátíð-
ardaginn og haldið var upp á jólin
að íslenskum sið. Hún áttaði sig á
því að Ísland hafði gert pabba að
þeim manni sem hann var. Sjálf
reyni ég að koma eins oft til Ís-
lands og ég get og hér á ég ætt-
ingja og vini. Börnin mín elska Ís-
land og eru stolt af íslenskum
uppruna sínum. Árið 2006 fórum
við fjölskyldan á ættarmót á Laxa-
mýri og það tókst svo vel að við
ákváðum að hafa það næsta í Skot-
landi og í júlí síðastliðnum var fjöl-
mennt ættarmótt í Skotlandi og
við sáum börnin í ættinni bindast
vinaböndum.“
Ég veit að þú varst að gefa út
barnabók. Finnst þér gaman að
skrifa skáldskap?
„Já, mér finnst það gaman og
það veitir mikið frelsi. Nýja barna-
bókin er sú þriðja í ritröð sem ég
skrifa og heitir Horace and the
Christmas Mystery og ég vona að
þær verði fleiri. Svo langar mig til
að skrifa skáldsögu fyrir fullorðna
og það yrði líklega söguleg skáld-
saga. Ég hef ekki enn fundið rétta
efnið en tek öllum ábendingum
fagnandi.“
Morgunblaðið/Kristinn
„Sjálf reyni ég að koma eins oft
til Íslands og ég get og hér á ég
ættingja og vini. Börnin mín
elska Ísland og eru stolt af ís-
lenskum uppruna sínum,“
segir Sally Magnusson.
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.