Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 57
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Kvikmyndahátíðinni RIFF lýkur um helgina og er boð- ið upp á sýningar á fjölda áhugaverðra mynda. Þar má nefna Vive la France eftir Helga Felix- son og The Great Museum en höfundar hennar sitja fyrir svörum. 2 Sviðslistahátíðin All Change Festival er haldin í Tjarnarbíói um helgina. Áhersla er lögð á ólíka sköpun leiksýninga og tekist á við spurninguna „Hvað er leikrit?“ Há- tíðin byggist á alþjóðlegu samstarfi og fer fram á sama tíma í Reykjavík, London, Augsburg, New York og New Orleans. 4 Nú um helgina lýkur sýningu Kristínar Pálmadóttur myndlistarkonu, „Hlýnun“, í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu. Kristín vinnur með ljósmyndaætingar og málar og myndefni hennar í báðum miðlum tengjast náttúrunni, krafti hennar og breytingum. 5 Páfugl úti í mýri – orða- ævintýri, sýning um lestrar- gleði fyrir alla fjölskylduna verður opnuð í Norræna húsinu á laugardag klukkan 14. Ævin- týrið er ávöxtur samstarfs Davíðs Stefánssonar rithöfundar og Krist- ínar Rögnu Gunnarsdóttur mynd- listarkonu. Sýningin er hluti af lestrar- hátíð Reykjavíkur Bókmenntaborgar. 3 Rakel McMahon hefur opn- að áhugaverða sýningu, „Red Direction“ í Týsgalleríi við Týsgötu. Þráhyggja gagnvart leiðbeiningum er kveikja verkanna en listakonan veltir fyrir sér listgildi leið- beiningabæklinga. MÆLT MEÐ 1 Það eru alltaf alvörutímar!“ segir Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og hlær þegar spurt er út í heitið á nýrri sólóplötu hennar sem ber heitið Söngvar á alvöru- tímum. Jóhanna býður til útgáfutónleika í Iðnó á sunnudagskvöldið með lunganum úr hljómsveitinni sem leikur með henni á plötunni, þar á meðal Kjartani Valdimars- syni píanóleikara, Gunnari Hrafnssyni bassaleikara, Jóhanna Hjörleifssyni trommara og Matta Kallio harmónikku- leikara en hann útsetti tónlistina fyrir upptökurnar. „Heiti plötunnar er annars tilvísun í eitt ljóðanna á plötunni,“ segir hún. „Það heitir „Einskonar eftirmáli“ og er eftir Guðmund Sigurðsson revíuskáld. Í lokin segir: „og Goethe kallinn, sem grúskaði þó í flestu, á gamalsaldri taldi oss það fyrir beztu:// að taka lífinu létt á hverju sem gengi,/ maður lifir svo skammt og er dauður svo óralengi“,“ segir Jóhanna. Á plötunni eru lög eftir hana, við texta Guðmundar, Þorvaldar Þorsteinssonar, og Nínu Bjarkar Árnadóttur. Þá eru einnig lög eftir Matta Kallio, Kjartan Ólafsson, Villa Valla og Árna Ísleifs, auk revíulaga og söngva úr leikritum. Meðal annarra textaskálda eru Þórarinn Eldjárn, Guð- mundur Ólafsson og Villi Valli (Vilberg Vilbergsson). „Ég er með talsvert revíu- og leikhús- kennd lög,“ segir Jóhanna og hljómsveitin ber keim af því. „Ég hef spilað með öllu þessu fólki áður, á langri ævi. Egill Ólafsson ætlar að syngja með mér eitt eða tvö lög á tónleikunum og Hildigunn- ur Einarsson, dóttir mín og söngkona, raddar með vinkonum sínum. Svo er leynigestur…“ segir hún dularfull. Hún segir að þetta sé sú tónlist sem hún finni sig best í núna. „Ég byrjaði þarna, fór svo út í klassíska tónlist, söng nútímatónlist og dramatískan Brahms og Schumann, sem var gaman, en svo fer maður í hring. Maður nennir ekki alltaf að æfa alla skalana.“ Hún hlær. „En mér finnst svo gaman að syngja. Maður verður að tjá sig. Ég hef rosalega tjáningarþörf.“ Söngvar á alvörutímum er þriðja sóló- plata Jóhönnu en á löngum ferli hefur hún meðal annars sungið með Hrekkju- svínum, Diabolus in Musica, Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Kammersveit Reykja- víkur og Íslensku hljómsveitinni. Þá hefur hún stjónað mörgum kórum og kennt söng. JÓHANNA V. ÞÓRHALLSDÓTTIR MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Í IÐNÓ „Ég hef rosalega tjáningarþörf“ „ÉG ER MEÐ TALSVERT REVÍU- OG LEIKHÚSKENND LÖG,“ SEGIR JÓ- HANNA V. ÞÓRHALLSDÓTTIR UM TÓNLISTINA Á NÝRRI PLÖTU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Mér finnst svo gaman að syngja,“ segir Jó- hanna. Hún hefur sungið allskyns tónlist. Morgunblaðið/Árni Sæberg uð út úr húsi þá hugsa ég: „Oj, það á enginn eftir að horfa á mig. Ég verð eins og hundaskíturinn á göt- unni sem allir sveigja hjá …“ Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgn- ana er að mála mig. Síðan þegar ég er búin að borða í hádegishléinu, þá mála ég mig. Svo í lok dagsins þá laga ég málninguna. Mig langar að verða nektardansmær eða sýningar- stúlka. Ég held að það væri gaman að dansa með brjóstin ber. Það er markmiðið mitt. Ef ég get gert það, þá get ég gert hvað sem er.“ Hannah var þrettán ára þegar myndin af henni og þremur vinkonum, sem sjá má að ofan, var tekin. Þær voru á leið í samkvæmi hjá sjöunda bekk og hún hafði verið í þrjá tíma að hafa sig til. „Við í hópnum eru mun meira málaðar en aðrar stelpur … Til að vera vinsæl stelpa í skólanum okkar þá þarftu að líta vel út, eiga flottustu fötin og strák- arnir þurfa að vera skotnir í þér.“ Hún bætir við: „Ég lít kannski út fyrir að vera eldri en ég er, en undir þessu öllu er ég bara þrettán ára. Það er frek- ar óhugnanlegt …“ Hin 15 ára gamla Sheena mátar föt í verslun í San Jose, Kaliforníu, meðan Amber vinkona hennar fylgist með. Sheena vill verða nektardansmær. ©Lauren Greenfield/INSTITUTE Vinkonurnar Alli, Annie, Hannah og Berit, sem allar eru 13 ára og búa í Edina í Minnesota, fyrir fyrsta sjöunda bekkjar partíið. Hannah segist hafa verið þrjá tíma að hafa sig til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.