Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 Menning Listmálarinn Hjalti Parelius er um þaðbil að hefjast handa við eitt stærstamálverk hér á landi síðan Jón Stef- ánsson og Jóhannes Kjarval máluðu myndir sínar í Landsbankanum fyrir um fimm ára- tugum. Verkið er gríðarlega umfangsmikið eða um 100 fermetrar og skiptist upp í þrjár einingar. Minnsta verkið verður um 14 fer- metrar að stærð, næsta um 40 fermetrar og hið stærsta um 60 fermetrar. „Ég fékk símtal frá Alvogen og var spurð- ur hvort ég gæti verið laus næstu tvö árin. Ég var því svolítið gapandi eftir símtalið,“ segir Hjalti. „Þetta er gríðarlegur flötur sem um ræðir og mjög krefjandi að búa til verk sem virkar í þessari stærð. Við erum ekki að taka minni mynd og teygja hana upp heldur verður myndin að virka sem stórt verk. Ég er mjög þakklátur fyrir að vera treyst fyrir svona verkefni.“ Allri skipulagsvinnu að verkinu hjá Alvogen er lokið og nú situr Hjalti við hugmyndavinnu að verkinu. Vatnaskil í hruninu Hjalti stundaði nám á listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar við Danmarks Designskole. Hann er þekktastur fyrir olíumálverk þar sem teiknimyndir eru í forgrunni. Hjalti hefur haldið á annan tug einkasýninga ásamt nokkrum samsýningum. Áður en listin hreif Hjalta með sér starf- aði hann sem grafískur hönnuður á arki- tektastofu en segist ekki hafa átt annarra kosta völ en að fylgja draumum sínum eftir að honum var sagt þar upp í kjölfar efna- hagskreppunnar. Þá tók hann pensil í hönd og hóf að skapa list til að halda heilsunni. „Ég fann mig ekkert sérstaklega í því starfi. En ég var alltaf að vinna og hafði því ekki tíma til þess að mála. Þegar ég missti vinn- una þá hugsaði ég með mér að nú hefði ég engar afsakanir fyrir því að mála ekki svo ég ákvað því að gera það sem mér þykir skemmtilegt í stað þess að leggjast í volæði og þunglyndi eftir uppsögnina.“ Á Ljósanótt árið 2009 fékk hann tækifæri til þess að koma sér og sínum listaverkum á framfæri og hefur verið á flugi síðan þá. „Þegar ég tók þátt í Ljósanótt þá byrjaði þetta ævintýri fyrir alvöru. Ég fékk góðar móttökur og ég áttaði mig á því að þetta er það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir það mikil forréttindi að hafa fundið sinn stað enda sé enginn sáttur í lífinu á rangri hillu. „Í hvaða starfi sem maður tekur sér fyrir hendur, þá vinnur maður mun betur ef mað- ur finnur þörf fyrir sig. Þá væru fleiri vel unnin störf.“ Málverkin góð tjáningarleið Hjalti er alinn upp á heimili sem var mikið skreytt með fallegum listaverkum, allt frá Jóni Engilberts að Erró og þar fram eftir götunum. Hann sótti listasýningar reglulega á yngri árum með foreldrum sínum og var sjö ára gamall þegar hann sótti sýningu Pi- casso sem var á Kjarvalsstöðum árið 1986. „Það var mín fyrsta alvöru listasýning og ég man að þegar ég kom heim þá málaði ég mynd í Picasso-stíl. Myndin er ennþá til heima hjá mömmu og er afskaplega svipuð þeirri mynd sem ég var undir áhrifum af. Listin hefur því lengi verið í manni.“ Hjalti segir málverkin skemmtilega leið til þess að tjá sig og vill ekki meina að mál- verkið sé að líða undir lok. „Margir nútíma- þenkjandi telja að málverkið sé úreltur mið- ill, en ég er alls ekki sammála því. Ég tel að málverkið muni lifa áfram. Það er áþreifan- legt, þetta er söluvara og þetta er það sem gerir heimilin persónuleg.“ Sjálfur er Hjalti undir áhrifum af Erró, Roy Lichtenstein, Andy Warhol, Öyvind Fahlström og fleiri popplistamönnum. Auk þess leitar hann að innblæstri í eigin sam- félagi. Ekki friður fyrir hugmyndum Aðspurður hvort hann sé mikið fyrir teikni- myndir, í ljósi listaverka sinna, svarar hann því játandi. „Já, ég hef alltaf horft mikið á teiknimyndir og ég geri það enn. Ég nota það sem afsökun að horfa á þær með börn- unum mínum en ég vil helst sjá þær með ensku tali, brandararnir eru betri þannig,“ segir Hjalti og hlær en sjálfur átti hann fleiri þúsund Andrésblöð sem pjakkur. „Það er líka svo gaman að mála þessar myndir sem ég mála, því þá held ég svolítið í æsk- una. Ég má verða 12 ára aftur.“ Hugmyndirnar streyma inn hjá listamann- inum sem segist fá hugmyndir allan sólar- hringinn. Ákveðið lúxusvandamál myndu flestir segja. „Ég fæ í raun og veru engan frið fyrir hugmyndum. Ég er alltaf að fá ein- hverjar hugmyndir hvort sem ég er að leggj- ast til rekkju, fara í sturtu eða keyra Reykjanesbrautina. Ég mun halda áfram að keyra til Keflavíkur bara til þess að geta keyrt Reykjanesbrautina og fengið hug- myndir,“ segir Hjalti sem er nýfluttur frá Keflavík á höfuðborgarsvæðið. „Ég er því heppnastur með það og það er nóg af hug- myndum að vinna úr. Að mála er aðeins einn áfangi í verkinu. Það getur hver sem er lært tæknina við að mála en það að fá góða hug- mynd er grunnurinn að verkinu. Ef hug- myndin er ekki góð þá er verkið ekki gott.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg STÆRSTA VERK HÉR Á LANDI Í UM FIMM ÁRATUGI Ævintýrið rétt að byrja HÁTÆKNISETUR ALVOGEN HEFUR RÁÐIÐ LISTMÁLARANN HJALTA PARELIUS Í STÓRT OG MIKIÐ VERKEFNI, AÐ MÁLA ÞRJÚ STÓR VERK Í HÚSINU, ALLS 100 FERMETRA AÐ STÆRÐ. HJALTA ÞYKIR ÞAÐ MIKILL HEIÐUR OG ER ÞAKKLÁTUR FYRIR AÐ VERA TREYST FYRIR VERKEFNINU SEM ER AÐ- EINS BYRJUNIN Á UPPRENNANDI FERLI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Það er mikil vinna framundan hjá listamann- inum Hjalta Parelius. Hjalti Parelius er með fleira á prjónunum eftir stóra verkið í Alvogen-húsinu og verður spenn- andi að fylgjast með honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.