Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 25
Opið skrifstofurými slæmt að sætuefni sem valkost við sykur- inn. „Það er skortur á gögnum,“ sagði hann. Tengsl gervisætu við offitu Grein sem birt var í Nature í síð- asta mánuði tengdi notkun gervi- sætu á borð við sakkarín og asp- artame við offitu. Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að gervisætan breyti jafnvægi þarma- flórunnar og stuðli þannig að þyngdaraukningu. „Niðurstöður okkar gefa í skyn að gervisætuefni hafi gert offitu- faraldurinn sem þeim var ætlað að berjast við enn verri,“ skrifuðu vísindamennirnir í Nature. Í síðustu viku tilkynnti síðan NutraSweet að það ætlaði að hætta framleiðslu hins umdeilda sætuefnis aspartame. Reglan um meðalhófið á því væntanlega við hér eins og á svo mörgum öðrum stöðum því mikil neysla annarra sætuefna en sykurs getur líka verið skaðleg. Sum þessara efna hafa verið notuð í skamman tíma og á eftir að rannsaka betur. 5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 *Heilsan er fátækramanna fasteign.Málsháttur Sandra Sano Erlingsdóttir kennir afrískan dans í Kramhúsinu og hip hop hjá Dansi Brynju Péturs og Listdansskóla Hafnarfjarðar. Gælunafn: Hef alltaf verið kölluð Sandra. Atvinna: Danskennari. Hversu oft æfir þú á viku? Ég er að kenna að meðaltali tutt- ugu tíma á viku. Hver er lykillinn að góðum árangri? Í dansi er númer eitt, tvö og þrjú að æfa sig og hafa ástríðu og gleði fyrir því sem maður er að gera. Hvernig er best að koma sér af stað? Að skrá sig í danstíma hjá kennara sem kann sitt fag. Hvenær byrjaðir þú að dansa? Ég byrjaði að dansa samkvæm- isdans og djassballett fimm ára gömul. Árið 1994 fann ég síðan dansstílana sem ég elska, afrískan dans og hip hop. Hvaða þýðingu hefur dans fyrir þig? Ég gæti ekki lifað án dansins. Dans veitir mér svo mikla útrás, hamingju, styrk og þol. Ég myndi ekki halda geðheilsunni án þess að dansa. Hvað ráðleggur þú fólki sem vill hreyfa sig meira? Að dansa í gegnum lífið til dæmis á meðan þú eldar og á leiðinni út í bíl. Hvernig heldur þú þér í formi þegar þú ferð í frí? Dans- arinn fer aldrei í frí, við erum alltaf dansandi í gegnum lífið. Ertu almennt meðvituð um mataræðið? Já, ég er alltaf að reyna að borða meira hollt á hverjum degi, drekk mikið vatn og ekkert gos. Hvaða óhollusta freistar þín? Súkkulaði. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Ekki horfa á gólfið þegar þú dansar. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Fyrirmyndir mínar eru allir sem hafa kennt mér að verða betri dansari, sérstaklega kennararnir mínir í New York og Gíneu í Vestur-Afríku en ég fer þangað reglulega til að bæta mig sem dansari. Það er endalaust hægt að læra meira. Og allir sem elska að dansa. Ekki horfa á gólfið þegar þú dansar KEMPA VIKUNNAR SANDRA SANO ERLINGSDÓTTIR Mo rgu nb lað ið/ Egg ert Getty Images Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Agave hefur notið vinsælda vegna þess að blóðsykursvísitala þess er lág en agave inniheldur hinsvegar mikið magn frúktósa. Agave er unnið úr suður- amerískri plöntu og er áfengið tekíla framleitt úr einni tegund agave. Á vefnum betrinaering.is kemur fram að skaðleg áhrif sykurs hafi lítið með blóðsykursvísitöluna að gera heldur sé það magn frúktósa sem skipti máli. Hátt hlutfall agave-síróps er frúktósi. „Frúktósi hækkar ekki blóðsyk- ur eða insúlín til skamms tíma, en þegar hans er neytt í miklu magni leiðir hann til insúlínviðnáms, sem mun hækka blóðsykur og insúlín til lengri tíma,“ stendur þar. Venjulegur sykur er um 50% frúktósi en agave er um 70-90% frúktósi. Agave virðist því ekki hafa verið töfralausnin sem það leit út fyrir að vera í fyrstu. AGAVE Getty Images Erýþrítól er sykuralkahól líkt og xýlitól and maltitól. Það er ennfremur meginuppi- staðan í sætuefninu Sukrin gold, sem hefur verið mikið notað hjá þeim sem aðhyll- ast kolvetnasnautt mataræði. Í Japan og Bandaríkjunum má segja að erýþrítól sé kaloríufrítt en reglur Evr- ópusambandsins segja að það eigi að merkja það á 0,24 kkal/g. Til samanburðar er xýlitól með 2,4 kkal/g en sykur með 4 kkal/g. Það kemur náttúrulega fyrir í sumum ávöxtum og gerjuðum mat. Það er fram- leitt úr glúkósa með því að gerja það með gerinu moni- liella pollinis. Einn af kostum erýþrítols er að það skemmir ekki tennur. Það getur hins vegar valdið meltingarvandræðum ef þess er neytt í of miklu magni en þó er það ekki eins líklegt og xylitol til að valda óþægindum. Þetta hitaeiningasnauða sætuefni hækkar ekki blóð- sykur eða insúlíngildi. ERÝÞRÍTÓL Ný alþjóðleg könnun hefur leitt í ljós að opið skrifstofurými sé verra fyrir heilsuna en lokað, að því er segir í frétt Guardian. 10.000 manns í 14 löndum tóku þátt. 95% sögðu að það væri mikilvægt fyrir þá að vinna í friði en aðeins 41% gat gert það. Vegna þessa var framleiðnin í ólagi hjá mörgum og hafði það mjög stressandi áhrif á fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.