Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 49
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 að skrifa eina senuna og Brynhildi leikstjóra datt strax í hug að fá Júlíu í hlutverkið. Þar sem Víðir er svo faðir Júlíu fannst Brynhildi liggja beint við að fá hann til að leika einnig föður í myndinni. Enda er Víðir dálítil stjarna í barnaleikhúsheimum og líklegt að þau muni mörg hver kannast við hann. Síðustu árin hef- ur hann leikið eitt aðalhlutverki í Horn á höfði sem GRAL, Grindvíska atvinnuleikhúsið setur upp, einu alvinsælasta barnaleikriti síðari ára. Eftir að myndin Stattu með þér! er frum- sýndsýnd er Þórdís Elva undir það búin að fylgja henni eftir með fyrirlestrum í skólum og ýmsu sem til fellur. Þetta er stórt verkefni því auk myndarinnar þurfti að vinna kennslu- leiðbeiningar sem fylgja myndinni til allra grunnskólakennara landsins en þeim fylgir einnig fjöldi verkefna handa nemendum. Þá er myndin textuð á sex tungumálum. „Stattu með þér er í raun Fáðu já! fyrir 10- 12 ára krakka. Nú erum við með yngri ald- urshóp svo það er ekki hægt að fara eins djúpt í hluti eins og klám og kynlíf en við vilj- um auðvitað samt byrja að sá forvarnafræjum gegn kynferðisofbeldi og myndin gengur út á að krakkar eigi sinn líkama, það megi enginn beita hann ofbeldi. Við tökum líka á klámvæð- ingunni á ýmsan hátt. Til dæmis út frá popp- menningunni; þótt poppstjarnan í tónlistar- myndböndunum sé allt að því kviknakin, að skaka sér á skjánum, er ekkert sem segir að krakkar þurfi að gera það – við drögum fram alls konar fyndnar hliðstæður við það sem er að gerast í dægurmenningunni; til dæmis hvernig það væri ef við værum jafnfáklædd í Smáralind að skaka okkur.“ Einnig eru í myndinni mikilvæg skilaboð um að krakkar megi draga mörk gagnvart fullorðnum og góðlátlega er verið að segja við þau: „Þið megið óhlýðnast“. Ef fullorðinn ein- staklingur fer fram á eitthvað sem brýtur á réttindum þeirra megi þau óhlýðnast. „Sum börn halda nefnilega að þau þurfi undantekningarlaust að hlýða fullorðnum. Þannig að svona örlítil borgaraleg óhlýðni er fín. Það eru til aðstæður þar sem börnin þurfa að standa með sér og þess vegna heitir myndin þetta.“ Þórdís Elva segir að mikið hafi áunnist síð- ustu árin í baráttunni gegn kynferðisofbeldi en hún hefur jafnframt áhyggjur af mála- flokknum því þetta séu líka viðkvæmir tímar og ekki ljóst hvert stefni, til dæmis fé sem renna eigi til málaflokksins. Hún nefnir sem dæmi áfengisforvarnir en þangað fari um 80 milljónir á ári, langtum meira en í málaflokk sem skipti engu minna máli. Stattu með þér! er svanasöngur verkefnis sem innanríkis-, vel- ferðar- og mennta-og menningarmálaráðu- neyti stóðu að og nefndist Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. „Það þarf ekki að vera ég sem kem að því, þetta eru ekki eiginhags- munatengt. Mig langar bara til að vita til þess að menntakerfið sé alltaf með þessi mál á blaði og lifandi umræða um þetta í skólum.“ Þórdís Elva segir að foreldrar sem vilji nálgast umræðu um forvarnir gegn kynferðis- ofbeldi með börnunum sínum þurfi að vita að það hefur sjaldan verið eins mikilvægt að ræða mörk í mannlegum samskiptum og nú, á tæknivæddri samskiptaöld. „Það er auðvitað ekki auðvelt. Ég ætla ekki að skafa utan af því. Það er virkilega krefj- andi að ræða kynlíf og klám við börn og ung- menni, sérstaklega í dag þar sem klám er orðið svo yfirgengilegt og flestir frábiðja sér að þurfa að setja sig inn í þau mál. Með- alaldur barna þegar þau sjá fyrst klám er 11 ára. Það er mikilvægt að segja þeim að klám sé ekki gott kynfræðsluefni og svaranna sé ekki að leita þar. Þetta sé jafnmikið plat og annað kvikmyndaefni, hryllings- og æv- intýramyndir. Ef foreldrar gera það ekki get- ur barnið fengið mjög bjagaðar hugmyndir sem geta virkilega grafið undan kynheilbrigði þess einstaklings í framtíðinni. Og það er ekk- ert feimnismál að kynheilbrigði er jafnstór partur af lífi fullorðinnar manneskju og tann- heilsa, ef ekki stærri, því kynsjúkdómar geta jafnvel ógnað lífi fólks.“ Þórdís Elva segir að með tilkomu snjallsíma sé þetta enn mik- ilvægara en áður, börnin séu ekki lengur á internetinu í heimilistölvu í opnu rými heldur í símunum. Víðir kveður okkur því hann er á leið að kenna grunnskólanemum leiklist en nú í haust kennir hann krökkum á öllum stigum leiklist; háskólastigi, menntaskóla og grunnskóla. Þórdís Elva er alltaf með nokkur verkefni í bígerð, eitthvað tvennt til þrennt að jafnaði sem hentar vel þar sem hún er sjálfstætt starfandi. Þessa dagana er hún að skrifa bók sem hana dreymir um að gefa út erlendis en er ennþá svolítið leyndarmál. Þá heldur hún fyrirlestra fyrir foreldra og ungmenni um stafræn samskipti og skuggahliðar þeirra, svo sem sexting barna undir lögaldri og hefnd- arklám. Sexting eru smáskilaboð sem inni- halda nektarmyndir eða kynferðislega ögrandi texta, sem send eru úr farsíma eða öðru net- tengdu tæki. Fyrirlestrana heldur hún í sam- vinnu við SAFT, netöryggisverkefni Íslands. „Stafræn öld er búin að hafa gríðarleg áhrif á samskipti kynjanna og í dag tíðkast hjá krökkum, allt niður í 12 ára, að senda nekt- armyndir á milli. Það er orðið viðtekinn hluti af daðri hjá unglingum – og það þýðir ekki að sitja bara á rassinum og dæma þau fyrir þetta. Þetta mál þarf að vera á dagskrá eins og önnur ábyrg kynhegðun, til dæmis að verja sig fyrir kynsjúkdómum – við þurfum líka að tala um hvernig þau verja sig fyrir því að einn daginn séu komnar nektarmyndir af þeim inn á internetið. Í þessari umræðu er mikilvægt að álasa ekki brotaþolanum – fussa og segja hvað þessir krakkar séu vitlausir að taka af sér nektarmyndir. Það eykur vandann því þá leita börnin ekki til okkar ef níðingar komast yfir slíkt efni og nota það gegn þeim. Þá er um að ræða hefndarklám. Hefndarklám snýst um að nektarmyndum er dreift gegn vilja þess sem sést á þeim, sem getur haft gríðarlegar afleiðingar á líf viðkomandi um ókomna tíð.“ Verður jafnréttisbaráttan eilíflega á blaði? „Maður stimplar sig held ég aldrei út úr þessari baráttu. Þetta verður alltaf mitt hjart- ans mál að því leytinu að þetta kemur svo sterkt við réttlætiskennd mína. Og það er ekki fyrirsjáanlegt að ég muni skilja réttlæt- iskennd mína neins staðar eftir á lífsleiðinni. En ég útiloka ekkert að önnur baráttumál muni einhvern tímann knýja mig til verka.“ Morgunblaðið/Golli Þórdís Elva, Júlía Mist og Víðir eru öll tengd nýju myndinni Stattu með þér!. „Ég var afar stoltur af henni og fannst hún standa sig vel. Ég hafði ekki hugmynd um hversu algengt kynferðisofbeldi var og ég held að ég, eins og mörgum hættir til, hafi litið á þetta sem kvennamál,“ segir Víðir Guðmundsson um tímann þegar hann kynntist Þórdísi Elvu. Júlía Mist Víðisdóttir, dóttir Víðis og stjúpdóttir Þórdísar Elvu, leikur í stuttu en veigamiklu atriði í myndinni Stattu með þér! en atriðið gerist í Kastljóssetti RÚV. Atriðið er með skírskotun í að krakkar eigi að standa með sér, þau mega segja nei við því sem þau hafa ekki áhuga á að gera og ekki að láta etja sér út í eitthvað sem þau hvorki viljané hafa heldur aldur til. Þannig hafa foreldrar Júlíu, en söguper- sónan heitir einnig Júlía, att henni út í pólitík án tillits til skoðana hennar og er hún komin í flóknar stjórnmála- umræður í sjónvarpinu aðeins 10 ára. „Í atriðinu leik ég 10 ára stelpu sem á foreldra sem vilja að ég fari út í stjórnmál og breyta mér í alþingismann þrátt fyrir að ég hafi engan áhuga á því. Allt í einu er ég komin í það að vera að fara í kappræður við alþingis- menn í sjónvarpinu meðan ég hef allt önnur áhugamál. Í atriðinu geng ég út úr þessum kappræðum því mér finnst þetta algjört rugl, maður verður að vera orðinn átján ára til að mega verða alþingismaður og krakkar hafa rétt á því að ráða áhugamálum sínum sjálf.“ Júlía Mist lék í atriðinu á móti ekki minni kanónum en fjármálaráðherra Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobs- dóttur, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Þóru Arnórs- dóttur fjölmiðlakonu. „Ég kannaðist við andlitin en var ekki alveg viss hvaða fólk þetta var þegar ég hitti þau. Þetta var mjög skemmtileg reynsla og gaman að fá innsýn inn í þennan heim eins og hvernig Kastljósið og frétta- tímarnir eru - allt inni í einu risastóru húsi og allt öðruvísi en maður ímynd- aði sér.“ Á móti kanónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.