Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 BÓK VIKUNNAR Náðarstund eftir Hönnu Kent trónir á toppi metsölulistans. Nokkuð mögnuð bók um síðustu konuna sem tekin var af lífi á Íslandi. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Breski sakamálahöfundurinn Gladys Mitchell var á sínum tíma talin ein af þremur ríkjandi glæpasagnadrottningum Bretlands. Hinar voru Dorothy Sayers og Agatha Christie. Segja má að Chris- tie hafi stungið þessar stöllur sínar ræki- lega af hvað vinsældir varðar, en bækur hennar eru enn lesnar um allan heim og stöðugt kvikmyndaðar. Mitchell fæddist árið 1901 og lést árið 1983. Hún var líkt og Christie afar afkastamikill höfundur og er þekktust fyrir 66 glæpasögur þar sem spæjarinn er frú Bradley, sálfræð- ingur sem dáir Sigmund Freud. Mitchell skrifaði einnig sögulegar skáldsögur og glæpasögur undir dulnefni og tíu barna- bækur undir eigin nafni. Var semsagt sí- skrifandi. Mitchell, sem sjálf var freudisti og hafði mikinn áhuga á göldrum, naut velgengni í lifanda lífi en eftir dauða hennar féllu verk hennar í gleymsku, en síðustu ár hefur gætt vaxandi áhuga á þeim og þau hafa verið endurútgefin. Ein bóka hennar er Death and the Maiden, en ein persóna þeirrar bókar, hinn lítt geðfelldi Edris Tidson, krefst þess að eiginkona hans og tvær aðrar konur fari með honum í leiðangur til Winchester til að finna vatnadís sem talin er leynast þar í vatni. Tveir drengir finn- ast síðan myrtir við vatnið. Frú Bradley rannsakar málið. Persónur bókarinnar eru margar æði dularfullar og hafa ýmsu að leyna. Frú Bradley hefur í nógu að snúast en gefur sér tíma til að vitna í Freud, sem hún seg- ir öruggt að gisti sali himnaríkis, eins og sannir snillingar eiga skilið. Sjálf lausn morðgátunnar kemur ekki á óvart en Mitchell fer samt ekki hefðbundna leið þegar kemur að því að hnýta saman lausa enda. Glæpasögur Mitchell endurspegla áhuga hennar á freudískum kenningum, sem gefur henni nokkra sérstöðu meðal glæpasagnahöfunda, galdrar koma víða við sögu og sömuleiðis hið yfirnáttúru- lega, eins og vatnadísin í Death and the Maiden. Áhugamenn um glæpasögur ættu að kynna sér verk hennar, þau eru sannarlega vel þess virði enda er þar ýmislegt óvenjulegt að finna. Orðanna hljóðan GLÆPIR OG FREUD Gladys Mitchell. Sakamálasaga um leit að vatnadís. Segulskekkja er fyrsta skáldsagaSoffíu Bjarnadóttur og hlaut húnNýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Spurð um efni bókarinnar seg- ir Soffía: „Aðalsöguhetjurnar eru mæðgur. Þær eru báðar mæður og dætur en eiga í erfiðleikum með að vera í þessum hlut- verkum og eru í töluverðri glímu við til- veruna. Hildur von Bingen sem segir sög- una missir móður sína Siggý og þegar hún er á leið í jarðarförina fer hún til baka í tíma og rúmi en þær mæðgur höfðu ekki verið í tengslum hvor við aðra lengi. Ég er að fjalla um það hvernig við erum dag- lega að endurskapa veruleika okkar með minningum, draumum og skynjun okkar á heiminum. Þetta er bók um tilvistarlega glímu, tengsl okkar við heiminn og sjálfs- mynd okkar, hvað það er að vera mann- eskja og bera ábyrgð á sjálfum sér og öðrum og hvort við höfum val um það. En þegar fólk spyr mig um efni bókarinnar og vill fá stutt svar þá segi ég að bókin sé um lífsviljann og gjöfina sem lífið er, en sú gjöf getur verið flókin. Sagan fjallar einnig um ævintýrin og sögurnar sem lifa í okkur.“ Soffía er menntuð í bókmenntafræðum, ritlist og leikhúsfræðum og hefur starfað við skriftir og kennslu og í skáldsögunni vísar hún mikið í bókmenntir. „Ég þrífst á skáldskap og trúi því að við værum ekki neitt án hans,“ segir hún. „Skáldskapurinn er ekki bara hliðarveröld sem við leitum til heldur hluti af lífinu. Þannig er mín sýn og þegar ég skrifa gerist það sjálfkrafa að skáldskapurinn verður ein af persónunum.“ Hvenær vaknaði hugmyndin að þessari bók og varstu lengi að skrifa hana? „Ég hef verið að skrifa alla tíð frá því ég var stelpuskotta. Ég vann að þessari bók með ýmsum öðrum verkefnum í þrjú ár. Kveikjan að henni kom samt töluvert fyrr, allavega hvað varðar Siggý og sagan spinnst smám saman í kringum hana. Það var ótrúlega skemmtilegt að skrifa bókina en stundum líka sársaukafullt, og hún fór með mér víða um heiminn. Ég veit fátt betra en að sitja og skrifa. En ég vissi ekki hvort ég gæti skrifað skáldsögu og veit það ekki alveg enn.“ Þessi fyrsta skáldsaga þín er áberandi vel stíluð. Heldurðu að það megi að ein- hverju leyti þakka það miklum lestri? „Já, lestur skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli. Ég hef aðeins verið að kenna skapandi skrif og það sem ég segi fyrst og síðast við nemendur er: Lesið og lesið allt. Ég var sérstaklega dugleg sem barn að lesa og drakk allt í mig. Ég þakka dag- lega fyrir að hafa fundið tengsl við skáld- skapinn mjög ung. Til að eiga ríkt innra líf er örugglega gott að lesa. En hvað veit maður svo sem í sinn haus, stíll er per- sónulegur og þróast kannski bara með andardrættinum. “ Þú ert lærður bókmenntafræðingur. Hafðirðu áhyggjur af því þegar þú varst að skrifa að fræðimaðurinn myndi þvælast fyrir rithöfundinum? „Í rauninni hafði ég ekki áhyggjur af því. Það er frekar þegar ég er í fræði- mannahlutverkinu að skáldskapurinn hafi verið að flækjast fyrir mér. Ég held að ég sé meiri höfundur en fræðimaður. Annars finnst mér gott að leyfa fræðum og skáld- skap að flæða saman. Það er áhugavert þegar mörkin verða óljós.“ Eru fleiri verk í bígerð? „Ég er að vinna að nokkrum verkefnum á misjöfnum stigum. Ég hef alla tíð haft mikla ást á leikhúsi og hef verið að skrifa leikrit og mér þætti mjög gaman að vinna á þeim vettvangi, auk þess að skrifa prósa og ljóð.“ SOFFÍA VINNUR NÚ AÐ NOKKRUM VERKEFNUM Á MISJÖFNUM STIGUM Bók um lífsviljann „Ég þakka daglega fyrir að hafa fundið tengsl við skáldskapinn mjög ung. Til að eiga ríkt innra líf er örugglega gott að lesa,“ segir Soffía Bjarnadóttir. Morgunblaðið/Ómar SOFFÍA BJARNADÓTTIR SENDIR FRÁ SÉR FYRSTU SKÁLDSÖGU SÍNA. HÚN ER MENNTUÐ Í BÓKMENNTA- FRÆÐUM, RITLIST OG LEIKHÚS- FRÆÐUM OG SEGIR AÐ ÞEGAR HÚN SKRIFI VERÐI SKÁLDSKAPUR- INN SJÁLFKRAFA EIN AF PERSÓN- UNUM. Krunkað á krossi kirkjuturnsins þegar Kristján Karlsson er borinn til grafar í Garðakirkjugarði. Skáldfuglinn kveður skáldið. „Le jeune homme étranger“ enn á ný horfinn á framandi slóðir. Í erfidrykkjunni er skeggrætt hver hafi verið besta ljóðabók Kristjáns. Einn segir það jafnan síðustu bók skálda, annar þá fyrstu. Ég segi ekkert, en hugsa mitt. Hugurinn hvarflar að öðrum skáldum. Skyldi það vera Kvæðabók eða Fyrir kvölddyrum? Nei, nei, hvernig læt ég, Hannes Pétursson er hvergi hljóðnaður. Auðvitað Svartar fjaðrir Davíðs frá Fagraskógi. „Krummi gamli er svartur/ og krummi er fuglinn minn.“ En til hvers að gera upp á milli bóka eða ljóða? „Það er grunsamlegt/ hvað næturnar eru svartar...“ skrifar Sigurbjörg Þrastardóttir í Blysförum – þeirri háskalegu bók, „sólinni rignir“ í ljóðum skáldsins Magnúsar Sig- urðssonar og Börkur Gunnarsson semur ljóð sem bókstaflega hverfa eftir að þau hafa verið gripin úr loftinu og finnast aldrei meir. Á náttborðinu safn glerhúsa Edmund Clerihew Bentley og Haiku for the Single Girl með þönkum stúlku sem er á lausu: „I feel its app- roach/ Inevitable as death:/ Internet dating.“ Það er notalegt að rekast á vin sinn Leif Eiríksson við hliðið – betri hliðvarðar gæti enginn óskað sér að kirkjugarði. Kristján sendi frá sér fyrstu ljóðabókina á sextugsaldri, en Leifur var um tírætt þeg- ar hans fyrsta bók kom út – báðir síungir og kunnu að hugsa í löngum boga. Syndin eitt magnaðasta ljóð Leifs. Það kom aldrei út á prenti. Hugurinn reikar til Kristjáns. New York er byltingarkennd ljóðabók. ... le jeune homme étranger er annar nú og drekkur te og tók rétt áðan eftir því að í hans bolla er sprunga svört. Í UPPÁHALDI PÉTUR BLÖNDAL FRAMKVÆMDASTJÓRI Hugur Péturs Blöndal kemur víða við þegar ljóðskáld og ljóð ber á góma. Morgunblaðið/Kristinn Kristján Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.