Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 53
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
S
norri Hergill Kristjánsson svarar
ekki. Það var svo sem viðbúið,
hann hafði sent mér skeyti þess
efnis að hann væri að djöflast við
að klára vinnu oní kjallara skólans
sem hann kennir við í Lundúnum. Og síma-
samband væri stopult. „Sendu mér sms og ég
sendi til baka á þig um leið og ég kem upp úr
holunni.“
Skömmu síðar tístir síminn. Snorri er kom-
inn upp á yfirborðið og klár í spjall. Í ljós
kemur að hann er á göngu um götur heims-
borgarinnar. Á leið á King’s Cross-stöðina í
lestina heim. „Þetta eru endalausar göngur
hérna, ég geng einhverja sjö kílómetra á dag,
og endalausar lestir,“ upplýsir hann.
Talið berst fyrst að skáldsögunum hans en
annað bindið í fantasíutrílógíu Snorra um vík-
inga kom í sumar út í Bretlandi, Blood Will
Follow. Fyrsta bindið, Swords of Good Men,
kom út í fyrra og það þriðja, Path of the
Gods, er væntanlegt í júní á næsta ári.
„Þetta hefur gengið ljómandi vel,“ segir
Snorri. „Bækurnar eru skrifaðar á ensku og
gefnar út af forlagi sem heitir Quercus, sem
gaf meðal annars út Stieg Larsson, en það
hefur nú verið keypt af Hachette, sem er eitt
af fimm stærstu útgáfufyrirtækjum í heimi.
Þar er ég bara á færibandinu og þúsund vík-
ingabækur færast nær, eins og þar stendur.“
Löng og merkileg blótsyrði
Og útgáfurétturinn hefur verið seldur úr
landi.
„Það er rétt. Fyrsta bókin kom út í Pól-
landi fyrir um mánuði og einnig er búið að
selja útgáfuréttinn til Hollands. Þá kemur
önnur bókin út í Bandaríkjunum í febrúar á
næsta ári.“
Hvað getur þú sagt mér um þessar bækur?
Mér skilst að Ólafur Tryggvason Noregskon-
ungur og fleiri nafnkunnar kempur komi við
sögu.
„Já, ég geri eins og nafni minn [Sturluson],
lýg allskonar syndum upp á Ólaf Tryggvason.
Eins og ég á nafn til. Sveinn tjúguskegg er
þarna líka og aldrei að vita nema aðrir „góð-
kunningjar lögreglunnar“ líti við. Þetta eru
hasarbækur með víkingum í og ég gæti þess
að skrifa þetta með löngum og merkilegum
blótsyrðum. Í stuttu máli fjalla bækurnar um
tvo menn sem berjast af miklum móð í átt að
ragnarökum. Mér datt þetta þema í hug og
síðan vatt sagan upp á sig. Eins og hjá Tol-
kien. Segja má að ég höggvi í sama knérunn
og George Martin [höfundur Game of Thro-
nes] en ég hitti hann einmitt á Worldcon-
ráðstefnu fyrir um mánuði. Það var gaman að
taka í spaðann á honum. Þarna var saman
komið allt helsta fólkið í heimi hasar- og vís-
indaskáldsagna og þetta var svo stór ráð-
stefna að George Martin var ekki heið-
ursgestur. Ég flæktist þarna með.“
Hvar stendur þú eftir útgáfu þessara
tveggja binda?
„Ég er í raun í því að finna minn les-
endahóp. Fyrsta bókin fékk nokkuð góða
dóma og önnur bókin hefur fengið betri
dóma. Það er hæg en virðuleg stígandi í
þessu. Þetta eru ekki metsölubækur en mér
skilst að salan á fyrsta upplagi sé alveg til
jafns við fyrsta upplagið af Game of Thrones
þegar hún kom fyrst út. Víkingar eru í tísku
um þessar mundir og kvikmyndafólk hefur
verið að snusa að þessu án þess að neitt hafi
komið út úr því. Þetta er í deiglunni.“
Eru bækurnar fáanlegar á Íslandi?
„Já, mínir menn í þessum málum hafa verið
bókabúðin Nexus. Þeir eru miklir höfðingjar.“
Eru áform um að þýða bækurnar á ís-
lensku?
„Það er ekki ofarlega á lista hjá mér en
samt á lista. Íslenskir útgefendur hafa verið
rólegir enda þarf að byggja þessa furðusagna-
hefð upp frá grasrótinni.“
Þú myndir þá snara textanum sjálfur?
„Já, annað væri svolítið undarlegt. En til
þess þarf ég að hafa tíma og í augnablikinu er
í mörg horn að líta.“
Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa
fantasískar víkingasögur?
„Það er saga að segja frá því. Hefði ein-
hver sagt þér þá sögu í kvikmyndahandriti
hefðirðu hafnað handritinu umsvifalaust.
Þetta var sem sagt þannig að fyrir nokkrum
árum var ég að koma fram sem uppistandari
og við mig hafði samband pródúsent og bað
mig um að troða upp með skandinavíuúrvali í
uppistandi á West End hérna í London. Þetta
kom akkúrat niður á bankahrunið heima og
ég steig á svið daginn sem bankarnir sigu
duglega í verði. Á staðnum var umboðskona
fyrir rithöfunda og henni fannst það svo
óskaplega fyndið að íslenskur uppistandari
væri á sviði á þessum tímapunkti að hún hafði
samband við mig og spurði hvort ég byggi að
einhverjum ritverkum. Það gerði ég ekki.
Hún hvatti mig þá til að skrifa eitthvað, því
ég væri svo skemmtilegur. Ekkert mál, sagði
ég, reddum því! Kom svo fljótlega með hug-
mynd að epískri víkingahasarsögu. Hún tók
þessu strax vel en nokkrum árum síðar við-
urkenndi umboðskonan að hún hefði ætlast til
þess að ég skrifaði létta grínbók um það hvað
það væri fyndið að vera á hausnum. Það gerð-
ist sem sagt ekki.“
Óskaplega rökrétt framhald
Eitthvað hlýturðu að hafa fengist við skriftir
áður?
„Já, mikil ósköp. Ég hef alltaf verið að
skrifa eitthvað, þannig lagað séð. Verið að
dútlast í tónlist – og skrifa með. Dútlast við
að læra eitthvað – og skrifa með. Þetta hefur
verið hingað og þangað, leikrit, uppistand, rit-
gerðir og svona dót. Eftir á að hyggja eru
þessi bókaskrif því bara óskaplega rökrétt
framhald, þótt þetta hafi komið undarlega til.“
Gekk vel að finna útgefanda?
„Já, þetta vatt býsna hratt upp á sig. Um-
boðskonan henti handriti að fyrstu bókinni út
um allt, óþekktir höfundar labba ekkert inn
til útgefenda hér í Bretlandi. Inn í dæmið
kom goðsagnakenndur
fantasíuútgefandi, Jo
Fletcher, sem verið hef-
ur lengi í bransanum og
nældi sér í trílógíuna
mína. Það var mjög
ánægjulegt.“
Það er gömul saga og
ný að kynning skipti
miklu máli fyrir rithöf-
unda. Mér skilst að þú verðir gestur á vík-
ingahátíðinni í York eftir áramótin.
„Það er hárrétt. Ég verð þar með pró-
gramm, mun fara með gamanmál og kveða
rímur. Það verður rosalegt stuð að hitta
áhugamennina. Ég hef fleiri núningsfleti við
víkingaheiminn en ég er hirðþýðandi hljóm-
sveitarinnar Skálmaldar. Sé um að snúa text-
um fyrir þá. Skálmöld er í miklu uppáhaldi
hjá mér en ég var um tíma í hljómsveit með
Þráni [Árna Baldvinssyni] og Jóni Geir [Jó-
hannssyni], Klamedíu X, og verð alltaf ríg-
montinn þegar ég fæ að heyra Skálm-
aldarplöturnar á undan öðrum. Þeir eru
miklir erkitöffarar.“
Eru fleiri svona kynningar í bígerð?
„Ekki í augnablikinu en þegar þriðja bókin
verður komin út og hinar tvær í kilju geri ég
ráð fyrir að fara á stúfana. Við skulum segja
að ég hyggi á landvinninga í þessum efnum!“
Fór til að verða heimsfrægur leikari
Hvað hefurðu búið lengi í Lundúnum?
„Ég hef verið búsettur hérna síðan 2005.
Ég fór út til að verða heimsfrægur leikari.
Það tókst ekki. Þegar ég var búinn að vera
smátíma í leiklistarnámi í London komst ég
að því að það væru miklu fleiri leikarar í
borginni en mér hafði verið sagt. Þess utan
voru þeir allir miklu breskari, grennri og
myndarlegri en ég. Þannig að þetta gekk ekki
upp. Það hefur hins vegar reynst hinn besti
leikur að koma hingað út, því ég lærði heil
ósköp í leiklistarskólanum og datt í framhaldi
af því inn í kennslu.“
Ísland hefur einkum komist í heimsfrétt-
irnar undanfarin ár fyrir eldgos og banka-
hrun. Þetta er örugglega lúin spurning en
hefurðu orðið fyrir einhverjum óþægindum
þarna úti vegna þjóðernis þíns?
„Nei, það er gullin regla í fjár- og heims-
málum að það er alveg sama hverju þú klúðr-
ar það klúðrar einhver töluvert verr á innan
við þremur vikum. Það snjóar yfir allt fyrir
rest og maður heldur bara áfram að vinna
vinnuna sína.“
Sérðu framtíðina fyrir þér í Lundúnum?
„Það fer voðalega vel um mig hérna. Ég er
búinn að vera svo lengi í London að ég er
orðinn aumingi, þoli hvorki íslenskt veður né
birtu. Bið landa mína að miskunna sig yfir
mig, alla vega meðan ég læt mig ennþá
dreyma um íslenskt vatn og slátur. Ég reyni
líka að koma eins mikið heim og ég get. Það
hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu
en þegar ég loksins kem læt ég örugglega í
mér heyra og árita ef til vill einhverjar bæk-
ur, fyrir þá sem það vilja.“
Skrifar bækurnar í lestinni
Ertu í fullri vinnu sem kennari?
„Já, ég er í fullri vinnu sem kennari og
skrifa bækurnar mínar í lestinni á leið til og
frá vinnu. Ég bý í litlum bæ aðeins fyrir utan
London. Vakna klukkan korter í sex á morgn-
ana, er kominn út í lest 6.50 og skrifa til 7.30.
Síðan tekur maður fullan vinnudag og nær
kannski að skrifa í tuttugu mínútur eftir það.
Þetta eru svona sjö hundruð orð á dag. Síðan
snareyk ég skrifin í
fríunum og þannig
massast þetta, ein og
hálf bók á ári.“
Ertu með fleiri
verk í smíðum?
„Ég er búinn að
skrifa fyrstu bók í
unglingaseríu sem
umboðskona mín er
núna að bera í hitt og þetta fólk. Það er gott
að hafa eitthvað til að stinga í milli verka. Ég
er ekki kominn með útgefanda að þeirri bók
en Bókastefnan í Frankfurt er framundan og
þar veiðist gjarnan vel. Ég er líka með þrjú
kvikmyndahandrit í þróun, þó ekki fram-
leiðslu. Það er gegnum pródúsenta sem eru
tengdir inn í kvikmyndabransann hér í Bret-
landi. Samstarf okkar kemur til fyrir aðra fá-
ránlega röð af tilviljunum. Ég þurfti á tímabili
að sitja í löngum bílferðum með skrýtnum
kollega mínum sem lenti svo í teiti með kvik-
myndaframleiðanda og tilkynnti henni auðvit-
að að hann væri að vinna með gaur sem væri
að skrifa svo ofboðslega mikið. „Ókei, fínt.
Láttu hann senda mér eitthvað,“ sagði fram-
leiðandinn. Örugglega bara til að þagga nið-
ur í kollega mínum. Úr varð að ég sendi
henni hugmynd sem hún varð mjög hrifin af
og spurði mig í framhaldinu hvort ég væri
með eitthvað fleira. Þannig fór boltinn að
rúlla. Eitt af þessum handritum komst
meira að segja alla leið til Hollywood og yfir
fyrsta grindverkið – en stoppaði á grind-
verki númer tvö.“
Er það líka víkingaefni?
„Nei, þessi handrit eru ekkert tengd vík-
ingum. Þetta er ein ævintýrabarnamynd, ein
hryllingsmynd og ein miðaldaástarsaga.
Maður verður að hafa fleiri verkfæri í kist-
unni.“
Það eru auðvitað öll skáld með a.m.k. eina
miðaldaástarsögu í handraðanum!
„En ekki hvað!“
Ekki bara eitt í einu
Hvað ertu að kenna?
„Ég kenni ensku og leiklist við einkaskóla
í London og er núna líka farinn að kenna
þekkingarfræði. Ég hef aldrei verið mað-
urinn sem getur bara gert eitt í einu. Verð
mjög fljótt leiður á því. Ég reyni því að
sækja mér ýmislegt og halda mér á floti
þannig. Þetta er stuð!“
Kanntu vel við kennsluna?
„Já, virkilega vel. Kennslan er gefandi
starf og unglingarnir upp til hópa gott fólk.“
Ertu fjölskyldumaður?
„Ég er giftur en ekki fjölskyldumaður
enn. Konan mín er skosk og heitir Morag
Hood. Við hjónin erum bæði í eltingaleik við
listina. Hún er að taka meistaragráðu í
bókamyndskreytingum.“
Hvernig kynntust þið?
„Við kynntumst í gegnum leiklistarmál
hérna úti, meðan ég var að leika í jaðarsýn-
ingum. Skyndilega birtist þessi skelfilega
myndarlega búningakona og ég ákvað að
gera eitthvað í þeim málum. Eitt leiddi af
öðru og síðan eru liðin nokkur ár.“
Þú gast þér gott orð sem uppistandari
fyrir nokkrum árum. Ertu ennþá að sinna
því?
„Ekki eins og er. Það hafði ungur maður
samband við mig á sínum tíma og bað mig
um að segja sér allt sem ég vissi um uppi-
stand. Ég gerði það og þegar ég sá hvaða
„skrímsli“ ég hafði búið til ákvað ég sjálfur
að draga mig í hlé. Þessi ungi maður heitir
Ari Eldjárn. Hann er algjör snillingur,
blessaður drengurinn, og þeir Mið-Íslands-
menn allir. Þeir hafa gert mikið og gott fyrir
íslenskt grín og ekki síður íslenska tungu.“
Ekki brjálað „meik“
Dreymir þig um að helga þig alfarið skrifum
í náinni framtíð?
„Já, ég get ekki neitað því. Margir höf-
undar sem fá bækur eftir sig gefnar út
hérna í Bretlandi eru áfram með fulla dag-
vinnu og það verður væntanlega þannig hjá
mér í einhvern tíma. Þetta er ekki brjálað
„meik“. Fagmenn segja mér að það taki
fjögur til fimm ár að byggja upp traustan
lesendahóp. Þegar hann er kominn er hægt
að fara að fikra sig í átt að því að gera þetta
að ævistarfi. Það er ekki nema djúpsprengja
springi, eins og að kvikmyndahandrit nái í
gegn. Þá gæti ég verið í góðum málum.“
Að því sögðu er mál að linni. Snorri er
kominn á King’s Cross-stöðina og reiðubú-
inn að stíga um borð í lestina. Og opna far-
tölvuna. Epískar víkingaskáldsögur skrifa
sig víst ekki sjálfar.
Hæg en virðuleg stígandi
SNORRI HERGILL KRISTJÁNSSON FÓR FYRIR HREINA TILVILJUN AÐ SKRIFA EPÍSKAR FANTASÍUSKÁLDSÖGUR UM VÍKINGA – Á ENSKU. TVÖ
FYRSTU BINDIN Í ÞRIGGJA BINDA FLOKKI ERU KOMIN ÚT Í BRETLANDI OG ÚTGÁFURÉTTURINN FARINN AÐ SELJAST ÚR LANDI. BÆKURNAR
SKRIFAR HANN MEÐ FULLRI VINNU SEM KENNARI – Í LEST Á LEIÐ TIL OG FRÁ VINNU. Í BÓKUNUM LÝGUR HANN MEÐAL ANNARS ALLS-
KONAR SYNDUM UPP Á ÓLAF TRYGGVASON NOREGSKONUNG – EINS OG HANN Á NAFN TIL.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
*Þetta eru hasarbækurmeð víkingum í ogég gæti þess að skrifa
þetta með löngum og
merkilegum blótsyrðum.