Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 30
Matur og drykkir Góð ráð við sushigerð Morgunblaðið/Eggert Skapti Hallgrímsson *Óhætt er að segja að hrísgrjón og gott hrá-efni sé lykilatriði sushi. Gott er að notast viðsérstök sushi-hrísgrjón og eru þau frá BlueDragon afar góð. Sushihrísgrjón eru kringlóttog mjólkurkennd á litinn. Mikilvægt er aðskola þau vel og láta þau þrútna þar til kjarn-inn hverfur. Þá þarf að nota hrísgrjónaedik, sem magn- ar upp bragðið af hrísgrjónunum, og sykur. Þ að tístir í Kristínu Pálmadóttur Thorlacius þegar blaðamaður slær á þráðinn og segist hafa heyrt sögur af 12 ára matarsnillingi. Beef Wellington, frönsk súkkulaðihorn um helgar og kjúklingaborgari marineraður í indversku kryddi, ekkert virðist of flókið fyrir þessa hæfi- leikaríku stúlku. „Mér hefur alltaf þótt gaman að elda, alveg frá því ég var sex ára gömul,“ segir Kristín. Hún segir föður sinn, Pálma Jónasson, hjálpa sér við eldamennsku enda sé hann góður kokkur. „Pabbi er flinkur í eldhúsinu og við eldum oft saman. Ég borða allan mat og er ekki matvönd. Pabbi hefur alltaf sagt að ég borði meira að segja svolítið mikið miðað við krakka,“ segir hún og hlær en sjö ára gömul óskaði hún sér sushi-potts í afmælisgjöf til að útbúa hrísgrjón, sem hún og fékk. Eldar fyrir alla fjölskylduna „Já, ég geri það bara nokkuð oft,“ svarar Kristín aðspurð hvort það komi oft fyrir að hún eldi fyrir alla fjölskylduna. „Mér finnst mjög gaman að vinna með kjúkling og að elda pasta,“ útskýrir hún en segir þó að kjötbollurnar sem hún gefur uppskrift að hér séu í miklu uppáhaldi. „Þetta er uppskrift sem ég bjó til sjálf. Við pabbi ákváðum eitt kvöldið að matreiða kjötbollur og við kíktum á nokkrar góðar uppskriftir og blönduðum nokkrum saman sem okkur leist best á sem kom mjög vel út.“ Pálmi segir að unga matreiðslukonan breyti uppskriftum gjarnan eftir skapi og eftir því hvað er til í ís- skápnum hverju sinni. Kristín segist vera dugleg við að lesa og skoða matreiðslubækur og ýmsar uppskriftir og iðulega bjóði hún vinkonum sínum heim þar sem þær hjálpast að við að elda saman og útbúa litla rétti. Hún gengur í Melaskóla og eftir árið tekur Hagaskóli við. Það vekur athygli að Kristín kærir sig kollótta um að eiga farsíma, hvað þá snjallsíma. „Já, ég bara nenni ekki að hringja. Ég læt alltaf vita hvert ég er að fara svo ég þarf ekki að nota símann,“ segir Kristín sem er hvorki á Facebook né öðrum samskiptamiðlum sem mörg ungmenni stunda af krafti. Að lokum segist Kristín vilja sjá sjálfa sig sem afbragðskokk í framtíðinni. „Mig mundi langa að verða mjög góður kokkur, kokkur sem margir vilja koma og borða hjá og þekkja nafnið mitt.“ Hljómar vel! Uppskriftin sem Kristín gef- ur er tekin saman úr mörg- um öðrum uppskriftum. Faðir hennar, Pálmi, segir að hún styðjist yfirleitt ekki við uppskriftir heldur eldi frem- ur eftir tilfinningu. Morgunblaðið/Ómar Þær eru fjórar systurnar, frá vinstri: Hera, Áslaug, Kristín og Auður. ÁHUGI FYRIR ELDAMENNSKU KOM VIÐ SEX ÁRA ALDUR Sjö ára vildi hún sushi-pott Kristín með foreldrum sínum, Sigrúnu Thorlacius og Pálma Jónassyni. KRISTÍN PÁLMADÓTTIR THORLACIUS ER UNG OG EFNILEG STÚLKA SEM GERIR SÉR LÍTIÐ FYRIR OG ELDAR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA, AÐEINS 12 ÁRA GÖMUL. HÚN SEGIR MATARÁHUGANN HAFA KOMIÐ SNEMMA OG VILL Í FRAMTÍÐINNI VERA AFBRAGÐSKOKKUR SEM KITLAR BRAGÐLAUKA FÓLKS MEÐ NAFNI SÍNU EINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kjötbollur: 700 gr nautahakk 1-2 dl parmesan 3 hvítlauksrif 1 egg 1 brauðsneið Krydd eftir smekk (Yfirleitt nota ég slatta af blóðbergi, basil eða óregano) Öllu blandað saman. Pipra vel en salt er óþarft vegna parmesanostsins sem er salt- ur. Móta litlar bollur og baka í ofni við ca. 200 gráður Heimagerð tómatsósa: 1 tómatdós 2 hvítlauksrif 1 tsk hunang 1 tsk rósmarín, eða eftir smekk 1 lárviðarlauf vatn/vín salt, pipar Hvítlaukurinn hitaður í smá olíu með rósmaríni og lárviðarlaufi. Restin sett út í og látið malla lengi, helst klukkutíma. Nokkrir dropar af rauðvíni eða púrtvíni gera sósunni gott og yfirleitt þarf að bæta við vatni ef sósan fær að malla lengi. Pasta er soðið samkvæmt leiðbein- ingum og öllu blandað saman. Sítrónubát- ar, svartur pipar og parmesan er sett á toppinn. KJÖTBOLLUPASTA KRISTÍNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.