Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 20
B orgin Manchester á Eng- landi dregur til sín um milljón ferðamenn á ári hverju en í borginni býr rúm hálf milljón manna. Margir fara til borgarinnar til að horfa á knattspyrnuleiki en þeir sem ekki hafa áhuga á slíku ættu að geta fundið sér ýmislegt til dundurs. Margir tónlistarmenn halda tónleika í borginni og nætur- lífið ku vera líflegt. Flóra veit- ingastaða er áhugaverð og til hliðar má sjá lista yfir þá staði sem not- endur Trip Advisor telja þá tíu bestu í borginni allri. Í Manchester er að finna stærstu verslunarmiðstöð sem er í miðborg í Bretlandi, Manchester Arndale Shopping Centre. Verslunarmið- stöðin er vel staðsett í miðri borg og í götunum sem liggja nærri eru ótal veitingastaðir, barir auk fleiri verslana. Miðstöðin geymir allar helstu verslanir; H&M, Urban Out- fitters, Nike, Adidas og svo mætti áfram telja. Þá má finna flenn- istóra Primark verslun á Market Street, sem er ein af þeim götum sem Arndale stendur við. Eins og gjarnan er um stærri borgir þá er auðvelt að finna upp- lýsingar um það sem er að gerast hverju sinni í Manchester. Á vef ferðamálaráðs borgarinnar, www.visitmanchester.com, má til að mynda finna ágætis dagatal undir flipanum „What to do“ þar sem hægt er að fá upp lista yfir helstu viðburði sem framundan eru í borginni. Manchester Art Gallery er vinsæll viðkomustaður ferða- manna en það var nýlega gert upp og stækkað til að taka við enn fleiri gestum. John Rylands Library er einnig áhugavert að skoða, hvort sem er fyrir bókhneigða eða þá sem hafa áhuga á byggingarlist. Ef það að horfa á knattleiki úti við er ekki nóg fyrir fótbolta- áhugamenn sem heimsækja borg- ina þá má benda á hið margrómaða National Football Museum. Það er sagt vera stærsta knattspyrnusafn heims, er opið alla daga vikunnar og aðgangseyrir er enginn. Ef buddan er farin að léttast eftir miðakaup á knattspyrnuleiki eða óhóflegt búðaráp er gott að láta hugann reika á safninu og spá í hvernig best er að greiða kred- itkortareikninginn þegar heim er komið. Manchester býr almennt yfir flestu því sem borg þarf að hafa og ferðamenn sækjast eftir t.d. fyrir helgarferð. Þar sem hún er töluvert minni en höfuðstaðurinn London tekur allt aðeins styttri tíma, sam- göngur eru hraðari og því kannski aðeins einfaldara að ná að gera það sem á að gera í stuttri heimsókn. MANCHESTER Ekki bara fótbolti FÓTBOLTI ER EKKI ÞAÐ EINA SEM DREGUR FERÐAMENN TIL MANCHESTER. BORGIN ER MIKIL VERSLUNARBORG OG ÞAR MÁ FINNA FJÖLDA FRAMBÆRILEGRA VEITINGASTAÐA. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Manchester er ekki síst þekkt fyrir gott úrval verslana af ýmsu tagi. Elton John er einn fjölmargra tónlistarmanna sem troðið hafa upp í Manchester. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 Ferðalög og flakk Á ferðasíðunni Trip Advisor gefa ferðamenn veit- ingastöðum, hótelum og ýmsum ferðamannastöð- um einkunn. Notendur Trip Advisor telja þessa tíu veitingastaði þá bestu í Manchester-borg. Staðirnir eru ólíkir en eiga það þó sameiginlegt að vera vandlega faldir í úthverfum borgarinnar en ekki staðsettir í hringiðu miðborgar Manchester. Í einhverjum tilvikum kann því að vera gott að kynna sér samgöngur og verð á leigubílum áður en ákvörðun er tekin um að skella sér á einhvern þessara staða. 1. Le Delicatezze di Bruno, Ashton New Road, Clayton. Ítalskur matur. Pitsur staðarins fá góða einkunn og staðurinn er sagður heimilislegur og bjóða upp á 100% alítalskan matseðil. Vínið er á góðu verði og starfsfólkið vin- gjarnlegt. 2. Jollof Cafe, Hyde Road, Gorton. Afrískur matur. Marokkóski kjúklingarétturinn ku vera stolt stað- arins og ýmsir grænmetisréttir freista einnig. Þótt nú sé farið að kula í Mancester borg eru margir veitingastaðir sem setja borð og stóla út þegar veður er til. 10 bestu veitingastaðir M Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Aguero leikur með stórliðinu Manchester City.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.