Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 309. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Ráðist á skokkara við Rauðavatn
2. Valdi að deyja til að geta lifað
3. Vill ekki búa í íþróttatösku
4. Meðal 1% hæstu í stöðuprófi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves
hefst í dag og hluti af henni er hliðar-
dagskrá með ókeypis tónleikum sem
verða haldnir víða um Reykjavík.
Meðal forvitnilegra tónleika á þeirri
dagskrá í dag eru tónleikar Júníusar
Meyvants og hljómsveitarinnar Ylju á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
við Hringbraut. Júníus hefur leik
klukkan 10.30 og Ylja tekur við 15
mínútum síðar. Dagskrá hátíðarinnar
má finna á vefsíðu hennar, iceland-
airwaves.is. Á myndinni sjást Guðný
Gígja Skjaldardóttir og Bjartey
Sveinsdóttir úr hljómsveitinni Ylju.
Morgunblaðið/Ómar
Júníus Meyvant og
Ylja leika á Grund
Opin bókmenntadagskrá fer fram í
Norræna húsinu í kvöld kl. 20 í til-
efni af komu danska ljóðskáldsins
Yahya Hassan til landsins. Hassan
mun lesa upp ljóð og spjalla við
Hauk Ingvarsson, rithöfund og bók-
menntafræðing, og Bjarki Karlsson
kynnir þýðingu sína á ljóðabók Hass-
ans sem ber nafn skáldsins og kom
út fyrir helgi. Hassan hristi upp í
dönsku menningarlífi í fyrra þegar
hann var 18 ára gamall og sendi frá
sér fyrrnefnda ljóðabók. Í henni lýsir
hann uppvexti í skugga gegndar-
lauss ofbeldis, bókstafstrúar og
hræsni. Hassan er ríkisfangslaus
Palestínumaður frá Árósum. Bókin
olli usla í dönskum stjórnmálum og
Hassan hefur orðið
fyrir líkams-
árásum vegna
hennar og verið
hótað lífláti. Því
kemur hann
ekki fram nema
í fylgd líf-
varða.
Skáld í fylgd lífvarða
Á fimmtudag Austan 10-15 m/s. Talsverð rigning á suðaustan-
verðu landinu, en dálítil rigning eða slydda í öðrum landshlutum.
Á föstudag Norðan og norðaustan 10-20 m/s, hvassast norð-
vestan- og vestanlands. Víða snjókoma fyrir norðan. Kólnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rign-
ingu. Hægari vindur og úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi.
VEÐUR
Úlfar Jón Andrésson skor-
aði bæði mörk Bjarnarins í
gærkvöld þegar liðið vann
2:0-sigur á Íslandsmeist-
urum SA á Akureyri. Þetta
var annar sigur Bjarnarins á
SA í vetur í þremur leikjum,
en SA er enn á toppnum
með sex stiga forskot. Í hin-
um leik kvöldsins vann SR
3:0-sigur á Esju en þetta
var þriðji sigur SR-inga í
jafnmörgum rimmum þess-
ara tveggja liða í vetur. »3
Úlfar Jón skaut
Birninum nær SA
Guðmundur Þórarinsson telur meiri
líkur en minni á að hann yfirgefi
norska úrvalsdeildarliðið Sarpsborg
eftir tímabilið. Guðmundur á eitt ár
eftir af samningi sínum við félagið en
hann er eftirsóttur og voru margir út-
sendarar að fylgjast með honum á
dögunum og meðal annars frá liðum í
Þýskalandi og Hollandi, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. »1
Guðmundur er víða
undir smásjánni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Haraldur Geir Hlöðversson, lög-
reglumaður í Vestmannaeyjum, hef-
ur unnið að því að hefja gamla íþrótt
til vegs og virðingar á ný, hefur með-
al annars stofnað landssamband og
undirbýr Vestmannaeyjamót og Ís-
landsmót og vonar að innan skamms
fari menn reglulega í sjómann vítt og
breitt um landið.
Fyrir margt löngu átti körfubolti
helst upp á pallborðið hjá Haraldi
Geir eða Halla Geir, eins og hann er
kallaður, og síðan tók blakið við.
Hann var meðal annars blakmaður
ársins 1979 og lék yfir 20 landsleiki.
Hann kynntist því að fara í sjómann
á unga aldri, en tók ekki þátt í opin-
berri keppni fyrr en á heimsleikum
lögreglu- og slökkviliðsmanna í Van-
couver í Kanada 2009, þar sem hann
kom, sá og sigraði. Hann hefur sam-
tals tekið þátt í þrennum heims-
leikum, tvisvar unnið til gullverð-
launa og einu sinni lent í öðru sæti.
Þá varð hann í 4. sæti með hægri
hendi og 6. sæti með vinstri af yfir
900 keppendum á heimsmeistara-
mótinu, sem fór fram í Vilnius í
Litháen í haust, og stefnir á að vera
með á HM í Kuala Lumpur í Malasíu
að ári. Auk þess hefur hann hug á að
taka þátt í Evrópumótinu í Búlgaríu
á næsta ári. „Það hafa verið haldin 36
heimsmeistaramót, árlega frá 1978,
og þetta er kjörinn vettvangur til
þess að komast á HM,“ segir hann.
Íþrótt fyrir alla
Halli Geir stofnaði Sjómannglímu-
samband Íslands í ársbyrjun og und-
irbýr nú Eyjamót og Íslandsmót.
Hann leggur áherslu á að þótt Al-
þjóðaólympíunefndin hafi ekki enn
tekið íþróttina upp innan sinna raða
henti hún öllum og ekki síst fötl-
uðum, að því gefnu að þeir séu með
arma og axlir í lagi. Alþjóða-
sambandið (World Armwrestling
Federation) ætli enda að leggja
áherslu á íþróttina hjá hreyfihöml-
uðum.
„Þetta er skemmtileg íþrótt og
flott líkamsrækt,“ segir Halli Geir og
bætir við að það að fara í sjómann sé
næsti bær við það að lyfta lóðum.
Hann bendir líka á að ekki þurfi mik-
ið til þess að fara í sjómann, eigin-
lega ekkert annað en mótherja og
borð. „Við viljum vekja athygli á
þessari íþrótt og stefnum meðal ann-
ars að því að kynna hana í skólum,
því þar er áhuginn mestur,“ segir
Halli Geir. „Ég hef áhuga á öllum
íþróttum og vil að allir eigi mögu-
leika á að iðka þá íþrótt sem hentar
þeim. Það geta ekki allir orðið at-
vinnumenn í fótbolta, en nánast allir
geta farið í sjómann.“
Fara í sjómann sem víðast
Undirbýr Vest-
mannaeyjamót
og Íslandsmót
Fyrstur Íslendinga Haraldur Geir Hlöðversson braut ísinn og keppti á heimsmeistaramótinu í Vilnius í Litháen.
Keppendur Konur og karlar keppa á heimsmeistaramótinu.
„Þetta hefur verið áhugaverður tími.
Ég vissi svo sem nokkurn veginn að
hverju ég gekk í klúbbnum þar sem
ég þekkti aðeins til hjá félaginu og
þekkti til leikmannahópsins og þjálf-
aranna. Ég vissi fyrir hvað félagið
stóð en auðvitað er fullt af hlutum
svona dags daglega í starfinu sem
eru öðruvísi,“ segir
Ólafur Helgi Krist-
jánsson, þjálfari
hjá danska úr-
valsdeildarlið-
inu Nordsjæll-
and. »4
Ólafur kann vel við sig
hjá Nordsjælland