Morgunblaðið - 11.11.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.11.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Björn Jóhann Björnsson Sunna Sæmundsdóttir Auður Albertsdóttir „Ég neita því ekki að þetta er gleði- dagur. Ég er himinlifandi yfir því að sjá þetta verða loks að veruleika,“ sagði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra við Morg- unblaðið að loknum blaðamannafundi í Hörpu í gær þar sem kynntar voru niðurstöður leiðréttingar á verð- tryggðum íbúðalánum. Alls bárust um 69 þúsund umsókn- ir um leiðréttingu frá um 105 þúsund kennitölum og verður niðurstaða um 90% þessara umsókna birt í dag á vefnum leidretting.is. Eftir er að vinna úr 10% umsókna en það er einkum vegna breytinga á högum umsækjenda á því tímabili sem leiðréttingin nær til. Samanlagt er 150 milljörðum króna varið til höfuðstólslækkunar lánanna á næstu þremur árum. Þar af fara 80 milljarðar króna í beina höf- uðstólslækkun og 70 milljarðar koma til vegna skattleysis við innborgun séreignarlífeyrissparnaðar inn á höf- uðstól lána. Með beinu og óbeinu framlagi ríkisins er öll verðbólga um- fram 4% á árunum 2008-2009 leiðrétt til fulls. Fram kom á blaðamanna- fundinum í gær að þannig myndi eig- infjárstaða um 56 þúsund heimila styrkjast og um 2.500 þeirra myndu fara úr því að eiga ekkert eigið fé í fasteignum sínum yfir í jákvæða eig- infjárstöðu. 1,4 milljóna meðaltal á hjón Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur kynnti helstu nið- urstöður leiðréttingarinnar og tók dæmi um áhrifin. Kom m.a. fram í máli hans að meðaltal leiðréttingar á hvern umsækjanda er 1.350 þúsund krónur í lækkun höfuðstóls. Tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1,4 milljónir króna. Nýti heimilin sér úrræði leiðrétt- ingar til fulls getur mánaðarleg greiðslubyrði lækkað um rúm 15%. Fyrir 15 milljóna króna jafn- greiðslulán, tekið 2007 til 40 ára, lækkar mánaðarleg greiðslubyrði á þremur árum um tæplega 15 þúsund krónur. Fyrir samskonar lán tekið ár- ið 2000 lækkar mánaðarleg greiðslu- byrði á sama tíma um 13%, eða um rúmar 18 þúsund krónur. Er þá í þessum dæmum ekki gert ráð fyrir skerðingum leiðréttingar vegna fyrri aðgerða. (Sjá nánar á meðf. súluriti.) Bæði Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fögn- uðu því á fundinum að fjármögn- unartími aðgerðanna verður styttur úr þremur árum í eitt. Betri staða rík- issjóðs gerði það kleift að lækka vaxtakostnað, sem ella hefði runnið til fjármálastofnana, og að greiða hærri fjárhæðir inn á höfuðstól lána. Á fundinum greindi Halldór Benja- mín frá helstu niðurstöðum fyrirtæk- isins Analytica um efnahagsleg áhrif leiðréttingarinnar. Meðal áhrifanna má nefna að skuldahlutfall íslenskra heimila lækkar um 11% og verður 94% af vergri landsframleiðslu. Ráð- stöfunartekjur heimilanna eru taldar aukast um 17% til ársins 2017 og af- borganir og vaxtagjöld heimila gætu lækkað á sama tíma um 22%. Telur Analytica að á sama tíma geti lítil verðbólga og hækkandi fasteignaverð styrkt eiginfjárstöðu allra heimila í landinu, ekki bara þeirra 54 þúsunda sem njóta góðs af leiðréttingunni. En hvenær kemur höfuðstólslækk- unin til framkvæmda? Sem fyrr segir verður hægt að kynna sér niðurstöðu útreikninga í dag. Inngreiðslur sér- eignarsparnaðar á höfuðstól hefjast um næstu mánaðamót og samþykki leiðréttingarinnar hefst í desem- bermánuði. Er gert ráð fyrir að skuldarar hafi 90 daga til að undirrita og samþykkja niðurstöðuna, og nota til þess rafræn skilríki. Ef fólk sættir sig ekki við niðurstöðuna verður hægt að vísa henni til sérstakrar áfrýjunarnefndar, sem skipuð var af fjármálaráðherra. Sigmundur Davíð og Bjarni báru lof á þá sem unnið hafa við útreikn- inga og úrvinnslu á leiðréttingunni undanfarið ár. Formaður verkefn- isstjórnar var Guðrún Ögmunds- dóttir, starfsmaður í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Tryggvi Þór Herbertsson var verkefnisstjóri. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri stýrði þeirri vinnu sem hans embætti innti af hendi en samanlagt er talið að um 300 manns hafi með einum eða öðrum hætti komið að vinnunni, þar af 60-70 manns að jafn- aði allan tímann. Er þetta því ein viðamesta efnahagsaðgerð seinni ára. Gott svigrúm til staðar „Heildarniðurstaðan er ánægjuleg. Fólk sem nýtir sér úrræðin til fulls mun geta lækkað skuldir sínar um allt að 20% og meðalniðurfærslan er aðeins meiri en við gerðum ráð fyrir ári síðan. Umfang aðgerðarinnar er í takt við það sem við höfum reiknað með til þessa. Við getum síðan fengið aðeins jákvæðari niðurstöðu með því að hraða framkvæmd þessara mála, meðal annars í ljósi betri afkomu rík- issjóðs,“ sagði Bjarni Benediktsson við Morgunblaðið að loknum fundi í Hörpu. Hann telur gott svigrúm vera til staðar fyrir skuldaleiðréttingunni, án þess að verðbólgan fari úr böndum. Seðlabankinn sé búinn að lækka vexti miðað við þær spár að verðbólgan haldist innan vikmarka á næsta ári og áfram. „Ríkisstjórninni var af kjósendum sérstaklega falið að grípa til mark- vissra aðgerða vegna alvarlegrar skuldastöðu heimilanna. Hún birtist hjá tugþúsundum einstaklinga,“ segir Bjarni og bendir á hve hátt skuldir heimila fóru sem hlutfall af lands- framleiðslu, eða langt yfir 100%. Nú mundi það hlutfall fara niður í 95% fyrir lok þessa árs og það væri gríð- arlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti. Bjarni segir þátttökuna í aðgerð- inni mikla, eða nærri 100% hjá þeim sem áttu verðtryggt lán á árunum 2008 og 2009. „Ég geri ráð fyrir því að þeir sem nýta sér úrræðin til fulls, og geta þannig lækkað skuldir sínar um 20% á næstu árum, muni finna veru- lega fyrir því. Fyrir mitt leyti er ég ánægður með hvaða heildaráhrifum við náum á skuldastöðu og ráðstöf- unartekjur heimilanna,“ sagði Bjarni. „Þetta er búið að vera löng ferð, byrjaði í raun strax árið 2009, þó með öðrum hætti væri. Um tíma árin 2010 og 2011 óttaðist maður að tækifærin væru að glatast til að láta eitthvað af afskriftinni á Ísland, þar með talið á skuldir heimilanna, ganga eitthvað áfram til heimilanna. Svo fundu menn leið til að láta þetta verða að veruleika og sá veruleiki birtist okkur í dag. Þetta er jafnvel heldur betra en við þorðum að vona þegar frumvarpið um leiðréttinguna var lagt fram,“ sagði Sigmundur Davíð við Morg- unblaðið. Allt að 20% lækkun höfuðstóls  Lántakendur geta séð leiðréttingu fasteignalána sinna í dag  Búið að vinna úr 90% af 69 þúsund umsóknum sem bárust  Greiðslubyrði gæti lækkað um 15%  Gleðidagur, sagði forsætisráðherra Morgunblaðið/Kristinn Leiðrétting kynnt Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu niðurstöðu skuldaleiðréttingar heimilanna í Hörpu í gær, ásamt fjölmennri verkefnisstjórn sem skipuð var til að vinna að framkvæmdinni. Mánaðarleg greiðslubyrði lána 1990 25.492 kr. 1996 20.241 kr. 2000 18.195 kr. 2004 16.177 kr. 2007 14.830 kr. • Samanburður á greiðslum láns fyrir og eftir leiðréttingu út frá lántökudegi • Forsendur: 15 m.kr jafngreiðslulán til 40 ára. Lán tekið á mismunandi tímum, 2,5% verðbólga til framtíðar. Ekki er gert ráð fyrir skerðingum leiðréttingar vegna fyrri aðgerða. 200.000 150.000 100.000 50.000 0 Heimild: Fjármálaráðuneytið Lækkun greiðslubyrði á mánuði eftir 3 ár M án að ar le g gr ei ðs lu by rð ií þú s. kr . Heildargreiðsla f. leiðréttingu Heildargreiðsla e. leiðréttingu Heildargreiðsla e. 3 ár af innborgunum -13% -13% -13% -14% -15% Dæmi um lækkun á 10 milljóna kr. láni Mánaðarleg greiðslubyrði lækkar um 8.704 krónur - 1,8m.kr. í lækkun höfuðstóls Lán fyrir leiðréttingu Greiðsla af láni fyrir leiðréttingu Greiðsla af frumláni eftir leiðréttingu Greiðsla af leiðréttingarláni Gjalddagi 132 af 480 Útgáfudagur Upphafleg fjárhæð Vextir Lokagjalddagi Gjalddagi Eindagi 1.1.2004 10.000.000 4,15% 1.1.2044 1.1.2015 2.1.2015 23.500 55.176 78.676 20.876 49.095 69.972 0 0 0 15.954.513 14.166.013 1.788.501 11,21% Afborgun af höfuðstól Vextir Samtals til greiðslu Afborgun af höfuðstól Vextir Samtals til greiðslu Afborgun af höfuðstól Vextir Samtals til greiðslu Staða láns fyrir niðurfærslu Staða láns fyrir niðurfærslu (frumlán) Leiðréttingarlán Hlutfallslækkun Heimild: Fjármálaráðuneytið • Meðaltal leiðréttingar er 1.350.000 krónur. • Miðgildi leiðréttingar er 1.216.000 krónur. • Tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1.400.000 kr. og 800.000 kr. til einstaklinga. • 21 þúsund einstaklingar fá leiðréttingu. • 35 þúsund hjón fá leiðréttingu (70 þúsund einstaklingar). • Höfuðstólslækkun hefst eftir samþykki umsækjenda í desember og skattfrjáls séreignarsparnaðar á fasteignalán hefst 1. desember. Heimild: Fjármálaráðuneytið 150 milljarða kr. lækkun á höfuðstól íbúðalána á næstu þremur árum. 80 milljarðar kr. þar af í beinar höfuðstólslækkanir íbúðalána. 70 milljarðar kr. í skattleysi við inn- borgun á séreignalífeyrissparnaði. 20% lækkun getur orðið á höfuðstól láns við fullnýtingu leiðréttingar. 15% lækkun á greiðslubyrði 15 milljóna kr. láns sem tekið var árið 2007. 69.000 umsóknir bárust stjórnvöldum um leiðréttingu húsnæðislána. 2.500 heimili fara úr neikvæðri eiginfjár- stöðu í fasteigninni í jákvæða. LEIÐRÉTTINGIN » Skannaðu kóðann til að sjá kynning- armyndband um leiðréttinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.