Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Er orðið kalt? Þá eigum við hitablásara til að bjargamálinu! MASTER - Gashitablásarar Áratuga reynsla á Íslandi. Stærðir 18 – 73 kW MASTER - Hitablásarar. Brenna steinolíu eða dieselolíu. Áratuga reynsla á Íslandi. Stærðir 10 – 111 kW HITABLÁSARAR Þessir einu sönnu gæða hitablásarar. Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir gas og diesel/steinolíu. Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara. Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta. Íslenski sjávarklasinn sendi í gærfrá sér skýrslu um efnahagsleg umsvif og afkomu fyrirtækja sem starfa með einum eða öðrum hætti að sjávar- útvegi. Þetta eru ekki að- eins útgerðir og fisk- vinnslur, heldur einnig þjónustu- og framleiðslufyrirtæki af marg- víslegu tagi sem byggja tilveru sína að verulegu eða öllu leyti á sjávar- útvegi.    Í skýrslunni kemur fram að í þess-um fyrirtækjum verða til allt að 30% landsframleiðslunnar sem sýn- ir gríðarlegt mikilvægi þessa grunnatvinnuvegar fyrir þjóð- arbúið og velferð og velmegun al- mennings hér á landi.    Þessar staðreyndir gleymast oftþegar rætt er um sjávarútveg hér á landi og sumir geta helst ekki rætt málefni þessarar atvinnu- greinar án þess að reyna að grafa undan henni.    Á síðasta kjörtímabili gengustjórnvöld hart fram í því að knésetja greinina og enn er mikil óvissa um hvert stefnir í lagaum- hverfi og skattheimtu.    Vegna umfangs sjávarútvegsinsog tengdra fyrirtækja í ís- lensku atvinnulífi má með ólík- indum teljast að ekki skuli búið að setja traustan grunn undir þau fyr- irtæki sem starfa að sjávarútvegi.    Stjórnvöld og Alþingi hafa ríkarskyldur til að leysa úr þessu og koma fram með lagasetningu sem tryggir stöðugleika og hóflega og sanngjarna skattlagningu á þessu sviði sem öðrum. Grafið undan grundvellinum STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.11., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Bolungarvík -4 heiðskírt Akureyri -2 alskýjað Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 7 skúrir Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Helsinki 6 alskýjað Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 10 skúrir Glasgow 7 léttskýjað London 12 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 7 skýjað Vín 15 skýjað Moskva 2 þoka Algarve 17 skýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal 6 alskýjað New York 13 heiðskírt Chicago 10 alskýjað Orlando 20 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:44 16:41 ÍSAFJÖRÐUR 10:06 16:28 SIGLUFJÖRÐUR 9:50 16:11 DJÚPIVOGUR 9:18 16:06 Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur er þegar farin að taka við jólaum- sóknum. „Okkur sýnist staðan vera svipuð og á sama tíma í fyrra. Þegar nær líður jólum þá fjölgar umsóknum,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Tekið er á móti jólaumsóknum alla þriðjudaga fram að jólum milli kl. 10-15. Þegar sótt er um þarf skattskýrslan að vera meðferðis. Úthlutað er matvöru til jólahalds og einnig verður gjafahorn þar sem hægt er að fá ýmsa gjafavöru, einkum fyrir yngstu kynslóðina. Ástæðan fyrir því að sækja þarf um er sú að nefndin þarf að vita hversu mikið hún þurfi að viða að sér. Ragnhildur tekur þó fram að enginn fari tómhentur frá þeim. Úthlutun Mæðrastyrksnefndar í ár fer fram á Korputorgi líkt og í fyrra. „Við erum að búa okkur undir að flytjast búferlum eins og við gerum árlega. Um miðjan máð- uðinn komum við okkur þar fyrir.“ Ragnhildur segir að vel gangi að fá matvæli og gjafavöru. Að stórum hluta gefa sömu fyr- irtækin, félagasamtök og ein- staklingar hin ýmsu aðföng fyrir jólin, „og sömu konurnar sjá um úthlutunina líka“. Þörfin því miður fyrir hendi „Við kunnum afskaplega vel að meta þessa hugsun að gefa af sér og erum við þakklátar fyrir stuðn- inginn. Því miður virðist þörfin vera fyrir hendi,“ segir hún. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Jólaumsóknir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur verður með árlega jólaút- hlutun á Korputogi líkt og í fyrra. Tekið er á móti umsóknum alla þriðjudaga. Svipaður fjöldi og í fyrra sótt um  Byrjað að taka við jólaumsóknum Forsvarsmenn Félags tónlistar- skólakennara (FT) sátu árangurs- lausan fund í húsakynnum rík- issáttasemjara í gær og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Verkfall tónlistarskólakennara hef- ur staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Var einnig fundað síðastliðinn föstudag hjá ríkissáttasemjara og stóð sá fundur yfir í um sex klukku- stundir án þess að nokkur nið- urstaða næðist í deilunni. Hefur samninganefnd FT m.a. lagt til að félagsmenn fái greitt eftir sömu launatöflu og leik- og grunnskóla- kennarar . khj@mbl.is Engin sátt í deilu tónlistarskólakennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.