Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 14

Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nýr kjarasamningur, sem samninga- nefndir Starfsmannafélags Kópa- vogsbæjar, SFK, og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga undirrituðu á sjöunda tímanum í gærmorgun, felur m.a. í sér eingreiðslu upp á 35.000 krónur og að háskólamenntun verð- ur áfram metin til launa. Hlutaðeig- andi aðilar segjast fagna því að samningar náðust áður en til boðaðs verkfalls kom í gærmorgun sem hefði haft áhrif á stóran hluta þeirrar þjónustu sem veitt er á vegum bæj- arins. Eitt af því sem viðsemjendur greindi á um var svokölluð há- skólabókun, sem er sérákvæði um háskólamenntaða í félaginu. Hún mun haldast inni hjá þeim sem þegar starfa hjá bænum, en fellur annars út í tengslum við heildarendurskoðun á starfsmati sem á að tryggja sömu launabætur og bókunin kvað á um. „Viðtökur félagsmanna við nýja samningnum hafa verið mjög góðar,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður SFK, sem fagnar því að ekki kom til verkfalls. Hún segist ánægð með að samningurinn gildi frá 1. maí sem hafi verið ein helsta kraf- an. „Fólk verður ánægt með að fá slíka leiðréttingu í launaumslagið um næstu mánaðamót. Þá er mikilvægt að laun ófaglærðra starfsmanna leik- skólanna í Kópavogi verða nú þau sömu og í Reykjavík.“ Samningurinn verður kynntur innan SFK á næstu dögum og 20. nóvember liggur fyrir hvort hann verður samþykktur eða ekki. Gerðu ráð fyrir hækkunum Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segist ánægður með að samningar hafi náðst og að ekki hafi orðið af verkfalli. Spurður um kostnaðinn við samningana í heild, segir hann að verið sé að vinna að útreikningum og að þeir verði lagðir fram á fundi bæj- arráðs á fimmtudaginn. Hægt sé að reikna út kostnaðinn við eingreiðsl- una, sem er 35.000 kr. á hvert stöðu- gildi og þau séu um 800. Þegar það er gert er útkoman 28 milljónir. Ár- mann segir að gert hafi verið ráð fyr- ir því í rekstrarspám bæjarins að eft- ir ætti að semja við SFK og að því myndi fylgja útgjaldaauki. „Við gerð- um reyndar ekki ráð fyrir eingreiðsl- unni en höfum borð fyrir báru, því fyrri hluti árs kom vel út rekstr- arlega. Þannig að við ættum að ráða vel við þetta.“ annalilja@mbl.is Samkomulag á sjöunda tímanum  Eingreiðsla kostar 28 milljónir Magnús Carlsen var spurður að því, á blaðamannafundi sem haldinn var strax að lokinni 2. skák hans og Wiswanathans Anands í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í Sochi við Svartahaf og lauk með sigri Norð- mannsins, hvort það væri taktík hans í einvíginu að tefla langar og strangar skákir og reyna þannig að þreyta Anand. Hann svaraði því til að það skipti hann engu máli hver mótstöðumaðurinn væri: ef ein- hverjar forsendur væru fyrir vinn- ingstilraunum myndi hann reyna að knýja fram sigur hversu langan tíma sem það tæki, og gilti einu hversu gamall andstæðingurinn væri. Fyrstu einvígisskákinni lauk með jafntefli eftir tæplega sex klukku- stunda baráttu og þar var Magnús nálægt því að vinna. Eftir auðveldan sigur í annarri skákinni er staðan 1½:½ Magnúsi í vil. Einvígið hefur þegar tekið sömu stefnu og það sem þessir tveir háðu í Chennai á Ind- landi í fyrra: Magnús hefur náð að skauta framhjá yfirgripsmikilli þekkingu Anands á vinsælum byrj- unum og þróttmikil taflmennska hans í byrjun bendir til þess að hann muni ekkert gefa eftir í baráttunni. Spurður um hverjir væru aðstoð- armenn hans í einvíginu svaraði hann stutt og laggott: „Daninn og hamarinn“ – „The Dane and the hammer“, eins og hann orðaði það og átti við danska stórmeistarann Peter Heine Nielsen og landa sinn Jon Ludwig Hammer. Að Peter Heine skuli koma fram sem helsti aðstoð- armaður Magnúsar kemur á óvart því að hann hefur áður verið í liði An- ands í fjölmörgum mótum og einvígj- um. Ekki þótti lítið hneyksli á sínum tíma þegar Boris Spasskí mætti Karpov í áskorendaeinvígjunum 1974 og Efim Geller, sem hafði verið hjálparhella hans í einvíginu við Bobby Fischer tveimur árum fyrr, var genginn til liðs við Karpov. Spasskí var heiðursgestur við setn- ingarathöfn einvígisins. Magnús kvaðst sannfærður um að tíundi heimsmeistarinn hefði kunnað vel að meta taflmennskuna í annarri skák- inni og hann var býsna nálægt því að knýja fram sigur í fyrstu skákinni: 1. einvígisskák: Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen Grünfelds-vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bd2 Bg7 6. e4 Rxc3 7. Bxc3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. Rf3 Bg4 10. d5 Bxf3 11. Bxg7 Kxg7 12. gxf3 Re5 13. 0-0-0 c6 14. Dc3 f6 15. Bh3 cxd5 16. exd5 Rf7 17. f4 Dd6 18. Dd4 Had8 19. Be6 Db6 20. Dd2? Eftir þennan leik nær svartur betri stöðu. Hagsmunum hvíts var best borgið í endataflinu sem kemur upp eftir 20. Dxb6. Anand virðist hafa ofmetið möguleika sína og talið að pressan eftir e-línunni hlyti að reynast Magnúsi erfið. 20. … Hd6 21. Hhe1 Rd8! 22. f5 Rxe6 23. Hxe6 Dc7+ 24. Kb1 Hc8 25. Hde1 Hxe6 26. Hxe6 Hd8 27. De3 Hd7 28. d6 exd6 29. Dd4 Hf7 30. fxg6 hxg6 31. Hxd6 a6 32. a3 Da5 33. f4 Dh5 34. Dd2 Dc5 35. Hd5 Dc4 36. Hd7 Dc6 37. Hd6 De4 38. Ka2 He7 39. Dc1 a5 40. Df1 a4 41. Hd1 Dc2 42. Hd4! Anand var orðinn býsna að- þrengdur og fann þennan varnarleik sem hangir saman við 44. Dh1 eftir langa umhugsun. 42. … He2?! Meiri vinningsvon var fólgin í 43. … He3! 44. Hd7+ Kh7 45. Hxb7 Hb3! 46. Hxb3 axb3+ 47. Ka1 Dxh2 og kóngsstaða hvíts er aðþrengd. 43. Hb4 b5 44. Dh1! He7 45. Dd5 He1 46. Dd7+ Kh6 47. Dh3 Kg7 48. Dd7+ – Jafntefli. 2. einvígisskák: Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Sneiðir hjá Berlínar-vörninni sem komst í tísku eftir einvígi Kasparovs og Kramniks árið 2000. Það kemur upp eftir 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 8. dxe5 Rf5 9. Dxd8+ Kxd8. 4. … Bc5 5. 0-0 d6 6. He1 0-0 7. Bxc6 bxc6 8. h3 He8 9. Rbd2 Rd7 10. Rc4 Bb6 11. a4 a5 12. Rxb6 cxb6 13. d4 Dc7 14. Ha3! Þessi frumlegi hróksleikur virtist slá Anand út af laginu. Hrókurinn er á leiðinni í sóknarstöðu á g3. 14. … Rf8 15. dxe5 dxe5 16. Rh4 Hd8 17. Dh5 f6 18. Rf5 Be6 19. Hg3 Rg6 20. h4! Bxf5 Sóknaráætlun hvíts hefur alveg gengið upp og hér er Anand of fljót- ur á sér, traustara var 20. … Hd7. 21. exf5 Rf4 22. Bxf4 exf4 23. Hc3 c5 24. He6 Hab8 25. Hc4 Dd7 26. Kh2 Hf8 27. Hce4 Hb7 28. De2 b5 29. b3?! Ónákvæmur leikur en betra var 29. He7! Dd6 30. f3! og svarta staðan stenst ekki álagið. Anand virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að það er talsverður varnarmáttur í stöð- unni. 29. … bxa4 30. bxa4 Hb4 31. He7 Dd6 32. Df3 Hxe4 33. Dxe4 f3+ 34. g3 34. … h5?? Anand átti nokkrar mínútur eftir og það bætast við 30 sekúndur eftir hvern leik. Afleikurinn bendir til þess að hann hafi verið búinn að gefa upp alla von en hann gat varist með 34. … Dd2! 35. Dxf3 Dxc2 36. Kg2! Kh8 þótt staðan sé vissulega erfið eftir 39. Dc6 því að ekki gengur 37. … Dxf5 vegna 38. He8+ Kg8 39. Da8! og vinnur. 35. Db7! – Við hótuninni 36. Hxg7 er engin vörn. Anand gafst upp. Þriðja skák einvígisins verður tefld í dag og hefst kl. 12 að íslensk- um tíma og hefur Anand hvítt. Fjórða skákin verður svo tefld á morgun. Magnús Carlsen hefur tekið forystu í skákeinvíginu við Anand Einvígið Magnús Carlsen, heimsmeistari í skák, hefur tekið forystuna í einvígi sínu við Wisvanathan Anand. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Úrval af peysum og pólóbolum frá Peysa verð 16.900,- — Pólóbolir verð 8.900,- stk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.