Morgunblaðið - 11.11.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.11.2014, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Nú bíður hálf þjóðin spennt eftir því að fá leiðréttingu á lánum sínum. Til að geta tekið á móti þessari leiðrétt- ingu þarf að hafa rafræn skilríki. Ör- stutt eftirgrennslan á vefnum leiddi í ljós að sími þess sem þetta skrifar er ekki með SIM-kort sem styður raf- ræn skilríki, þannig að næsta mál á dagskrá er að verða sér úti um nýtt kort svo hægt verði að taka á móti fúlgunum. Bankar, símafyrirtæki, Auðkenni og jafnvel einhverjir fleiri bjóða upp á þessi skilríki. Eitthvað er á reiki hvort rukka eigi fyrir notk- un skilríkjanna, en einhvern veginn lyktar það nú af því að á endanum muni einhver borga (þú?). Nú hafa flestir talið skattinn fram á vefnum í mörg ár og notað til þess auðkenni sem skatturinn samþykkir. Þar sem þessi skuldaleiðrétting er líka á veg- um hins opinbera hefði þá ekki verið hægt að nota sömu auðkenni fyrir skuldaleiðréttinguna? Hvað gerir nýju, rafrænu skilríkin betri eða öruggari (fari svo ólíklega að maður fái einhverja) en auðkennin fyrir skattinn? Getur einhver sagt mér það? Skuldunautur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Skuldaleiðrétting bara fyrir þá sem hafa rafræn skilríki? Peningar Margir bíða spenntir eftir að fá leiðréttingu á lánum sínum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan www.veislulist.is jólahlaðborð okkar á Pantanir fyrir veislur þurfa að berast tímalega. Þú getur lesið allt um Nú fer að líða að jólum þá er gott að panta tímanlega jólahlaðborðin. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með góðum veitingum og persónulegri og góðri þjónustu. Öll þjónusta er innifalin í verði veitinga. ...tímanlega! Panta ðu fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Flutningskostnaður er hluti verðs seldrar vöru og hluti af stofni innflutningsgjalda og virðisaukaskatts. Hann hefur áhrif á hagnað við útflutning afurða. Lækkun flutnings- kostnaðar getur því haft áhrif á vísitöluna, samkeppnishæfni og afkomu útflutnings. Í grein sem ég skrif- aði í Viðskiptablaðið í lok júlí færði ég rök fyrir að með hag- kvæmni stærðarinnar væri hægt að minnka kostnað við sjóflutninga milli Íslands og Evrópuhafna um 20% ef skipafélögin hefðu vissa samvinnu þar sem færri stærri skip yrðu nýtt í stað fleiri minni. Róttækara fyrirkomulag gæti leitt til umtalsvert meiri sparnaðar. Sparnaður á skipa-, hafnar- og olíukostnaði yrði vel yfir $7 millj- ónir á ári sem veldur 7.000 tonn- um minni olíunotkun. Miðað er við olíuverð í lok september. Dýrari olía Um áramótin ganga í gildi regl- ur í Norðursjó til að draga úr brennisteinsmengun sem banna notkun þeirrar olíu er skipin brenna nú. Þarf að nota mun dýr- ari olíu. 57% olíunotkunar núver- andi siglingakerfa eru á bann- svæðinu, en það leiðir til 25% hækkunar olíukostnaðar. Slíkum hækkunum hefur verið mætt með því að hækka „olíuálag“ sem bætist við umsamin flutnings- gjöld. Maersk og MSC hafa gefið til kynna að þau munu bæta við $25 á hverja TEU, sem fer um svæðið, sem sérstakt álag vegna þessa. Samkeppnisumhverfi Í grein sinni í Mbl. 16. ágúst segir Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, að eftirlitið geti veitt undanþágu fyrir samstarfi fyrirtækja að uppfylltum vissum skilyrðum. Í 3. mgr. 53. greinar samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið er lýst skilyrðum um undanþágur frá samkeppnisreglum vegna sam- starfs sem stuðlar að hagkvæmni enda sé neytendum veitt sann- gjörn hlutdeild í ávinningnum. Þessi fjögur skilyrði eru listuð hér með athugasemdum með tilvísun til skrifa um hagkvæmni stærð- arinnar í sjóflutningum: a) Verður að stuðla að bættri framleiðslu eða vörudreifingu eða efla tæknilegar og efna- hagslegar framfarir Með samsiglingum má ná fram 20% kostnaðarlækkun vegna hagkvæmni stærð- arinnar. b) Neytendur verða að njóta sann- gjarnrar hlutdeildar í þeim ávinningi sem af þessu hlýst Með upplýstri umræðu og eftirliti hagsmunaaðila má fylgjast með að kaupendur njóti ábatans. c) Hömlurnar verða að vera ómiss- andi til að unnt sé að ná þessum markmiðum. Ekki er hægt að ná fram hagkvæmni stærð- arinnar án fækkunar skipa. d) Samningurinn má ekki gefa fyr- irtækjunum færi á að koma í veg fyrir samkeppni Spurningin er um samkeppni á gámaflutningamarkaðnum þar sem tvíkeppni ríkir með háum að- gangsþröskuldi. Skipafélögin tvö eru aftur í sviðsljósinu vegna sam- keppnismála. Það er erfitt að vera í tvíkeppni, halda uppi verði og markaðshlutdeild án þess að verða á. Setja má það skilyrði að öðrum aðilum í flutningastarfsemi verði gert kleift að kaupa flutninga með skipunum á sam- keppnishæfu verði til endursölu. Í hvers þágu? Þó við séum sann- færð um að und- anþága fáist er óvíst að skipafélögin hafi áhuga á að breyta fyr- irkomulagi sem hefur tryggt báðum þokka- legan hagnað. Þá er aðalskilyrðið að ofan að ábatanum sé skipt með fraktkaupendum. Hagsmunaaðilar Erlendis er kostnaður við og framkvæmd flutningaþjónustu mál sem kaupendur láta sig varða. Þeir hafa bundist samtökum, „Shippers Council“, sem tengjast í „Global Shippeŕs Forum“ og halda uppi umræðum og eru umsagnaraðilar um breytingar á reglugerðum og stefnumótun um flutninga. Útgerðir hafa sín samtök sem gefa álit og berjast fyrir hags- munum útgerða, European Comm- unity Shipowneŕs Association og International Chamber of Shipping, til dæmis. Í ársbyrjun 2006 var SÍK – Sam- band kaupskipaútgerða lagt niður og verkefnin færð til flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. SVÞ hefur innan sinna vébanda bæði kaupendur og seljendur flutn- inga. Á hinn bóginn virðist Félag atvinnurekenda hafa innanborðs einungis kaupendur flutninga. Verðstríð Erlendis geisar verðstríð sem að hluta stafar af æ stærri skipum sem eru byggð vegna hagkvæmni stærðarinnar. Tvær stærstu gáma- útgerðir heims, Maersk og MSC, hafa orðið ásáttar um samsiglingar og ráðgera að hafa 185 skip með 2,1 milljónar TEU flutningsgetu, sem með 22 áætlunum koma við á 77 höfnum í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku. Þær eiga líka í baráttu um fyrsta sæti heimslista gámaút- gerða. Sæti sem Maersk hefur haft lengi, en MSC ásælist. Til þess þarf MSC að veita betri þjónustu, hafa öflugri sölumenn og lægri verð. Samstarfið lokar á að aðilar skiptist á upplýsingum eða hafi annað sam- ráð en hefur að gera með sigl- ingaáætlun. Hvað næst? Ólíklegt er að skipafélögin taki frumkvæðið að gjörbreytingu á skiparekstri sínum. Samkeppniseftirlitið heldur uppi eftirliti með samkeppni: að regl- unum sé fylgt ef um samvinnu er að ræða. Hins vegar er ekki orð í samkeppnislögum um úrræði þeg- ar kostnaður er 20% hærri en sá kostnaður sem hægt væri að ná með samvinnu eða með öðru rekstrarformi sem tryggði minni tilkostnað. Flutningskostnaður og hagkvæmni stærðarinnar Eftir Pál Hermannsson » Fyrirkomulag gáma- flutninga milli Ís- lands og Evrópu kostar árlega nálægt miljarði meira en þyrfti ef skipin yrðu samnýtt og sam- keppni breytt. Páll Hermannsson Höfundur er flutningahagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.